Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
7.11.2007
Hreint land, heilnæmt land?
Athugasemdir við frekari virkjanir á Hengilssvæðinu
Sem íbúi Árbæjarhverfis geri ég alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæði og sérstaklega Bitruvirkjun með eftirfarandi atriði í huga:
1. Loftmengun af völdum brennisteinsvetnis er orðin óásættanleg í Árbæjarhverfi í hægum austlægum áttum vegna athafna Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu. Sem dæmi má taka fimmtudaginn 19. september 2006. Undirritaður fór í ferð austur fyrir fjall um kl 18. Þegar ekið var fram hjá Kolviðarhóli barst áberandi brennisteinslykt inn í bifreiðina. Við heimkomu að Árbæjarkirkju um kl 22 var brennisteinsmengunin það megn að undirritaður fékk óstöðvandi hósta er hann gekk fram hjá Árbæjarskóla og er þó ekki með asma eða annan alvarlegan lungnasjúkdóm. Undirritaður hefur heimsótt margar menguðustu stórborgir heimsins, Peking, Los Angeles, Tokyo og London, vann í síldarverksmiðju og við mælingar á hitastigi borhola Hitaveitu Reykjavíkur og háhitahola í Hveragerði á 7. áratugnum fyrir tíma mengunarvarna en þetta er versta loftmengun sem hann hefur upplifað. Þetta mikil loftmengun er óásættanleg fyrir íbúa Árbæjarhverfis og raunar hvern sem er.
2. Þegar ekið var yfir Hellisheiðina blasa við ryðgaðir burðarstaurar raflína Landsvirkjunar. Þetta er eini staðurinn frá Búrfelli að Geithálsi þar sem veruleg tæring hefur orðið á staurunum. Líklegasta orsökin er brennisteinssýrlingur sem berst frá borholum Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er aðeins ein af mörgum sýnilegum afleiðingum þeirrar mengunar sem fylgir borholum og jarðvarmavinnslu Orkuveitu Reykjavíkur á Hengilssvæðinu.
3. Undirritaður hefur iðulega farið gangandi um Hengilssvæðið og Hellisheiðina og þá einkum á gönguskíðum að vetri til. Gufur úr borholum á svæðinu valda miklum óþægindum og nauðsynlegt er að forðast þau svæði sem gufa frá borholum leikur um. Þessi svæði hafa stækkað ár frá ári.
4. Orkuvinnslan á Hengilssvæðinu er þegar orðin langt umfram náttúrlegt varmastreymi á svæðinu. Það er því gengið á varmaforðann. Þessu má líkja við olíuvinnslu. Orkan á svæðinu mun minnka jafnt og þétt og eftir tiltölulega fáa áratugi mun aflið minnka þannig að virkjanirnar ganga ekki á fullu afli. Fleiri virkjanir munu flýta fyrir því að orkan og aflið minnki. Verði áformaðar 4 virkjanir allar byggðar á svæðinu í tiltölulega lítilli fjarlægð hver frá annarri, 10 km, munu áhrifasvæði þeirra (áhrif á gufu og jarðvatnsþrýsting) skarast og þær keppa hvor við aðra um jarðhitavökvann. Það leiðir til þess að þrýstingurinn minnkar fyrr en ella. Eftir standa fjórar virkjanir með tilheyrandi umverfisspjöllum sem ekki geta framleitt raforku á fullum afköstum. Það þarf að leiða í lög að lágmarksfjarlægð milli jarðvarmavirkjana til raforkuvinnslu sé um 20 km til þess að tryggja að jarðvarminn, orka og afl, endist lengur. Ekki viljum við sitja uppi með tugi af jarðvarmavirkjanalíkum um allt eldvirka beltið frá Reykjanestá að Kelduhverfi eftir öld eða svo. (Djúpboranir gætu leyft fleiri virkjanir).
5. Með því að framleiða þetta mikla raforku nú þegar verður ekki hægt að nýta lághitann (undir 80°C) nema að (litlum) hluta í hefðbundna hitaveitu. Mestum hluta orkunnar um 90% er því kastað út í loftið með kæliturnum. Þetta er sóun á orku sem að öðrum kosti myndi nýtast höfuðborginni og raunar höfuðborgarsvæðinu öllu næstu aldirnar.
6. Meðan endurnýjanleg vatnsorka rennur ónýtt til sjávar er siðferðilega rangt að sóa jarðhita til raforkuframleiðslu í næsta nágrenni höfuðborgarsvæðisins með mikilli mengun og umhverfisáhrifum. Jarðhitann má geyma til betri tíma til nota í hitaveitu vaxandi höfuðborgar með raforkuframleiðslu sem búbót og með margfaldri nýtingu á orkunni (90%).
Niðurstaða: Þar til Orkuveita Reykjavíkur hefur ekki sýnt fram á að fyrirhuguð raforkuvinnsla á Hengilssvæðinu sé endurnýjanleg og sjálfbær og sýnt fram á að hún geti dregið verulega úr brennisteinsmenguninni frá því sem þegar er orðið ber skipulagsyfirvöldum og viðkomandi sveitarfélögum að stöðva frekari virkjun jarðvarma á Hengilssvæðinu til raforkuframleiðslu. Heilsa og velferð íbúa höfuðborgarsvæðisins, einkum þeirra er búi austan Elliðaáa, er í húfi.
Bloggar | Breytt 18.9.2008 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2007
Íslandsmetið slegið!
Þeir eru nú ekkert að hampa þessari frétt hjá Mogganum, setja hana inn klukkan 5:30 í morgun svo hún sé örugglega horfin í fréttagímaldið mikla þegar fólk vaknar að morgni og kíkir á vefinn. Vonandi bæta þeir um betur og hafa umfjöllun ásamt beittum fréttaskýringum í prentuðu útgáfunni á morgun. Ég hef trú á því.
Hins vegar var fréttastofa Ríkissjónvarpsins með beina útsendingu frá fundinum í Orkuveituhúsinu í kvöldfréttum sínum í gær og fær mikið hrós fyrir það.
Enn eru þrír dagar til stefnu til að senda inn athugasemdir.
Kynnið ykkur málið á www.hengill.nu og takið afstöðu.
![]() |
Metfjöldi athugasemda vegna Bitruvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.11.2007 kl. 05:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2007
Íslandsmet í uppsiglingu!
Nú geta allir landsmenn nær og fjær tekið þátt í að setja Íslandsmet.
Það er ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri veitist og um leið að leggja góðu málefni lið.
Lesið greinina í Fréttablaðinu í dag sem var birt hér að neðan - hún er á bls. 4 í prentuðu útgáfunni og hér í netútgáfunni: http://www.visir.is/article/20071106/FRETTIR01/111060127
Eins og sjá má kemur meðal annars fram í greininni að athugasemdir sem bárust Skipulagsstofnun við Kárahnjúkavirkjun voru 362 og var það Íslandsmet árið 2001. Nú þegar hafa borist rúmlega 300 athugasemdir við fyrirhugaða Bitruvirkjun á Ölkelduhálsi. Verður metið slegið?
Þeir sem ætla á annað borð að senda inn athugasemd en hafa ekki drifið í því hafa nú ekki nema 4 daga til stefnu, fresturinn er til 9. nóvember svo tíminn er á þrotum. Ekki bíða - ekki hugsa: "Ég geri þetta á eftir/í kvöld/á morgun..." því hættan er sú að það gleymist þar sem tíminn líður með ógnarhraða eins og flestir vita.
Allar nauðsynlegar upplýsingar eru á heimasíðunni www.hengill.nu. Undir hlekknum "Gera athugasemd" er tilbúið bréf sem má nota óbreytt eða hnika til að vild. Netföng þeirra sem eiga að fá póstinn eru birt á síðunni, því það nægir að senda athugasemdina í tölvupósti. Á heimasíðunni eru einnig greinar, slóðir á blogg og ýmiss fróðleikur sem gæti hjálpað fólki að gera upp hug sinn. Einfaldara getur það ekki verið.
Takið þátt í að setja Íslandsmet og hafið áhrif á umhverfi okkar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007
Gestaþraut!
Þær fréttir bárust að í ljósi umræðunnar um fyrirhugaða Bitruvirkjun ætli OR að halda annan kynningarfund á morgun, þriðjudag, klukkan 17:00 að höfuðstöðvunum við Bæjarháls.
Umræðan hefur að mestu skapast vegna heimasíðunnar www.hengill.nu, sem er tilraun til að vekja fólk til umhugsunar um þau náttúruspjöll sem á að fremja á Hengilssvæðinu, algjörlega að nauðsynjalausu, og reyna að sporna við þeim.
Ég vildi fá þetta staðfest og fór því inn á vef Orkuveitunnar, www.or.is. Það tók mig þó nokkurn tíma að finna upplýsingar um téðan fund svo engan skyldi furða að mæting á slíka fundi sé ansi rýr þegar svo mikið þarf til að bera sig eftir björginni. Þetta var gestaþraut sem OR getur verið stolt af.
Annars er slóðin að fundarboðinu hér: http://or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1375 og eru allir sem vettlingi geta valdið og láta sér annt um íslenska náttúru hvattir til að mæta og spyrja OR-menn út úr.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007
Skemmtilegt innlegg í umræðuna
Þetta myndband eða slóð að því gengur nú um Netheima.
Það verður að vera húmor í þessu líka!
Bloggar | Breytt 6.11.2007 kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2007
Eru auðlindir Íslendinga til sölu?
sem gátu farið með þær að vild.
Viljum við að sama gerist með orkuauðlindirnar okkar? Ég held ekki.
Lesið þessa fróðlegu úttekt Önnu Ólafsdóttur og kannið hug ykkar.
http://anno.blog.is/blog/anno/entry/356018/
Samkvæmt því sem þar má lesa - og í Morgunblaðsgreininni sem vitnað er í - er hætta á að ekki verði ýkja langt þar til orkuauðlindir Íslendinga lendi í höndunum á misvitrum auðmönnum sem hafa það eitt að leiðarljósi að græða meiri peninga á þeim.
Kynnið ykkur síðan vefsíðuna www.hengill.nu og takið þátt í að mótmæla þeim gjörningi að náttúra Íslands sé seld til að sjá erlendum auðhringum fyrir ódýrri raforku - eða til að gera innlenda auðmenn enn auðugri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.11.2007
Takið þátt í umræðunni!
Þessir bloggarar hafa tjáð sig um fyrirhugaða Bitruvirkjun og tengd mál:
Dofri Hermannsson
Ómar Ragnarsson
Kjartan Pétur Sigurðsson
Anna Ólafsdóttir
Ólína Þorvarðardóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir
Berglind Steinsdóttir
Baldvin Jónsson
Birgitta Jónsdóttir
Guðmundur Löve
Sigurður Hr. Sigurðsson
Sæmundur Bjarnason
Mireya Samper
Látið mig endilega vita ef þið vitið um fleiri bloggara sem hafa sýnt málinu áhuga!
Bloggar | Breytt 3.11.2007 kl. 05:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2007
Látum ekki stela frá okkur landinu!
Kynnið ykkur fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Hengilssvæðinu og takið afstöðu.
www.hengill.nu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)