Draugar og uppvakningar

Í sumar skrifaði ég þennan pistil - Ábyrgð fjölmiðla á umbrotatímum. Einn af mörgum sem ég hef skrifað um fjölmiðla og hlutverk þeirra. Í dag var einn fjölmiðill dæmdur úr leik í heiðarlegri, opinni og hlutlausri umræðu þótt enn séu eflaust fantagóðir blaðamenn eftir á Mogganum. En það er borin von að blaðið geti nokkurn tíma talist trúverðugt í ritstjórn Davíðs. Til þess fortíð hans allt of svört. Í landsfundarpistli í mars tileinkaði ég Davíð þessa gömlu vísu og mér finnst upplagt að bjóða hann velkominn til starfa með henni:

Mín að telja afrek öll
ekki' er nokkur vegur!
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.

Mér finnst auk þess argasta siðleysi að segja upp mönnum á sjötugsaldri sem hafa alið nánast allan sinn starfsaldur á blaðinu og þjónað því dyggilega. Þeir eiga örfá ár í eftirlaun þegar þeim er sparkað út á guð og gaddinn. Það á að banna slíkt og þvílíkt framferði. Svona gera menn ekki!

Fréttir Stöðvar 2 og RÚV 24. september 2009

 

Óskar Magnússon í Kastljósi 26. febrúar 2009
Þetta sagði hann þá

 

Óskar Magnússon í Kastljósi 24. september 2009
Þetta segir hann nú

 

 Þóra Kristín Ásgeirsdóttir í Kastljósi 24. september 2009

 

Gísli málbein var með vísu dagsins eftir snillinginn K.N.

Góður, betri, bestur,
burtu voru reknir.
Illur, verri, verstur,
aftur voru teknir.

"Þá mun ég snúa aftur," hótaði Davíð 4. desember 2008. Hann stóð við hótunina.

Þá mun ég snúa aftur - Davíð Oddsson - 4.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Huguð ertu... Ef ég væri þú ... þá myndi ég taka öryggisafrit af öllu þínu bloggi (stjórnborð->blogg ... öryggisafrit) ... *OG* eiga þetta á annarri vél líka.

Einar Indriðason, 24.9.2009 kl. 21:51

2 identicon

Kæra Lára Hanna, nú er lag að segja skilið við blog.is! Til að sýna óánægju sína með ráðningu nýrra ritstjóra Morgunblaðsins hefur fólk sagt upp áskrift að Morgunblaðinu og er hætt að lesa mbl.is. Það þýðir að ekki "má" lesa moggabloggið heldur.

Það væri mikil synd að missa af þínum frábæru pistlum. Geeerðu það, viltu færa þig á almennt vefsvæði sem skapar ekki útgefendum Morgunblaðsins peninga með hverjum smelli.

Huld (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:16

3 identicon

Sæl Lára Hanna. Ég les bloggið þitt nær daglega og finnst þú alveg ótrúlega dugleg og flott að blogga um það súrealíska ástand sem við göngum í gegnum þessa dagana. Ég vona þó að þú eigir eftir að færa þig af Moggablogginu. Ég vil helst ekki þurfa að koma hérna inn aftur. Búin að segja upp áskriftinni og hef ekki farið á mbl.is síðan ég frétti af ráðningu nýs ritstjóra í dag. Og ætla mér það ekki. Mér er svo gróflega misboðið að ég bara get ekki hugsað að koma nálægt neinu sem tengist DO. Ég mun gerast áskrifandi að Morgunblaðinu aftur, sama dag og þeir sem þar eru nú við stjórn fara frá. Fyrr ekki.

Gerdur (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:17

4 identicon

Lokssins var Mbl tekið úr höndum ESB sinna. Það er náttúrulega alveg út í hött að 75% þjóðarinnar skuli ekki hafa haft neina rödd, og að 25% þjóðarinnar (sem er grunsamlega tengt fylgi Samfylkingar) skuli hafa ráðið í krafti þess ofurvalds sem Jón Ásgeir og Samfylkingin hafa í þessu landi.

Hilmar (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 22:33

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hvernig væri nú aftur að grafa upp óð Halldórs Blöndal til Davíðs á sextugsafmælinu: "Hannesar maki..." ?   (þ.e. ekki maki Hannesar Hólmsteins, heldur jafnoki Hannesar Hafstein. Hugsanleg skýring á því að engum með eftirnafnið Blöndal var sagt upp á Mbl. í dag.)

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.9.2009 kl. 22:41

6 identicon

Hafðu þakkir fyrir öll innleggin þín Lára. Vonast til að ná þér aftur inn í rúntinn minn - á betri stað.

sr (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:09

7 identicon

Þakkir Lára Hanna.

Er með óbragð í munninum !

Þess vegna er hér smávegis til að létta skapið :

http://www.youtube.com/watch?v=_5O5ofHrXXk&feature=topvideos

JR (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 23:20

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér hefur lengi þótt stórmerkilegt hve mbl.is er í raun vinsæll vefur, miðað við hve statískur hann er. hef yfirleitt marga fréttamiðla íslenska opna yfir daginn og 'refresh-a' annað slagið. oftar en ekki hafa engar nýjar fréttir bæst inn á mbl.is meðan visir.is, dv.is og eyjan.is uppfærast reglulega.

held það hljóti að vera bloggið sem haldi lífinu í þessum vef.

ég hef aldrei talið mig vera spámann. þó spáði ég því fyrir áratug að fall davíðs yrði jafn skart og uppgangur hans. það var bara tilfinning. síðan gekk það eftir. nú hef ég þá tilfinningu að Mogginn hafi framið sitt harakiri.

en endilega, Lára Hanna. ef þú ferð annað verðurðu að láta okkur öll vita hvert. skessan þegar farin á wordpress og hætt að blogga hér.

Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 23:29

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

þú ert þungavigtarbloggari, Lára Hanna. öflugasti fréttamiðill á íslandi.

það hljóta að vera aðrar ástæður fyrir vinsældum mbl.is en fréttirnar. eins statískur og mbl.is er. líklegra þykir mér að margt fólk komi til að lesa blogg eins og þitt.

ég skora á þig að flytja þig um set. þú munt ekki missa lesendur því þeir koma ekki inn á bloggið þitt gegn um fréttatengingar, þar eð þú bloggar ekki (allavega sjaldan eða aldrei) um fréttir.

skil bara ekki í að eyjan.is hafi ekki reynt við þig.

Brjánn Guðjónsson, 24.9.2009 kl. 23:41

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tek undir með Brjáni...

Óskar Þorkelsson, 24.9.2009 kl. 23:46

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einn af þeim sem var látinn taka pokann sinn í dag var Freysteinn Jóhannesson. Ég kynntist honum hinum megin við borðið þegar hann var látinn taka við mig viðtal í hitteðfyrra. Hann var með ekkert upptökutæki en hlustaði vel og skrifaði nótur jafnóðum.

Ég varð orðlaus þegar ég sá útkomuna, sem hann vann á ótrúlega stuttum tíma. Engin missögn, - ekkert þurfti að leiðrétta.

Svona menn eru fágætir í dag. Blaðamaður sem getur unnið svona hefur forskot vegna þess að ef hann tekur viðtalið upp og þarf síðan að spila það og gera upp úr því handrit er hann miklu lengur að því en með því að nota þessa aðferð Freysteins.

Ég er mjög sorgmæddur yfir því að svona snjall og afkastamikill blaðamaður, hokinn af reynslu, sé látinn fara.

Ómar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 00:18

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hildur Helga... kvæði Halldórs hljóðaði svona:

Þjóðskörungur
leiddi þjóð sína
ódeigur
inn í árþúsund
nýrra vona,
nýrra hugsjóna.
Heill sé þér Davíð
Hannesar jafni.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:03

13 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er svolítið skondið, Ómar. Ég hef þessa nákvæmlega sömu reynslu af Freysteini. Hann kom hingað til mín í byrjum maí 2008 og tók við mig viðtal. Páraði orð og orð í litla blokk og eins og hjá þér þurfti ekkert að leiðrétta. Út úr þessu komu hin fínustu skrif sem sjá má hér og hér. Freysteinn var fyrsti maðurinn sem mér datt í hug þegar ég heyrði fréttirnar af uppsögnunum í morgun og ég hef verið miður mín í allan dag - hans vegna mestanpart en hinna þó líka.

Það er skelfileg skammsýni og ómennska að koma svona fram við fólk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:19

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tók öryggisafrit af mínu bloggi í kvöld, ég veit ekki hvað ég á að gera blogga hér eða annarsstaðar.  Ég er ennþá á báðum áttum.... 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.9.2009 kl. 01:29

15 identicon

Já, nú er að sjá hverjir ætla virkilega að hanga hér lengur.

Ég vona að það geri sér allir grein fyrir því að Morgunblaðið halar inn tekjur á auglýsingum á MBL.is.

Þetta er allt saman reiknað útfrá "hittum" á síðuna , ef fólk vill beinlínis styrkja Morgunblaðið þá gerið svo vel og haldið áfram að blogga hér en guð minn góður hvað það er kaldhæðnislegt og öfugsnúið um leið og það er samt fullkomlega í takt við Íslendinginn. Svei mér þá , það yrði stílbrot ef fólk færi að taka uppá því að standa við stóru orðin.

Tek heilshugar undir með Gerði...fluttu þig um set Lára, efast ekki um að það er fullt af fólki sem er til í að hjálpa þér að græja síðu.

Ég kem ekki aftur inná Mbl.is ...þeir fá ekki mitt "hitt".

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 01:42

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er kannski lag að ýta úr vör nýjum fjölmiðli. Hann gæti byrjað sem netútgáfa. Þetta Kóreanska kúpp á mbl, er með því ósvífnasta, sem ég hef orðið vitni að í seinni tíð og eru viðmiðin ekkert lítil. Spillingaröflin eru að hrifs til sín völdin að nýju. Pólitískar ráðningar eru regla í gegnum allt kerfið, hvort sem það er í stjórnum banka, skilanefnda, eftirlits eða í dómsmálum. Manni flökrar.  Þetta blað var beilað út með milljarða afskriftum og fengið í hendur stjórnmálaflokki.  Er þetta endurgreiðsla á því sem þeir þurftu að skila úr illa fengnum kosningasjóðum?  Sjá menn ekki hversu gríðarlega rótgróin þessi kerfisspilling er hérna?

Ekki er þetta til að auka traustið út á við. Ég bíð spenntur efti að lesa um viðbrögð útlendu pressunar. Menn hljóta að hlæja sig máttlausa af þessu frumbyggjasamfélagi hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 02:11

17 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 04:39

18 identicon

Enn og aftur kærar þakkir fyrir þitt ómentanlega framlag varðandi hrun og spillingu íslensks samfélag.

Uppsagnir blaðamanna Mbl. eru ekki uppsagnir heldur stalínískar hreinsanir og að missa vinnuna sem blaðamaður á Íslandi í dag jafnast á við útlegðardóm.

DB (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 08:41

19 identicon

Jón Steinar, það er lítið mál að setja upp fjölmiðil, það er að segja ef þú átt nokkra milljarða til að henda út um gluggann og sætta þig við að fá þá peninga aldrei aftur. Mig grunar að það séu ekki margir sem hafi efni á svoleiðis bixi í dag.

Blaðamannafélagið er ósátt, hvort það er vegna uppsagna eða vegna þess hverjir voru ráðnir ritstjórar, það er ekki hægt að segja til um. Betri blaðamenn en svo eru þeir ekki.

Blaðamannafélagið ályktaði ekki þegar Fréttablaðið fækkaði sínum útgáfudögum, heldur ekki þegar DV gerði slíkt hið sama. Það ályktaði heldur ekki þegar Þorsteinn Pálsson, guðfaðir kvótakerfisins var ráðinn ritstjóri fréttablaðsins, og var þá skv. kenningum blaðamannafélagsins óhæfur að fjalla um þau mál, eða nokkur á ritstjórninni?

Blaðamannafélagið ályktaði reyndar þegar fjölmiðlalögin voru sett, svo eigendur hefðu ekki of mikið vald yfir ÖLLUM fjölmðilum landsins, en ekki gegn þeirri frelsisskerðingu blaðamanna, nei það gerðu þeir ekki, heldur ályktuðu þeir GEGN FJÖLMIÐLAFRUMVARPINU. Þar réðu að sjálfsögðu eigin hagsmunir en ekki þjóðarheill. Núna talar blaðamannafélagið eins og það beri velferð allrar þjóðarinnar fyrir brjósti sér. Er ekki einhver þversögn í þessu?

Eftir að hafa lesið bloggsíður og áskoranir manna og kvenna um að segja upp morgunblaðinu, hætta að blogga á mbl.is o.s.frv., þá kemur í ljós að þetta er sama fólkið og kom af stað uppþotunum síðasta haust sem síðar sprengdi ríkisstjórnina. Þetta sama fólk og kom nýrri peningastefnunefnd fyrir í seðlabankanum, með þeim frábæra árangri sem sú nefnd hefur náð!!!!

Þetta er sá hópur sem leiddi þessa ríkisstjórn til valda, þar sem VG unnu voru sigurvegarar kosninga. Reyndar hafa VG gengið á bak ALLRA þeirra atriða sem þeir lofuðu fyrir kosningar. Lægri vexti, meiri atvinnu, andstaða við ESB, innköllun fiskveiðiheimilda, varðstaða um velferðarkerfið....... Það stendur ekki steinn yfir steini hjá þeim flokki. Samfylkingu þarf ekkert að ræða. Gegnsæjið og allt uppi á borðinu er með þeim hætti að búið er að ráða sama manninn ólöglega (án auglýsinga) tvisvar sinnum á nokkrum mánuðum. Búið að taka ASÍ í pólitíska gíslingu, Ásmundur er enn í Landsbankanum, vildarvinir Össurar komnir í tip top störf í embættismannageiranum. Í Stuttu máli sagt hefur samfylkingunni tekist að afreka það sem Framsókn og Sjálfstæðisflokki tókst ekki samanlagt á 18 árum.

Núna situr ríkið með 3500 milljarða gjaldþrot aðila í atvinnulífinu í fanginu. Sömu aðilar og ráku þessi fyrirtæki sem ollu þessum gjaldþrotum eru komnir á fullt aftur, með velþóknun samfylkingar. Bakkabræður fengu besta bitann úr Existu. Jón Ásgeir fékk Bónus úr Baugi upp á meðgjöf o.s.frv. Blaðamannafélaginu finnst allt í lagi að búið sé að steypa þeim og þeirra fjölskyldum í milljóna skuldir pr. haus, en þegar einkafyrirtæki ákveður að hagræða í sínum rekstri, þá rísa þessi hagsmunagæslusamtök upp á afturlappirnar.

Íslenskum blaðamönnum hefði verið nær að vera fyrstir með fréttirnar, en ekki lepja upp löngu orðna hluti og velta þeim fyrir sér fram og til baka. Það er lélegasta tegund fjölmiðlunar sem til er, og sýnir hversu slappir íslenskir blaðamenn í raun eru.

joi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:11

20 identicon

Tek undir þakkir til þín Lára Hanna. Tek einnig undir með Jóni Steinari í sambandi við nýjan fjölmiðil. Við þurfum fjölmiðil í eigu almennings sem hægt er að treysta.

Ína (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:15

21 Smámynd: Sigurjón Sveinsson

Sæl Lára.

Þú segir " Í dag var einn fjölmiðill dæmdur úr leik í heiðarlegri, opinni og hlutlausri umræðu þótt enn séu eflaust fantagóðir blaðamenn eftir á Mogganum."

Manni er spurn, hvaða fjölmiðill í dag er heiðarlegur, opinn, og hlutlaus? Svarið er: Enginn. 

Það er svarið. Ekki Mogginn, ekki Fréttablaðið né Stöð 2 (í eigu Hrapps Vestmanns), ekki RUV (með alla sína vinstri sinnuðu "fréttamenn"), ekki DV (eins og Reynir Trausta upplýsti í upptöku Jóns Bjarka), ekki Pressan, ekki AMX, ekki Smugan.is (100% í eigu VG).

Við eigum ekki hlutlausa, gegnsæja né 100% heiðarlega fréttamenn né fjölmiðla. Höfum aldrei átt. En í dag VITUM við þó um hver stefna eins er. Í það minnsta getum við sett á síu í eyrun og augun þegar við fáum fréttir þaðan.

Sigurjón Sveinsson, 25.9.2009 kl. 10:15

22 identicon

Mér sýnist að allir bestu bloggararnir séu að yfirgefa moggabloggið. Eftir verða því væntanlega bara leiðinlegir Dabbadýrkendur og þeir fáu sem ekki eru enn búnir að segja upp áskrift að Morgunblaðinu.

Stefán (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:16

23 identicon

Lára Hanna og Ómar.

Uppsögn Freysteins er rökrétt. Aðalsmerki Davíðs er drottnunargirni og spilling. Fúsk fylgir spillingu alltaf. Hrun samfélagsins er rökrétt og stafar af því að vanhæfum flokksdindlum og jámönnum hefur verið raðað á alla pósta.

Maðurinn sést ekki fyrir. Allt verður að víkja fyrir særðu og bólgnu egói hans. Sjálfur moggi líka. Persóna ritstjórans er ekki stór, eins og Birgitta Jónsdóttir heldur. Bara fyrirferðarmikil.

P. S.

Síðasta kommentið á moggablogginu. Kann ekki við persónunjósnir. Barnaleg sú afstaða að bíða og sjá. Leggist ekki á árar með grútspilltum einræðisöflum. Ofbeldi. Hafnið því strax og afdráttarlaust. 

Rómverji (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:28

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Á Eyjuna með þig!

Theódór Norðkvist, 25.9.2009 kl. 10:30

25 identicon

Hræsni að ykkur finnist sorglegt að fólk hafi misst vinnuna, en viljið stuðla að því að Morgunblaðið ónýtist til þess að örugglega allir innan þess fyrirtækis missi vinnuna.

Ótrúleg hræsni!

kv d

Dóra litla (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:53

26 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afsakið.. ég vissi ekki að mogginn væri verndaður vinnustaður dóra litla... Þetta fólk hefur ekki verið að vinna vinnuna s´ðina undanfarin ár.. svo farið hefur fé betra á bætur..

Óskar Þorkelsson, 25.9.2009 kl. 11:03

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jói: Fyrst þú beinir orðum til mín, þá vil er ég að mörgu leyti sammála þér, en að sama kosti ósammála. Einföldun þín og alhæfing er ansi mikil. Vissulega eru til slappir blaðamenn. Baugsmiðlarnir höfðu ekki mikinn metnað. Þar voru ráðnir óskrifandi krakkar og metnaðarleysið var algert. Sama virðist skjóta upp kollinum hjá mogganum líka. Það er hinsvegar ákvörðun og stefna eigenda og ritstjórna undir járnhæl þeirra. Það eru til framúr skarandi blaðamenn  hér, sem ekki fá frjálsar hendur. Þeir eiga jafnvel yfir höfði sér atvinnumissi ef þeir lúta ekki boðum eigenda. Þannig er raunar fjölmiðlun á Íslandi alfarið. Spuni, ruslveita, copy paste blaðamennska, sem unnin er af amatörum. Ég treysti ekki einu orði af því sem matreitt er ofan í okkur og legg mig í líma við að kanna aðrar hliðar á málum á netinu. Hér ríkir ekki málfrelsi, nema að nafninu til og ekki komast allir að með skoðun sína. Endursagðar fréttir eru oft valdar eftir áróðursgildiog mistúlkaðar eða skrumskældar í fyrirsögnum. T.d. þá eru fréttir af skoðanakönnunum oftast settar fram þar semhlutdræg túlkun er gefin í fyrirsögn, en þegar tölfræðin er skoðurð, kemur yfirleitt eitthvað annað í ljós. Jafnvel þveröfugt við fyrirsögn. Það er verið að fokka í hausnum á fólki, daginn út og inn. Ekki af því að blaðamenn eru vondir, heldur vegna þess að fjölmiðlar eru allir í eigu hagsmunahópa. Hlutlaus fjölmiðlun er dauð af því að hún er ekki leyfð af þeim sem eiga fjölmiðlana.

Þetta átti fjölmiðlafrumvarpið að leiðrétta að einhverju leyti á sínum tíma en spunaverksmiðja eigendanna náði að snúa þjóðinni gegn því, eða allavega kokka upp skoðanakannanir og túlkanir, sem gáfu það til kynna.  Merkilegt er að faðir frumvarpsins sé nú fallinn undir það sem hann barðist gegn og greinilegt að ekki er sama hvort er Jón eða séra Jón þar.  Það var greinilega verið að sporna gegn einokun eins hóps til að vernda eða koma á fót einokun annars. Hræsnin, spillingin og hagsmunapotið á sér engin takmörk þar.

Ekki skrifa þetta á blaðamenn og setja þá í eina skúffu. 

Varðandi gagnrýni þína á þá bloggara sem fjargviðrast yfir þessu og að þeir séu margir úr þeim hópi, sem felldi ríkistjórnina, þá finnst mér söguskoðun þín ansi sveigjanleg. 

Er það "byltingarfólki" að kenna að nú er komið svona fyrir okkur?  Gat það fólk, sem heimtaði ísland vitað fyrir um það að flokkur eins og VG lenti í samvinnu með öðrum aðal spillingarflokknum, sem er og var í óopinberri eigu útrásarvíkinganna? Gat það séð fyrir að þeir sem buðu sig fram höfðu önnur markmið, en þeir gáfu upp eða þá að þeir lugu um stefnu sína og blekktu siginn í stjórn? Heldur þú að önnur stjórnarsamsetning hefði leyst betur úr málum, þegar ljóst er að spillingin og yfirhylmingin á sér engin flokkslandamæri?

 Annars dæmir þetta sig sjálft. Ég set stórt spurningarmerki við nánast allt sem þú segir þarna, en læt þetta duga í bili.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.9.2009 kl. 12:54

28 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Eigendur Árvakurs (Morgunblaðsins) er eignarhaldsfélagið Þórsmörk ehf. Það er því alveg sama hvernig rekstur blaðsins fer, tapinu verður velt aftur yfir skattgreiðendur.

Hluthafar í Þórsmörk ehf eru:

Óskars Magnússon, Gísli Baldur Garðarsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar B. Dungal, Pétur H. Pálsson, Þorgeir Baldursson og Þorsteinn Már Baldvinsson.

Þorgeir Baldursson sat í bankaráði Landsbankans allt frá því að bankinn var færður í hendur nýrra eigenda árið 2003 og þar settur undir stjórn skilanefndar árið 2008. Hann bar því formlega ábyrgð á Icesave snilldinni.

Guðbjörg Matthíasdóttir var svo afskaplega heppin að selja milljarða eign sína í Glitni rétt eftir að formaður stjórnar bankans hafði farið á fund með þáverandi seðlabankastjóra og tilkynnt honum um erfiða stöðu bankans.

Gunnar Axel Axelsson, 25.9.2009 kl. 12:57

29 identicon

Nú er spurning hvort þú ætlir að fylgja eigin ráðum og standa upp og gera eitthvað, mótmæla því sem þú ert óánægð með eins og það að Davíð taki við ritstjórnarstarfi því getur þú mótmælt af fullri hörku með því að færa þig um set eins og fleiri fleiri bloggarar hafa gert.

Hef rekið mig dáldið á það í dag að þeir sem hæst hafa talað um ósamstæði íslendinga þegar kemur að því að mótmæla einhverju eru einmitt ekki tilbúnir að færa sig eins og skot til að mótmæla þessum fáránleika, nú er bara sjá hvorum hópnum þú ætlar að vera í.

Begga (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 12:57

30 identicon

Í dag var einn fjölmiðill dæmdur úr leik í heiðarlegri, opinni og hlutlausri umræðu þótt enn séu eflaust fantagóðir blaðamenn eftir á Mogganum."

 Ert þú í fullri alvöru að halda því fram að Fréttablaðið sé hlutlaus fjölmiðill, eða Stöð 2, fréttasofa RUV, Kastljós og Silfur Egils?  Er kannski málið að það er í lagi að fjölmiðlar séu ekki hlutlausir og heiðarlegir svo lengi sem þeir hallist verulega til vinstri? Meira segja Mbl hefur verið sömu sökinni seld. Eða villa einhvar halda því fram í fullri alvöru að verðlauna fréttakonan Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hafi verið hlutlaus og heiðarleg í sinni umfjöllun um mörg mál líðandi stundar?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 13:41

31 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hringdu í mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2009 kl. 13:50

32 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Sæl Lára,

Takk fyrir alla góðu pistlana þína.

Við skulum muna að Davíð setti landið á hausinn, hann setti Seðlabankann á hausinn og nú verður Mogginn næsta fórnarlamb.

Aðalstöðvar Moggans eru jú á landsvæði sem var fyrir borgarstjórnarkosningar 1982 álitið óbyggilegt vegna sprungna og var því stíft haldið fram að Sjáfstæðisflokknum með umræddan Davíð í broddi fylkingar. Það var m.a. til þess að þáverandi vinstri meirihluti féll og Davíð varð borgarstjóri. Þannig að það þarf ekki að koma á óvart þó Mogginn standi nú á mjög veikum grunni og geti hrunið þá og þegar.

Fjöldi fólks sem ég þekki sagði blaðinu upp í gær og í dag, en ég hef ekki frétt af neinum nýjum.

Valgeir Bjarnason, 25.9.2009 kl. 14:24

33 Smámynd: Villi Asgeirsson

Eru þessar IP-tölur sem segja Láru Hönnu að fara ein og sama manneskjan eða ekki? Þetta eru allt voðalega svipuð skilaboð.

Villi Asgeirsson, 25.9.2009 kl. 14:37

34 Smámynd: Villi Asgeirsson

STÖÐVUM RAUÐAVATNSSLYSIÐ!

Villi Asgeirsson, 25.9.2009 kl. 14:39

35 identicon

Mér sýnist þú vera sammála flestu Jón Steinar, þó þú viljir kannski ekki viðurkenna það.

Auðvitað eru til góðir blaðamenn á Íslandi. Alveg eins og það eru til góðir skipstjórar, trompetleikarar eða hvað annað. Því miður hefur t.d. fiskiskipum fækkað, og þar með fækkar störfum fyrir reynda skipstjóra. Ekki hætta þeir af því þeir séu slakir starfskraftar, heldur vegna þess að ekki er þörf fyrir þá þegar skipaflotinn er skorinn niður. Alveg sama á við um blaðamannastéttina. Þetta er ekkert vantraust á hana, heldur er ekki þörf fyrir allt þetta fólk. Tekjurnar sem þetta fólk skapar duga ekki fyrir útgjöldum.

VG eru í samvinnu við Samfylkingu. Hinn kosturinn hefði verið Framsókn. Þú hefðir ekki heldur fellt þig við það Jón Steinar. Fylgið hrynur af VG. Formaður flokssins er kallaður "ómerkingur" af sínum flokksbræðrum sem voru á framboðslista með honum fyrir síðustu kosningar. það er stemningin fyrir VG þessa dagana. Frammistaða VG í þeirra helstu baráttumálum hefur verið mótsagnakennd svo ekki sé meira sagt. Alla daga koma fréttir af einhverju sem VG eru að segja eða gera og stangast á við þeirra kosningaloforð. Þó er skammt liðið af kjörtímabilinu. Gleymum heldur ekki að framundan er 60-80 milljarða niðurskurður. Þá fyrst byrjar ballið. Síðustu mánuðir hafa verið hveitibrauðsdagar miðað við það sem í vændum er, samt er VG með sprungið dekk undir skrjóðnum. Hvað gerist þegar farið verður út af malbikinu?

Fjölmiðlar eru slappir. Ég fer ekki ofan af því. Skrýtið annars hvað RUV sleppur. Kastljósið er orðið að hálfgerðum gelgjuþætti. Engin þyngd, ekkerr sem byggjandi er á. Spyrlar þar eru ekki starfi sínu vaxnir. Silfur Egils hefur staðið sig einna skárst. Útvarp RUV er skelfilegt. Ólafur Ísleifsson er fengin sem einhver álitsgjafi í efnahagsmálum. Hann var í bankaráði Glitnis í fyrra. Hann situr í bankaráði Landsbankans í dag. Hvernig getur þessi maður gagnrýnt hátt vaxtastig, þegar bankinn sem hann situr í forsvari fyrir borgar 3% vexti af innlánum, en rukkar 20% vexti af útlánum?????? Svona maður hefur ekki trúverðugleika. Samt er hann fenginn í alla þætti hjá RUV til að analysera og gagnrýna. Þessi maður er óhæfur. Af hverju var/er Baldur þórhallsson fenginn sem helsti ESB álitsgjafi RUV? Er hlutleysi gætt þar? Ég myndi ekki telja að svo væri. Maðurinn er svarinn stuðningsmaður aðildar, og er í framboði fyrir Samfylkinguna. Hvernig er eiginlega valið í svona störf hjá RUV? Þessi stofnun er handónýt þegar kemur að fréttaflutningi.

Fjölmiðlafrumvarpið er ein sorgarsaga. Blaðamannafélagið og vinstri flokkarnir, með forsetann í broddi fylkingar komu í veg fyrir að það næði fram að ganga. Núna ætlar svo Menntamálaráðherra að setja upp einhverja fjölmiðlastofu? Af hverju gátu VG ekki bara samþykkt frumvarpið á sínum tíma og sparað landsmönnum útgjöldin við þessa fjölmiðlastofu? Það eru engir peningar til að halda henni úti hvort sem er. Látum heldur peningana renna til aldraðra eða öryrkja en að setja svona batterý upp. Nóg er af þessum stofnunum sem ekkert gera fyrir.

Ég held þú þurfir ekki nema að keyra saman ákveðin nöfn Jón Steinar af þeim sem verst hafa látið út af þessari ráðningu Davíðs, og þeim sem hæst létu fyrir uppþotið í fyrra, til að sjá að þetta er að stofninum til sama fólkið. þetta er fámennur hópur. Hann hefur reynst þjóðinni dýr þegar upp er staðið. Hundruðir milljarða farnir í súginn í boði Harðar Torfasonar og co.

Vonandi færist líf í fjölmiðlana. Það veitir ekki af.

joi (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 16:14

36 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Brjánn Guðjónsson, hvaða fall Davíðs ertu að tala um? Hann steig sjálfur til hliðar úr stjórnmálum

Hann var látinn víkja úr Seðlabankanum vegna linnulauss áróðurs Baugsveldisins

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.9.2009 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband