Hún verður vel skiljanleg forsíðumyndin sem Jóhann Ludwig Torfason er búinn að hanna á Símaskrána 2010 þegar þessi mynd Halldórs er höfð til hliðsjónar. Sjá hugmynd Jóhanns hér.
Ert þú ekki að misnota bloggið þitt með þessari myndbirtingu Lára Hanna og troða ofaní svaðið öllum góðu hugmyndunum hjá fólkinu á Reykjanesi.
Finnst þér of mikið að byggja eitt stykki Kárahnjúkaorkuver handa þessu fólki, leggja 150 kílómetra af stærstu og glæsilegustu háspennulínu Íslands, skreyta öll helstu háhitasvæðin á suðvesturlandi með meters þykkum 300 kílómetrum af krómuðum háþrýstigufuleiðslum.
Hvað er að því, að þjóðin veðsetji Landsvirkjun og OR fyrir þessum fínu hugmyndum?
Ég verð bara að segja að þú ert ekki í lagi frekar en hinn daginn!
Þegar ég hugsa til Steingríms byltingaforingja og ber hann saman við Steingrím ESB-stóriðju-og Ags/Icesafe sinna fer ég að trúa þjóðsögunni um huldufólkið og umskiptingana. Skyldi vera huldfólksþorp á Gunnarsstöðum?
Auðvitað á að fara að veiða fiskinn. Nóg er af honum hér á hreina hjara veraldar. Vannýtt auðlind Íslands. Ekki er um að gera að eiðaleggja hreinleikann og drepa jafnvel fiskinn líka með meiri röskun og mengun.
Kristinn Pétursson var í Silfri Egils (sem mér hættir að kalla Kastljós) í gær. Nú er nauðsynlegt að hlusta á hans ráðleggingar og ekki seinna en strax.
Hverjir skyldu sitja á fyrirgreiðslu fyrir slíku framtaki? Peningapúkarnir í bönkunum? Svo fer fólk á Austurvöll að mótmæla! hvernig væri að mótmæla fyrir utan valdastofnanirnar, það er að segja bankana! Eða það sem er árangursríkara, að fara inn í þessar stofnanir okkar og ræða við fólkið sem er í vinnu hjá þjóðinni!
Svona kúga banka-auðmenn og ræningjar stjórnvöld sem vilja vel, þegar ríkissjóður er gjaldþrota. Ég ætla ekki að tjá mig meir um kúgarana, þá fer ég bara að skemmta skrattanum með stóryrðum, engum til gagns.
Alkahólistinn er ekki enn farinn í meðferð. Virkja meira fyrir spillta pólitíkusa sem þurfa að redda jobbi handa vildarmönnum sínum í verktakageiranum. Halda veislunni áfram, þó það þurfi að tæma alla þá orku sem fæst úr landi okkar og skuldbinda hana nánast alla í stóriðju. Ekkert skilið eftir handa kynslóðum framtíðarinnar sem gætu komið með góðar lausnir og uppbyggilegar hugmyndir og þyrftu þó ekki nema brotabrot á þeirri orku sem öll fer í álverin.
Þá er ekki verið að hugsa til þessa að þegar framkvæmdirnar klárast, þá hverfa öll störf verktakanna og eftir situr álverið með lítið hlutfall starfsfólks miðað við þá orkuþörf sem það þarf. Arðurinn fer allur til Kanada!
Svo hefur verið bent á mengunina sem myndast bæði af virkjununum og svo álverinu sjálfu. Allt á því svæði þar sem ca. 65% landsmanna búa.
Á baki býr sama hugmyndafræði og leiddi okkur í hrunið. Hver man ekki eftir ævintýrinu á austfjörðum sem átti að leysa allan vanda. Nei, allir hagfræðingar sem bentu á hversu óhagstæðar framkvæmdirnar voru, þeim var hent út á jaðarinn og kallaðir kommúnistar - eða eitthvað þaðan af verra...
--- en á Íslandi... hvað er ekki hægt að gera stjórnmálamönnum og vinum þeirra sem eingöngu hugsa um næsta fix? Hvað kemur svo næst? Hvenær leysist partíið? Hvað verður eftir þegar allar auðlindir landsins eru bundnar niður og de facto, tilheyra fámennri forréttindastétt?
Lýðskrumarinn Árni Sigfússon og hans kumpánar eru landanum hættulegir á þessum tímum. Þeir bjóða upp á uppskrift sem leiðir í sér enn meiri hörmungar og vandræði fyrir landsmenn til lengri tíma. Til skamms tíma hljómar þetta vel fyrir örvæntingafullt fólk sem leitast eftir lífsbjörgun og því auðvelt að æsa það upp í viðbjóðinn.
Athugasemdir
Hún verður vel skiljanleg forsíðumyndin sem Jóhann Ludwig Torfason er búinn að hanna á Símaskrána 2010 þegar þessi mynd Halldórs er höfð til hliðsjónar. Sjá hugmynd Jóhanns hér.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.10.2009 kl. 21:10
Ert þú ekki að misnota bloggið þitt með þessari myndbirtingu Lára Hanna og troða ofaní svaðið öllum góðu hugmyndunum hjá fólkinu á Reykjanesi.
Finnst þér of mikið að byggja eitt stykki Kárahnjúkaorkuver handa þessu fólki, leggja 150 kílómetra af stærstu og glæsilegustu háspennulínu Íslands, skreyta öll helstu háhitasvæðin á suðvesturlandi með meters þykkum 300 kílómetrum af krómuðum háþrýstigufuleiðslum.
Hvað er að því, að þjóðin veðsetji Landsvirkjun og OR fyrir þessum fínu hugmyndum?
Ég verð bara að segja að þú ert ekki í lagi frekar en hinn daginn!
Sturla Snorrason, 18.10.2009 kl. 23:00
Sturla,
Þú gleymdir atriðinu með að eitra fyrir 80 þúsund manns...
Annars hljóta þeir að fara að endurráða Sigmund á moggann.
HVG (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 23:07
Vá, ef það eru skárstu hugmyndirnar að gera enn eitt álverið þá er greinilega þörf á nýju fólki með nýjar hugmyndir.
Hvernig væri til dæmis að fara að veiða fisk?
Sigurður Jón Hreinsson, 19.10.2009 kl. 00:04
Þegar ég hugsa til Steingríms byltingaforingja og ber hann saman við Steingrím ESB-stóriðju-og Ags/Icesafe sinna fer ég að trúa þjóðsögunni um huldufólkið og umskiptingana. Skyldi vera huldfólksþorp á Gunnarsstöðum?
Árni Gunnarsson, 19.10.2009 kl. 00:54
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.10.2009 kl. 10:34
Alkahólistinn er ekki enn farinn í meðferð. Virkja meira fyrir spillta pólitíkusa sem þurfa að redda jobbi handa vildarmönnum sínum í verktakageiranum. Halda veislunni áfram, þó það þurfi að tæma alla þá orku sem fæst úr landi okkar og skuldbinda hana nánast alla í stóriðju. Ekkert skilið eftir handa kynslóðum framtíðarinnar sem gætu komið með góðar lausnir og uppbyggilegar hugmyndir og þyrftu þó ekki nema brotabrot á þeirri orku sem öll fer í álverin.
Þá er ekki verið að hugsa til þessa að þegar framkvæmdirnar klárast, þá hverfa öll störf verktakanna og eftir situr álverið með lítið hlutfall starfsfólks miðað við þá orkuþörf sem það þarf. Arðurinn fer allur til Kanada!
Svo hefur verið bent á mengunina sem myndast bæði af virkjununum og svo álverinu sjálfu. Allt á því svæði þar sem ca. 65% landsmanna búa.
Á baki býr sama hugmyndafræði og leiddi okkur í hrunið. Hver man ekki eftir ævintýrinu á austfjörðum sem átti að leysa allan vanda. Nei, allir hagfræðingar sem bentu á hversu óhagstæðar framkvæmdirnar voru, þeim var hent út á jaðarinn og kallaðir kommúnistar - eða eitthvað þaðan af verra...
--- en á Íslandi... hvað er ekki hægt að gera stjórnmálamönnum og vinum þeirra sem eingöngu hugsa um næsta fix? Hvað kemur svo næst? Hvenær leysist partíið? Hvað verður eftir þegar allar auðlindir landsins eru bundnar niður og de facto, tilheyra fámennri forréttindastétt?
Lýðskrumarinn Árni Sigfússon og hans kumpánar eru landanum hættulegir á þessum tímum. Þeir bjóða upp á uppskrift sem leiðir í sér enn meiri hörmungar og vandræði fyrir landsmenn til lengri tíma. Til skamms tíma hljómar þetta vel fyrir örvæntingafullt fólk sem leitast eftir lífsbjörgun og því auðvelt að æsa það upp í viðbjóðinn.
Ég segi: Ekki meir!
Guðgeir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.