Mig setti hljóða...

...þegar ég hlustaði á þetta viðtal í Kastljósi í gærkvöldi. Ég spurði sjálfa mig hvenær röðin kæmi að manni sjálfum. Þvílík meðferð og niðurlæging. Hver hefur hag af að koma svona fram við fólk? Á meðan er ekki snert við stærstu skuldurunum, sjálfum auðmönnunum sem bera ábyrgðina - hvað þá stjórnmálamönnunum.

Guðbjörg Þórðardóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009

 

Mogginn 25. ágúst 2009

Á vanskilaskrá í greiðsluaðlögun - Moggi 25.8.09

Lilja Mósesdóttir í Kastljósi 25. ágúst 2009

 

Ekki voru allir með há eða óyfirstíganleg bílalán og mánaðargreiðslur voru líklega vel viðráðanlegar hjá flestum. Nú hafa eftirstöðvar lánanna hækkað langt umfram verðmæti bílanna og afborganir óyfirstíganlegar - líka á lágu lánunum. Hvað er nefndin sem á að leysa málið að gera?

Fréttir Stöðvar 2 - 26. ágúst 2009

 


Hafa ráðamenn ekkert lært?

Frá Samstöðufundi um orkuauðlindir í Grindavík 25.8.09Ég fjallaði um auðlindasöluna í pistlinum á Morgunvaktinni síðasta föstudag. Hlutirnir gerast nú hratt og þrýst er á um enn meiri hraða. Við eigum að afsala okkur orkuauðlindinni á Reykjanesi án umhugsunar. Þetta eru fáránleg vinnubrögð. Ross Beaty, forstjóri Magma Energy og talsmaður skúffufyrirtækisins Magma í Svíþjóð líka, segist vilja arðræna íslensku þjóðina í fullri sátt við hana. Bjartsýnn maður, Beaty.

Á Vísi er sagt að Samfylkingarfólk sjái mikla annmarka á að ríkið kaupi hlut Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku - þann hinn sama og Beaty vill kaupa - og AGS gæti haft eitthvað við það að athuga. Þetta ítrekar síðan Eyjan í skelfilegri frétt. Hjartað í mér tók kipp - en þetta passar samt alveg við það sem okkur hefur verið sagt um AGS. Skoðið t.d. þetta, horfið á þetta og meðtakið þetta. Óhugnanlegt. Þetta má ekki gerast.

Ég fór á samstöðufundinn í Grindavík í gærkvöldi sem ég sagði frá hér. Hann var fjölmennur og afar fróðlegur. Erindi Guðbrands Einarssonar, bæjarfulltrúa Frá Samstöðufundi um orkuauðlindir í Grindavík 25.8.09 - Guðbrandur Einarssonminnihlutans í Reykjanesbæ, var sérlega athyglisvert og glærusýning hans er hér. Hengi hana líka neðst í færsluna. Fram kom í máli Guðbrands að ótrúlega margt er gruggugt við samninga Reykjanesbæjar, kaup, sölu, eignarhald, lánamál og margt fleira. Eftir að hlusta á Guðbrand spurði ég sjálfa mig forviða hvernig þetta hafi getað gerst! Þetta er svo sannarlega ein, stór svikamylla. Lesið um skuggaverkin hjá Agnari Kristjáni.

Á fundinum settu margir spurningamerki við fjárhagslegt hæfi Geysis Green Energy til þátttöku í milljarðaviðskiptum með tilheyrandi fjárhagslegum skuldbindingum. Fyrirtækið er mjög skuldsett og sumir helstu eigenda þess eru í meðferð skilanefnda gömlu bankanna. Forsvarsmenn fundarins fá áheyrn fjármálaráðherra í dag og það verður fróðlegt að heyra hvað hann segir.

Fundurinn  samþykkti einróma eftirfarandi yfirlýsingu: " Samstöðufundur haldinn í Grindavík þann 25. ágúst 2009 skorar á ríkisstjórn Íslands og sveitarfélög að koma í veg fyrir að fram gangi kaup Magma Energy á hlutum Ræðumenn á Samstöðufundi - Guðbrandur, Jóna Kristín og Þorleifurí HS orku og tryggja þannig áframhaldandi opinbert eignarhald á þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins. Framsal auðlindarinnar í jafn langan tíma og gert er ráð fyrir í tilboði Magma ber að líta á sem varanlegt auk þess sem því fylgir augljós áhætta á að auðlindin verði uppurin að framsalstímanum liðum. Við þær aðstæður sem nú eru uppi í þjóðfélaginu er brýnt að lausafjárvandi samfélagsins sé ekki leystur með bráðræðislegum gjörningum þar sem stórum hagsmunum er fórnað. Fundurinn vill því heita á ríkisstjórn Íslands að standa vörð um sameiginlegar auðlindir landsmanna með langtíma hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi þar sem við ráðstöfun og nýtingu sé horft til þess að hámarka samfélagslegan og þjóðhagslegan ávinning af auðlindinni í sátt við náttúruna."

Ef það er rétt sem Vísir og Eyjan segja, að AGS þrýsti á um söluna og banni ríkinu (les. almenningi) að eiga auðlindir sínar og njóta arðsins af þeim verðum við að losa okkur við AGS. Svo einfalt er það. Eignaupptaka heilu þjóðanna er sérgrein sjóðsins og Íslendingar virðast vera næstir. Það sem mér sárnar einna mest er að nokkrir Íslendingar taka þátt í plottinu með sjóðnum. Væntanlega sjá þeir gróðavon fyrir sjálfa sig og þeim virðist vera skítsama um okkur hin og afkomendur okkar. Maður spyr sig hvað þeir fá mikið í aðra hönd fyrir auðlindasöluna. Gleymum ekki því sem kom fram í myndinni The Big Sellout (Einkavæðingin og afleiðingar hennar). En hér er Morgunvaktarpistillinn frá 21. ágúst.

Morgunvaktin á Rás 2

Ágætu hlustendur...

Nú er vindurinn farinn að gnauða úti fyrir, haustið er í augsýn og farið að skyggja enn á ný. Við þurfum að kveikja ljósin fyrr og hækka hitann á ofnunum. Rafmagn og hiti eru meðal grunnþarfa samfélagsins og við værum illa stödd án orkunnar og heita vatnsins.

Við erum heppnir, Íslendingar. Við eigum auðlindir sem veita okkur orku og heitt vatn til húshitunar og annarra grunnþarfa. Þótt ekki sé hægt að segja að við höfum alltaf farið vel með orkuauðlindir okkar, höfum við þó hingað til getað kennt okkur sjálfum um. Þær hafa verið í okkar eigu.

Fyrir tveimur árum tók bæjarstjóri Reykjanesbæjar fyrsta skrefið í að selja þessa sameign þjóðarinnar og grunnstoð samfélagsins einkaaðilum. Það var í samræmi við frjálshyggjustefnu ráðandi afla í bæjarstjórn og landsmálum - allt átti að einkavæða. Helst einkaVINAvæða eins og bankana. Þriðjungur í Hitaveitu Suðurnesja var afhentur einkaaðilum. Álver í Helguvík var á dagskrá og menn sáu mikla gróðavon í orkunni - og gera enn.

Haustið 2007 var fróðlegt viðtal um 'íslenska efnahagsundrið' við Hannes Hólmstein Gissurarson, frjálshyggjupostula Íslands og einn arkitekta gróðahyggjunnar. Honum var þar tíðrætt um dautt fjármagn - fé án hirðis. Verðmæti sem voru lífguð við með því að afhenda þau einkaaðilum og leyfa þeim að veðsetja þau. Við vitum öll hvernig það endaði. Bankarnir hrundu og auðlindir sjávar eru veðsettar upp í rjáfur. Enda hafa kvótakóngar og bankamenn  það bara bærilegt, hafa svifið um loftin blá í þyrlum og einkaþotum og hlaðið vel undir sig og sína.

En frjálshyggju- og einkavæðingarsinnar eru aldeilis ekki hættir. Nú stendur til að feta í fótspor bæjarstjórans í Reykjanesbæ og selja enn stærri hluta orkuauðlinda frá þjóðinni. Útlendingar eru komnir á bragðið - þeir finna eflaust peningalyktina. Fyrsta skrefið var tekið 2007 og með dyggri aðstoð íslenskra ráðgjafafyrirtækja er Orkuveita Reykjavíkur um það bil að stíga næsta skref. Ef það skref verður stigið munu einkaaðilar, þar á meðal kanadíska skúffufyrirtækið Magma í Svíþjóð, eignast nærri helmingshlut í allri orkuvinnslu á Reykjanesi. Hlutnum fylgja afnot af orkuauðlindinni í allt að 130 ár. Í 130 ár, um það bil fimm kynslóðir Íslendinga, munu erlendir og innlendir auðmenn geta blóðmjólkað auðlindina - ef hún endist svo lengi.

Iðnaðarráðherra Samfylkingar er hlynntur þessari aðför að auðlind þjóðarinnar og ber fyrir sig tæplega ársgömlum lögum um að auðlindin sé í þjóðareign. Hvað stoðar það þegar yfirráð yfir henni og afnotaréttur af henni er í einkaeign og arðurinn fer úr landi? Endar jafnvel á Tortólum heimsins.

Ráðherra ber líka fyrir sig að gott sé að fá erlent fjármagn inn í hagkerfið á þessum erfiðu tímum. En hve mikið kemur inn, spyrjum við þá? Heilir 6 milljarðar! Það er rúmur helmingur af bónuskröfum starfsmanna Straums og 12% af skuld Magnúsar kvótakóngs sem talað var um að yrði mögulega afskrifuð. Þvílík innspýting í efnahagslíf þjóðarinnar! Getur ekki einhver með heilbrigða skynsemi komið vitinu fyrir Katrínu Júlíusdóttur og sagt henni söguna af Sigríði í Brattholti?

Hafa íslenskir ráðamenn ekkert lært?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kaupthinking - Kaupsinking

Ég fékk skemmtilegan tölvupóst í gær með tilbrigði af Kaupþingsmyndbandinu sem ég birti fyrir nokkrum dögum og vakti gríðarlega mikla athygli. Í tilbrigðinu er verið að leika sér með orð og framburð þeirra - og merkingu. Vel klippt og skemmtileg hugmynd. Læt frumgerðirnar fylgja með til samanburðar.

Tilbrigði við Kaupthinking > Kaupsinking

 

Frumgerð Kaupthinking

 

Frumgerð Thinking - Sinking

 


Bloggfærslur 26. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband