31.12.2009
Ræða kvöldsins
Ég hef aldrei á minni lífsfæddri ævi haldið ræðu. Fæ hroll og brauðfætur bara við tilhugsunina. Undanfarið rúmt ár hef ég oft verið beðin um að halda ræðu en neitað öllum beiðnum staðfastlega. Ég er í eðli mínu athyglisfælin og má ekki til þess hugsa að athygli beinist að persónu minni þótt ég vilji gjarnan að hún beinist að því sem ég hef fram að færa...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2009
Æst til óeirða á fölskum forsendum
Sjálfstæðisflokknum gengur afspyrnuvel í áróðrinum. Maskínan er á fullu og öfgamennirnir fara hamförum. Morgunblaðið er notað blygðunarlaust í þágu harðlínuaflanna í flokknum, sagan endurskrifuð og tilgangurinn er augljós: Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að komast í stjórn aftur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.12.2009
Ráðherraábyrgð og réttlætið
Þegar ég sá þessa frétt á Stöð 2 í gærkvöldi... duttu mér í hug þessi orð Evu Joly frá í sumar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2009
Spilling og mútur - taka tvö
Í síðustu færslu birti ég tilvitnun í brasilíska mannfræðinginn og hugsuðinn Roberto Da Matta sem hljóðaði svona: Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu - að skiptast á greiðum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2009
Spilling og mútur
Spilling er aldrei verk eins einstaklings. Hún felur alltaf í sér hóp af fólki sem er tengt saman með einni grundvallarreglu - að skiptast á greiðum. Þessi sameinaða spilling er byggð á hefðbundnu siðgæði, vel treystum vináttuböndum og tækifærum sem gefast..."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2009
Með kusk á hvítflibbanum
Jón Sigurðsson var skipaður stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins frá 1. janúar 2008. Honum var falið, ásamt öðrum í stjórn FME að ganga frá starfslokum Jónasar Fr. Jónssonar, forstjóra FME í lok janúar 2009. Í kjölfarið sagði stjórnin af sér. Ljóst er að Fjármálaeftirlitið brást og steinsvaf á verðinum fram á síðasta dag...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2009
Jólatröllavísur Magneu
Þá er jólaundirbúningi lokið, hátíðin gengin í garð og landsmenn uppteknir við að njóta hennar í faðmi fjölskyldu og vina. Sumir þurfa að vinna, aðrir komust ekki þangað sem förinni var heitið vegna veðurs eða annarra tálmana. Enn aðrir eru einir á jólum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2009
Jólakveðja
Sumt er óbreytanlegt - fastur punktur í tilverunni. Jólahátíðin kemur hvernig sem viðrar, hvernig sem á stendur, hvað sem gengur á, hvort sem við erum tilbúin undir hana eða ekki. Sumir hamast við undirbúning vikum saman, aðrir gera minna. Sumir fagna á trúarlegum forsendum, aðrir á sínum eigin. En umbúðirnar eru...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2009
Síðustu fjórir Bankasveinarnir
Þá er sá þrettándi kominn til byggða. Eða réttara sagt þrettándi alvörujólasveinninn kemur í nótt en fréttastofa Stöðvar 2 kláraði umfjöllunina um Bankasveinana sína í gærkvöldi. Þetta eru ekki síður skrautlegir sveinar en þessir alvöru þótt á annan hátt sé...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2009
Sparnaðarhugmyndir framsóknarmanns
Maður er nefndur Gunnar Bragi Sveinsson. Hann er framsóknarmaður. Eins og sjá má hér hefur Gunnar Bragi unnið margvísleg störf í gegnum tíðina og verið - miðað við stjórnarsetur og slíkt - góður og gegn framsóknarmaður sem fær sína hefðbundnu bitlinga. Skal hér ósagt látið...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2009
Upplýsingar og gagnsæi í augsýn?
Þann 9. september skrifaði ég pistil um stórmerkilegan gagnagrunn, Rel8 (relate = rekja, tengja), sem Jón Jósef Bjarnason (IT-Ráðgjöf) hefur verið að búa til í mörg ár. Hægt er að fletta upp fólki og fyrirtækjum og fá ýmiss konar fróðlegar upplýsingar og tengja saman aðila í viðskiptalífinu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2009
Hafast þeir ólíkt að þá og nú?
Fyrir rúmu ári, nánar tiltekið 10. október 2008, eða skömmu eftir hrun, birti ég (þá) nýjan, breskan þátt sem heitir Super Rich - The Greed Game. Í inngangi segir þulur eitthvað á þessa leið: "Ég ætla að segja ykkur hvernig hinir vellauðugu auðgast...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2009
Bankasveinar sjö til níu
Nú er áfram haldið með Bankasveina Stöðvar 2 - í þetta sinn eru það sveinar sjö til níu. Rifja líka upp þá sem komu á undan þessum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.12.2009
Glæpur og refsing Björgólfs Thors (e)
Allt er upp í loft vegna samnings iðnaðarráðherra og Verne Holdings, sem Björgólfur Thor Björgólfsson á stóran, ráðandi hlut í (40%) og ívilnana í formi t.d. skattaafsláttar. Ég hef skrifað tvo pistla um málið: Ógeðfelldur málflutningur ráðherra og Er sama hvaðan gott kemur? Þetta mál misbýður réttlætiskennd almennings verulega...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2009
Blússandi Bloggheimar
Mig langar að vekja athygli á bloggsetri sem var opnað í nóvember - Bloggheimum. Þar skrifa nú margir sem áður voru á Moggablogginu en hurfu þaðan m.a. vegna óánægju með nýja ritstjórann í Hádegismóum. Þarna skrifa t.d. Svanur Gísli...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009
Öðruvísi jólalög
Venjuleg jólalög eru björt yfirlitum, fjalla um jákvæðar hliðar jólanna - samveru, notalegheit, kertaljós, jólatré, snjóföl á jörðu, jólasveina, gjafir og fleira þvíumlíkt. Húmoristagengið Baggalútar hefur flutt jólalög undanfarin ár og þau eru alltaf öðruvísi en þessi venjulegu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2009
Miklar annir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2009
Er sama hvaðan gott kemur?
Í þessum pistli frá í gær fjallaði ég um samning iðnaðarráðherra við eitt af fyrirtækjum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Verne Holdings, og hvort ríkisstjórnin ætli að sýna af sér það, sem að mínu mati flokkast undir siðleysi - að moka upp flórinn eftir auðdólgana með annarri hendi en hygla þeim og ívilna með hinni...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.12.2009
Hæfi Hæstaréttardómara
Nú reynir á dómstólana sem aldrei fyrr. Bæði Héraðsdóm og Hæstarétt. Mál sem snerta hrunið eru þegar farin að dynja á lægra dómstiginu og þeim mun væntanlega fjölga verulega. Í frétt Stöðvar 2 hér fyrir neðan kemur fram að allir 9 dómarar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2009
Ógeðfelldur málflutningur ráðherra
Fantagóð og vel unnin fréttaskýring Helga Seljan í Kastljósinu í gærkvöldi hefur vakið gríðarlega athygli, misboðið réttlætiskennd almennings og valdið enn einni risareiðibylgju í samfélaginu. Ég held að ekki sé ofmælt að allt sé hreinlega brjálað vegna þessa máls. Jólakveðju iðnaðarráðherra til þjóðarinnar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)