5.11.2009
"Geta ekki hætt að ljúga og stela"
Mér varð bumbult þegar ég sá þetta. Nú þyrfti að grafa upp sundurliðun á kostnaðarliðnum "sérfræðiráðgjöf" hjá bönkunum. "Þessir sömu menn sitja enn við kjötkatlana í bönkunum og virðast ekki geta hætt að ljúga og stela". Svo er spurning hver græðir á laxveiðileyfunum.
Fréttir Stöðvar 2 - 5. nóvember 2009
Þetta var í Tíufréttum RÚV áðan og mér fannst það kallast hressilega á við hina fréttina. Hvað ætli laxveiðiferðir sumarsins hefðu fætt margar fjölskyldur og hve lengi? Viljum við svona þjóðfélag?
Tíufréttir RÚV 5. nóvember 2009
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 8.11.2009 kl. 21:30 | Facebook
Athugasemdir
Dásamlegt. Er ekkert að breytast?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.11.2009 kl. 21:11
Það samfélagsmódel sem ég vil sjá finn ég kannski á Djúpavogi, Borgarfirði eystra, Þórshöfn á Langanesi, Árneshreppi á Ströndum eða einhverjum slíkum afskekktum byggðum. Hvar sem hægt er að fela spillingu og græðgi í fjöldanum fer skriðan af stað. Svona úrkynjað er samfélag okkar orðið í dag.
Árni Gunnarsson, 5.11.2009 kl. 21:34
Takk fyri að birta þessu. En ég er hér um bil viss um að engin mótmæli verða við bankana eða á Austurvöll á morgun eða um helgina... Munu stjórnvöld bregðast við ?
Hvað þarf til að fólk vakni ?
Morten Lange, 5.11.2009 kl. 21:52
skilanefnd neitar að standa skattrannsóknarstjóra skil á upplýsingum,laxveiðiferðir enn í gangi,gjaldþrota fyrirtæki færð sömu "traustu" eigendunum á afslætti,hvað svo-ekkert-stjórnvöld fela sukkið og almenningur liggur á blogginu og bölsótast-same old shit..........
árni (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:59
Af hverju er ekki ríkisstjórnin ábyrg fyrir þessu? Eru skilanefndir óháður lögum, reglum og almennu siðferði? Þetta er allt gert í skjóli ríkisstjórnar. Auðvitað er þetta skársta ríkisstjórnin, nema ef væri utanþingsstjórn fagmanna. Er kannski enginn munur á fjórflokk og fjórflokk?
Rósa (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:25
Úrkynjun, já það er rétta orðið yfir okkur Frónbúa, við erum alltof fá, sem hefur greinilega haft alvarlegar afleiðingar á öllum sviðum. Hvað er til´ráða til að "kynbæta" þessa úrkynjaðu smáþjóð ?
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 22:39
Það breytist ekkert.....bara betur falið
Hólmdís Hjartardóttir, 5.11.2009 kl. 22:49
Ég er brjáluð.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2009 kl. 22:53
Ísland gamla ísland, ekkert hefur breyst nema hjá okkur sem þurfum að borga alla vitleysuna, við þurfum að bæta götum í beltið og éta það sem úti frýs, á meðan leikur elítan sér, það eru súpersumarhús í þjóðgarðinum og viðsvegar á bestu stöðum landsins.
Ef eitthvað kemur upp á hjá þessu pakki öllu saman þá bara aðstoða bankar við afskriftir og kennitöluflakk....
DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:00
Siðblindan og spillingin virðist endalaus
En við gætum breytt þessu ef almennileg samstaða væri meðal almennings um að kollvarpa öllu kerfinu og hreinsa ærlega til....ALLSTAÐAR !!
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:17
Ég er alltaf að verða sannfærðari um að ekkert dugar nema bylting fólksins,bara það að þessir glæpahundar allir eigi nú jarðir um allt land er eitthvað sem á ekki að líðast, taka þetta allt af þeim, fötin utan af þeim og láta þá vinna við vegagerð með kúlu á löppinni.
DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 23:23
Ég er sammála DoctorE í öllum aðalatriðunum...
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.11.2009 kl. 23:33
Frakkar áttuðu sig á því, á sínum tíma, að það var ekki lengur valkostur að sitja hjá eða sitja með hendur í skauti.
Ef þeir hefðu ekki gripið til aðgerða þá hefði ekkert breyst !!
Hvar sitja Íslendingar ???
Tími friðsamra mótmæla, bloggskrifa, kaffihúsaspjalls verður að fara að líða undir lok !!!
runar (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 18:26
Já þetta sló mann kaldann - ja við skulum segja volgann - því fátt er hætt að koma manni á óvart. Siðblindan er algjör.
Heyrði þingmann í síðustu viku tala um að búið væri að koma bönkunum í gang - skondið en það var ekkert minnst á traust, hreinsanir þar, gegnsæi og hvað þetta heitir - ég myndi vilja sjá fjölmiðla gerast ágengari við pólitíkusa ganga á þá með þetta stjórnarliða sem aðra og ekki linna látum fyrr en einhver svarar einhverju - það hlýtur hver og einn af þessu fólki að hafa skoðun.
Og hvað er þetta með bankafólkið sem vill bónusa fyrir að hafa komið bönkunum á hausinn þannig séð afhverju er ekki gengið á þingmenn og þeir spurðir út í þetta - bara allir sem einn - Ein einföld spurning: Finnst þér þettta í lagi - yrði gaman að sjá t.d. hvernig Þorgerður Katrín svarar svona spurningu já og Illugi Gunnarsson, Björgvin G. og fleiri.
Gísli Foster Hjartarson, 6.11.2009 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.