30.6.2010
Að læra að rökstyðja og hlusta
Hvernig er hægt að kenna og þjálfa vitrænar rökræður? Hvar á að byrja og hvernig á að standa að því? Margir telja að byrja þurfi að kenna börnum rökræður ungum, í menntakerfinu, og það tek ég undir - að fenginni reynslu. Mjög góð, innihaldsrík og skynsamleg athugasemd frá Eiríki H. Sigurjónssyni við síðasta pistil...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010
Áhættufíkn og Borgarafundur
Ég tek undir með þeim sem mótmæla þeim fullyrðingum að þeir sem hafi tekið gengistryggð lán séu áhættufíklar sem eigi ekkert gott skilið og megi bara sitja í súpunni. Þetta er einfaldlega ekki rétt og hefur verið marghrakið af ýmsum. Þessum lánum var haldið stíft að fólki og sums staðar voru ekki önnur lán í boði...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2010
Rökræðuhefð Íslendinga
Mikið hefur verið rætt um skort á rökræðuhefð Íslendinga undanfarið. Hvernig fólk ræðst á persónur í stað þess að fjalla um málefnin, heggur mann og annan á báða bóga, talar í órökstuddum frösum, er orðljótt og ruddalegt og skýtur fyrst og spyr svo... ef það spyr yfir höfuð. Hlustar ekki á málflutning viðmælandans, hefur mjög valkvæða heyrn...
Bloggar | Breytt 30.6.2010 kl. 02:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.6.2010
Er þetta spurning um mannréttindi?
Ég hef verið að velta fyrir mér hinum furðulegu atburðum sem gerst hafa á Íslandi frá hruni og viðbrögðum við þeim. Nú síðast viðbrögðum yfirvalda og lánafyrirtækja við dómum Hæstaréttar um gengistryggðu lánin. Ekki síður það lánafyrirkomulag, einkum varðandi húsnæðiskaup, sem Íslendingum hefur verið boðið upp á...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2010
Vaðið í þakklæti upp að hnjám
Flestir fyrirlíta það sem kallað er "gul pressa", eða slúðurblaðamennska sem spilar á lægstu hvatir fólks. Ef viðtöl fást ekki þá er bara logið og fyllt upp í eyður með lygum, sora og skít. Slík blaðamennska var lengst af fátíð á Íslandi þótt einhverjir hafi reynt. Enginn viðurkennir að lesa þetta, hvað þá að taka mark á því - en það selst samt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2010
Hrollvekjur og húmor Högurðar
"Á björtum júlímorgni líður hverjum Íslendingi eins og ekkert geti farið úrskeiðis, sérstaklega ef svo ósennilega vill til að það sé logn líka." Þannig hefst verðlaunasaga Gaddakylfunnar, Innan fjölskyldunnar, eftir Halldór E. Högurð, rithöfund, skauphöfund, glæpasagnahöfund, húmorista og þúsundþjalasmið. En auðvitað má ég ekki birta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2010
Löngu vitað um lögleysuna
Mjög athyglisverð frétt með stuttri upprifjun var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Lítum fyrst á hana en ég bendi um leið á yfirgripsmikla umfjöllun um málið með töluverðu ítarefni þegar héraðsdómur felldi sinn úrskurð um miðjan febrúar í pistlinum Gengistryggð vonarglæta...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2010
Hver skilur ekki hvað?
Hvaða endemis undanlátssemi er gagnvart dæmdum lögbrjótum í íslensku samfélagi - þ.e. ef þeir höndla með peninga? Síðan hvenær nægir ekki úrskurður Hæstaréttar? Ná lögin bara yfir suma og aðra ekki? Hvers vegna láta ríkisstjórn og Alþingi eins og þau séu gjörsamlega valdalaus og skíthrædd...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2010
Að kaupa og selja land
Þegar ég var unglingur var ég heilluð af kínverskri sögu og menningu. Hún var svo löng og merkileg, vörðuð af ýmsum spekingum sem hljómuðu eins og sannur viskubrunnur. Ég fór í kínverska sendiráðið til að kanna möguleg nemendaskipti en þá var Kína ennþá harðlokað og læst land og mér var sagt að reyna aftur eftir nokkur ár. En ég gerði það ekki og hef alltaf iðrast þess. "Maybe I should have"...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2010
Kúguð þjóð í tilvistarkreppu
Við erum mest, best, fallegust, klárust, sérstæðust, ríkust... Ísland er nafli alheimsins sem veröldin snýst um. Auðvitað. En ekki hvað? Okkar ellefuhundruð ára saga miklu merkilegri en mörgþúsund ára saga annarra þjóða. Bókmenntaarfur okkar einstakari en Grikkja eða annarra margfalt meiri og eldri. Vitanlega. Við erum jú Íslendingar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2010
Skilaboð til Jóns Gnarr
Um leið og ég sem Reykvíkingur býð Jón Gnarr innilega velkominn til starfa og óska honum og hans fólki alls hins besta sendi ég honum þessi skilaboð...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010
Réttlætið og ríkisstjórnin
Tímamótadómar voru kveðnir upp í Hæstarétti í dag. Þetta voru dómur nr. 92/2010, Óskar Sindri Atlason (Björn Þorri Viktorsson hrl.) gegn SP-Fjármögnun hf. (Sigurmar K. Albertsson hrl.) og dómur nr. 153/2010, Lýsing hf. (Sigurmar K Albertsson hrl.) gegn Jóhanni Rafni Heiðarssyni og Trausta Snæ Friðrikssyni (Ragnar Baldursson hrl. og Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.). Bæði málin dæmdu hæstaréttardómararnir...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010
Frjádagur og ESB
Friðrik Jónsson hefur skrifað tvær beittar greinar um ESB undanfarna tvo daga - ESB og Apartheid í gær og ESB segi nei í dag. Svo les maður á Eyjunni hvernig handvalið er inn á landsfund Sjálfstæðisflokksins til að passa að eingöngu þóknanlegar skoðanir fái að heyrast á þeirri trúarsamkomu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2010
Málþóf og hagsmunir almennings
Í Eldhúseinræðum mánudagskvöldsins lagði Margrét Tryggvadóttir til að þeir þingmenn og ráðherrar sem búið væri að kaupa skráðu sig í Kauphöllina svo hægt væri að fylgjast með því hverjir ættu þá - og væntanlega hvernig eignarhaldið breyttist hverju sinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2010
Gullmolar gærkvöldsins
Ég lagði það á mig að hlusta og horfa á allar Eldhúsdagsumræðurnar í gærkvöldi. Legg til að nafninu verið breytt í Eldhúsdagseinræður því þetta eru mestan part einræður þar sem fólk messar hvert yfir öðru og landslýð. Hinir hefðbundnu hjólfara- og skotgrafaþingmenn eru fyrirsjáanlegir og hundleiðinlegir en innan um er fólk sem talar af nokkru viti...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010
Tíminn, þingið og vatnið
Enn þrjóskast Alþingi við og rígheldur í sauðburð, heyskap, göngur og réttir eins og sönnum búmönnum sæmdi í bændasamfélagi fortíðarinnar. Þá var riðið til þings og ef til vill litið komið við hjá helstu höfðingjum á leiðinni og þegin næturgisting og annar viðurgerningur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2010
Lýðræði fyrir alla - konur og kalla
Í morgun hlustaði ég að venju á eðalþáttinn Framtíð lýðræðis á Rás 1. Í þetta sinn var rætt við Þórhildi Þorleifsdóttur, leikstjóra og fyrrverandi þingkonu Kvennalistans með meiru. Ótalmargt bar á góma og ég hvet alla, jafnt konur sem karla, á öllum aldri og ekki síst ungar konur til að hlusta á þennan þátt...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010
Vatnið og lífsbjörgin
"Þúsundir hafa lifað án ástar, en ekki einn einasti án vatns", sagði breska skáldið W.H. Auden. Vatn er forsenda alls lífs á jörðunni og gríðarlega verðmæt auðlind. Sem betur fer höfum við Íslendingar ávallt haft yfrið nóg af vatni. Við höfum getað sprangað um fjöll og firnindi, hæðir og hóla...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010
Fráleitir og siðlausir gjörningar
Ótrúlega auðvelt virðist að sveigja og beygja skoðanir fólks - allt eftir því hvernig vindar blása hverju sinni. Fá það til að trúa nánast hverju sem er og samþykkja hvaðeina þótt staðreyndir sem segi eitthvað annað blasi við beint fyrir framan nefið á því...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2010
Mjög aðlaðandi tímasóun
Ég skaut nokkrum pillum á karlpeninginn í þessum pistli fyrir nokkrum dögum. Sagði m.a.: "Karlar þurfa líka að losa sig við meðvitaðan eða ómeðvitaðan ótta við ákveðnar og rökfastar konur. Þær eru nefnilega ekkert hættulegar þeim eða meintri karlmennsku þeirra." Og ég meinti það - þótt þetta eigi vitaskuld alls ekki við þá alla, langt í frá...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)