Eru bankarnir að blekkja?

Ég er ekki reikningshaus, eiginlega óralangt í frá. Á erfitt með að ná utan um flóknar prósentur, vísitölur, milljarða, trilljarða og alls konar reikningskúnstir sem mikið hefur farið fyrir í umræðunni upp á síðkastið. Það liggur við að ég þurfi reiknivél til að leggja saman 2 og 2. Mér er því gjörsamlega fyrirmunað að átta mig á...

Framhald hér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Bankarnir hafa alltaf nfarið stystu leiðina eftir peningunum. Þess vegna vilja bankastjórar fá uppáskriftir eldri borgara sem ábyrgðarmenn ef þeim líst ekkert of vel á lánþegana. Bankarnir hafa verið frægir - já með endemum - að ganga að eigum eldra fólksins vegna kæruleysis bankastjóra.

Erlendis þurfa athafnamenn að leggja fram ársreikninga og rekstrareikninga nokkur ár fram í tímann til að sannfæra bankastjóra um að reksturinn sé ok. Í millitíðinni þurfu braskaranir ekki að fara þá leiðina, þeir keyptu einfaldlega bankana fyrir lánsfé af Davíð og Halldóri Ásgrímssyni og afgreiddu síðan sig sjálfir þegar bönkunum hafði verið lokað fyrir venjulegt fólk.

Bankar hafa verið og verða sjálfsagt áfram varhugaverðar stofnanir. Núna eru kröfuhafarnir að eignast þá, þ. á m. vogunarsjóðir sem tóku stöðu gegn bönkunum og íslensku krónunni! Allt má þetta rekja til einstakrar léttúðar og kæruleysis, bæði vissra stjórnmálamanna sem og þeirra sem ráku bankana. Við sem áttum hluti í þessum bönkum og greiddum fyrir með reiðufé, okkar sparnaður virðist vera með öllu glataður.

Þökk sé Davíð og Dóra sem og bankabröskurunum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2009 kl. 17:01

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bankarnir eru að blekkja.

Þeir bjóða höfuðstólslækkun þegar í raun engin höfuðstólslækkun á sér stað.  Einungis lækkuð greiðslubyrði og lenging láns.

Þannig skil ég málin.

Anna Einarsdóttir, 9.12.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband