Hvers vegna?

Eftir að horfa aftur á Silfur Egils í gærkvöldi vöknuðu margar spurningar. Ein þeirra hljóðar svo...

Framhald hér...


Eðalsilfur

Silfur Egils var pakkað og afskaplega fróðlegt í dag. Margir mætir gestir og gríðarlega miklum upplýsingum komið á framfæri. Mér hefur gengið illa að hlaða inn fyrsta kaflanum en það tókst í að ég held 12. tilraun. Set inn kaflana eftir því sem þeir vinnast og skipti svo út á morgun þegar textaða útgáfan verður komin...

Framhald hér...


Ögmundur og bankaleyndin

Mig langar að minna á þessa umræðu, pistil Ögmundar og umfjöllun Eyjunnar. Ræða Ögmundar sem vitnað er í er framsaga nefndarálits minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd, 2. umræða um frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki þriðjudaginn 10. desember 2002. Það er einmitt á þeim tíma...

Framhald hér...


Hugrenningatengsl í spéspegli

Stundum ræður maður ekkert við hugrenningartengslin og það var fyndið að horfa fyrst á fréttir Stöðvar 2 í kvöld og skömmu síðar Spaugstofuna. Það verður að grínast með þetta líka. Svona var útkoman...

Framhald hér...


Vellystingar og vesaldómur

Sá hluti Íslendinga sem hefur ennþá þrek og þor til að fylgjast með og taka við öllum kjaftshöggunum sem á dynja á hverjum einasta degi hefur upplifað skelfilega rússíbanareið í 15 mánuði. Ég held að við getum öll verið sammála um að þetta hefur verið viðburðaríkur tími með eindæmum, en að sama skapi...

Framhald hér...


Ári síðar hefur ekkert breyst

Í gær var ár síðan ég skrifaði þennan pistil með sorg í hjarta. Ég veit ekki til þess að neitt hafi breyst og því eru miklar líkur á að þetta muni gerast enn og aftur - og kannski aftur eftir það...

Framhald hér...


Að kanna hug og móta skoðanir

Ef ég man rétt hef ég aðeins einu sinni á ævinni lent í úrtaki í skoðanakönnun, kannski tvisvar. Símakönnun þar sem hringt var frá einhverjum aðila og spurt nokkurra spurninga. Varla hefur efnið verið merkilegt fyrst ég man það ekki. Mig langar stundum að vita hverjir það eru sem lenda á úrtakslistum...

Framhald hér...


Hægri-vinstri-snú!

Ég er mjög hugsi yfir pólitíkinni og fólkinu sem þá tík stundar. Og almennt efins um skilgeininguna hægri-vinstri. Ég er meðmælt því að fólk skipti um skoðun ef eitthvað sannara reynist - tel það almennt vera þroskamerki. En stundum finnst manni að fyrr megi nú aldeilis fyrrvera...

Framhald hér...


Að kaupa sér frið

Skoða má tölur á vef Ríkisendurskoðunar og hér er grein á Eyjunni um málið. Rifjum svo aðeins upp fréttir Stöðvar 2 og RÚV frá í vor þótt þar komi ekki nema lítið brot af heildarumfangi málsins fram. Við gengum til kosninga án þess að hafa hugmynd um hvaða frambjóðendur og flokkar höfðu þegið fé...

Framhald hér...


Hreinsanir á Mogganum?

Okkur er væntanlega flestum í fersku minni hreinsanirnar sem fóru fram á Morgunblaðinu þegar Davíð Oddsson tók við stjórn á þeim bæ í september 2009. Þá var engum eirt og meira að segja sagt upp mönnum sem höfðu alið mestallan sinn starfsaldur á blaðinu og áttu eftir nokkur ár í eftirlaun...

Framhald hér...


"Nú erum við öll Íslendingar"

Þetta er yfirskrift bloggpistil viðskiptaritstjóra BBC, Roberts Peston í morgun. Hann sýnir andstöðu Íslendinga við að greiða Icesave skilning og fjallað var um viðhorf hans í hádegisfréttum RÚV í dag...

Framhald hér...


Michael Hudson og Financial Times um Icesave

Bandaríski hagfræðingurinn Michael Hudson er Íslendingum að góðu kunnur. Ég hef birt viðtöl við hann og greinar eftir hann, sem og félaga hans, Gunnar Tómasson, hagfræðing. Greinin sem hér fer á eftir birtist í Financial Times í morgun...

Framhald hér...


Ólafur Ragnar Grímsson hjá BBC í gærkvöldi

Eins og sagt var frá í fréttum RÚV í gærkvöldi vildi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ekki veita viðtal í gær - engum íslenskum fjölmiðli, að ég held. En hann var engu að síður í viðtali í þættinum Newsnight á BBC 2 í beinni útsendingu um ellefuleytið í gærkvöldi. Þar beið hans einn harðskeyttasti spyrill Breta...

Framhald hér...


Hverjir gerðu hvað og hvernig

Í mánudagsblaði DV var stórfróðleg umfjöllun um manngerðina sem átti hvað stærstan þátt í efnahagshruninu á Íslandi. Hann var… “áhættusækinn, reddingaglaður, djarfur, óskipulagður, óstundvís, Davíðssinnaður jeppakarl…” Vísað er í rannsókn sem gerð var árið 2005 sem og rannsókn Sigrúnar Davíðsdóttur árið 2006...

Framhald hér...


Nú er kátt í höllinni

Nú er kátt í Hádegismóum, maður minn! Tilgangur ritstjórans, þ.e. að fjarstýra atburðarásinni og blekkja almenning, hefur bara tekist ansi vel. Þetta hangir allt saman og ég hlakka til að sjá Moggann á eftir og viðbrögð ritstjórans við aðgerðum mannsins sem hann hefur vægast sagt litlar mætur á...

Framhald hér...


Icesave og forsetinn í bresku pressunni

Það er alltaf fróðlegt að kynna sér “hina hliðina”, í þessu tilfelli hvernig breskir fjölmiðlar fjalla um Icesave og undirskrift forsetans. Hér eru tvær úrklippur með umfjöllun BBC og Channel 4. BBC fjallaði um málið 2. janúar og talar við...

Framhald hér...


Dauðasyndir tvær

Í síðasta pistli rifjaði ég upp umfjöllun um viðskiptalífið á Íslandi og mennina á bak við það. Nefndi hvernig tekið var á gagnrýninni og viðvörunum sem voru hunsaðar, gagnrýnendur niðurlægðir, hæddir og reynt að þagga niður í þeim. Í leiðara Fréttablaðsins 31. janúar 2005 má lesa m.a. þetta...

Framhald hér...


Orsakir og afleiðingar

Að fylgjast með Icesave-umræðunni er eins og að hlusta á Gunnar í Krossinum tala um sannleiksgildi Biblíunnar, Snorra í Betel um samkynhneigð eða Jón Val um fóstureyðingar. Þetta eru ekki samræður milli skynsamra, vel upplýstra einstaklinga, þótt vissulega örli á slíku hjá sumum, heldur upphrópanir...

Framhald hér...


Skrúðkrimmarnir í skaupinu

Skaupið var skrambi gott. Betra en það hefur verið í þó nokkur ár. Nauðsynlegt að horfa oft því brandararnir leyndust víða, ekki síst í leikmunum og leikmynd. Við sátum sjö saman í fjölskyldunni, tvær kynslóðir, og hlógum öll dátt - frá upphafi til enda. Það er ekki mjög algengt. Öll hæstánægð með frábært skaup...

Framhald hér...


Verðskuldaðar viðurkenningar

Margir tilnefna ársins þetta og hitt - sumir í alvöru, aðrir í gríni. Ýmsir koma til greina en auðvitað lendir alltaf einhver á toppnum. Það yljaði mér um hjartarætur að sjá hve verðskuldaðar útnefningarnar voru víða um þessi áramót. Edda Heiðrún kemur fyrst upp í hugann og hún var...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband