Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Forskot á Silfrið

Ég sá á blogginu hjá Agli Helga að gestir hans í Silfrinu verða - fyrir utan auðvitað sjálfan kvikmyndagúrúinn David Lynch - Guðmundur Ólafsson, Lilja Mósesdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Marinó G. Njálsson og Guðjón Már Guðjónsson. Ég hlakka til að heyra í þessu fólki.

En gesturinn sem ég bíð spenntust eftir er Njörður P. Njarðvík. Njörður hefur skrifað margar athyglisverðar greinar í Fréttablaðið. Hann var gestur í Silfrinu 11. janúar sl. og vakti gríðarlega athygli fyrir málflutning sinn þar um nýtt lýðveldi o.fl. Sú umræða hefur að mestu dottið niður, sem er slæmt. Mér finnst kominn tími á nýtt lýðveldi á Íslandi og benti á umfjöllum um það í bloggfærslu 26. nóvember sl. En rifjum aðeins upp sýnishorn af því sem Njörður hefur verið að skrifa um og viðtalið í Silfrinu í janúar.

 Til hvers er Alþingi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 21.12.08
 Frjálshyggjuveiran - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 7.1.09
 Ótrúlegur vanskilningur - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 18.3.09

Fleipur, firrur og fjarstæður um ESB

Í þessum pistli auglýsti ég eftir vitrænum, upplýstum umræðum um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. Allt of margt sem sagt er um aðild Íslands að ESB hefur einkennst af fleipri og fjarstæðum. Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson þar sem hann svarar ellefu atriðum sem hann kallar firrur. Á bloggi Egils Helga er líka birt grein eftir Jón Baldvin undir yfirskriftinni Eiga kvótaeigendur að hafa sjálfdæmi um framtíð Íslands?

Ég klippti grein Jóns Baldvins til í læsilegri útgáfu (finnst mér) og bendi að auki á bloggsíðu Baldurs McQueen, sem hefur fjallað talsvert og af mikilli skynsemi um ESB-aðild Íslands. Nokkuð var komið inn á ESB og Evru í umræðunum hér. Svo set ég aftur inn þátt Lóu Pind um ESB eða ekki ESB sem ég birti í áðurnefndum pistli.

Jón Baldvin - Ellefu firrur um Evruland - Fréttablaðið 1. maí 2009

 Ísland í dag 8. apríl 2009 - Lóa Pind Aldísardóttir - ESB eða ekki ESB

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband