10.11.2009
Vondur málstaður illa varinn
Oft er gaman að fylgjast með á Fésinu þegar hlutirnir gerast. Minnisstætt er þegar fólk var að segja upp Mogganum í september og lét ýmislegt flakka. Nú fljúga ummælin sem aldrei fyrr og mörg eru óborganleg. Fólk er að fjalla um kynlífsreynslu knattspyrnumannsins, fyrirmyndar barna og unglinga af báðum kynjum, sem sofnar yfir fatafellum á klámbúllum í erlendum höfnum. Borgar svo fyrir "lúrinn" með greiðslukorti vinnuveitandans sem styrktur er af almannafé og virðist hafa drjúga úttektarheimild miðað við gjaldfærðar upphæðir. Ferðafélagi hans og yfirmaður, nokkuð úthaldsminni að eigin sögn, kom í Kastljósið í gærkvöldi og gerði illt margfalt verra. Snilldin draup af hverju orði eins og t.d.þegar hann sagði að umræðan væri að skaða KSÍ. Og ég sem hélt að það væri framferði starfsmannsins! Hér eru sýnishorn af Fésbókarummælum - kyngreind:
"Aldrei hefur vondur málstaður verið varinn jafn illa." (Karl) Sá sem hér skrifar segist hafa sótt sér vasaklút þegar leið á Kastljóssviðtalið.
"Fréttamaður RÚV sagði að knattspyrna teldist tæplega vera 'undirliggjandi sjúkdómur...' Ja, það er orðið álitamál hvort svo sé ekki - miðað við KSÍ kallana..." (Karl) Þarna var verið að vísa í frétt í Tíufréttum RÚV þar sem sagt var frá að belgískir knattspyrnumenn hefðu fengið svínaflensusprautu á undan forgangshópum þar í landi.
"Maður getur nú orðið þreyttur á svona strippbúllum, þurft smálúr og breitt kreditkortin sín ofan á sig svo það slái ekki að manni." (Kona)
"Ég myndi líka leggja mig ef ég vissi að einhver straujaði fyrir mig á meðan." (Kona)
"Skipulögð glæpastarfsemi: Kunningjamafían sem slær skjaldborg um kunningjana, fela sannleikann og jafnvel ljúga fyrir kunningjana, verði þeir uppvísir að misferli og öðrum lögbrotum..." (Karl)
"K S Í = KUNNINGJARNIR sem slá SKJALDBORG um ÍÞRÓTTAMENN sem fara á hóruhús á kostnað barnanna sem safna dósum..." (Karl)
"Þetta hafa verið kurteisir þjófar þrátt fyrir að hafa verið bendlaðir við hryðjuverk í viðtalinu áðan." (Kona) Þeir skiluðu nefnilega kortinu eftir að hafa fyrst "stolið" því.
Margt fleira hefur verið látið fjúka og sumt þess eðlis að ég hef það ekki eftir. En hér er þetta magnaða Kastljóssviðtal við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ. Það hlýtur að koma sterklega til greina sem viðtal ársins hjá Baggalútum.
Kastljós 9. nóvember 2009
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Ljóð, Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:39 | Facebook
Athugasemdir
Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2009 kl. 00:27
Kommentið um dósasöfnunina er ansi gott að öðrum ólöstuðum.
Solveig (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 00:38
Þetta mál er auðvitað bara einn skrípaleikur. Hvernig leit ársuppgjör fyrir árið 2005 út hjá KSÍ? Þar var einfaldlega hvergi minnst á þetta slys, samt vantaði ennþá þessa peninga inn í bókhaldið hjá þeim, þar sem Pálmi var ekki búinn að endurgreiða féð.
Sem sagt falsað bókhald líka???
S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 01:01
Ekki gleyma þegar knattspyrnumafían "stal" nokkur hundruð milljónum af Reykjavíkurborg við byggingu stúkunnar í Laugardal
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.11.2009 kl. 01:59
Allt er stórt í útlöndunum,
allir með Pálmann í höndunum,
allt var vínið í öndunum,
allt fór þó úr böndunum.
Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 03:57
Úr Latabæ í lastabæli,
larfurinn, ég held ég æli,
í stóran greiddi stöðumæli,
standpínan hún fékk þar hæli.
Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 09:20
Presidentinn bætti mér við sem vini á Snjáldru.
Ég tek það sem hótun.
Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 09:24
Karlmenn verða alveg tjúllaðir og missa allt vit þegar þeir koma inn á svona brjóstabúllur. Látum vera að karlveslingurinn fari inn á búllu til að skoða og skyma "örþreyttur eftir vinnu" en hvað í helgrýti er hann að gera með annarra manna peninga í rannsóknarverkefnið. Og svo þegar heim er komið fara lúbarðir félagar hans að kóa með honum í stað þess að skamma hann ærlega og rek´ann. Það er mömmudrengjastíll á þessu. Hann á að taka punginn sinn, pokann sinn.
Guðmundur Pálsson, 10.11.2009 kl. 09:42
"Aldrei hefur vondur málstaður verið varinn jafn illa." (Karl) Sá sem hér skrifar segist hafa sótt sér vasaklút þegar leið á Kastljóssviðtalið.
Þetta skil ég ..... ég forðaði mér inn á bað öðru hvoru. Þetta var ömurlegt.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.11.2009 kl. 10:53
Við skulum ekki gleyma því, að eins og marg, marg ,marg kom fram hjá Geir í viðtalinu þá hafa þeir Pálmi þekkst frá því þeir voru unglingar og það á bara að duga land og þjóð greinilega.
Hann bara man ekki eftir því að Pálmi hafi farið á strippbúllu með annara manna vísakort þegar þeir voru 10 ára. Þannig að það er ómögulegt að hann hafi gert það 35 árum síðar.
Hversu marga vini áttu útrásarvíkingarnir okkar? Hefði sá fjöldi ekki bara átt að duga til að allir brostu?
S. Lúther Gestsson, 10.11.2009 kl. 12:22
Karlarnir í KSÍ,
kunna allir ráð við því,
er kvisast út smá kenderí,
kortin píkum úr og í.
Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 12:32
Eina sem ég hef um þetta að segja (og þetta er tekið af fésbók hjá vini mínum), ég bíð bara eftir því að þær sem fengu Chippendales til landsins fái nú sömu grillun og fjármálastjóri KSÍ, það væri jú sanngjarnt, er það ekki?
Sævar Einarsson, 10.11.2009 kl. 13:11
Skemmtilega lélegur samanburður Sævar, gott þú ert karlamaður sannur.
Ég vel, "Ég hefði líka lagt mig ef ég hefði vitað að einhver myndi strauja fyrir mig á meðan", það er minn uppáhalds.
Illa varið og illa ígrundað "scam" af bestu vinum Eggman og Úlfahjarðarinnar.....magnað
Hvað fá aftur stelpurnar okkar mörgprósent af dagpeningum karlanna? Og þær komast nú allaveganna á lokamót og vinna leik í alvörunni....annað en Eiðurinn og CÓ.
Einhver Ágúst, 10.11.2009 kl. 13:34
Falleg er sú fyrirmynd,
flokkast ekki undir synd,
ef vantar pening konukind,
KSÍ er tekjulind.
Þorsteinn Briem, 10.11.2009 kl. 14:02
Mér finnst þessi Geir vera að standa sig ágætlega sem atvinnurekandi. Gott og vel að Pálmi hafi gert mistök að fara á þennan stað, og rétt að honum sé veitt áminning fyrir vikið (sem Geir segir að honum hafi verið gefin), og stendur svo með sínum manni og ver bæði stofnun og starfsmann. Mér finnst þessi heykvíslarstemning að setja alla í gapastokk sem ekki bera englavængi vera komin út í öfgar. Fínt að fá umræðu um þetta og fá skýra meðvitund um hvað opinberir starfsmenn og strafsmenn félaga og samtaka geta leyft sér og ekki leyft sér. Það er þar sem fókus á að liggja.
Jón (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 14:09
Ekki gleyma því að fyrir fimm árum var "umræðan ekki orðin svona skaðleg".
Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.11.2009 kl. 22:51
Geir segir líka í DV, "hann hefur spilað fótbolta allt sitt líf", nú ok þá er hann náttúrulega engill.
Einsog Hemmi Gunn, Maradona, Gazza og minn eiginn kóngur Gerrard sem í haust var sýknaður af tilefnislausri líkamsárás(sem er til á video!), eru náttúrulega englar.
heheh einsog ég...
Einhver Ágúst, 10.11.2009 kl. 23:15
Hvernig var þetta eiginlega? Hinn trúverðugi heimildamaður Geirs var dauður á einhverri búllu með 3 kellingar uppá arminn að veifa korti KSÍ? Eða heitir það ekki að drepast brennivínsdauða þegar menn sofna blindfullir á opinberum stöðum?
Guðl. Gauti Jónsson, 11.11.2009 kl. 00:27
Það er ekkert að því að maðurinn fari á svona stað í sínum frítíma en með vísakort KSÍ? og af hverju er svona há heimild á kortinu? Hve margir hafa svona kort? Hvað hafa þeir verið að kaupa með þeim? Þetta langar mig til að vita,og auðvita var maðurinn bara dauður þarna á staðnum ef hann hefur sofnað á svona stað þá var hann á vitlausum stað? Ætti þá að vera á gaystrippstað.Ef hann hefði orðið syfjaður þá gat hann farið á luxushótelið sem KSÍ borgaði fyrir hann og farið að sofa.
fjölnir baldursson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 13:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.