Við borgum ekki!

Alltaf er hollt og nauðsynlegt að rifja upp. Það er nefnilega gert ráð fyrir því að við gleymum og höfum ekki aðgang að upplýsingum. Nú er það Kastljósviðtalið fræga 7. október 2008. Í tengslum við þetta bendi ég á bloggfærslur Vilhjálms Þorsteinssonar og Egils Helgasonar og athyglisverðar umræður í athugasemdakerfum þeirra.

Kastljós 7. október 2008



Viðbót: Hengi neðst í færsluna hljóðupptöku úr þættinum Víðu og breiðu á Rás 1 frá mánudeginum 5. október. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri, er þar í siðfræðispjalli um Icesave. Umsjónarmaður þáttarins er Hanna G. Sigurðardóttir. Þetta er athyglisvert spjall... hlustið.

Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nú hugsa ég um hryðjuverkalög............

kveðja frá Amager

Hólmdís Hjartardóttir, 7.10.2009 kl. 22:41

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég var staddur erlendis fyrir ári og varð vitni að því hvernig orð Davíðs bergmáluðu samdægurs í fjölmiðlum erlendis og voru strax notuð gegn okkur sem þjóð.

Þau gátu ekki verið sögð á óheppilegri tíma hvað það snertir. Ég held hins vegar að Davíð hafi ekki áttað sig á þessu heldur talið sig vera að tala næstum því einslega við þjóð sína hér uppi á skerinu.

Læt hann því njóta vafans hvað það snertir. Hafi hann verið grandalaus hvað þetta varðar finn ég til ákveðinnar samúðar með honum vegna þessara mistaka.

Okkur getur öllum orðið á, þótt sum mistök reynist afdrifaríkari en önnur.

Ómar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 22:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Langar að benda á afar athyglisverða grein Sigrúnar Davíðsdóttur í Daily Telegraph.  Það er greinilega margt ansi loðið í aðdraganda hrunsins og mörgu ósvarað.  Mér finnst sekt Breta og Hollendinga í ferlinu alltaf að koma betur og betur í ljós og einnig fannst mér merkilegt að það skuli hafa verið Seðlabanki Evrópubandalagsins, sem hrinti þessu hrunferli af stað, ef svo má segja og að fall Lehman brothers og fleiri hafi verið beint framhald af stefnubreytingu bankans.

The plot thickens.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getur verið að það hafi átt að veita Íslendingum ofanígjöf vegna óskyldra mála?

Árni Gunnarsson, 7.10.2009 kl. 23:33

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessar greinar, sem þú bendir á er endurtekið efni og algerlega í anda Evrópubandalagssinna. Þetta er allt rekið til föðurhúsanna í kommentum og m.a. af Gunnari Tómassyni.

Ég vil einnig benda á nannað blogg í þessum anda og biðja fólk að lesa vel það sem Guðmundur 2. Gunnarsson segir um málið.  Hann svæfir algerlega vangaveltur blogghöfundar og máta hans og kemur fram með ansi merkilegar upplýsingar að mínu mati.

Hér er bloggið.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.10.2009 kl. 23:43

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lára Hanna, finnst þér að þú skuldir einhverjum ríkjum úti í heimi, sem að kusu að borga út sínu fólki þar ICESAVE reikníngana þeirra, af því að einkafyrirtæki hérna heima, í boði okkar vanhæfu stjórnmálaflokka, einhvern aur ?

Finnur þú til einhverra samsektar ?

Steingrímur Helgason, 8.10.2009 kl. 00:17

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, ég finn ekki til neinnar samsektar, Stengrímur. Síður en svo.

En mér fundust umræðurnar um þessar færslur athyglisverðar - enda benti ég á þær sérstaklega. Þar kemur ýmislegt fram.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.10.2009 kl. 00:22

8 identicon

Þegar Davíð sagði í Kastljósinu að við borguðum ekki skuldir óreiðumanna þá sagði ég við sambýlinginn: veit hann ekki að Englendingar heyra þetta?

Margrét Rósa (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 06:39

9 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Ekki skil ég nú bara neitt í þessu! 

Það lá alltaf ljóst fyrir hjá hugsandi fólki að íslenska ríkið gæti ekki staðið á bak við bankana.  Það hafði verið í fréttum erlendis mánuðum saman. T.d. bara í nágrannalandinu Noregi.

Það að það fyrirfinnist Íslendingar sem ekkert vilji frekar en að borga skuldir einkafyrirtækisins sem urðu til undir vernd ógreinilegrar samevrópskrar reglugerðar, skil ég heldur bara ekkert í!

Ekki bara að borga skuldirnar, heldur líka rekstur fjármálaeftirlita Hollands og Bretlands þennan tíma! 

Af hverju flytjið þið ekki bara sjálf út til Hollands eða Bretlands?  Það væri heiðarlegast fyrir alla, og best!

Jón Ásgeir Bjarnason, 8.10.2009 kl. 09:55

10 Smámynd: Sævar Helgason

Mikil speki hér að framan. 

Þegar Baugur var kominn í uppnám með greiðslistöðu sína - var þeirri spurningu varpað fram "Hverjir eiga Baug " ? Og svar kom fljótt og því var ekki mótmælt: Þeir sem áttu skuldirnar- þeir áttu Baug. Það reyndist verða niðurstaðan.

Hvað með Ísland ? Hverjir eiga Ísland ?  Við þjóðin eða  þeir sem eiga skuldir okkar ?

Erum við sjálfstæð og fullvalda þjóð ,lengur ? Umhugsunarefni fyrir spekingana....

Sævar Helgason, 8.10.2009 kl. 12:05

11 Smámynd: 365

Fullvalda erum við ennþá, en ekki sjálfstæð eftir að AGS kom á skerið

365, 8.10.2009 kl. 13:10

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Tek undir með Ómari, Auðvitað bárust þessi skilaboð fljótlega um heimsbyggðina.

En hafi þessi maður ekki hafa áttað sig á afleðingum orða sinna, þá lýsir það því betur en flest hvað hann var gjörsamlega vanhæfur í sinni stöðu.

En það er hálfu stórkostlegra að hann skuli nú sitja á ritstjórastól hjá Mbl, og leggja þar ásamt öðrum mat á eigin fuckup......

Þetta er maðurinn sem að öðrum ólöstuðum á stærstan þátt í Íslenska hruninu..

hilmar jónsson, 8.10.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband