Færsluflokkur: Sjónvarp

Eru ekki örugglega allir búnir að sjá þetta?

 
Til öryggis og upprifjunar verður þetta myndband geymt hér
 

Bankahrunið mikla í spéspegli

Auðvitað á ekki að gera grín að þessu... eða hvað? Vandamálið er alþjóðlegt og græðgin og siðleysið hið sama, hverrar þjóðar sem við erum. Hér eru Jónarnir tveir, Bird og Fortune, og fara á kostum að venju! Mér sýnist textinn á fyrra myndbandinu vera á tékknesku, en hana skilja auðvitað allir.

Endursýni svo þetta - að gefnu tilefni


Ragnar Önundarson í Silfri Egils

Ragnar ÖnundarsonEgill Helgason boðar á bloggi sínu að Ragnar Önundarson verði í Silfrinu á sunnudaginn. Ragnar skrifaði greinaflokk í Morgunblaðið og ljóst er, að þeir sem segja að ástandið sem nú hefur dunið yfir hafi ekki verið fyrirsjáanlegt lásu ekki greinar Ragnars. Hann sá ýmislegt fyrir og reyndi að vara við því - eins og reyndar ýmsir aðrir - en þeir sem höfðu vald til að taka á málunum hlustuðu ekki. Fyrir viku, þegar ég birti eldri viðtöl úr Silfrinu við efnahagssérfræðinga, varð ég vör við að efnahagsmálin horfa allt öðruvísi við fólki nú en bara fyrir mánuði, hvað þá í ársbyrjun. Það er því áreiðanlega mjög fróðlegt fyrir marga að rifja upp greinar Ragnars - eða frumlesa þær.

Ég get ekki annað en vonað að ein af þeim lexíum sem lærast á þeim hamförum sem nú ganga yfir verði sú, að stjórnvöld taki framvegis meira mark á sérfræðingum sem leggja jafnvel mikið á sig til að vara við hvert stefnir. Það hefur vantað talsvert upp á það - og vantar reyndar enn, merkilegt nokk.

Ég safnaði greinunum eftir því sem þær birtust, átti allar nema eina í fórum mínum og setti þær inn í myndaalbúm hér á blogginu. Greinarnar eru 12, hver annarri athyglisverðari. Þær eru listaðar hér á eftir í dagsetningaröð ásamt útdrætti úr hverri grein. Smellið á nafn greinarinnar og haldið áfram að smella þar til læsileg stærð fæst. Ég minni líka á eldra viðtal Egils við Ragnar sem ég birti hér ásamt fleiri viðtölum.

Þjóð án verðskyns er auðlind

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn

 

Þjóð án verðskyns er auðlind - 6.12.07

 

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn - 7.1.08

 

Oftrú á afskiptaleysi

 

Oftrú á afskiptaleysi - 24.1.08

Vöxtur eða þensla

 

 

 

Vöxtur eða þensla? - 18.2.08

 


Neyðaraðstoð við banka?

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu

Neyðaraðstoð við banka? - 4.3.08

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu - 4.4.08

Ósjálfbjarga bankar

 

 

 

Ósjálfbjarga bankar - 15.4.08

Er frjálshyggjan að bregðast?

 

 


Leitin að Nýja sáttmála

Er frjálshyggjan að bregðast? - 4.5.08

 

Leitin að Nýja sáttmála - 31.7.08

 

Frjálshyggja og forréttindi

 

Frjálshyggja og forréttindi - 10.8.08

Að færast of mikið í fang

 

 

 


Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn

 

Að færast of mikið í fang - 27.8.08

 

Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn - 14.9.08


Viltu verða ríkur? Svona gerum við...

Þátturinn The Greed Game sem sýndur var á BBC nýverið vakti mikla athygli. Í honum er farið yfir aðferðir hinna ofurríku við að græða peninga, ótrúlegar fjárhæðir, aðstöðunni sem þeir hafa skapað sér með aðstoð góðra manna og í hvað þeir eyða peningunum. Þátturinn virðist vera gerður eftir að "efnahagshrunið mikla" hófst og í honum kemur ýmislegt fram sem er fróðlegt að vita. Gera má ráð fyrir að hinir íslensku auðmenn eða "útrásarvíkingar" hafi notað svipaðar aðferðir þegar þeir komu ár sinni fyrir borð um leið og þeir stóðu að hruni íslensku bankanna og  þjóðarinnar allrar.

Lokaorð þáttarstjórnanda eru athyglisverð: "So there are still plenty of opportunities for the super-rich to increase their fortunes. Even though the global financial system is in intensive care and our prosperity is threatened. With the Greed Game still being played, if we're not going to end up losers again, the rules will need to be rewritten." Það sem á undan kom sýndi fram á að þessir menn geta haldið áfram græðgisleiknum nánast  endalaust miðað við þann skort á regluverki sem ríkir. Er ekki rétt að benda íslenskum stjórnvöldum á þetta?

Þátturinn er hér í 7 hlutum svo fólk getur farið rólega í þetta og tekið einn í einu. Neðst er síðan skýringarmynd úr sænsku netblaði sem sýnir a.m.k. hluta eignatengsla íslensku auðjöfranna. Mér finnst nú samt að einhverja og eitthvað vanti inn í þetta net. En hvað varð af þessum mönnum? Geta þeir nokkurn tíma látið sjá sig á landinu framar?

1. hluti

  2. hluti

 

3. hluti

 

4. hluti

 

5. hluti

 

6. hluti


7. hluti

 

 Eignatengsl íslenskra auðmanna


Ber er hver að baki... og frammistaða netmiðla

Eins og sjá má á bloggsíðunni minni nota ég netmiðlana mjög mikið. Tek upp, klippi til og birti efni bæði úr útvarpi og sjónvarpi. Þegar mikið liggur við standast netþjónar miðlanna ekki álagið eins og í morgun þegar ég komst ekki inn til að taka upp blaðamannafund forsætisráðherra í beinni. Svo virðist tímaplanið vera tölvukeyrt og útsendingar í beinni eru klipptar á einhverri tiltekinni sekúndu, jafnvel í miðri setningu og ekki lagaðar fyrr en eftir dúk og disk.

Þegar þetta er skrifað eru næstum 4 tímar síðan blaðamannafundurinn hófst. Hluti fundarins er aðgengilegur  inni á RÚV-Sjónvarpi en endar í miðri setningu Björgvins G. Sigurðssonar: "Þess vegna var hægt að greina frá því hér í morgunfréttum að..." Og síðan ekki söguna meir þótt talsvert hafi verið eftir af fundinum.

Blaðamannafundurinn er ekki aðgengilegur í heild sinni á vefsjónvarpi Stöðvar 2 sem er mjög óvenjulegt. Þar á bæ er flest sett inn fljótlega eftir beina útsendingu og þá öll útsendingin, ekki halaklippt. En ekki núna af einhverjum ástæðum.

Þegar mikið liggur við og atburðir gerast hratt eins og nú um stundir er mjög mikilvægt að netmiðlarnir standi sig og komi upplýsingum á framfæri eins hratt, vel og örugglega og kostur er. Fólk hefur ekki alltaf aðgang að útvarpi eða sjónvarpi um miðjan daginn en flestir geta komist í tölvu. Betur má ef duga skal.

Bæði í gær og í dag klipptu báðir miðlar á netútsendinguna áður en enski hluti fundarins hófst, en sá hluti fannst mér jafnvel áhugaverðari en sá íslenski og það kom mér á óvart að sjá nær allt íslenska fjölmiðlafólkið standa upp og fara þegar enski hlutinn hófst. Hér eru staddir nokkrir erlendir blaða- og fréttamenn og þeir líta á atburði og aðstæður hér allt öðrum augum en þeir íslensku, þekkja ekki ráðherrana, eru ekki vanir þeirri nánd sem hér ríkir og spyrja ólíkra spurninga. Enda kom í ljós að það sem íslensku fjölmiðlarnir hafa eftir forsætisráðherra um gamla og nýja vini er frá þeim hluta blaðamannafundarins, sjá hér. Það var fréttamaður BBC sem spurði fyrstu spurningarinnar um Rússalánið og aðrir fylgdu á eftir. Þessar spurningar og svörin við þeim hljóðuðu nokkuð nákvæmlega svona (ég heyrði þó ekki alltaf alla spurninguna):

Spurning:   Why are you asking Russia for a loan? Have you asked other countries, for instance the Nordic Countries?
Geir:   Maybe I can explain that, thank you for that question.
We have, throughout this year, asked many of our friends for swap-agreements or other forms of support in these extraordinary circumstances. We have not received the kind of support that we were requesting from our friends, so in a situation like that one has to look for new friends. So that's what we've done.
Spurning:   Are you disappointed that you did not get... (heyrist ekki)
Geir:   Of course we are. We made that clear to authorities in other countries. The Nordic countries have stood by us through the swap-agreements between the Nordic Central Banks, others have not. So there we are...
Spurning:   What about Britain? Has Britain rejected a call for help?
Geir:   I'm not going to mention any specific countries.
Spurning:   You're not disappointed about the Nordic countries?
Geir:   No, of course not. They've been very helpful. I'd like to underline that.
Spurning:   You have not excercised that swap-agreement?
Geir:   No, we have not needed to do that, but it's a good thing to have if needed. But we don't foresee after these measures that we will need to draw on those lines.
Spurning:   What's your problem... (heyrist ekki) ...what countries did not... (heyrist ekki)?
Geir:   It's been all over the news that we have sought and not received swap-agreements or other kinds of arrangements with countries that have been closer to us than Russia. And there we are... We've been in very serious turbulence, very serious situation, and we need to do what we have to do to tackle that.

Hér er það brot úr þessum kafla sem Fréttastofa Stöðvar 2 birti í hádegisfréttum sínum:

Ótalmargar spurningar vakna fyrir hverja eina sem svarað er. Hér er ein: Fjármálaeftirlitið (FME) hefur nú öll ráð banka og annarra fjármálastofnana í höndum sér samkvæmt frumvarpinu sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöldi. Hverjir eru þar við stjórn? Er FME treystandi fyrir svona gífurlegri ábyrgð, t.d. í ljósi þess að það gaf þetta út fyrir aðeins 52 dögum, þann 16. ágúst?

Fréttablaðið 16. ágúst 2008


Konur, þekkið takmörk ykkar!

Úff, erfiður mánudagur að baki sagði breski leikarinn og grínistinn Harry Enfield og tók til sinna ráða.

 Konur, þekkið takmörk ykkar!

  Konur eiga ekki að aka bifreiðum

 Þetta myndband er sérstaklega sett inn fyrir Zteingrím Arsenal og Önnu Liverpool

 

  Kennslustund í sjálfsvörn


Minnið er gloppótt og gisið

Egill HelgasonÉg er alltaf að gera mér betur og betur grein fyrir því hvað Silfrið hans Egils er góður samtímaspegill. Vissi að fréttirnar væru það. Um daginn var ég að leita að frétt frá sumrinu 2007 og gleymdi mér gjörsamlega yfir upprifjun á ýmsum atburðum og tengingum við daginn í dag. Ég var að gera það sama við Silfur Egils í dag, leita að tilteknum ummælum sem ég mundi eftir - nema hvað ég á ekki marga þætti upp tekna, því miður. Engu að síður er þetta mikill fjársjóður.

Þarna voru stjórnmálamenn, leikmenn, sérfræðingar og álitsgjafar af ýmsu tagi að ræða aðskiljanlegustu mál, sum hreinlega klassísk. Það var skondið að rifja upp réttlætingu sjálfstæðismanna á valdaráninu í Ráðhúsinu í janúar og meinta trú þeirra á Ólafi F. Langt drottningarviðtal við Geir Haarde, forsætisráðherra frá 17. febrúar sem gaman væri að bera saman við sambærilegt viðtal við hann í Silfrinu síðasta sunnudag. Í þáttunum er hin eilífa efnahagsumræða - vextir, verðtrygging, verðbólga, staða bankanna og margt, margt fleira. Sumt verulega áhugavert og annað bara fyndið eftir atvikum.

Það er með ólíkindum hvað maður er fljótur að gleyma. En kveikir þegar maður sér hlutina aftur og verður þá steinhissa á hvað það er langt - eða stutt - síðan þetta eða hitt gerðist eða var sagt. Oft er enn verið að ræða sömu málin og fyrir hálfu ári, níu mánuðum, ári... jafnvel tveimur.

Ég held að það væri verulega sniðugt að hafa eitt aukasilfur í viku með úrklippum úr ýmsum þáttum þar sem málefnin eru tengd frá mánuði til mánaðar - jafnvel ári til árs. Sama mætti gera með fréttirnar. Líklega ætti slíkur þáttur best heima á Netinu. Það veitir einfaldlega ekkert af því að halda fólki við efnið, minna stöðugt á mikilvæg mál, feril þeirra, afdrif og niðurstöðu - ef einhver er.

Hér eru nokkrar úrklippur af handahófi úr Silfrinu frá því fyrr á þessu ári. Byrjum á Agli sjálfum þar sem hann nær ekki upp í nef sér af hneykslan. Ég er ekki sammála þeim sem gagnrýna Egil fyrir að hafa skoðanir og tjá þær. Hans skoðun er bara viðbót við flóruna í þáttunum og ég hef ekki orðið vör við að skoðanir andstæðar hans eigin fái ekki að njóta sín í þáttum hans.

Næstur er Gunnar Smári Egilsson að tjá sig um húsafriðun, Laugaveginn, Þingholtin og þau mál. Ég hef yfirleitt afskaplega gaman af Gunnari Smára og hvernig hann tjáir skoðanir sínar, alveg burtséð frá því hvort ég er sammála honum eða ekki.

Upphaflega var það þetta sem ég var að leita að í tengslum við frétt í síðustu viku um vinnubrögð Alþingis. Mig minnti að Ólöf Nordal hefði látið þessi orð falla, en eftir að hafa rennt í gegnum 11 þætti áttaði ég mig allt í einu á því að það var Guðfinna Bjarnadóttir. Skellti svo fréttinni frá 10. september sl. aftan við. Þetta umfjöllunarefni er mjög alvarlegt og eiginlega hálfgerður skandall og sýnir vel vanþroskað lýðræðið á Íslandi - eða hreinlega algjöran skort á því. Þessi vinnubrögð Alþingis endurspeglast síðan hjá þjóðinni og í allri umræðu.

Að lokum er hér heilt viðtal við Vilhjálm Bjarnason, aðjúnkt og formann Félags fjárfesta. Hlustið á viðtalið í ljósi þess sem kemur fram í þessum myndböndum. Þetta FL Group mál er með ólíkindum og ég skil ekki af hverju enginn er búinn að rannsaka málið og afhjúpa rækilega hvað þarna fór fram á máli sem allir skilja... eða kannski hefur það verið rannsakað á fjölmiðlunum en ekkert hægt að sanna á fullnægjandi hátt og birta. Við hvað er fólk svona hrætt? Er þetta ekki upplagt mál fyrir Kompás? Hvað með Fjármálaeftirlitið? Efnahagsbrotadeildina? Á að láta þetta og fleiri svipuð mál óátalin? Kíkið á þessa litlu bloggfærslu Friðriks Þórs í tengslum við þetta mál.


Silfraður Jónas og Agnes í stuði

Ósköp gladdi mig að sjá Silfrið hans Egils aftur í dag. Ég áttaði mig á því hve mjög ég hef saknað þess. Vissulega eru þættirnir misjafnir að gæðum en þessi var fínn og einkar vel til þess fallinn að bera saman umræður "venjulegs fólks" annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar. Í fyrri umræðunum fékk fólk að tala og ljúka máli sínu en í þeim seinni reyndu Guðni Ágústsson og Björgvin G. Sigurðsson hvað eftir annað að ná orðinu og töluðu ofan í þá sem höfðu það. Enginn sagði Guðna að þegja í þetta sinn... því miður, liggur mér við að segja. Samt er ég kurteis og vel upp alin.

En stjarna þáttarins var Jónas Haralz, hinn aldni spekingur og fyrrverandi bankastjóri. Ég klippti viðtalið við hann í þrennt og set inn hér að neðan. Hlustið á öldunginn, það er alveg þess virði. Þátturinn allur er hér, halaklipptur að venju en það verður lagað á morgun, trúi ég.


Um efnahagsmálin fyrr og nú - og Þjóðhagsstofnun. Man fólk hver lagði hana niður og af hverju?

 
Um Evrópusambandið, aðildarviðræður og myntbandalag

 
Um virkjanir og stóriðju

 
Og hér talar Agnes Bragadóttir um kæru Árna Johnsen

 
Þessu ótengt - og þó ekki - athyglisverð frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2


Það er svo gott að hlæja

Ég get endalaust hlegið að þessum tveimur náungum. Þeir eru yndislega óborganlegir. Þetta eru breskir leikarar, John Bird og John Fortune. Það sem mér finnst einna skemmtilegast þegar ég horfi og hlusta á þá, er að finna samnefnara viðmælandans hér á landi... sem tekst yfirleitt. Nefni engin nöfn.

Bird og Fortune byrjuðu með grínþátt sinn árið 1999 og eru enn að. Þessir tveir kumpánar eru bara eitt atriði í þáttunum þeirra. Þeir skiptast á að leika viðmælandann og fara á kostum. Ég hef áður sett hér inn eitt eða tvö myndbönd með þeim og vona að ég sé ekki að endurtaka mig. Njótið...

 Íhaldsþingmaðurinn

    Sendiráðunautur í Washington

  Aðmíráll í breska flotanum

 Ráðgjafi Gordons Brown, forsætisráðherra


Breskur húmor, myndbönd og efnahagsmál

BBC-ITVBretar eru miklir húmoristar, það held ég að sé nokkuð óumdeilt. Við sjáum allt of lítið af bresku efni í íslensku sjónvarpi. Amerískir veruleikaþættir hafa tröllriðið dagskrá flestra sjónvarpsstöðva undanfarin ár. Það er helst Ríkissjónvarpið sem býður upp á breskt efni, bæði drama og grín, og það er geysivinsælt. En meðalaldur sjónvarpsáhorfenda er að hækka eins og fram kom í þessari frétt, svo væntanlega endurspeglar dagskráin það fljótlega með þáttum fyrir fullorðna.

Bretar ganga oft mjög langt í sínu gríni og miðað við viðbrögð sumra við gríni hérlendis yrðu þeir líklega snarvitlausir ef okkar grínistar myndu hamast jafn miskunnarlaust á jafnvel viðkvæmum málum og þeir bresku gera gjarnan. Þeim virðist fátt vera heilagt.

Ekki hafa Bretar farið varhluta af efnahagskreppunni sem geisað hefur þótt Baugur Groupþær vaxta- og verðbólgutölur sem þeir glíma við séu snöggtum lægri en þær sem við Íslendingar sjáum hér. Í ljósi þess er kannski skiljanlegt að eitt stærsta fyrirtæki landsins hafi séð sér leik á borði og flutt aðsetur sitt til Englands þótt ekki sé það stórmannlegt. Eigendurnir fleyttu rjómann af góðærinu en stinga svo af þegar kreppir að. Þannig lítur málið út í mínum augum, en ég viðurkenni að vera illa að mér í völundarhúsi fjárfestinga og Group-mála, svo vel má vera að þetta sé rangt mat.

Bankar, verktakar og ýmis fyrirtæki emja líka sáran. Á meðan græðgin réð för og allt lék í lyndi, bankar græddu á tá og fingri, verktakar færðust allt of mikið í fang og fyrirtækin slógu lán á báða bóga var íhlutun eða afskipti ríkisvaldsins harðlega fordæmd. Allt átti að vera svo einkavætt og frjálst, öllum heimilt að gera það sem þeim sýndist í opnu hagkerfi og frjálsu samfélagi. Ríkisvaldið mátti hvergi koma þar nærri - ekki einu sinni til að vara menn við því að óráðsían væri feigðarflan og farin úr böndunum. Ríkinu kom þetta bara ekkert við... þá.

PeningarSvo sprakk blaðran eins og hún hlaut auðvitað að gera eftir allt sukkið. Þá kom skyndilega allt annað hljóð í strokkinn. Nú á ríkið (við skattborgarar) að redda hlutunum, slá erlend lán upp á hundruð milljarða á gengi dagsins, bjarga óforsjálum verktökum frá gjaldþroti vegna offjárfestinga, breyta gjaldmiðlinum, ganga í ESB og síðast en ekki síst - virkja allar orkuauðlindir okkar strax til að byggja verksmiðjur ("mannaflsfrekar framkvæmdir", svokallaðar). Fyrirhyggjuleysið kristallast í orðum talsmanns greiningardeildar Glitnis sem lesa má í þessu morgunkorni þar sem fyrirhuguð eyðilegging á íslenskri náttúru er dásömuð af því hún færir aur í kassann hjá bönkunum:

"Segja má að álframleiðsla og annar orkufrekur iðnaður sé leið Íslendinga Glitnirtil að flytja út orku með hliðstæðum hætti og olíuríki selja afurðir sínar á heimsmarkaði, og hátt orkuverð er að öðru óbreyttu jákvætt fyrir arðsemi af slíkum orkuútflutningi. Í því ljósi, og með hliðsjón af því hversu fjárfestingarstig í hagkerfinu virðist nú lækka hratt, má segja að ofangreindar framkvæmdir séu heppilegar og líklegar til þess að vega gegn verulegum samdrætti í innlendri eftirspurn á næstu misserum."

Takið eftir niðurlaginu - það er verið að tala um misseri, ekki ár eða áratugi. Framtíðarsýn peningaaflanna er aðeins nokkur misseri. Bankarnir bara að bjarga sjálfum sér fyrir horn. Þetta er óhugnanlega dæmigert fyrir íslenskan hugsunarhátt og pólitík. Stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum, þá helst aðeins um sitt eigið kjördæmi og eru á stanslausum atkvæðaveiðum. Hagsmunir og framtíð heildarinnar hverfa í skuggann á pólitískum skammtímaframa stjórnmálamanna. Bankar og önnur fyrirtæki - og reyndar almenningur líka - hugsa bara um morgundaginn, í besta falli næsta ársuppgjör eða næstu mánaðamót. Ég vildi óska að hér ríkti meiri langtímahugsun í stjórn landsins, viðhorfi banka, fyrirtækja og almennings og umhyggja fyrir heildarhagsmunum í stað sérhagsmuna. Það er ekki vænlegt til árangurs að hugsa alltaf eingöngu um rassinn á sjálfum sér.

En ég ætlaði ekki að skrifa svona mikið heldur koma með sýnishorn af breskum húmor. Þau tengjast öll efnahagskreppunni og þarfnast ekki frekari skýringa. Þriðja og síðasta myndbandið birti ég hér fyrir nokkrum mánuðum - en góð vísa er sjaldan of oft kveðin.




« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband