Að standa við fögur fyrirheit

Þjóðfundurinn sem haldinn var um síðustu helgi sendi skýr skilaboð. Eftir á að koma í ljós hvernig unnið verður úr þeim og hve mikið mark verður tekið á þeim af stjórnvöldum og almenningi. Gildin og framtíðarsýnin komu a.m.k. mér ekkert á óvart, en einnig á eftir að koma í ljós hvort þjóðfundargestum var alvara og hvort sömu stjórnvöld og almenningur eru tilbúin í þá hugarfarsbreytingu sem þarf til að gera fögur fyrirheit og göfugar hugsjónir að veruleika.

Fyrsti prófsteinninn er fram undan - ákvörðun um eignarhald Haga. Verður stórleikurunum í hruninu, Baugsfeðgum, leyft að halda yfirráðum í fyrirtækinu, 60% eignarhaldi, með því að útvega 5 eða 7 milljarða gegn því að afskrifa 50 milljarða? Hvernig kemur það heim og saman við gildi Þjóðfundarins, s.s. "heiðarleika, réttlæti og ábyrgð"?

Önnur spurning: Hvernig getur almenningur sýnt hug sinn í þessu máli með gildi Þjóðfundarins að leiðarljósi? Svar: Með því að hætta að versla í Bónus og Hagkaup. Erum við tilbúin til þess? Erum við tilbúin til þess að bera ábyrgð á eigin gjörðum með því að beina viðskiptum okkar annað og greiða þannig atkvæði með heiðarleika, réttlæti og ábyrgð? Hugsum málið, hlustum á réttlætiskenndina og breytum samkvæmt eigin samvisku. Leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Við getum nefnilega haft áhrif.

Baráttan um Baugsveldið

 

 Vinir í banka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eigum við að beina viðskiptum okkar að Krónunni sem tók 100% þátt í verðsamráði við Bónus um að hækka verðið eftir verðstríð. Þar sem að þeir fengu hillumiðana útí bíl áður en verð var sent á kassa!

Hver á Kost?

Hvar er ódýrast að versla, fer maður ekki þangað sem aurinn dugir lengst?

Dísa (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 02:26

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kæra Lára Hanna,

Ég virði og dái þinn "tærleika" sem birtist í góðum pistlum, frábærri samantekt á staðreyndum, svo fátt eitt sé nefnt.

Frumskógarlögmálið "survival of the fittest" fer nú að verða meira og meira sýnilegt í okkar íslensku veröld.  Í því felst að; frumþarfir fjölskyldunnar, matur, er keyptur á lægsta mögulega verði, í skjóli myrkurs jafnvel, sama hvað hver segir ( og Dísa líka)

Á þessu lögmáli spratt Bónus upp fyrir 20 árum, ..... og á þessu lögmáli ætla þeir að halda "veldinu" sem safnaði 900 milljarða skuldum (sic)

Ég ætla ekki að fordæma þá sem fordæma þessa "viðskiptasnilld" með því að versla áfram við Bónus.  Hver er sjálfum sér næstur.  Hins vegar ætla ég að fordæma þá, sem ætla að viðhalda og hefja til flugs á ný, viðskiptasnillinga á borð við þessa.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.11.2009 kl. 04:39

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Sumt breytist aldrei...

Birgir Viðar Halldórsson, 22.11.2009 kl. 08:44

4 identicon

Það breytist ekkert nema að fólk sjálft standi við stóru orðin.  Hættið að versla í búðunum hans Jóns Ásgeirs.  Beinið viðskiptum ykkar í  Fjarðarkaup eða Sullenberger-kjör!  Þetta er ekki flókið.  Það verður að vinna fyrir almennilegu samfélagi og í þessu tilfelli á fólk að nota vopn kapítalismans sjálfs til þess að breyta óeðlilegum viðskiptaháttum.

 Ég skil ekki fólk sem gagnrýnir baugsveldið en beinir jafnframt viðskiptum sínum þangað!  ég bara fatta ekki svoleiðis fólk!

Teitur Atlason (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 08:50

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þessi stóra auglýsing sem þú birtir er nú ekki alveg auðskiljanleg.

  • Þar stendur t..d " Af hverju fengu t.d. Björgólfur Guðmundsson" Er Björgólfur margir menn
  • Síðan er löngu búið að benda á að Björólfur var í persónulegum ábyrgðum fyrir mörgum lánum og fyrirtækjum sem Jón Ásgeir var ekki.
  • Svo er ekki búið skilst manni að gera neitt varðandi Haga og mórður félagið.
  • Svo má nefna að ólíkt Björólfi þá átti Jón Ásgeir ekki ráðandi hlut í Glitni
  • Eins skilst mér að bankar séu búnir að ná undir sig flestum fyrirtækjum sem voru undir Baug. T.d. í London.

Ekki það að Jón Ásgeir má gjarnan verða gjaldþrota fyrir mér. En það er óþarfi að vera að búa til sögur um eitthvað sem á sér ekki stoð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2009 kl. 11:57

6 identicon

Fólk vill ekki láta ljúga að sér en er samt ekki tilbúið að hætta ljúga sjálft. Þar liggur meinið. Lýgin byrjar strax í uppeldi kornabarna og heldur svo áfram upp eftir öllum aldri. Jólasveinninn og grýla eru lýgi. Kristin gildi eru byggð á lygasögum um fólk sem gengur á vatni og meyfæðingu einstaklings sem sigrar dauðann.

Sá sem hrópar eftir heiðarleika er að ljúga í sama orðinu. Heiðarleikinn er sjálfsgagnrýni, sjálfsvirðing og auðmýkt en á ekkert skylt við kröfur sem við leggjum á náungann.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband