22.11.2007
Góð vísa er aldrei of oft kveðin
Þessi grein birtist í Fréttablaðinu í dag. Hún er reyndar mikil stytting á þessum pistli hér frá því á sunnudaginn. Síðan greinin var skrifuð hefur komið í ljós að endanlegur fjöldi athugasemda var 678 en ekki 660, og eru þá ekki meðtaldar fjöldaundirskriftir sem líkast til myndu hækka töluna í 700 eða fleiri.
Athugasemdir
Takk fyrir greinina!!!
Undanfarnar vikur hafa margir sagt mér að það þýði ekki að gera athugasemdir og "Það er alveg sama hvað við gerum, almenningur, ef þessir aðilar eru búnir að ákveða að virkja þá verður virkjað, alveg sama hvað okkur finnst" og jafnvel "Ég þori ekki að setja nafn mitt undir neitt slíkt þótt ég sé í hjarta mínu á móti Bitruvirkjun. Vinnuveitandinn eða aðrir tengdir aðilar gætu komist að því." Foreldrar mínir eru búsettir í Svíþjóð og þegar ég ræddi þetta við þau urðu þau mjög undrandi og sögðu að svona hefði ástandið verið þar fyrir 30 til 40 árum en væri nú gjörbreytt. Það kom þeim á óvart hvað Íslendingar eru langt á eftir í lýðræðisþróun og mannréttindamálum. Eða lítum við ekki svo á að málfrelsi sé hluti af sjálfsögðum mannréttindum? Vilja íslenskir stjórnmálamenn þetta orðspor? Vilja sveitarstjórnir að íbúar þeirra hafi slíkar skoðanir? Vill Orkuveita Reykjavíkur hafa svona ímynd? Vilja þeir sem hafa ákvörðunarvald í þessu máli vera stimplaðir sem ofbeldismenn sem misbeita valdi sínu og valta yfir skoðanir landsmanna? Nú er tímabært að staldra við, nota tækifærið og sýna að það sé hlustað og komið til móts við óskir íbúa landsins.
Petra Mazetti (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:08
Rakst á þessa áhugaverðu grein á blogginu
Agnes og þöggunarsamfélagið - - - hver ógnar núna hverjum?
http://blogg.visir.is/bensi/2007/11/18/agnes-og-þoggunarsamfelagið-hver-ognar-nuna-hverjum/
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.11.2007 kl. 17:06
góð grein - mikil ástæða til að spyrna við fótum - vildi að það tækist líka að spyrna við fótum hér fyrir norðan, ekki bara um Gjástykki en líka um Þeistareyki og svo vilja þeir alltaf komast nær og nær Leirhnjúki. Arghs!
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.11.2007 kl. 19:33
Mér datt einmitt greinin hennar Agnesar í hug þegar ég las athugasemdina frá Petru. Greinin birtist í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. og er með yfirskriftinni Hræðsluþjóðfélagið. Þar fjallar Agnes um ótta fólks við að tjá sig um skoðanir sínar og vitneskju af ótta við hefndaraðgerðir og refsingu. Þetta er ekkert nýtt í íslensku þjóðfélagi, en eins og Petra bendir á er þetta klárlega skortur á skoðana- og málfrelsi sem telst til mannréttinda - a.m.k. hef ég staðið í þeirri trú.
Ómar Ragnarsson bloggaði um þessa grein hér og fékk margar athugasemdir. Og úttektin hjá Bensa er góð, Kjartan.
Ingólfur... Er ekki full ástæða til þess að þið fyrir norðan spyrnið við fótum með Gjástykki og Þeistareyki eins og við erum að reyna með Hengilssvæðið hér fyrir sunnan? Það verður að koma stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í skilning um að landsmenn vilja alls ekki fórna náttúrunni fyrir skammtímahagsmuni stóriðju.
Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.