Bankasveinar - næstu þrír

Á sunnudaginn birti ég þrjá fyrstu Bankasveina Stöðvar 2 samanklippta. Þetta er fyrirtaks uppátæki hjá fréttastofu Stöðvarinnar. Hér koma næstu þrír, upprifjun á fyrstu þremur og svo bíðum við bara eftir næstu...

Framhald hér...


Þjóðarkosning - en hvar eru konurnar?

Jæja, nú er ég kona með reynslu - búin að kjósa í þjóðarkosningu Eyjunnar - og ætla að miðla þeirri reynslu með mér óreyndari kjósendum. Þetta var létt verk og löðurmannlegt - ekkert mál. Ég held að ef vel tekst til með þessa fyrstu tilraun og þær næstu - sé svona kosning miklu marktækari en undirskriftarlistar á netinu...

Framhald hér...


Samhengi hlutanna og sameign þjóðar

Mig langar að minna á þetta viðtal Egils í Silfrinu við Pál Skúlason frá 13. september í haust. Mér datt þetta viðtal í hug þegar ég heyrði söguna sem fer hér á eftir. Ég man að ég hlustaði af athygli á Pál og kinkaði nær látlaust kolli. Hér er Páll meðal annars að tala um ríkið, samfélagið og einstaklingshyggjuna... 

Framhald hér...


Fjölmiðlar og fagmennskan

Pistillinn hér á undan vakti athygli og mér er bæði ljúft og skylt að benda á þær skýringar sem fram hafa komið á fréttinni sem hvarf og minna á annað. Ég ber mikla virðingu fyrir Ríkisútvarpinu og vil veg þess sem mestan. Var og er alfarið mótfallin hvers konar hugmyndum frjálshyggjumanna sem vilja ólmir einkavinavæða RÚV eins og aðrar eigur almennings...

Framhald hér...


Pólitískir svanasöngvar

Sjálfstæðismenn virðast eiga bágt með að þola frjálsa fjölmiðlun og opna, gagnrýna umræðu. Ekki ber á öðru en að gagnsæi og hreinskiptni séu eitur í þeirra beinum. DV hefur verið að skrifa um meint brask formannsins, Bjarna Benediktssonar, og hvernig hann skuldbatt og veðsetti fyrirtæki fjölskyldunnar fyrir milljarða...

Framhald hér...


Kaupþingsmenn í djúpum skít?

Ég sá þetta fyrst á Eyjunni - en ekki hvar?! SFO - Serious Fraud Office (Efnahagsbrotadeild Breta) í Bretlandi er að hefja alvarlega glæparannsókn á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Ég fjallaði um það sem gæti verið formáli þessa máls hér - Bretarnir rannsaka málin...

Framhald hér...


Brotið gegn eigin þjóð

Stórfellt gjaldeyrisbrask nokkurra einstaklinga og fyrirtækja sem nú er til skoðunar hefur beinlínis unnið gegn þjáðu landi og þrautpíndri þjóð, dýpkað kreppuna og veikt krónuna. Ég benti á umfjöllun tveggja fjölmiðla um málið hér. Daginn eftir, á mánudag...

Framhald hér...


Ísland gjaldþrota fyrst landa

Þetta hljómar alltaf jafn fáránlega: Íslendingar reistu virkjun fyrir Alcoa til að sjá þeim fyrir 600 MW af rafmagni þegar allt landið notaði 300 MW - helmingi minna en þurfti í eina álbræðslu. Rúnnaðar tölur en nærri lagi. Egill Helga benti á þetta myndband...

Framhald hér...


Verðugt skúffuverkefni

Þetta er verðugt verkefni fyrir rannsóknarblaðamenn, einkaspæjara og slíkar starfsstéttir. Dularfullt mál, og kannski bara eitt af mörgum. Athyglisvert væri að heyra ágiskanir fólks um hver er að baki þessum leynilega eiganda að hluta Íslandsbanka...

Framhald hér...


Gjaldeyrisbrask bitnar á gjaldþrota þjóð

Þetta er búið að vera vitað nokkuð lengi og hefur verið í rannsókn. Ég bíð eftir að upplýst verði hverjir þetta eru og viðbrögðum við því. Dómum ef málin fara lengra. Það sem ég ekki skil er hvernig þetta fólk hefur geð í sér til að fara svona með þjóðina sína í sárum. Náungann, foreldra vina barnanna sinna...

Framhald hér...


Eru bankarnir að blekkja?

Ég er ekki reikningshaus, eiginlega óralangt í frá. Á erfitt með að ná utan um flóknar prósentur, vísitölur, milljarða, trilljarða og alls konar reikningskúnstir sem mikið hefur farið fyrir í umræðunni upp á síðkastið. Það liggur við að ég þurfi reiknivél til að leggja saman 2 og 2. Mér er því gjörsamlega fyrirmunað að átta mig á...

Framhald hér...


Frumkvæði til fyrirmyndar

Enn ætla ég að benda á frumkvæði hópsins sem hefur verið í sambandi við fulltrúa AGS og reynt að fá fund með framkvæmdastjóra AGS, Strauss-Kahn. Hér var sagt frá fyrsta bréfinu, hér frá öðru bréfinu og í gærkvöldi birti ég frásögn fulltrúa hópsins af fundi með tveimur fulltrúum AGS...

Framhald hér...


Satt eða logið og jafnréttisdulan

Hve glöð er vor þjóð? spurði ég um daginn og benti á þetta mál sem fjallað er um í stuttri grein í Mogganum í dag. Þetta er góð ábending hjá Tryggva og gaman væri að fá svör við spurningunum sem hann spyr. Teitur Atlason skrifar frábæran bloggpistil í dag um annað mál sem ég fjallaði um nýverið...

Framhald hér...


Þjóðskráin er herramannsmatur

Mótmælafundir á vegum Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands hafa verið haldnir undanfarna tvo laugardaga. Ég sagði frá þeim fyrri hér. Ef fólk tekur undir kröfurnar er næsti fundur á Austurvelli laugardaginn 12. desember klukkan 15. Helstu kröfur eru:

Framhald hér...


Ísland og AGS - áhyggjur og áform

Í byrjun nóvember sagði ég frá bréfi sem hópur áhyggjufullra borgara sendi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, þar sem hann var inntur svara og beðinn um fund. Svarbréf hans var hvorki fugl né fiskur og ekki ljáði hann máls á fundi. Hópurinn skrifaði honum aftur eins og sagt er frá hér og síðan fóru fulltrúar hópsins á fund með undirmönnum Strauss-Kahn, þeim Franek Roswadowski - oft nefndur landstjóri Íslands - og Mark Flanagan, sl. föstudag.

Framhald hér...


Minnihlutaofbeldið á Alþingi

Það er fjandanum erfiðara að mynda sér skoðanir á sumum málum. Maður les, hlustar, horfir, hugsar og reynir að beita heilbrigðri skynsemi og komast að niðurstöðu. Stundum eru upplýsingar af skornum skammti og stundum yfirþyrmandi miklar - og magnið ekki alltaf í samræmi við gæðin. Sérfræðingar eru ósammála en geta allir virst hafa eitthvað til síns máls. Hverjum á að trúa og hverjum ekki? Þetta er endalaus höfuðverkur.

Framhald hér...


Kreppukaldhæðni

Í dag rak ég augun í blað á eldhúsborðinu sem ég renni stundum yfir á netinu. Markaðurinn heitir það og er fylgiblað Fréttablaðsins - einu sinni í mánuði nú orðið, enda kannski ekki mikið að gerast á þeim vettvangi. Það sem vakti athygli mína voru tvær auglýsingar á forsíðunni. Önnur efst, hin neðst.

Framhald hér...


Himinhrópandi hroki Morgunblaðsins

Í fyrradag fór frétt eins og eldur í sinu um netmiðla, blogg og samfélagið. Hún fjallaði um áhyggjur norrænna blaðamanna af tjáningarfrelsinu á Íslandi. Blaðamannasamtök Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands gaf út fréttatilkynningu þar sem ráðning eins helsta hrunvaldsins á Íslandi í ritstjórastól Morgunblaðsins var gagnrýnd og henni lýst sem aðför að tjáningarfrelsinu á Íslandi. Einnig var minnst á brottrekstur fjölmargra þaulreyndra blaða- og fréttamanna af fjölmiðlunum.

Framhald hér...


Hvenær linnir þessum skrípaleik?

 Hvenær linnir þessum skrípaleik?


Sjálfstæðishetjur með saltfisk í hjartastað

Þetta var pínlegra en orð fá lýst. Ég trúði varla eigin augum og eyrum. Í fyrsta lagi var það meðferð borgaryfirvalda á okkar minnstu bræðrum og í öðru lagi vanþekking, vesaldómur og fullkominn skortur á hluttekningu formanns Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, sjálfstæðiskonunnar Jórunnar Frímannsdóttur. Hún á fyrir jólamatnum og gjöfum til barnanna sinna - og þá varðar hana ekki um aðra. Reglurnar eru nefnilega svo gagnsæjar.

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband