Færsluflokkur: Dægurmál

Hugsum okkur ráðherra eða þingmann...

Eins og sjá má í fyrri færslum mínum hef ég fjallað svolítið um þá skelfilegu hugmynd að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum - eða hvar sem er annars staðar á okkar fagra landi - með tilheyrandi sjón-, loft- og hljóðmengun, svo ekki sé minnst á hættuna af alvarlegum slysum sem gætu haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á láði og legi.

Fyrsta færslan um það mál er hér, og í kjölfar hennar kom færsla með myndum hérÞví næst benti ég á í þessari færslu að lögmál Murphys ætti við í þessu samhengi sem öðrum og slys væri óhjákvæmilegt - fyrr eða síðar.

Í dag fékk ég tölvupóst frá vini mínum sem benti mér á myndbandið hér að neðan, væntanlega í því skyni að róa mig og slá á áhyggjur mínar af slysahættunni í tengslum við olíuhreinsistöðvar í landi og olíuflutningaskip á sjó. Þetta er gamalt sjónvarpsviðtal við ástralskan þingmann eftir að stafn olíuflutningaskipsins Kirki brotnaði af skrokknum í júlí 1991 vestur af Ástralíu og 20.000 tonn af hráolíu láku í sjóinn.

Ég sé alveg fyrir mér álíka umræðu og svipuð svör ef þetta myndi gerast við Íslandsstrendur og íslenskur þingmaður eða ráðherra sæti fyrir svörum í Kastljósi, Silfrinu eða Mannamáli... eða jafnvel Spaugstofunni. Annað eins bull veltur næstum daglega upp úr ýmsum af ráðamönnum þjóðarinnar í fúlustu alvöru og þeir ætlast til að við tökum þá alvarlega og trúum hverju orði.

Sjálf hef ég vissan ráðherra í huga sem mér finnst koma sterklega til greina í hlutverkið og nokkra þingmenn, en dæmi nú hver fyrir sig og velji sinn mann eða konu. Hver finnst ykkur nú líklegastur/líklegust?


Eins og heyra má er ekkert að óttast! Við getum verið alveg róleg... eða hvað?
  LoL


Sjónarspil eða svikamylla - breytir engu

Skaftafell


Ég sé mig knúna til að taka aftur til máls í tilefni af sumum athugasemdunum við færsluna hér á undan, jafnvel þótt ég þurfi að endurtaka bæði það sem ég skrifaði í færslunni, sem og eigin svörum í athugasemdunum þar. Sumir virðast bara ekki lesa það sem á undan er komið, eða skauta svo hratt yfir að kjarninn fer fram hjá þeim og þeir misskilja allt - viljandi eða óviljandi. Þetta málefni er einfaldlega of mikilvægt til að hægt sé að leiða slíkt hjá sér.

DynjandiÉg var búin að skrifa þetta mestallt í athugasemdakerfið en minnug orða bloggvinar míns,  Sæmundar Bjarnasonar, sem segir að maður eigi ekki að sólunda löngu máli í athugasemdir heldur nota það frekar í nýja færslu, ætla ég að gera það. Þeir sem lesa þessa færslu þurfa því að lesa þessa fyrst - og allar athugasemdirnar við hana - til að skilja hvað ég er að fara.

Það gladdi mig mjög að sjá og heyra Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, tjá sig um gjörninginn í Helguvík í fréttum aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ég setti inn síðustu færslu. Hún kallaði þetta sjónarspil og vafasama stjórnvaldsákvörðun og var varkárari í orðum en ég, en meining okkar var nákvæmlega sú sama. Enn er því von.

Ég finn ekki til með þeim sem vilja virkja og nýta orkuauðlindir, Örvar Þór. Þeim er engin Hænuvík við Patreksfjörðvorkunn nema kannski að því leytinu til að þeir virðast hafa misst af þeirri upplifun sem að mínu mati er nauðsynleg og ómetanleg - að kunna að meta ósnortna náttúru landsins síns, sérstöðu hennar og mikilvægi þess fyrir efnahag, framtíðina og komandi kynslóðir að ganga hægt um gleðinnar stóriðjudyr og gá að sér. Auðvitað þarf alltaf að virkja eitthvað, skynsamleg og hófstillt nýting auðlinda er nauðsynleg. En það sem hefur einkennt virkjanaæði og stóriðjufíkn undanfarinna ára er hve menn einblína á stundarhagsmuni og skyndigróða, sýna fullkomið fyrirhyggjuleysi í framkvæmdum og vanvirðingu við afkomendur okkar. Það á ekki að skilja neitt eftir handa þeim. Því get ég ekki með nokkru móti verið sammála. Þetta er kallað rányrkja þegar auðlindir hafsins eru annars vegar og fordæmt harðlega. Nákvæmlega sama máli gegnir um orkuauðlindirnar.

LátrabjargStóriðja er ekki, getur ekki verið og má ekki vera eina lausn Íslendinga á byggðavanda. Margt annað kemur til sem þarf að skoða betur áður en stokkið er til og plantað álverum eða olíuhreinsistöðvum í firði og flóa þessa fallega lands. Sjáið bara hvað Hornfirðingar eru að gera! Þeir eru frábærir og hugmyndaríkir.

Í einhverjum athugasemdum er ég kölluð, að því er virðist mér til hnjóðs, "menntakona", "vel lærð á bókina" (eins og það skipti einhverju máli hér) og sögð sýna "menntahroka". Í því sambandi er vert að geta þess að ég er algjörlega ómenntuð. Ekki einu sinni með stúdentspróf. Eina prófgráðan sem ég get státað mig af er próf úr Leiðsöguskóla Íslands þar sem sú ást og aðdáun á náttúru Íslands sem ég hlaut í uppeldi mínu fékk aukinn byr undir báða vængi og gott ef ekki stél líka. Að öðru leyti hefur lífið verið minn skóli og ég endurtek það sem ég sagði í athugasemd minni (nr. 12) við síðustu færslu: "...ég hef enga fordóma gagnvart starfsfólki í neinni atvinnugrein. Ég var alin þannig upp að það sé sama hvað fólk gerir - ef það er heiðarlegt og sinnir sínu af alúð og samviskusemi." Ég hef haft þann boðskap foreldra minna í heiðri hingað til og hyggst gera hér eftir." Ég endurtek líka, að ég sagði að ég þekkti engan sem langaði að vinna í álveri. Það þýðir síður en svo að enginn vilji gera það - aðeins að ég væri ókunnug þeim sem hefðu þær hugmyndir um framtíðina. Sjálf hef ég aldrei verið hálaunakona. Útgjöldin sem fylgja aukinni þenslu, vaxtaokri og verðbólgu, m.a. vegna stóriðjuframkvæmda, eru að sliga mig. En ég hafna því algjörlega að fórna náttúrunni til að ég geti fengið nokkrum krónum meira í budduna, keypt mér nýrri bíl eða farið í fleiri utanlandsferðir. Mér finnst það einfaldlega ekki þess virði og ég vil skila landinu eins ósnortnu og gjöfulu og frekast er unnt til komandi kynslóða.

Þorsteinn Valur talar um "sovét hugsun" um stofnun og rekstur fyrirtækja og að NorðurálÍ Vigur starfi samkvæmt lögum og sé frjálst að hefja framkvæmdir og eitthvað fleira sem ég fæ ekki almennilegt samhengi í. Þorsteinn Valur virðist ekki átta sig á því frekar en Árni Árnason, að álver í Helguvík er alls ekki einkamál Reyknesinga, Suðunesjamanna eða erlendra auðhringa sem vilja græða meiri peninga. Síður en svo. Því til stuðnings vísa ég í færsluna sjálfa og svör mín í athugasemdakerfinu - og reyndar athugasemdir annarra s.s. Eggerts Vébjörnssonar og Gunnars Jónssonar - þar sem bent er á að tengdar framkvæmdir og neikvæðar afleiðingar þeirra snerta hvorki meira né minna en 2/3 landsmanna, íbúa alls suðvesturlands. Meðal annars þess vegna er svo mikilvægt að fram fari umhverfismat á öllum tengdum framkvæmdum sem einni heild eins og ég minnist á í færslunni. Þess vegna lagði Landvernd fram kæru sem á eftir að úrskurða um og þess vegna átti Árni Sigfússon að bíða þess úrskurðar en ekki að einblína á eigin pólitíska framtíð. Þess í stað kjósa álverssinnar á Suðurnesjum að ana út í óvissuna, sannfærðir um að þrýstingurinn sem þeir skapa með því nægi til að þagga niður í þeim sem átta sig á óhæfuverkinu.

Dverghamrar á SíðuÞað virðist vera einhver lenska um þessar mundir að stóriðjusinnar á landsbyggðinni segi að okkur hér í Reykjavík komi ekkert við það sem þeir eru að bralla í sínum landshlutum. Þeir geti bara gert það sem þeim sýnist og "liðið í 101" eigi ekkert með að hafa skoðanir á því, hvað þá að skipta sér af. Engu að síður fá Reykvíkingar reglulega skilaboð eins og nú síðast frá bæjarráði Fljótsdalshéraðs, þar sem þess er krafist að borgarstjórn heimili uppbyggingu á aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll því Reykjavík sé fyrir landsmenn alla. Ég efast reyndar um að landsbyggðarfólk átti sig á álaginu sem fylgir því að hafa flugvélagný yfir höfðinu daga og nætur inni í miðri íbúðabyggð, en það er önnur saga.

Ég er alin upp við mikla ást og aðdáun á Íslandi og móðir mín þreyttist aldrei á að tala Drangaskörðum hve heppin við værum að vera Íslendingar, eiga þetta dásamlega land með hreinu lofti, tæru vatni og óviðjafnanlegri náttúru. Aldrei vottaði fyrir þeirri hugsun hjá henni að einn landshluti væri betri eða fallegri en annar, þótt sterkustu taugarnar væru til Vestfjarða þar sem hún fæddist og ólst upp. Þangað var farið á hverju ári og auk þess í a.m.k. eina eða tvær hálendisferðir á sumri með Ferðafélagi Íslands. Þessa hugsun hlaut ég í arf og er mjög þakklát fyrir. Ég hrekk í kút og mér sárnar þegar því er slengt framan í mig að mér komi ekki við þegar Austfirðingar, Vestfirðingar, Norðlendingar eða Reyknesingar ætla að leggja dásamlega náttúru Íslands í rúst til að reisa eiturspúandi verksmiðjur í fallegum fjörðum í þágu erlendrar stóriðju. Í mínum huga er Ísland okkar allra, rétt eins og Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna eins og bæjarráð Fljótsdalshéraðs bendir réttilega á. Við höfum öll ástæðu og leyfi til að hafa skoðanir á því hvað gert er við landið og náttúru þess, við eigum þar öll hagsmuna að gæta.

Sólarlag í HænuvíkMisvitrir stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina att landshlutunum hverjum gegn öðrum með  eigin hagsmuni í huga, meðal annars í krafti misvægis atkvæða í kosningum. Nýjasta dæmi um slíkt er t.d. sú ákvörðun að í kjölfar Héðinsfjarðarganga skuli byrjað á Vaðlaheiðargöngum. Með fullri virðingu fyrir Norðlendingum hefði ég heldur kosið að þeim peningum væri varið í uppbyggingu samgangna á sunnanverðum Vestfjörðum og íbúum þar gert kleift að ferðast á milli norður- og suðurhluta kjálkans svo þeir geti orðið eitt atvinnusvæði. En mönnum virðist svo tamt að hugsa bara um naflann á sjálfum sér og telja hann miðju alheimsins en gleyma því að aðgerðir þeirra hafa áhrif á ótalmarga utan þeirrar miðju - oftar en ekki alla landsmenn á einn eða annan hátt.



Fjallsárlón


Svikamyllan á Suðurnesjum

Árni SigfússonÞað er hreint með ólíkindum að hlusta á málflutning Árna Sigfússonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, þessa dagana og vikurnar. Hann slær um sig með stórkarlalegum yfirlýsingum um fyrirhugað álver í Helguvík, framkvæmdaleyfi, útboð og fleira án þess að nokkur innistæða sé fyrir kokhreystinni. Það vantar bara upp á að sjá hann með skóflu í hönd að taka fyrstu stunguna með glott á vör.

Staðreyndin er nefnilega sú að lausir endar eru enn svo margir og svo gríðarlega mikilvægir, að það er fullkomið ábyrgðarleysi og sóun á skattpeningum íbúa Reykjanesbæjar og Garðs að stinga skóflu í svörð eins og staðan er.  Þótt Árni segi þeim ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir er sannleikurinn engu að síður sá, að enn sem komið er hlýtur framkvæmdin að teljast fullkomlega óraunhæf.  Stundum er sagt að hlutirnir séu "talaðir niður" en í þessu tilfelli er verið að "tala upp", þ.e. láta líta út eins og allt sé í lagi þótt álversmenn á Suðurnesjum séu með allt niðrum sig.

Lítum nánar á málið.

Í fréttum í gær kom fram að búið væri að samþykkja nauðsynlegt deiliskipulag, bæði í Garði og Reykjanesbæ, til að framkvæmdir gætu hafist við að reisa álverið í Helguvík.  Gott og vel.  En varla er nú skynsamlegt að reisa álver án þess að hafa tryggt sér tilskylda orku.  Til að Helguvíkhægt sé að reka skepnuna þarf gríðarlega mikla orku og hana þarf að flytja frá viðkomandi virkjunum. Ekki nema lítið brot af nauðsynlegri orku fæst úr virkjunum á Reykjanesi.  Af þeim 260 MW sem talin eru upp í töflu Skipulagsstofnunar um "líklegustu virkjunarkosti Hitaveitu Suðurnesja" eru líklega að minnsta kosti um 115 MW óraunhæf sökum umdeildra orkuflutninga og/eða andstöðu við markmið Suðurlinda, sem er að nýta orkuna heima í héraði.  Raunhæf orkuöflun í héraði er því í besta falli 145 MW - en til að keyra skrímslið þarf 435 MW.  Eftir er þá að afla 290 MW - sem er nákvæmlega tvöfalt það magn sem Reyknesingar geta sjálfir skenkt sér í álverið.

Álversfíklar Suðurnesja hyggjast þá leita á náðir Reykvíkinga með orkuöflun og þiggja orku frá Orkuveitu Reykjavíkur, einkum úr virkjunum sem hvorki er búið að veita leyfi fyrir né byrjað að reisa.  Þar er fyrst að nefna Bitruvirkjun sem rísa myndi á Ölkelduhálsi, skammt fyrir norðan Hellisheiði.  Gríðarleg andstaða er gegn þeirri virkjun, bæði meðal almennings, fjölmargra borgarfulltrúa í Reykjavík og þingmanna.  Ölkelduháls og umhverfi hans er náttúruperla sem væri glæpur að hrófla við.

Ásta ÞorleifsdóttirÍ því sambandi er vert að nefna, að í viðtali í 24 stundum 16. febrúar sl. sagði Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður stjórnar OR: "Ég mun ekki styðja neitt sem ógnar Ölkelduhálsi og Klambragili og þessum mjög svo mikilvægu útivistar- og fræðslusvæðum."  Á forsíðu Fréttablaðsins 22. febrúar sl. sagði forstjóri OR að fyrirtækið selji ansi mikla orku til álvera og ekki sé heppilegt að hafa öll eggin í sömu körfu.  Í áformum Norðuráls er gengið út frá því, að 175 MW fáist frá OR en aðeins hefur verið samið um 100 MW.  Ef marka má orð forstjóra OR verður ekki samið um meira á þeim bænum.  

Gríðarlega umdeildir orkuflutningar í gegnum mörg sveitarfélög gera alla orku á Hengilssvæðinu að óraunhæfum valkosti fyrir álver í Helguvík.  Mörg þessara sveitarfélaga hafa þegar lýst því yfir að engar háspennulínur verði lagðar í þeirra landi.

Ég hef áður skrifað um þann reginmisskilning sem sífellt er hamrað á, að jarðgufu- eða jarðvarmavirkjanir séu hrein og mengunarlaus orkuöflun.  Nú þegar hefur brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun einni farið yfir hættumörk á höfuðborgarsvæðinu.  Verði af fleiri virkjunum á Hengilssvæðinu og Hellisheiði eykst sú mengun til mikilla muna.  Fram hefur komið, m.a. í Speglinum á Rás 1 þann 7. nóvember sl. að ef Bitru- og Hverahlíðarvirkjanir bætist við verði losun brennisteinsvetnis frá þessum þremur virkjunum orðin ríflega FIMMFALT meiri en öll náttúruleg losun brennisteinsvetnis frá jarðvarmasvæðum landsins.  Langtímaáhrif á heilsu fólks eru ekki þekkt svo þarna væri rennt staurblint í sjóinn og jafnvel tekin óviðunandi áhætta með líf og heilsu íbúa á suðvesturhorni landsins.

Í þessum sama Spegli, þar sem rætt er við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Frá ÖlkelduhálsiUmhverfisstofnun, kemur einnig fram að óæskilegt sé að beina ferðafólki inn á þessi svæði ef virkjanirnar verða að veruleika.  Þorsteinn segir að þessi mikla losun brennisteinsvetnis fari ekki saman við ferðamennsku með tilliti til mögulegra áhrifa á heilsufar fólks.  Og sama er sagt gilda um náttúruna og fólkið - langtímaáhrif mengunarinnar eru ekki kunn.  Þetta ættu að vera fullkomlega nægjanleg rök gegn þeirri fullyrðingu virkjana- og álversfíkla að allt sé þetta nú gert í fullri sátt við umhverfið, því hvað er umhverfi annað en náttúran og fólkið sem vill njóta hennar?

Sem sagt - Árni Sigfússon og félagar ætla samt að byrja að reisa álver og æða áfram með frekju og yfirgangi, enda þótt þeir séu langt í frá búnir að tryggja sér þá orku sem til þarf til að reka það.  Væntanlega er þeim líka slétt sama um þótt þeir stefni mögulega heilsu ríflega helmings landsmanna í hættu með brennisteinsvetnismengun og leggi ósnortnar náttúruperlur í rúst.  Í mínum huga heitir þetta glæpsamlegt athæfi óforsjálla manna, sem eins og sannir fíklar hugsa ekki um neitt nema fix dagsins í dag og skyndigróðann á kostnað bæði okkar og komandi kynslóða.

Árni Sigfússon hefur oft lýst því yfir í fjölmiðlum að álver í Helguvík sé lífsspursmál fyrir Suðurnesjamenn því það vanti svo sárlega störf eftir að herinn fór.  Þetta er bull sem mjög auðvelt er að hrekja.  Atvinnuleysi á Suðurnesjum er í lágmarki og þar, eins og á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið flutt inn erlent vinnuafl í stórum stíl því heimamenn anna ekki þeim störfum sem í boði eru.  Fram kom í frétt 4. mars sl. að samkvæmt samantekt Hagstofunnar hafi íbúum fjölgað mest á Suðurnesjum af öllum landshlutum í fyrra.  Ekki bendir það beinlínis  til að erfitt sé að fá vinnu við hæfi á svæðinu.

Bergur SigurðssonÞað er nóg annað um að vera á Suðurnesjum.  Eins og fram kom í grein eftir Berg Sigurðsson, framkvæmdastjóra Landverndar, í Morgunblaðinu 23. febrúar sl. drýpur smjör af hverju strái á Suðurnesjum.  Hann nefnir t.d. 200 störf tengd nýju hóteli við Bláa lónið, 90 störf við fyrirhugaða kísilverksmiðju, nokkur hundruð störf til að þjónusta hið nýja háskólasamfélag á flugvallarsvæðinu, 150 störf við netþjónabú auk 60-70 nýrra starfa á ári í tengslum við aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli.  Bergur telur að fjöldi þessara starfa samsvari starfsmannafjölda u.þ.b. þriggja ávera.

Árni hefur nú gert sér grein fyrir því að hjalið um skort á störfum og atvinnuleysi er ósannfærandi þvættingur.  Hann veit sem er að ekki þýðir að ljúga þessu lengur og er nýlega búinn að skipta um plötu á fóninum.  Nú heitir þetta "að skapa vel launuð störf", eins og hann sagði í viðtali í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær.  Aldrei hef ég heyrt minnst á að almennt starfsfólk álvera sé hátekjufólk.  Það er að minnsta kosti ekki talið upp með skattakóngum og -drottningum landsins.  Ja... kannski forstjórarnir.  Aukið menntunarstig íslensku þjóðarinnar hefur aukinheldur leitt til þess að fæstir geta hugsað sér að eyða vinnuævinni í álveri, hvað þá að þar sé framtíð barna okkar og barnabarna.

Hverjir halda menn að starfi við að reisa álverin og virkjanirnar?  Eru það vel launuðu störfin handa Suðurnesjamönnum og öðrum Íslendingum?  Ef marka má framkvæmdir undanfarinna ára verða fluttir inn erlendir farandverkamenn í þúsundatali til að vinna við byggingarframkvæmdirnar við misjafnar undirtektir heimamanna.  Þessir verkamenn búa við  óviðunandi aðbúnað eins og margoft hefur komið fram, þar sem þeim er hrúgað saman í hesthús eða iðnaðarhúsnæði eins og sauðfé og ekki hirt um annað en að kreista út úr þeim sem mesta vinnu fyrir ómannsæmandi laun.  Þetta er ekkert annað en nútíma þrælahald sem við ættum að skammast okkar fyrir.

Ég gæti haldið endalaust áfram að tína til alls konar atriði sem hanga í lausu lofti og eruLandvernd ókláruð en VERÐA að vera í lagi áður en hafist er handa við að reisa álver í Helguvík.   Umhverfisráðherra á til dæmis eftir að úrskurða um kæru Landverndar þar sem farið er fram á heildstætt umhverfismat á áhrifum álvers í Helguvík.  Þetta þýðir einfaldlega að Landvernd fer fram á að öll framkvæmdin verði metin í einu lagi - allar tengdar framkvæmdir metnar sem ein heild - virkjanir, raflínur og álver.  Slíkt heildarmat ætti vitaskuld að vera sjálfsagt og eðlilegt, því allt hangir þetta saman og myndar órjúfanlega heild.

Norðurál hefur ekki fengið úthlutað mengunarkvóta eða losunarheimild fyrir álver í Helguvík, við eigum hann ekki aflögu.  Nóg mengum við samt og erum næstum búin með kvótann sem okkur er heimilaður.  Getur "hreina, græna Ísland" vera þekkt fyrir að menga andrúmsloftið svo gríðarlega að það þurfi að kaupa mengunarkvóta til viðbótar við þann sem við höfum?  Hvaða áhrif ætli það hefði á sívaxandi ferðaþjónustu sem dælir peningum inn í þjóðarbúið?

Annan álíka pistil mætti skrifa um efnahagsleg áhrif framkvæmdarinnar.  Um þann þátt berast mjög misvísandi skilaboð þar sem ljóst er að stóriðjusinnar ætla að tala yfir okkur kreppu - ef ekki verði reist nokkur álver og helst olíuhreinsistöð líka.  Sú hlið á málinu er rannsóknarefni út af fyrir sig sem ég fer ekki út í hér.

Niðurstaða:

Starfsleyfi fyrir álver í Helguvík liggur ekki fyrir.  Breytt skipulag allra þeirra sveitarfélaga sem hlut eiga að máli liggur ekki fyrir.  Leyfi þeirra til orkuflutnings og lagningar háspennulína liggur ekki fyrir.  Losunarheimild liggur ekki fyrir.  Starfa við álver er ekki þörf, hvorki við byggingu né rekstur.  Úrskurður um umhverfismat virkjana og heildarmat álversframkvæmda liggur ekki fyrir.

Frá ÖlkelduhálsiÆðibunugangur Árna Sigfússonar og Norðuráls er óskiljanlegur í ljósi þess að nánast ekkert af því sem til þarf er í höfn.  Menn eru með allt niðrum sig, næstum allt er óklárt.  Hver er þá tilgangurinn með þessu háværa gaspri?  Af hverju láta fréttamenn Árna komast upp með bullið án þess að upplýsa sannleikann um á hve miklum brauðfótum yfirlýsingagleðin stendur?  Hér er verið að blekkja almenning á svívirðilegan hátt, láta fólk halda að allt sé klárt, ekkert til fyrirstöðu, bara kýla á þetta þótt engin nauðsynleg leyfi eða heimildir séu fyrir hendi.  Svo þegar byrjað er að framkvæma verður sagt:  "Það er of seint að snúa við!"  Þá verður beitt óbærilegum þrýstingi til að fá hlutina í gegn og helst á hraða ljóssins sem gerir öðrum hagsmunaaðilum ókleift að láta rödd sína heyrast í öllum gauraganginum.  Ef orðið "stjórnsýsluofbeldi" er til á það prýðilega við hér.

Er það þetta sem kallað er "klækjastjórnmál"?  Ég veit það ekki, en hitt veit ég að það er óbærileg skítalykt af þessu máli.  Það er blekkingarleikur og svikamylla í gangi á Suðurnesjum.

 

John Cleese ávarpar Bandaríkjamenn

Dear Citizens of America,John_Cleese

In view of your failure to elect a competent President and thus to govern yourselves, we hereby give notice of the revocation of your independence, effective immediately.

Her Sovereign Majesty, Queen Elizabeth II, will resume monarchical duties over all states, commonwealths and other territories (except Kansas, which she does not fancy), as from Monday next.

Your new prime minister, Gordon Brown, will appoint a governor for America without the need for further elections. Congress and the Senate will be disbanded. A questionnaire may be circulated next year to determine whether any of you noticed.

To aid in the transition to a British Crown Dependency, the following rules are introduced with immediate effect:

1. You should look up “revocation” in the Oxford English Dictionary. Then look up “aluminium,” and check the pronunciation guide. You will be amazed at just how wrongly you have been pronouncing it.

2. The letter ‘U’ will be reinstated in words such as ‘colour’, ‘favour’ and ‘neighbour.’ Likewise, you will learn to spell ‘doughnut’ without skipping half the letters, and the suffix “ize” will be replaced by the suffix “ise.”

3. You will learn that the suffix ‘burgh’ is pronounced ‘burra’; you may elect to spell Pittsburgh as ‘Pittsberg’ if you find you simply can’t cope with correct pronunciation.

4. Generally, you will be expected to raise your vocabulary to acceptable levels (look up “vocabulary”). Using the same twenty-seven words interspersed with filler noises such as “like” and “you know” is an unacceptable and inefficient form of communication.

5. There is no such thing as “US English.” We will let Microsoft know on your behalf. The Microsoft spell-checker will be adjusted to take account of the reinstated letter ‘u’ and the elimination of “-ize.”

6. You will relearn your original national anthem, “God Save The Queen”,but only after fully carrying out Task #1 (see above).

7. July 4th will no longer be celebrated as a holiday. November 2nd willbe a new national holiday, but to be celebrated only in England. It will be called “Come-Uppance Day.”

8. You will learn to resolve personal issues without using guns, lawyers or therapists. The fact that you need so many lawyers and therapists shows that you’re not adult enough to be independent. Guns should only be handled by adults. If you’re not adult enough to sort things out without suing someone or speaking to a therapist then you’re not grown up enough to handle a gun.

9. Therefore, you will no longer be allowed to own or carry anything more dangerous than a vegetable peeler. A permit will be required if you wish to carry a vegetable peeler in public.

10. All American cars are hereby banned. They are crap and this is for your own good. When we show you German cars, you will understand what we mean.

11. All intersections will be replaced with roundabouts, and you will start driving on the left with immediate effect. At the same time, you will go metric immediately and without the benefit of conversion tables… Both roundabouts and metrification will help you understand the British sense of humour.

12. The Former USA will adopt UK prices on petrol (which you have been calling “gasoline”) - roughly $8/US per gallon. Get used to it.

13. You will learn to make real chips. Those things you call french fries are not real chips, and those things you insist on calling potato chips are properly called “crisps.” Real chips are thick cut, fried in animal fat, and dressed not with catsup but with malt vinegar.

14. Waiters and waitresses will be trained to be more aggressive with customers.

15. The cold tasteless stuff you insist on calling beer is not actually beer at all. Henceforth, only proper British Bitter will be referred to as “beer,” and European brews of known and accepted provenance will be referred to as “Lager.” American brands will be referred to as “Near-Frozen Gnat’s Urine,” so that all can be sold without risk of further confusion.

16. Hollywood will be required occasionally to cast English actors as good guys. Hollywood will also be required to cast English actors as English characters. Watching Andie MacDowell attempt English dialogue in “Four Weddings and a Funeral” was an experience akin to having one’s ear removed with a cheese grater.

17. You will cease playing American “football.” There is only one kind of proper football; you call it “soccer”. Those of you brave enough, in time, will be allowed to play rugby (which has some similarities to American “football”, but does not involve stopping for a rest every twenty seconds or wearing full kevlar body armour like a bunch of Jessies - English slang for “Big Girls Blouse”).

18. Further, you will stop playing baseball. It is not reasonable to host an event called the “World Series” for a game which is not played outside of America. Since only 2.1% of you are aware that there is a world beyond your borders, your error is understandable and forgiven.

19. You must tell us who killed JFK. It’s been driving us mad.

20. An internal revenue agent (i.e. tax collector) from Her Majesty’s Government will be with you shortly to ensure the acquisition of all monies due, backdated to 1776.

Thank you for your co-operation.

John Cleese


Lögmál Murphys og stóriðja í íslenskri náttúru

Ég hef fengið ótrúlega mikil viðbrögð við færslunum hér að neðan um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Fyrir utan athugasemdir hef ég fengið tölvupóst og símtöl, auk þess sem aðrir bloggarar hafa ýmist tengt á færslurnar mínar eða afritað í heild sinni eins og bloggvenzli mín, Bryndís og Einar.

Í framhaldi af þessu rifjaði ég upp lögmál Murphys sem hljóðar þannig samandregið: "Allt sem getur farið úrskeiðis gerir það, fyrr eða síðar". Hér má lesa meira um Murphy þennan og lögmál hans. Samkvæmt þessu þurfum við ekkert að fara í grafgötur með það, að ef olíuhreinsistöð verður reist á Íslandi þá verður slys - fyrr eða síðar - og þá er græðgin orðin enn dýrara verði keypt en áður.

Myndina hér að neðan fékk ég senda í tölvupósti. Hún er af olíuhreinsistöð í Texas sem brennur þessa dagana. Sjá meira um eldsvoðann hér og hér. Myndbandið af Youtube sá ég hér hjá Níels A. Ársælssyni, Arnfirðingi sem er annt um umhverfið og fjörðinn sinn. Það sýnir slys sem varð í olíuhreinsistöð BP í Texas fyrir þremur árum. Í því slysi létust 15 manns og 170 slösuðust. Lesa má meira um það hér og hér.

Hugsið málið - í fúlustu alvöru!

                                        2008                                                                                        2005

Texas_USA


Látum myndirnar tala

Myndir segja meira en mörg orð og hér fyrir neðan eru myndir af sunnanverðum Arnarfirði annars vegar og olíuhreinsistöðvum víða um heim hins vegar. Myndirnar fann ég með því að gúgla orðin "oil refinery".

Talað hefur verið um að reisa olíuhreinsistöðina í Hvestudal sem er annar dalur frá Bíldudal. Ég var þarna á ferð í fyrrasumar, keyrði út alla Ketildalina (samheiti yfir dalina í sunnanverðum Arnarfirði) og út í Selárdal sem er ysti dalurinn. Selárdalur er þekktur fyrir listaverk Samúels Jónssonar, listamannsins með barnshjartað, og Gísla á Uppsölum sem Ómar Ragnarsson kynnti fyrir þjóðinni endur fyrir löngu í einni af Stiklunum sínum. Ef olíuhreinsistöð yrði reist við Hvestu yrðu ferðalangar að keyra fram hjá henni til að komast í Selárdal. Hún myndi einnig blasa við frá Hrafnseyri, handan fjarðarins, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar sjálfstæðishetju Íslendinga.

Arnarfjörður er með fallegri fjörðum landsins, jarðfræðileg perla og löngum hefur verið talað um fjöllin þar sem vestfirsku Alpana. Þau eru ekkert tiltakanlega há, um 550-700 m, en því fegurri eru þau og hver dalurinn á fætur öðrum skerst eins og skál inn í landslagið út fjörðinn. Við dalsmynnin er falleg, ljós sandfjara og fuglalíf blómstrar hvarvetna.

En látum myndirnar tala. Reynið að ímynda ykkur landslagið með olíuhreinsunarstöð, olíutönkum og olíuskipum siglandi inn og út fjörðinn. Ég get ekki með nokkru móti séð fyrir mér slíkan óskapnað í þessum undursamlega fjallasal - og reyndar hvergi á okkar fagra landi. En sjón er sögu ríkari, dæmi nú hver fyrir sig.

Arnarfjörður-1

Arnarfjörður-2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arnarfjörður-4

Arnarfjörður-3

 

 

 

 

 

 

 



Arnarfjörður-6-Hvesta

Arnarfjörður-7

 

 

 

 

 

 

 

 

Hampshire UK

Óþekkt staðsetning

 

 

 

 

 

 

 

Qatar

Indiana, USA

 

 

 

 

 

 

 

 




Kalifornía

Kanada

 

 

 

 

 

 

 




Kanada

Venezuela

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Stundum kviknar í olíuhreinsistöðvunum...

EnglandOklahoma_USA
 

 

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta sú framtíðarsýn sem Vestfirðingar og aðrir landsmenn vilja Íslandi til handa? Því trúi ég aldrei. Látið þetta ganga til annarra, sendið í tölvupósti til vina og vandamanna, vekið athygli á málinu.


Viðhorf Helgu Völu - Þetta er ekkert grín!

Hér fyrir neðan er úrklippa úr 24 stundum í dag þar sem Helga Vala Helgadóttir varar við sinnuleysi fólks gagnvart þeirri hugmynd að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, annaðhvort í Arnarfirði eða Dýrafirði.

Helga Vala lýsir yfir áhyggjum sínum af hugmyndinni og sinnuleysinu og vitnar í orð fólks sem segir að það taki því ekki að ergja sig yfir þessari umræðu - þetta sé bara grín.

EN ÞETTA ER EKKERT GRÍN!

Ekki frekar en þær hugmyndir að reisa álver í Helguvík, eyðileggja náttúruperlur á suðvesturhorninu með óarðbærum, brennisteinsspúandi jarðvarmavirkjunum, leggja háspennumöstur um þvert og endilangt Reykjanesið og flytja inn enn fleiri erlenda farandverkamenn eins og Helga Vala kallar þá réttilega. Svo ekki sé minnst á þensluna, vaxtaokrið og verðbólguna sem óhjákvæmilega fylgir öllum þessum framkvæmdum.

Íslendingar verða að átta sig á því, að mönnum sem haldnir eru virkjana- og stóriðjufíkn er fúlasta alvara. Þeim er ekkert heilagt. Þeim virðist vera nákvæmlega sama um hvers konar mengun af völdum framkvæmdanna og þeir hafa sannfært sjálfa sig um að þetta sé "þjóðhagslega hagkvæmt" (aur í eigin vasa?). Og að það þurfi "að skapa störf" í þjóðfélagi þar sem er ekkert atvinnuleysi og fluttir hafa verið inn um eða yfir 20.000 erlendir farandverkamenn á örfáum árum til að þræla á lágum launum svo græðgisvæðingin geti orðið að veruleika og sumir fengið meira í vasann.

Ætla mætti að þjóðin sé reynslunni ríkari eftir Kárahnjúkaklúðrið - það var alvara þó að fáir tryðu því til að byrja með. Við verðum að taka mark á svona fyrirætlunum og kæfa þær í fæðingu. Náttúra Íslands er of stórfengleg og dýrmæt til að henni sé hvað eftir annað fórnað á altari gróðahyggjunnar og Mammons.

Vestfirðirnir eru dýrgripur sem við eigum öll að standa vörð um ásamt öðrum náttúrugersemum á Íslandi. Getur einhver með góðu móti séð fyrir sér Kría_í_Arnarfirðispúandi olíuhreinsunarstöð í þessu umhverfi hér á myndinni?



 

 




 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég tek heilshugar undir orð Helgu Völu í greininni hér að neðan, færi henni mínar bestu þakkir fyrir að halda vöku sinni, og skora á alla sem hafa skoðun á málinu að taka þetta mjög alvarlega, eigi síðar en strax, og láta í sér heyra - hátt og snjallt.

Viðhorf Helgu Völu Helgadóttur


Auglýsingar á Moggabloggi

Mér var bent á fréttina hér að neðan í Fréttablaðinu í morgun og ég varð mjög kát að lesa þessi ummæli Árna Matthíassonar. Sjálf er ég alfarið á móti auglýsingunum og hef lokað á þær í mínum tölvum svo ég sé þær ekki. Það er mjög auðveld aðgerð sem hefur þann kost í för með sér að loka á allt sem hreyfist - því hreyfiauglýsingar þoli ég alls ekki af líkamlegum ástæðum sem ég kann ekki að skýra. Ég fæ einhvers konar riðu eða jafnvægistruflun sem veldur því að ég get ekki skoðað vefsíður með hreyfiauglýsingum. Fyrir nú utan það sem bloggvenzli mitt, Steingrímur Helgason, skrifar um hér og ég tek heilshugar undir.

Fleiri hafa skrifað um þessi auglýsingamál og þar fer þar fremstur meðal jafningja annað venzli mitt og gamall vinur, Sigurður Þór Guðjónsson með þessari færslu sem ég er líka innilega sammála. Sumir láta sér hins vegar fátt um finnast og segjast ekki taka eftir þessu.

Enn aðrir hafa hætt að skrifa á Moggabloggið og þeir eru fleiri en þessir fjórir eða fimm sem Árni nefnir í viðtalinu. Auk þess sem nokkrir hafa sett Moggabloggið á "skilorð" - ætla að hætta að skrifa ef auglýsingin verður ekki fjarlægð innan einhvers ákveðins tíma.

Alveg væri ég til í að borga hóflegt árgjald fyrir bloggsíðuna mína auglýsingalausa þótt ekki hafi ég bloggað mikið eða lengi. Ekki væri úr vegi að miða t.d. við árgjaldið á 123.is blogginu sem er rétt innan við 3.000 krónur á ári.

Ég skora á forsvarsmenn mbl.is og blog.is að leyfa bloggurum að velja um hóflegt árgjald fyrir síðuna sína annars vegar - eða auglýsingar hins vegar!

Moggablogg_augl


Hvað er ólýðræðislegt við að láta í sér heyra?

MótmæliMikið hefur verið fjallað um hinn sögulega borgarstjórnarfund á fimmtudaginn og mótmælin sem þar voru viðhöfð og sýnist sitt hverjum. Ég hef sett inn athugasemdir á ýmsum bloggsíðum þar sem ég fagna þessum mótmælum og finnst þau alls ekki í ætt við skrílslæti eins og sumir vilja vera láta. Ég sat límd fyrir framan sjónvarpið á meðan á þessu stóð, skipti ört milli stöðva og fannst risið ekki hátt á forsvarsmönnum nýja meirihlutans. Loksins, loksins lét fólk í sér heyra og það eftirminnilega, enda þorra Reykvíkinga, og reyndar landsmanna allra, gróflega misboðið með valdaráninu. Frekar ætti að kenna valdaránið við skríl en mótmæli almennings sem hefur fengið sig fullsaddan af siðlausum embættisveitingum, baktjaldamakki, hrossakaupum, ábyrgðarleysi stjórnmálamanna og fáránlegri sóun á skattpeningum.

Í Vikulokunum á Rás 1 í morgun var Hallgrímur Thorsteinsson með þrjá gesti, þau Kjartan Magnússon úr Sjálfstæðisflokki, Oddnýju Sturludóttur úr Samfylkingu og Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðing, sem væntanlega var þar sem hlutlaus áhorfandi. "Hvað finnst ykkur um það sem gerðist þarna?" spurði Hallgrímur viðmælendur sína. Þau Kjartan og Oddný höfðu skiljanlega ólíka sýn á atburðinn.

EinarMarSvo spurði hann Einar Mar "Var þetta vanvirða við lýðræðið?" og Einar Mar svaraði eitthvað á þessa leið: "Nei, veistu ég held ekki. Ég er nú svolítið hrifinn af svona mótmælum og þegar almenningur lætur til sín taka. Við köllum þetta óhefðbundna stjórnmálaþátttöku... (Innskot Oddnýjar: Borgaralega óhlýðni.) ...eða borgaralega óhlýðni í stjórnmálafræðinni. Íslendingar eru alveg rosalega latir að láta til sín taka og alveg ómögulegir í þessari borgaralegu óhlýðni. Þannig að ég eiginlega bara dáist að fólki þegar það mætir svona og lætur í sér heyra. Mér finnst það bara hið besta mál."

Ég sá einhvers staðar að Jenný Anna, sá stórkostlegi nýyrðasmiður, kallar þetta "hljóðsettan lýðræðisgjörning" sem á jafnvel enn betur við hér en borgaraleg óhlýðni eða óhefðbundin stjórnmálaþátttaka.

Þetta finnst mér vera kjarni málsins og til að bæta um betur birti ég hér að neðan pistil Illuga Jökulssonar úr 24 stundum í dag. Ég hef verið mikill aðdáandi Illuga um langt árabil þótt ekki þekki ég hann neitt persónulega. Honum er einkar lagið að orða hlutina þannig, að mér finnst hann hafa lesið hug minn og hjarta og það gerir hann nú sem endranær.

Vonandi var atburðurinn í Ráðhúsi Reykjavíkur á fimmtudaginn bara forsmekkurinn að því sem koma skal - að landsmenn noti lýðræðið og taki virkan þátt í að móta líf sitt og umhverfi.


Pistill Illuga
 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband