Óskar Bergsson og Eyktin hans

Það var fróðlegt að fylgjast með athugasemdum á Fésinu þegar Kastljósið var sent út fyrr í kvöld og fjallað um Óskar Bergsson og vinnubrögðin sem hann er þekktur fyrir. Ég ætla ekki að hafa það eftir sem sagt var en ekki fór á milli mála hvaða skoðun fólk hefur á siðlausri hagsmunapólitík Óskars. Ég ætla heldur ekki að hafa eftir hvað kollegar hans og samstarfsfólk víða í borgarkerfinu segir, það verður að koma fram annars staðar.

Það eru einmitt svona stjórnmálamenn sem fólk vill ekki lengur. Þeim er ekki treyst og þeir eru holdgervingar spillingarinnar sem kom okkur á kaldan klakann. Ég minni á þetta aftur fyrir kosningar í vor.

Kastljós 20. október 2009

 

Munið þið eftir þessu viðtali þar sem Þóra reyndi hvað eftir annað að benda honum á siðblinduna, en án árangurs. Ég skrifaði nokkur orð um þetta hér.

Kastljós 17. febrúar 2009

 
Fréttir Stöðvar 2 - 19. og 20. október 2009
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þetta blasir við Lára Hanna...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.10.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Sveinbjörn Ragnar Árnason

Mínar heimildir segja að Óskar Bergsson var starfandi hjá Steypustöðinni 2003. Stjórnarformaður var Pétur eigandi Eyktar. Óskar var á launaskrá og var tittlaður markaðsstjóri. Lítið sem ekkert kom frá Óskari skilst mér.  Hann hafi átt að vinna að einhverjum skýrslum, en ekki hafi neinar skýrslur komið frá honum. Þetta hafi verið gert svo til hans kæmu greiðslur frá vini sínum Pétri.  Kanna þarf hvernig peningar renni í sjóði stjórnmálamanna. Þeir geta endalaust neitað að um beina styrki sé um að ræða, oft er þetta gert með launum, peningum undir borðið osfrv. Það ætti að vera auðvelt að kanna þetta.

Sveinbjörn Ragnar Árnason, 21.10.2009 kl. 00:15

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ennþá starfar spillingarliðið eins og ekkert hrun hafi orðið hérna á Íslandi, siðferðið er ennþá það sama. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.10.2009 kl. 00:50

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þarf ekki líka að ræða ábyrgð Sjálfstæðisflokksins að hafa leitt þá kumpána til valda, Óskar Bergsson og Guðlaug XVI.  Hvernig er hægt að réttlæta svo svívirðilega valdagræðgi að afhenda 5% flokki 49% völd?  Ætlar einhver að kjósa þetta lið næsta vor?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2009 kl. 00:59

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Jónu Kolbrúnu, það er ekkert að breytast hérna....sami grautur í sömu skál.....en takk fyrir að halda okkur við efnið Lára Hanna.

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2009 kl. 01:00

6 identicon

Sæl Lára, Óskar er sakaður um græsku.

Ég hvet þig til þess að lesa þessa grein: http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/hallur-magnusson-forvalid-var-endurskodad-vegna-athugasemda-stefans-johanns

Þú ert ansi gjörn á að dæma menn og það jafnvel að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Ekki þykir það góður mannkostur. Sjálfum þykir mér það mikill löstur.

Einnig ertu ansi höll á að birta bara "aðra hliðina" - einfalda flókin mál.

Ekki þykir það góð blaðamennska.

Jóhannes P. (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 02:00

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jóhannes P. Á þessu máli eru ekki tvær hliðar. Þeir sem sjá tvær hliðar eru þeir sem vilja flækja málið. Við sem sjáum spillinguna erum ekkert að reyna að flækja hlutina óþarflega mikið, við höfum of oft séð þeirri aðferð beitt undanfafin ár og enn í dag eru að koma upp sáraeinföld mál sem krísuvíkingar eru búnir að vefja marga hringi um háls landsmanna í þeirri von að enginn finni rétta endann. Óskar Bergsson tók bara við af Alfreð Þorsteinssyni í Krísuvíkur apparatinu og stendur dyggilega vörð um árfleifð XB.

Þórbergur Torfason, 21.10.2009 kl. 09:36

8 identicon

Óskar Bergsson er fulltrúi gömlu spillingarinnar ( arftaki Alfreðs Þorsteinssonar ), sem svo lengi fékk að grassera í Framsóknarflokknum. Sigmundur Davíð ætti að sjá sóma sinn í að sparka honum út ef hann vill virkilega láta taka flokkinn og sig alvarlega í framtíðinni. 

Stefán (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 09:54

9 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Þann 28. júní sl. birtist þetta auglýsingaviðtal í Íslandi í dag "Bjartsýnismaður í byggingargeiranum". Áhugavert ekki satt?

GRÆNA LOPPAN, 21.10.2009 kl. 11:18

10 Smámynd: Hallur Magnússon

Merkilegt hvað þú getur stundum lagst á lágt plan - með óröksstuddar dylgjur gagnvart þeim sem þú ert ósammála. Gengisfellir illa annars oft gott blogg þitt.

En getur þú sýnt fram á það í eitt einasta skipti - bið ekki um meira - þar sem Óskar hefur beitt sér í þágu Eyktar?

Það er kristalklárt að það var ekki í þessu tilfelli.

Hallur Magnússon, 21.10.2009 kl. 20:15

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

auðvitað vísar formaður innkauparáðs borgarinnar mótmælum Fonsa á bug, enda heitir hann Hallur Magnúson og er framsóknarmaður.

Brjánn Guðjónsson, 22.10.2009 kl. 03:03

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Brjánn.

Þetta er afar málefnalegt hjá þér.

En fyrst þú ert að gefa í skyn að afgreiðsla Innkauparáðs í máli Fonsa sé óeðlileg - þá er vert að minna á að sú afgreiðsla var samhljóða - allir Innkauparáðsmenn voru sammála um að hafna bæri tilboðinu - enda 100% klárt að það uppfyllti ekki útboðsskilmála. Samþykkt tilboðsins hefði bakað Reykjavíkurborg skaðabótaskyldu.

Það er undarlegt hve mikið hefur verið gert í fjölmiðlum úr reiðum verktaka sem sættir sig ekki við að uppfylla ekki skýr skilyrði útboðs.

Hallur Magnússon, 22.10.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband