Siggi Stormur og Veðurmolarnir hans

Einn af mínum uppáhalds í sjónvarpinu er Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur eins og hann er ævinlega kallaður. Í vetur hefur hann verið með innslög í lok kvöldfrétta Stöðvar 2 á sunnudögum sem hann kallar Veðurmola. Þar ber Siggi á borð margvíslegan fróðleik sem oftast tengist veðri á einhvern hátt, en stundum fjallar hann einfaldlega um náttúruna og undur hennar í ýmsum myndum. Ég hvet alla til að fylgjast með Veðurmolunum, þeir eru alveg þess virði.

Ég beið spennt eftir Veðurmolanum síðasta sunnudag, því tvo sunnudaga þar á undan hafði Siggi fjallað um jarðhita og ýmislegt honum tengt, þar á meðal brennisteinsvetni. Ég vonaði að þetta yrði trílógía og að hann myndi fjalla ítarlegar um brennisteinsvetni eins og ég gerði hér, en mér varð ekki að ósk minni. Kannski er þetta of eldfimt eða órætt efni fyrir svona þátt, ég skal ekki segja.

Engu að síður voru molarnir tveir um jarðhitann afskaplega fróðlegir og Sigga er einkar lagið að segja skemmtilega frá og það á mannamáli svo allir skilji.

Á meðan ég undirbý næsta pistil klippti ég saman þessa tvo jarðhitamola Sigga Storms frá 13. og 20. apríl sl. í von um að aðrir njóti fróðleiksins og hafi jafngaman af og ég.

 

 

Bakþanki: Logi er sætur - en hann hefur ekkert í Sigga.  Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elska fróðleiksmolana hans Sigga.  Ótrúlega skemmtilegir en alltof stuttir.  Af hverju er maðurinn ekki með þætti um náttúru Íslands?

Eða þú?

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 07:52

2 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Sæl Lára. Ég er hjartanlega sammála þér. Hef verið áhugamaður um veður í langan tíma og eru molarnir hans Sigga bæði fróðlegir og skemmtilegir.

Með vinsemd og virðingu. Svanurinn.

Svanur Heiðar Hauksson, 29.4.2008 kl. 09:52

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Hvenær er Siggi með þessa mola? Ég fylgist yfirleitt ekki með fréttum á Stöð2 en hef einstöku sinnum séð þetta en væri til í að sjá oftar, ef ske kynni að þarna væri eitthvað sem ég veit ekki fyrir. Ég er líka að vinna með bróður hans Loga og það alveg nóg af því góða.

Emil Hannes Valgeirsson, 29.4.2008 kl. 11:02

4 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ósköp var þetta hlýlegt, fróðlegt og gott í undirteppi nepjunni.

Eva Benjamínsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér láðist að geta þess, Emil, en þeir eru á sunnudögum í lok kvöldfréttanna. Búin að bæta því inn í færsluna, takk fyrir ábendinguna.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.4.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Mjög áhugavert hjá Sigga.  Sérstaklega að sjá þessa skiptingu á hveravatni og upphituðu köldu vatni á höfuðborgarsvæðinu.  Það skýrir af hverju kísilútfellingarnar eru mismiklar eftir hverfum.

Takk fyrir að benda á þetta Lára Hanna.

Bragi Ragnarsson, 29.4.2008 kl. 12:00

7 identicon

ok

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 18:04

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann er frábær hann Siggi, einn uppáhaldssjónvarpsmaðurinn minn. Mér finnst Logi líka voða skemmtilegur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.4.2008 kl. 18:51

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Stormurinn er stórskemmtilegur sjónvarpsveðuruppfræðari & þessir pistlar hann um 'Veðurmolana' eru bæði vel unnir & fræðandi.

Já, eiginlega, ef ég fer nú að hugsa þetta núna sem ég er að skrifa, þannig séð keimlíkir þannig séð einhverjum verulega vel unnum & fræðandi 'umhverfisverndunarpistlum' sem að ég laumast stundum til að lesa hjá einhverri bloggvinkonu minni.

Steingrímur Helgason, 29.4.2008 kl. 19:12

10 Smámynd: Hundshausinn

Segja verður eins og er að "Siggastormsmolarnir" eru allt of fyrirsjáanlegir til að geta talist áhugaverðir. Stundum eru þeir beinlínis hlægilegir. Molarnir gætu talist athyglisverðir sem slíkir fyrir "grunnhyggið" fólk, en "venjulegt"  fólk "kaupir" þá ekki. Hafa ber í huga að þorri þjóðarinnar hefur gengið í gegnum skóla, bæði stofnanafræðrasetranna og eðlislífsins. Siggi þarf að höndla ný og áhugaverðari veðursefnistök ef lifa á meðal hins ógleymanlega...

Hundshausinn, 29.4.2008 kl. 22:02

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skemmtilegt og fróðlegt.

mér fannst klámmyndatónlistin í fyrri molanum viðeigandi

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband