19.10.2009
Fleiri "faldar" myndavélar
Ég setti inn tvö myndbönd hér sem óvíst er hvaðan eru og í hvaða tilgangi eru gerð. Það mun þó koma í ljós fljótlega, skilst mér. Sem og boðskapur þeirra. En hér er þriðja myndbandið og mér duttu strax í hug fréttirnar um aðbúnað erlendra farandverkamanna þegar gróðærið stóð sem hæst.
Athugasemdir
Þetta hlýtur að vera kynning á einhverri gamanmynd - þetta er allt of súrealískt til þess að þetta geti verið satt. Eða er það ekki?
Baldvin Jónsson, 19.10.2009 kl. 19:33
æi, leiðast svona sviðsettar upptökur. álíka spennandi og veðurfréttir
Brjánn Guðjónsson, 19.10.2009 kl. 21:21
þetta er nú meira grínið. Þetta er augljóslega sviðsett
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 22:16
http://www.youtube.com/user/Gneistigunnsteins09
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.10.2009 kl. 23:10
Það er alveg rétt að þetta er allt of súrealískt til að vera satt, enda mun það vera ætlunin með þessum myndböndum, í það minnsta eins og ég skil þetta. Þarna er verið að segja sögu fólks sem er boðið frekar lélegur húsakostur til leigu en þó svo að okkur Íslendingum fynnist þetta fáránlegt og vitum vel að þetta gerðist ekki einusinni svona slæmt hjá okkar brottfluttu erlendu verkamönnum, þá er ástand enn verra víða um heim...
Það er svo aftur önnur saga hvort þetta sé það sem meðalmaðurinn á Íslandi sé tilbúinn að missa svefn yfir, þegar margur hefur meira en nóg með sig og sína.
P.S. miðað við liti og letur eftir leikþættinum má ætla að myndbandið sé hluti af herferð að ég held Amnesty International.
Árni Þór (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 00:16
Ég skoðaði nú einhvern tímann fyrir löngu síðan fokdýra "einstaklingsíbúð" með sameiginlegu eldhúsi. Mig minnir að þetta hafi verið á Njálsgötunni. Hryllileg kompa, rakaskemmd. Viðbjóðslegt eldhús. Ónýtt hús. Ég var bara of græn til að láta almennilega vita af þessu þá, enda var þetta fyrir tíma Internetsins.
Kristin i Paris (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.