Hetjudýrkun dauðans

Allir vita hver hann er. Ferill hans er skrautlegur og afar umdeildur. Hann hefur verið hæddur, spottaður og fyrirlitinn af stórum hluta þjóðarinnar áratugum saman. Ekki varð Laxnessmálið honum heldur til álitsauka. Margir hafa samt haft gaman af honum svipað og trúðum eða hirðfíflum í aldanna rás. Ég hafði t.d. fregnir af því fyrir löngu að það ætti við um samkennara hans í Háskóla Íslands. Sjálf skrifaði ég þennan pistil fyrir 19 mánuðum - í janúar 2008 - og sagði þar: "Ég verð að viðurkenna, þótt Hannes Hólmsteinn og hetjan hans - Grapevine 13/2009það sé mér þvert um geð, að ég hef lúmskt gaman af þeim báðum [honum og Gunnari í Krossinum] en verð engu að síður óskaplega pirruð þegar ég hlusta á þá. En á eftir finnst mér ég vera alveg einstaklega heilbrigð, víðsýn, fordómalaus og skynsöm. Að því leytinu láta þeir mér líða vel."

Hann hefur fengið að hafa skoðanir sínar í friði og prédika trúarbrögð frjálshyggjunnar óáreittur í háskólasamfélaginu í á þriðja áratug. Á launum hjá þjóðinni. Hann hefur alla tíð lifað góðu lífi á skattpeningum okkar hjá Háskóla Íslands og fengið ýmsa launaða bitlinga að auki á vegum FLokksins til að drýgja tekjurnar. Einnig á kostnað skattgreiðenda. Engu að síður prédikar hann einkavæðingu alls sem hönd á festir svo ætla mætti að hann vildi helst leggja ríkið niður. Samkvæmt þessu er hann með námskeið um Sjálfstæðisflokkinn í Háskólanum. Ég get ekki séð að aðrir stjórnmálaflokkar fái um sig sérstök námskeið. Eða finnur einhver t.d. Framsóknarflokkinn á listanum - eða gamla Alþýðuflokkinn sem á sér nú mikla sögu á Íslandi. En kannski er þetta ekki námskeiðalisti, hvað veit ég?

Í vor fékk hann milljón króna styrk til að rannsaka íslenska kommúnista þótt líklega séu fáir verr til þess fallnir af augljósum ástæðum. En það var flokksbróðir hans sem veitti styrkinn, svo þá var ekki að sökum að spyrja. Enda búið að koma FLokknum hans frá völdum, sparka honum sjálfum úr stjórn Seðlabankans og hann vantaði aukatekjur. Illugi heldur að niðurstaða rannsóknar hans verði sú að kommúnistar hafi verið þjóðhættulegir menn. Ég tek undir þá skoðun Illuga.

berast þær fregnir að hann muni kenna og leiðbeina í málstofu um heimskreppuna og framtíð kapítalismans á haustmisseri Háskóla Íslands. Heimskreppuna og framtíð kapítalismans. Vill einhver giska á hvernig kennslan verður? Hverjar áherslurnar verða, hverjum kennt verður um kreppuna? Getur einhver ímyndað sér hver framtíð kapítalismans er í meðförum hans? Örugglega.

Í tæpt ár, frá hruninu, hafa verið uppi háværar kröfur um að tekið verði rækilega til í kerfinu. Skipt út óhæfum banka-, embættis- og stjórnmálamönnum því nóg framboð hefur verið af þeim. En hvað með háskóla- og fræðasamfélagið? Er ekki rétt að gera kröfur um tiltekt á þeim vettvangi líka? Erum við sátt við að skattpeningunum okkar sé sóað í að menga huga unga fólksins okkar? Er ekki rétt að gera meiri kröfur til Háskóla Íslands? Þetta er niðurlæging fyrir menntakerfið. Ég bendi enn á pistla Illuga sem ég er svo innilega sammála - þennan og þennan.

Svo sá ég þetta á DV.is - Hrunið varð af því Davíð fór frá - forsíðuviðtal við hann í Reykjavík Grapevine. Hetjudýrkunin á sér engin takmörk og þetta viðtal svarar því á hvaða nótum málstofan í Háskólanum verður; hvernig söguskoðunin hljómar í meðförum hans. Ég stóðst ekki mátið - klippti viðtalið út og hvet alla til að lesa það. En ég vara fólk við - mér varð bumbult við lesturinn og neita að axla ábyrgð á mögulegri líðan annarra. Lesist á eigin ábyrgð og smellið þar til læsileg stærð fæst. Góða skemmtun.

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Forsíða

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Viðtal - 1

Hannes Hólmsteinn - Grapevine 13/2009 - Viðtal - 2


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 28. ágúst 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband