Ragnar Önundarson í Silfri Egils

Ragnar ÖnundarsonEgill Helgason boðar á bloggi sínu að Ragnar Önundarson verði í Silfrinu á sunnudaginn. Ragnar skrifaði greinaflokk í Morgunblaðið og ljóst er, að þeir sem segja að ástandið sem nú hefur dunið yfir hafi ekki verið fyrirsjáanlegt lásu ekki greinar Ragnars. Hann sá ýmislegt fyrir og reyndi að vara við því - eins og reyndar ýmsir aðrir - en þeir sem höfðu vald til að taka á málunum hlustuðu ekki. Fyrir viku, þegar ég birti eldri viðtöl úr Silfrinu við efnahagssérfræðinga, varð ég vör við að efnahagsmálin horfa allt öðruvísi við fólki nú en bara fyrir mánuði, hvað þá í ársbyrjun. Það er því áreiðanlega mjög fróðlegt fyrir marga að rifja upp greinar Ragnars - eða frumlesa þær.

Ég get ekki annað en vonað að ein af þeim lexíum sem lærast á þeim hamförum sem nú ganga yfir verði sú, að stjórnvöld taki framvegis meira mark á sérfræðingum sem leggja jafnvel mikið á sig til að vara við hvert stefnir. Það hefur vantað talsvert upp á það - og vantar reyndar enn, merkilegt nokk.

Ég safnaði greinunum eftir því sem þær birtust, átti allar nema eina í fórum mínum og setti þær inn í myndaalbúm hér á blogginu. Greinarnar eru 12, hver annarri athyglisverðari. Þær eru listaðar hér á eftir í dagsetningaröð ásamt útdrætti úr hverri grein. Smellið á nafn greinarinnar og haldið áfram að smella þar til læsileg stærð fæst. Ég minni líka á eldra viðtal Egils við Ragnar sem ég birti hér ásamt fleiri viðtölum.

Þjóð án verðskyns er auðlind

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn

 

Þjóð án verðskyns er auðlind - 6.12.07

 

Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn - 7.1.08

 

Oftrú á afskiptaleysi

 

Oftrú á afskiptaleysi - 24.1.08

Vöxtur eða þensla

 

 

 

Vöxtur eða þensla? - 18.2.08

 


Neyðaraðstoð við banka?

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu

Neyðaraðstoð við banka? - 4.3.08

 

 

Með ósýnilega hönd og blá augu - 4.4.08

Ósjálfbjarga bankar

 

 

 

Ósjálfbjarga bankar - 15.4.08

Er frjálshyggjan að bregðast?

 

 


Leitin að Nýja sáttmála

Er frjálshyggjan að bregðast? - 4.5.08

 

Leitin að Nýja sáttmála - 31.7.08

 

Frjálshyggja og forréttindi

 

Frjálshyggja og forréttindi - 10.8.08

Að færast of mikið í fang

 

 

 


Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn

 

Að færast of mikið í fang - 27.8.08

 

Um bókstafstrú og mistök í hagstjórn - 14.9.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það eru margir búnir að vara við þessu....jafnvel völva vikunnar

Og mér sýnist SÍ ótrúlega sjálfstæð stofnun......ekki hefur hann lækkað stýrivexti þótt allir sjái nauðsyn þess

Hólmdís Hjartardóttir, 11.10.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já Lára Hanna harðvinnandi, jafnvel Völvuspáin um áramótin sagði þetta gerast!

En þetta með vísa menn eins og Ragnar er auðvitað sorglegt, það kemur svo enn einu sinni fram í hugan að allt aftur til 1999 hafði Þorvaldur Gylfason uppi varnaðarorð um að styrkja þyrfti gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans, sem eitt og sér í ljósi framvindunnar hefði getað afstýrt töluverðu af þessum ósköpum ef að líkum lætur!

En því miður o.s.frv. og nú gildir þar að leiðandi áfram og enn spekin, að "Það skipti ekki máli hvað gerist, heldur hvernig brugðist er við" og viðbrögðin hafa heldur ekki því miður verið mörg skynsöm að séð verður. En eins og þar stendur, hér er "hægar um að tala en í að komast"!

Vona annars að þú sjálf lendir ekki í neinum "milliríkjadeilum" inn á heimilinu!?

Magnús Geir Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 02:30

3 identicon

Ísland er í skítnum og það er enginn vafi á þvi.
Ástæðurnar fyrir því eru mjög augljósar sem allir sja og vita: 2 hlutir
1: Alger vanhæfni, vítavert gáleysi af stjórnvöldum og eftirlits aðilum, með góðum slatta af spillingu í púkkinu.
Hvort það sé út af hreinni heinsku og vankunnáttu eða viljandi gert vegna eigin hagsmuna er ekki ljóst, en ég hallast af þvi síðastnefnda.
ÍSLAND ER SPILLTASTA LAND Í VESTURHEIMI.
2: Algert siðleysi, brask og get rich FAST and screw the rest mottó smjörtillanna sem stóðu fyrir þessu öllu saman til að verða ríkir á okkar kostnað.
Löglega eða ekki löglega er lika spurning... en enn og aftur hallast ég að hinu síðastnefnda, þ.e.a.s ólöglega.
ÍSLENSKT STJÓRNKERFI ER SPILLT, og nota bene Berlusconi er smápolli miðað þessa svokölluðu elítu okkar.
Þetta er allt á hreinu, allir í landinu sjá þetta, þetta er ekki einskorðað við flokkapólitík, þetta á við um alla flokka og vel flesta alþingismenn. Við getum kennt okkur sjalfum um hvernig er farið fyrir okkur enda höfum við látið þetta viðgangast, og höfum vitað þetta í langan tíma, en það er þe æslandik vei, VIÐ GERUM ALDREI NEITT Í MÁLINU.

Það er okkar skylda sem ÍSLENDINGAR að sjá til þess að þetta verði rannsakað, bæði hlutdeild ríkisins og smjörtillanna, því ekki munu þessir menn láta verða að þvi að láta rannsaka sig á meðan þeir hafa e-ð að fela.
Auðvitað koma þeir með frasana að þetta sé ekki timinn til að leita að sökudólgum enda eru þeir sökudólgarnir. Þeir meiga allir fá sinn gálgafrest á meðan þeir reyna að "redda málunum" með að tefja og þeyta út línum eins og "have a nice weekend" en einhvern veginn þurfa þeir að fá að borga fyrir gjörðir sínar. Það er þeirra skylda gagnvart þjóðinni hvort sem þeim líkar það eður ei.

Og ef einhver ætlar að reyna að þræta fyrir að ísland sé spillt þá má sú manneskja taka hausinn á sér út úr rassgatinu sem það er fast í og endilega sýna mér sannanir sem sýna það svart á hvítu, því mig langar rosalega mikið að sjá hvaða eignir, hlutdeildir í félögum, og hagsmuna þessir æðstu ráðamenn og hitt liðið á þingi eiga í hinum og þessum hlutum í landinu, það gildir auðvitað líka um nána fjölskyldumeðlmi og "vini" þessa aðila. Sem dæmi má nefna Dóra gríms og kvótann, dýralæknir matthísen og keflavikur braskið...... því ekki hafa þeir verið að hugsa um hagsmuni okkar.
Og alls ekki mega þessir menn rannsaka sig sjalfir a la þe æslandik vei.
Erlendis frá þarf það að koma, en hvernig, fuck do i know vegna þess að ekki munu þeir biðja um það sjalfir.

Hér gildir ekki málið innocent until proven guilty... heldur GUILTY AS HELL UNTIL PROVEN INNOCENT.

Hættum að vera rollur jarmandi í myrkrinu, gerum e-ð í malinu og náum í ullina okkar aftur!
Hvernig sem við rollurnar förum þvi veit ég ekki.

ps sorry með lengdina, ég er svo fátækur að ég á ekki blogg

Eiki (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 04:07

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk fyrir þessa vinnu sem þú settir þi þetta.

Hef ítrekað bent á hvað Ragnar segir og reynt að fá hann til að tala oftar opinberlega en hann er hlédrægur mjög, því miður.

Sama er með Val VAlsson.

Báðir hæfir varfærnir bankamenn.

Breiða út meðal okkar varfærni, sannsögli og fl. góðar eindir.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 11.10.2008 kl. 09:45

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir þennan pistil og samantekt Lára. 

Óskar Þorkelsson, 11.10.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það þurti enga snillinga til að vita um áhættuna í bankakerfinu okkar.

Eftir á að hyggja hefði verið snjallt af Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu að leita eftir samtryggingu bankanna með hinum norðurlöndunum eða þá að krefjast þess að þeir aðskildu erlendu starfsemina að fullu. Það vildi enginn trúa þeim möguleika sem blasti við okkur mjög mörgum.

Haukur Nikulásson, 11.10.2008 kl. 12:47

7 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég hef verið að skrifa um þetta reglulega í rúmt ár. það trúðu samt fái að þetta myndi í raun gerast - að við færum á byrjunarreit í efnahagsmálum lýðveldisins. Þeir sem emja hæst núna eru þeir sem tóku hvað harðast þátt í kapítalistaleiknum. Þeir lásu greinilega ekki greinar Ragnars og hundruðir annara greina sem birst hafa með jöfnu millibili hér heima og heiman.

Anna Karlsdóttir, 11.10.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég las allar greinar Ragnars Önundarsonar mjög vel, því þeim manni er hægt að treysta 100%.

Það eru menn á borð við hann, sem ættu að sitja í stjórn Seðlabankans, en ekki Hannes Hólmsteinn Gissurarson.

Meðal annars á grundvelli greinanna eftir hann, bloggaði ég margsinnis að aðgerðaleysi Geirs og ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins - frá því að virkilega syrti í álinn í febrúar og mars - væri engin tilviljun, heldur vissu þeir nákvæmlega, hvað þau væru að gera og að engu væri hægt að bjarga.

Spurningin er hins vegar hversvegna ekkert var gert á árunum 2002-2006, þ.e.a.s. engin löggjöf eða reglur settar um hámarksskuldsetningu og/eða færslu höfuðstöðva bankanna til útlanda?

Hversvegna var Davíð ekki "agressívari" - fyrst hann sá þetta allt vera að gerast. Hversvegna kom hann ekki fram í fjölmiðlum í drottningarviðtölu - líkt og í kastljósinu í þessari viku - og bjargaði þjóðinni frá þessari katastrófu - varaði þjóðina "big time" við þessu? Ekki vantar hann mælskuna og sannfæringarkraftinn!

Ég er viss um að margir hefðu trúað honum - eða er hann bara að vera vitur eftir á, ljúga sig út úr þessu?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 11.10.2008 kl. 22:28

9 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Tek undir með fyrri álitsgjöfum með þakkir til þín fyrir þessa góðu samantekt. Maður situr hálflangeygur undir öllum þessum umræðum. Það er t.d. með öllu óskiljanlegt að hægt sé að fá lán út á kaup á hlutabréfum í banka með veði í hlutabréfunum. Kannske er lánið svo úr sama bankanum. Er nema von að svona spilaborg sé viðkvæm þegar á reynir.

Erna Bjarnadóttir, 12.10.2008 kl. 15:40

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gerum þennan mann að Seðlabankastjóra!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband