Færsluflokkur: Bloggar

Mauraþúfan kramin

Mun skýrsla Rannsóknarnefndar hafa áhrif á hina seku - jafnvel þótt allir bendi á aðra og afneiti?

Sjá hér...


Litið um öxl með skýrsluna til hliðsjónar

Skrýtinn dagur, gærdagurinn. Ég heyrði glefsur í útvarpinu í bílnum og fólk að tala um skýrsluna þar sem ég kom. Ég var viðþolslaus. Átti meðal annars skemmtilegt spjall við skipstjórann á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, Arnfirðinginn Guðmund Bjarnason. Við vorum hrikalega sammála. Steingleymdi þó að spyrja hann...

Framhald hér...


Skýrsludagurinn ógurlegi

Þá er skýrsludagurinn ógurlegi upp runninn. Allt mun snúast um skýrsluna næstu daga - og jafnvel vikur. Ómögulegt að segja. Undarlegar spár um uppreisn og óeirðir hljóma furðulega þegar ekkert er vitað um innihald skýrslunnar. Skrýtnast finnst mér að fjölmiðlum hafi ekki verið kostur á að kynna sér hana fyrirfram...

Framhald hér...


Ærumeiðingar ærulausra

Hvernig er hægt að skaða það sem ekkert er? Jón Ásgeir ætlar að stefna skilanefnd Glitnis fyrir ærumeiðingar. Tölvupóstur um milljarðalán og millifærslur var grín, segir hann, og því til sönnunar átti að vera broskall sem hvarf. Jón Ásgeir telur sig jafnvel...

Framhald hér... 


Til stuðnings frjálsri fjölmiðlun og opinni umræðu

Auðmenn keppast nú við að reyna að kæfa fjölmiðlun og opna umræðu á Íslandi, múlbinda frétta- og blaðamenn og hræða þá til að þegja. Ég var reyndar búin að birta allar þessar fréttir. Sú fyrsta er í pistlinum Pálmi í Fons og mannorðið. Önnur í Stefnir iðrandi Pálmi? og sú þriðja í Upplífgandi páskadagsfrettum...

Framhald hér...


Milljarðasvik um milljarðasvik...

Ég tek undir með Agli Helga hvað ummæli vikunnar varðar: „Verð að viðurkenna að ég skil ekki afhverju við lánum ekki bara Pálma 2 milljarða króna til að koma fyrir á Cayman, áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara í alla þessa Goldsmith æfingu...

Framhald hér...


Hörður Torfa og tónleikarnir

Það hefur ekki farið mikið fyrir Herði Torfa undanfarið, en það þýðir aldeilis ekki að hann sitji aðgerðalaus. Hann hefur verið að æfa og semja fyrir tónleika sem haldnir verða í Iðnó í kvöld. Hörður hefur samið nokkur ný lög út frá mótmælunum í fyrravetur og búsáhaldabyltingunni...

Framhald hér...


Hanna Birna, hrokinn og skætingurinn

Ein furðulegasta og forkastanlegasta ákvörðunin sem tekin hefur verið af meirihlutanum í borgarstjórn var í gær þegar samþykkt var að verja 230 milljónum til að stækka golfvöll Golfklúbbs Reykjavíkur við Korpúlfsstaði. Það er kreppa, samdráttur og niðurskurður á öllum sviðum sem bitnar ekki síst á þeim...

Framhald hér...


Slátrun og stríðsglæpir

Í janúar og febrúar skrifaði ég tvo pistla um Davíð, Halldór og "lista hinna viljugu þjóða". Sá fyrri hét Frétt kvöldsins og sá seinni Af skítlegu eðli. Nú spyr ég mig hvort þeir Davíð og Halldór hafi séð Wikileaks-myndbandið á netinu eða Kastljósið í kvöld. Ég velti fyrir mér hvort þeim félögum...

Framhald hér...


Skop um skophöfunda

Ég birti kveðjumynd Halldórs Baldurssonar úr Mogganum hér og spott Gunnars á Fréttablaðinu um atburðinn hér. Í tilefni af þessum myndum sendi Sigurður Örn Brynjólfsson, listamaður og skopteiknari, þessa mynd í tölvupósti í dag. Sigurður ímyndar sér fyrsta dag Halldórs á Fréttablaðinu...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband