5.12.2009
Minnihlutaofbeldið á Alþingi
Það er fjandanum erfiðara að mynda sér skoðanir á sumum málum. Maður les, hlustar, horfir, hugsar og reynir að beita heilbrigðri skynsemi og komast að niðurstöðu. Stundum eru upplýsingar af skornum skammti og stundum yfirþyrmandi miklar - og magnið ekki alltaf í samræmi við gæðin. Sérfræðingar eru ósammála en geta allir virst hafa eitthvað til síns máls. Hverjum á að trúa og hverjum ekki? Þetta er endalaus höfuðverkur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 7.12.2009 kl. 13:19 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Lára Hanna
Andófið í Alþingi af hálfu stjórnarandstöðunnar er ekki ofbeldi, heldur eina vörnin sem við höfum gegn Icesave fjárkúguninni og kannski fátækt og gjalþroti. Ofbeldið á Alþingi er EKKI minnihlutaofbeldi, heldur meirihlutaofbeldi. Ofbeldi rikisstjórnarflokkanna.
Mig langar að benda á pistil Ómars Geirssonar (og alla fyrri pistla hans um Icesave) um andóf gegn Icesave fjárkúguninni og langar að minna fólk á orð Michael Hudson um að við getum engan veginn staðið undir Icesave. Pistill Ómars: http://omargeirsson.blog.is/blog/omargeirsson/entry/988431/
Andstaðan gegn Icesave er EKKI málþóf og ég las pisltil Ómars að ofan um fullyrðingar þínar þar um í forundrun. Hélt þú værir ein þeirra síðustu til að standa gegn vörn þjóðarinnar gegn fjárkúgun. Og var jafn hissa að lesa að þú vildir að við tækjum á okkur Icesave. Og það að gangast undir hundraða milljarða og kannski þúsunda milljarða skuld sem við skuldum ekki muni hjálpa okkur að fá lán og hjálpa okkur yfirleitt er fjarstæða. Óviðráðanlegar skuldir gera það öfuga að verkum. Og Icesave er óviðráðnalegt og fyrir utan það að við skuldum það EKKI.
Andstaðan gegn Icesave er heldur ekki flokkspólitik og hvað sem þér kann að finnast um gamla Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Og bendi á að fjöldinn allur af nýjum og færum og rökföstum Alþingismönnum koma nú úr þessum 2 flokkum og eru að berjast gegn Icesave fjárkúguninni. Með baráttu þinni gegn öllum rökum stjórnarandtöðunnar gegn Icesave geturðu valdið okkur skaða.
Þú sjálf settir John Perkins og Michael Hudson upp á stall og birtir pistla um þessa menn og viðtöl við þá. Mannstu ekki hvað þeir sögðu um að við gætum ekki og ættum ekki að taka á okkur ofurskuldir sem við réðum ekki við og gætu gert okkur fátæk og kannski gjaldþrota??? Hefur þú ekki verið að nota þeirra orð og berjast gegn kúgun og óréttlæti??? Ekki vinna gegn orðum þeirra.
Gamli Framsóknarflokkurinn og gamli Sjálfstæðisflokkurinn eru sekir um að valda okkur miklum skaða, já. Og Samfylkingin, hefur líka valdið okkur ómældum skaða og er enn að skaða okkur. Gerspilltur og spilltastur allra flokka og ef við ætlum að ræða flokkaspillingu getum við síst sleppt þeim. John Perkins sem þú vitnaðir í framdi einu sinni glæpi gegn heilum þjóðum með dyggum stuðningi AGS. Af hverju má hlusta á hann núna en ekki nýja menn í Framsókn og Sjálfstæðisflokknum???
Mannstu eftir orðum John Perkins og Michael Hudson?
IMF, ICELAND, LATVIA: Michael Hudson: Can Iceland and Latvia pay the foreign debts run up by a fairly narrow layer of their population? The European Union and International Monetary Fund have told them to replace private debts with public obligations, and to pay by raising taxes, slashing public spending and obliging citizens to deplete their savings:
http://www.counterpunch.org/hudson08182009.html
http://michael-hudson.com/articles/countries/090816Icelandspread.html
MIchael Hudson: Þróunarlönd hafi verið knúin til erfiðra aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum til að endurgreiða skuldir
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/16/fleiri_fari_ad_daemi_islands/
http://www.ft.com/cms/s/0/f3a6cf22-8a8b-11de-ad08-00144feabdc0.html
Confessions of an economic hitman, John Perkins:
1 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=yTbdnNgqfs8 +
http://www.youtube.com/watch?v=yTbdnNgqfs8&feature=related
2 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=29GhXsx7-Rs&feature=related
3 OF 3:
http://www.youtube.com/watch?v=ZKa9QYY1OUE&feature=related
IMF: Nathan Lewis: IMF destroys Iceland and Latvia; The IMF should be abolished:
http://www.huffingtonpost.com/nathan-lewis/the-imf-destroys-iceland_b_276193.html
EES lögin segja skýrum stöfum að ríki megi ekki vera ábyrg fyrir innistæðum:
From the EEA/EU directive 94/19/EC,
"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized."
Dirk Bezemer (hollenskur háskólakennari), Gunnar Tómasson (hagfræðingur), Michael Hudson (bandarískur prófessor): ICESAVE: FJÁRKÚGUN:
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/08/31/segja_islendinga_beitta_fjarkugun/
http://extra.volkskrant.nl/opinie/artikel/show/id/4009/EU_moet_geen_deurwaarder_spelen
http://mbl.is/media/81/1681.pdf
Icesave: Ólafur Ísleifsson hagfræðiprófessor, okt., 09:
Tjöldin eru fallin. Icesave samningarnir eru knúnir fram af hálfu handrukkara sem gengu á lagið eftir ítrekuð mistök íslenskra stjórnvalda. Íslendingar horfa undrandi upp á meintar vinaþjóðir á Norðurlöndum taka þátt í leiknum. Bréf Stoltenbergs til Jóhönnu tekur af tvímæli um hlut norskra stjórnvalda í innheimtustarfinu. Yfirlýsing fjármálaráðherranna þriggja jafngildir viðurkenningu á misbeitingu á AGS. Einangrun landsins sem á sér enga formælendur (að undanskildum Færeyingum) er yfirþyrmandi:
http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/olafur-isleifsson-i-stad-thess-ad-axla-abyrgd-gera-bretar-og-hollendingar-ser-vexti-ad-fethufu-
Sigurður Líndal Lagaprófessor skrifar um Icesave, 13/10/09:
Óneitanlega mætti þessi texti vera skýrari, en verður varla túlkaður á annan veg en að íslenzka ríkið, og þá um leið íslenzka þjóðin, eigi með óljósum röksemdum að taka á sig þungar fjárhagsbyrðar a.m.k. næsta hálfan annan áratug.
Hvenær tók íslenzka ríkið að sér að ábyrgjast skuldir Landsbanka Íslands sem var í einkaeign og ríkinu - og þar með íslenzku þjóðinni - óviðkomandi og hvar er staður fyrir slíkri ábyrgð í lögum, samningum eða löglega bindandi yfirlýsingum? Slíkar íþyngjandi skuldbindingar verða að styðjast við skýra réttarheimild:
http://visir.is/article/20091013/SKODANIR03/305364061
Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður, Stefán Már Stefánsson prófessor og Sigurður Líndal prófessor, skrifa grein í Morgunblaðið í dag, þar sem þeir telja það vart standast stjórnarskrá að skuldbinda ríkið með þeim hætti sem gert er samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð á Icesave.
Höfundarnir benda einnig á að hægt sé að halda því fram að verið sé að ganga á lýðræðislegan rétt kjósenda með því að binda hendur Alþingis gagnvart erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar framtíðar við skuldbindingar sem geta reynst þjóðarbúinu ofviða og eru þar að auki líklega umfram lagaskyldu. Slíkt fær vart staðist 1. gr. stjórnarskrárinnar um löggjafarvald Alþingis:
http://www.amx.is/stjornmal/12037/
http://www.amx.is/skjalasafn/49026cd1a3d4963bc6590f0138898215/original.pdf
Steingrímur J. í janúar, 09:
"Framan af höfðu ýmsir ráðherrar ríkisstjórnarinnar uppi stór orð um að ekki kæmi til greina
að Íslendingar létu kúga sig til uppgjafar í deilunni um hina lagalegu og þjóðréttarlegu ábyrgð
landsins gagnvart Icesave-reikningunum. Eins og lögfræðingar hafa bent á var hlutverk
innlánatryggingarkerfa samkvæmt reglum ESB/EES-svæðisins aldrei að takast á við allsherjar
bankahrun, heldur aðeins fall einstakra banka.
Eins og undirritaður lýsti yfir við atkvæðagreiðslu um málið í þinginu 5. desember síðastliðinn lítur þingflokkur Vinstri grænna á samninginn sem riftanlegan eða ógildanlegan nauðungarsamning.
„Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð. Taki Tryggingarsjóðurinn hins vegar við
skuldunum er ljóst að þá verður ekki aftur snúið: Þá hefur þjóðin endanlega verið skuldsett á
grundvelli pólitískra þvingunarskilmála sem ríkisstjórnin hafði ekki dug í sér til að standa
gegn. Stjórnarseta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er því að reynast þjóðinni dýrkeypt, í
þessu sem öðru."
http://www.amx.is/adgerd.php?adgerd=pdf&id=7628
Ekkert Ice-save.
Yfir 27 þúsund manns:
http://indefence.is/
Elle_, 5.12.2009 kl. 22:26
Auðvitað er þetta málþóf - sama hver á í hlut. Ég hef aldrei verið hlynt málþófi og allra síst nú, þegar almenningur er á barmi örvæntingar og mörg afar brýn mál bíða úrlausnar í þinginu.
Og ein spurning. Þú segir: "Og var jafn hissa að lesa að þú vildir að við tækjum á okkur Icesave." Hvar og hvenær hef ég sagt það? Það þætti mér reglulega fróðlegt að vita.
Ég leit yfir pistil Ómars og sá strax að hann hefur ekki hlustað á pistilinn, enda segist hann aðeins hafa heyrt brot. Ég veit ekki hvort ég á að kalla umsögn hans mistúlkun, misskilning eða útúrsnúning. Hann gerir mér upp skoðanir sem ég hef aldrei tjáð mig um og leggur mér orð í munn sem ég hef aldrei sagt.
Þegar fólk hefur mjög sterkar, miklar skoðanir á hlutunum þá litast gleraugun og það les að því er virðist hluti út úr skrifum eða máli annarra sem ekki er nokkur leið að sjá að sé meining viðkomandi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2009 kl. 22:39
Þó þú sért á móti því að taka á þig skuldbindingar vegna ICESAVE og flestir Íslendingar séu sammála þér og ég þar með talin, er hinn blákaldi veruleiki samt sá að við VERÐUM AÐ TAKA ÞESSA SKULD OG SAMÞYKKJA ÞANN SAMNING SEM FYRIR LIGGUR.
Það er einfaldlega búið að ganga þannig frá málum af hendi ráðherra forsætis- og fjármála í þeirri ríkisstjórnar sem sat við völd þegar fjármálakerfið hrundi, að ekki er um annað að ræða, því miður en ég vildi svo sannarlega að svo væri ekki.
Af þáverandi Seðlabankastjóra Davíð Oddsyni sem klúðraði okkar málstað í beinni útsendingu í kastljósviðtalinu fræga, sem leiddi af sér Hryðjuverkalögin frá Bretum.
Það er bara ekki önnur leið fær því miður, en að samþykkja samninginn og það veit stjórnarandstaðan manna best. Málþófið er heldur alls ekki til að gæta hagsmuna þjóðarinnar, heldur þeirra eigin gjörspilltu valdahópa sem höndla með óveiddan fisk og hafa höndlað með önnur helstu fjöregg þjóðarinnar undanfarna áratugi.
Nú er komin tími til fyrir hinn almenna skynsama borgara í þessu landi að sjá í gegnum allt skrumið og koma auga á hina grímulausu hagsmunagæslu sem þarna er á ferð.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2009 kl. 23:42
Nei, ég get alls ekki tekið undir að stjórnarandstaðan sé með málþóf. Hefurður hlustða á öll RÖKIN þeirra gegn Icesave og þau eru gífurleg og þau eru sterk. Þeir eru að verja land og þjóð gegn efnahagsárás og valdníðslu.
Vissir þú að stjórnarflokkarnir hafa neitað að taka boði stjórnarandstöðunnar í yfir heila viku um að stoppa Icesave umræðuna, enda ekki okkar skuld, og boðist til að taka upp önnur nauðsynleg mál. Það er ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir sem hafa neitað og þ.a.l. er þeim um að kenna. Það er ríkisstjórnarflokkunum að kenna að Icesave er yfirleitt til umræðu í Alþingi.
Þessi auma og handónýta rikisstjórn hefur ekki beint verið að hjálpa fólki í örvæntingu og ætla nú að gera illt verra og gera út af við það fyrir fullt og allt með ofursköttum og þrælasamningi sem útlendingar skrifuðu = Núverandi ríkisstjórn leyfir útlendingum að skrifa íslensk lög fyrir Alþingi. Ofbeldi gegn Alþingi og lýðveldinu Íslandi.
Það mun þurfa skattekjur yfir 79 þúsund manns af 150 þúsund skattgreiðendum árlega bara til að borga vexti af Icesave. Það eru skattekjur yfir 50% þjóðarinnar. Við gætum þessvegna verið í heila öld að þessu, við vitum ekkert um það. Það mun verða óumflýjanleg fátækt og þrælkun. Og það er þessvegna sem stjórnarandstaðan berst gegn Icesave.
Ómar er óvanalega rökfastur og hefur sterka innsýn í hvað er að gerast í landinu. Og ég hef misskilið þig ef þú vilt EKKI að við tökum á okkur Icesave og dreg það þá til baka ef það er rangt og vil þér ekkert illt. En fannst það liggja í orðunum. Get ekki skilið hvernig fólk fær út ofbeldi yfir það sem stjórnarandstaðan er að gera til að verja okkur gegn yfirgengilegri kúgun og valdníðslu. Og þrælasamningi. Nema þeir séu sjálfir hlutdrægir eða með lituð gleraugu eins og þú segir.
Takk
Elle_, 5.12.2009 kl. 23:59
Ertu ekki komin hér út í botnlausan relatívisma í fyrstu klausu þinni, Hanna Lára? Ég fæ ekki betur séð. Þú lætur þar eins og ekkert verði vitað með vissu. Lestu meira, og hugsaðu svo meira. Það er t.d. ágæt hjálp í því að lesa bloggið hans Haraldar Hanssonar (viðskiptafræðings og skattasérfræðings), maeglika.blog.is, og líka snilldar-frammistöðu Völu Andrésdóttur Withrow lögfræðings í innleggjum hennar á vefsíðu eins, sem er sennilega skoðanabróðir þinn: Andri Geir (og þú getur ekki kvartað yfir því, að þar séu ekki Samfylkingarmenn líka að halda fram sínu).
Skoðaðu rök hennar – þau eru sigrandi rök skynseminnar, og sannleikurinn mun sigra í þessu máli að lokum.
Svo leyfðir þú þér að segja: "... á meðan þingmenn blaðra út í eitt um ekki neitt ..." og áttir þar við stjórnarandstöðuna og ræður hennar manna um Icesave-frumvarpið. En þessi orð þín eru rakalaus vitleysa. Það hafa verið rakin þarna fjölmörg rök gegn því að samþykkja megi þetta frumvarp (og að hluta: gegn því að samþykkja það óbreytt), sterk og málefnaleg rök – og fleiri bætzt við með tímanum (t.d. gegn hinum gersamlega ósanngjörnu 5,55% vöxtum, en Bretar láta eigin tryggingasjóð bora um 4% lægri vexti, þ.e. 1,5%, og hafa m.a.s. þak á upphæð árlegra vaxta þess tryggingasjóðs af láni hans frá brezka ríkinu – þak sem hér væri, miðað við sömu forsendur, ekki nema 920 MILLJÓNIR á ári, um 40-falt lægra en sömu brezku stjórnvöldin ætlast til að verði vaxtagreiðslur okkar Tryggingasjóðs og ríkisins!
Hver er annars afstaða þín til þess máls? Vilt þú eins og Gylfi Magnússon láta samþykkja Icesave-frumvarpið ÓBREYTT?
Svo væri þér hollt að fara inn á vef Alþingis og skoða þar þessa ræðu Birgis Ármannssonar, þar sem hann afsannar gersamlega fullyrðingar stjórnarsinna um að gagnrýni (jafnvel "allri gagnrýni"!) á frumvarpið hafi verið svarað. Það veröfuga er rétt: henni hefur EKKI verið svarað með rökum, stjónarsinnar hafa naumast komið í pontu til að verja sig eða frumvarpið. Birgir nefndi þarna fjölmörg gagnrýnisatriði, sem ekki hefði verið svarað, bæði innan þings og utan, og byrjaði einna fyrst að nefna þar nokkur meginatriði í grein Stefáns Más Stefánssonar prófessors og Lárusar Blöndal hrl. í Mbl. 31. eða 30. október. Birgir lýsti þarna eftir svörum við þeim atriðum, gagnrýni og spurningum, sem komið hefði verið á framfæri, þ.e. hvort slík svör hefðu nokkurs staðar komið fram, og eins bauð hann upp á að þeim væri svarað í umræðunni.
Kannaðu málið, Hanna Lára, þessa ræðu og hvort þú hafir séð nokkur svör í þingræðum dagsins við þeirri veigamiklu gagnrýni, sem þar er tíunduð.
Svo er kjarnaatriðið ekki að finna orsakir hrunsins, heldur: hvað okkur leyfist að gera til að verja okkur gegn milljarðahundraða ranglætis-fjárkröfum Breta og Hollendinga. Þeir eiga enga lögmæta kröfu á hendur okkur, tilskipun 94/19/EC sýnir það skýrum stöfum.
-----
Svo er hún ríkisstjórnarinnar, ábyrgðin á því að taka Icesave-málið, SEM EKKERT LIGGUR Á – fram yfir öll önnur þingmál, jafnvel sjálf fjárlögin, fram á 5. desember!!! Það var þingmeirihlutinn sem hafði í hendi sér að taka á fjármálum heimilanna á undan þessu máli, EN KAUS ÞAÐ EKKI. Og nú er þetta lið búið að varpa ábyrgðinni yfir á herðar stjórnarandstöðunnar að leyfa Icesave-stjórninni að renna þessu máli í gegn, með nýrri svikasátt Fjórflokksins. Þegar þau öll verða sammála um eitthvað, ættirðu virkilega að vera á varðbergi, iðni fréttahaukur, sem hefur svo oft verið blessunarlega gagnrýnin, en þvi miður ekki í þessu máli.
Góðar stundir.
PS. Gleymdu ekki að svara mér um vextina!!!
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 03:38
Góður pistill, Lára Hanna!
Ekki láta neikvæða atvinnunöldrara draga þig niður. Þú hefur unnið ómetanlegt starf fyrir þjóðina með pistlunum þínum.
Takk fyrir mig.
Kama Sutra, 6.12.2009 kl. 04:40
Fyrrverandi Malína skrifar: "Ekki láta neikvæða atvinnunöldrara draga þig niður. Þú hefur unnið ómetanlegt starf fyrir þjóðina með pistlunum þínum." Ég er ekki atvinnunöldrari, vil bara ekki sættast á Icesave fjárkúgun. Og já, Lára Hanna hefur unnið góða vinnu og þessvegna var ég svona hissa núna. Hefurðu kynnt þér Icesave málið???
Elle_, 6.12.2009 kl. 11:58
Ég er heldur ekki atvinnunöldrari !!!
Er samt enn að bíða eftir svörum frá Láru Hönnu (fyrirgefðu nafnaruglið hér ofar) – og ekki gleyma vaxta-spurningunni !
Jón Valur Jensson, 6.12.2009 kl. 19:36
Ég verð nú að bæta því við það sem að ofan hefur verið skrifað að þó öllum öðrum rökum sé sleppt, og eru þau þó ærin, þá er ekki hægt að samþykkja Icesave af þeirri einföldu ástæðu að það verður aldrei hægt að borga þann samning. Það hefur þess vegna engan hagnýtan eða gagnlegan tilgang að samþykkja samninginn, heldur verður bara til þess að þetta vandamál verður á dagskrá Alþingis og valdandi vandræðum í samskiptum okkar við umheiminn linnulaust þangað til allir aðilar sættast á lagalega rétta og raunhæfa niðurstöðu. Hins vegar má auðvitað segja að umræðurnar sem sumir kalla málþóf séu tilgangslausar. Betra væri sjálfsagt að koma þessum samningi í atkvæðagreiðslu svo hægt sé að fella hann fyrr en seinna og fara svo að vinna að þarfari málum. Af nógu er víst að taka.
Jón Pétur Líndal, 7.12.2009 kl. 01:05
Áttu engin svör, Lára Hanna? Ertu með því, að ofteknir verði (miðað við EES-jafnræðisreglur) um 185 til 270 milljarðar króna í VEXTI?
Svo ein athugasemd um meint hlutleysi þitt gagnvart Icesave: Ber yfirskrift pistils þíns því merki? Ber hún vott um að þú kunnir – eða kunnir hreint ekki – að meta hin ýtarlegu rök sem þingmenn hafa komið með gegn Icesave-frumvarpinu?
Eða ertu í hjarta þínu á móti Icesave-svikasamningunum, en kannt ekki við að segja það vegna allra þinna vinstrisinnuðu samherja? Ætli það sama eigi við um Ómar Ragnarsson?
Takið afstöðu í hverju máli eins og samvizkan býður ykkur. Vinn það ei fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans.
Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 01:17
Hér eru nokkrar góðar fyrirmyndir (allt Moggabloggarar sem berjast gegn Icesave/EB):
Rafn Gíslason (kaus Vinstri græna).
Hans Haraldsson (kaus VG).
Haraldur Hansson (kaus sennilega vinstriflokk).
Páll Vilhjálmsson (kaus VG).
Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 01:21
Hið allra versta, sem líklegt gjaldþrot Íslands framkallar, -- er staðgreiðsluviðskifti. En, þá missir Ísland kredit, svo allur innflutningur verður háður staðgreiðslu.
Þetta krefst því undirbúnings, en skipuleggja mun þurfa innflutning nauðsynjavara í einhverskonar samvinnu við aðila, er hafa gjaldeyristekjur. Ef til vill, einhvers konar - innflutningssamlag.
---------------------------
Athuga bera, að ennþá hefur Ísland enga formlega skuldbindingu um Icesave reikninga, þ.e. undirritun aðila fyrir hönd ríkisstjórnarinnar gat ekki búið til þjóðréttarlega skuldbindingu. Þannig, að ef það samkomulag hrynur felur það ekki í sér “default”. Undirritun samkomulags, var gerð með fyrirvara um staðfestingu. Sá fyrirvari, er ekki formsatriði - þ.e. staðfestingin, og aðeins staðfestingin, framkallar hina þjóðréttarlegu skuldbindingu. Þetta er ástæða þess, að alla saminga er fylgir þjóðréttarleg skuldbinding, þarf að staðfesta með þessum hætti.
Að sjálfsögðu, verða tilteknar 2. ríkisstjórnir, fúlar út í Ísland, og munu beita gagnaðgerðum þeim, sem þær geta.
------------------------------
En, þ.e. ekki í þeirra valdi, að loka á viðskifti til Íslands. En, að sjálfsögðu geta þær ríkisstjórnir, lagt fram kæru til Eftirlitsstofnunar EFTA, þ..s í strangasta skilningi eru allar meðlimaþjóðir Evrópusambandsins einnig meðlimaþjóðis EES, þ.s. ESB er einnig meðliumur að EES. Síðan, fjallar Eftirlitsstofnun EES um þá kæru, og ríkisstjórn Íslands, fær sinn tíma til andsvara, o.s.frv. - og ferlið tekur sinn tíma.
Einhvern veginn, yfirsést mörgum, að þó neyðarlögin, geti af ímsum augljósum ástæðum orkað tvímælis, þá er einnig til staðar neyðarréttur; og Ísland var sannarlega í neyð, þegar þau lög voru sett.
----------------------------
Fullyrðingar þess efnis, að algerlega augljóst sé, að ef á þau reyndi, þá muni Neyðarlögin falla, eru einfaldlega fullkomlega ábyrgðalausar.
Hið rétta er, að þau geta fallið sbr. augljósa mismunun, er margir hafa bent á að felist í þeim lögum, en á hinn bóginn er einnig það neyðarástand sem lögin, voru sett til að koma í veg fyrir, afskaplega augljóst. Þ.e. alveg af og frá, að engin vörn sé af þeim neyðarrétti, er þannig skapast. Það, getur nefnilega einnig, alveg verið að úrskurðurinn, falli Íslandi í vil.
þ.e. einmitt atriði, sem vissir aðilar, m.a. einstaklingar er hafa tjáð sig hér, virðast algerlega og ég verð að segja, viljandi hafa leitt hjá sér. Því, til þess þarf greinilega vilja, því ég vil ekki gera þeim, sem tjáðu síg, upp þekkingarskort.
————————-
Varðandi hagsmuni heildarinnar, þ.e. þá röksemd að Ísland beri að taka tillit til þeirra heildarhagsmuna Evrópu, að vernda innistæðutrygginakerfi Evrópu. Þá er það að segja, að sjálfsögðu er fyrsta ábyrgð hverrar þjóðar, sínir eigin grunnhagsmunir. Það á einnig við um meðlimaþjóðir ESB, sbr. frasinn að ESB gangi aldrei á svig við grunnhagsmuni þjóðar.
Eins og menn þekkja, þ.e. frasinn að aldrei gangi ESB gegn grunnhagsmunum þjóðar, sem ætti einnig að eiga við um EES þ.s. það byggir á lögum, þekkingu og reynslu ESB, þá ætti það akkúrat að þíða, að umtalsverðar líkur séu til þess að Ísland vinni þetta álitamál, þ.e. ef þ.e. raunverulega satt, að ekki sé gengið gegn grunnhagsmunum þjóðar.
Í þessu tilliti, eru bísna augljóslega, grunnhagsmunir íslendinga í húfi, og það í ríkari mæli, en hvað hinar þjóðirnar varðar.
Sannarlega, er það rétt að sjálft innistæðutryggingakerfi Evrópu var undir, þegar mest gekk á. En, nú eru Hollendingar og Bretar búnir að greiða út þær innistæður, og þar með að taka þann kaleik af okkur. Ergo, sú aðgerð að hafna Icesave, setur ekki lengur innistæðutrygginagerfið í hættu í neinum skilningi.
ESB er þegar búið, að bregðast við sbr. tillögur Framkvæmdastjórnarinnar um breytingar á reglum um innistæðutryggingar, sem þegar er búið að lögleiða. Ergo, búið er einnig að loka gatinu, hvað lögin og reglurnar varðar. En, þær reglur eru ekki aftruvirkar, þannig að með því að segja “Nei” fremjum við ekki lögbrot.
En, punkturinn er sá, að INNISTÆÐUTRYGGINGAKERFIÐ ER TRYGGT, svo rök þau að Ísland væri að fremja einhvers konar tilræði við innistæðu trygginga kerfi Evrópu með því að Neita Icesave, ganga ekki upp - hvorki rökfræðilega séð né út frá því að fara rétt með staðreyndir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2009 kl. 02:20
Það þarf varla að taka fram, að þegar veitufyrirtækin verða einkavædd og seld til breskra og hollenskra aðila, eftir að við verðum gjaldþrota í því tilviki að við höfum undirgengis Icesave, þá munu þeir aðilar krefjast hærri arðs af fyrirtækjunum.
Afleiðing, mikil hækkun orkuverðs til almennings á Íslandi.
Það veldur mér vonbrigðum, ef Lára Hanna hefur ákveðið að gefa lítilmagnann á Íslandi upp á bátinn með þessum hætti, en augljóslega verður láglaunafólk fyrir langverstri hlutfallslegri kjaraskerðingu af þessa völdum.
----------------------------
Þeir þingmenn sem berjast gegn þessu máli á Alþingi, gera gott verk.
Þeim er hægt að fyrirgefa einhverjar syndir, ekki endilega allar, en syndugir geta fengið einhverja aflausn synda gegn því að fremja góðverk.
Þ.e. sannarlega góðverk, að berjast gegn Icesave.
I því markmiði, er engin - og ég meina - engin aðferð óheilög, sem rúmast innan ramma laga og réttar.
Tilgangurinn helgar öll lögleg meðöl 100%.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.12.2009 kl. 02:29
Ágæta fólk... mig langar að benda ykkur á augljósa staðreynd - eða hún ætti a.m.k. að vera augljós:
Þessi pistill fjallar ekki um Icesave!
Og mér finnst svona frekar dónalegt þegar fólk æðir fram á ritvöllinn og heimtar svör og skýringar á hlutum sem ekki er verið að fjalla um í viðkomandi bloggpistli. Einar Björn má þó eiga það að hann er alltaf kurteis, málefnalegur og kemur prúðmannlega fram, þótt í þessu tilfelli hafi hann látið blekkjast af athugasemdum annarra.
Ég útskýri nánar mál mitt í athugasemd (kl. 21:14) hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.12.2009 kl. 03:19
Einar fer nokkrum orðum um það í lokin að þeir sem séu að verja Icesave séu að gera góðverk og þar sé engin aðferð óheilög, sem rúmast innan ramma laga og réttar. Og ég er honum algerlega sammála að það er góðverk og engin aðferð óheilög, sem rúmist innan ramma laga. En Einar, ég minnstist ekkert á það sem ríkisstjórnin gerði í neyð vegna þess að ég óttast ekkert að það verði notað gegn okkur að verja landið í neyð.
Lára Hanna, við héldum að þú værir að kalla það ofbeldi að vera í málþófi út af Icesave, eins og við lýstum að ofan, og fannst að það lægi í orðunum. Og Alþingismenn hafa verið sakaðir um málþóf (sem þú kallar ofbeldi) akkúrat í Icesave málinu. Þarna komu 4 inn að ofan og töluðu um Icesave en þú segir að Einar hafi látið blekkjast af hinum. Vonandi er það ekki líka okkur hinum að kenna að ein kona kom þarna inn kl. 4:40 og uppnefndi okkur hin ATVINNUÞRASARA. Og er eini dónaskapurinn sem ég get lesið að ofan. Við hin sem erum að verja landið gegn stórhættulegu Icesave eigum bara ekki skilið að ráðist sé á okkur fyrir það. Og ofbeldið er ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna, ekki stjórnarandstöðunnar.
Elle_, 7.12.2009 kl. 15:28
Ég skil þig ekki, Lára Hanna. Segirðu ekki í lengri mynd þessa pistils (leturbr. og hornklofar frá mér): "Ein af þeim sem ég hlusta gjarnan á er Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur. Hún bloggar hér á Eyjunni og hefur skrifað mjög marga frábæra pistla um ýmis mál sem brenna á okkur, nú síðast Icesave. Hún var líka í viðtali í Speglinum á RÚV á föstudagskvöldið sem hlusta má á hér: Þessar hugmyndir Sigurbjargar eru sannarlega þess virði að á þær sé hlustað - vandlega. En nú er búið að gera samkomulag [og þarna gefurðu upp vefslóð á Rúv-frétt, sem er einmitt um þagnarsamkomulagið um Icesave!] og í næstu viku kemur í ljós hvort staðið verður við það. - - Föstudagspistillinn minn á Morgunvaktinni fjallaði um málþófið á Alþingi [um Icesave!], meintan og raunverulegan tilgang sjálfstæðismanna með því, hvað er að gerast á meðan þingmenn blaðra út í eitt um ekki neitt ..." – Og er ekki fyrirsögnin: 'Minnihlutaofbeldið á Alþingi'? – Þúrt ekki hlutlaus um þetta mál, og þú ert að ræða hér um Icesave – sýnist mér!
Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 22:09
Þú ert ekki hlutlaus um þetta mál, vildi ég sagt hafa.
En hver er afstaða þín til vaxtanna og ábendinga Daniels Gros?
Jón Valur Jensson, 7.12.2009 kl. 22:13
Glæsilegt svar hjá ElleE
Eva Sól (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:56
Ég hef aldrei verið hlynt málþófi og allra síst nú, þegar almenningur er á barmi örvæntingar og mörg afar brýn mál bíða úrlausnar í þinginu.
Var ekki stjórninni gefinn kostur (frá stjórnarandstöðunni) á að geyma Icesave og leysa þessi mál afar brýnu mál? Var það ekki stjórnin sem afþakkaði það til að neyða þessum ólöglega samningi upp á land og þjóð?
Því meiri tími sem fer í málþóf, því minni tíma fær stjórnin til að valda okkur þegnum Íslands ómældu tjóni.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.