Bitruvirkjun - hvers vegna ekki?

Náttúran á sér marga málsvara og þeim fjölgar stöðugt. Almenningi blöskrar meðferðin á landinu, oft í vafasömum tilgangi, og hefur andúð á offorsinu sem beitt er við að knýja á um byggingu stóriðju, virkjana og annarra mannvirkja sem leggja náttúruna í rúst og eru eins og ógeðsleg kýli á landinu. En iðulega eru málsvararnir eins og hrópandinn í eyðimörkinni, einkum þegar við peningaöflin og gróðahyggjuna er að etja. Þeim öflum er ekkert heilagt og valtað er miskunnarlaust yfir allt og alla. Öllu er fórnandi fyrir aur í vasa - en bara sumra, ekki allra.

Maður er nefndur Björn Pálsson. Hann er héraðsskjalavörður og búsettur í Hveragerði. Björn hefur um áratugaskeið notið útivistar á Hengilssvæðinu, þekkir það eins og lófann á sér og kann þar öll örnefni. Björn hefur einnig farið um svæðið sem leiðsögumaður bæði íslenskra og erlendra ferðamanna sem hafa viljað skoða þá náttúruperlu undir leiðsögn þessa fjölfróða manns.

Eins og gefur að skilja er Björn mjög andvígur því, að fyrirhuguð Bitruvirkjun verði reist á svæðinu og eyðileggi þar með eitt af hans eftirlætissvæðum til útivistar og náttúruskoðunar. Í Morgunblaðinu í morgun birtist grein eftir Björn sem ég sé fulla ástæðu til að vekja athygli á sem innlegg í umræðuna á þessari bloggsíðu.
Moggi_080508_Björn_Pálsson


Ölkelduháls












Horft til vesturs yfir Ölkelduháls af sv. öxl Tjarnarhnúks. Stöðvarhúsinu er ætlaður staður undir brún Bitrunnar fyrir miðju á vinstri helmingi myndar. Kýrgilshnúkar byrja ofan við stóru grasflötina/Brúnkollublett t.h. Í bakgrunni sjást f.v. Bláfjöll, Skarðsmýrafjall og Hengill.
Ljósm. Björn P. í apríl 2004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir mig, mín kæra.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2008 kl. 12:51

2 identicon

Kærar þakkir Björn og Lára Hanna fyrir að setja hlutina fram á svona skýran hátt!

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:46

3 identicon

Kærar þakkir, Hanna Lára og gangi þér vel.  Góð grein hjá Birni Pálssyni. 

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enn og aftur.. góð grein hjá þér og þörf ábending.

Óskar Þorkelsson, 8.5.2008 kl. 19:54

5 Smámynd: HP Foss

Mér þykir hausmyndin á blogginu þínu fögur.

Smekkmanneskja

HP Foss, 8.5.2008 kl. 20:21

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst nú girðingastaurarnir á hausmyndinni gjörsamlega draga úr henni allan sjarma og manngerða skógarbleiðan líka.

Björn kýs að hefja gönguför sína í hávaðanum við Nesjavallavirkjun og notar tækifærið til þess að "fræða" samferðarfólk sitt um hugsanlega skaðsemi affallsvatns frá virkjuninni í Þingvallavatn. Gufubólstrarnir eru líka eitur í hans beinum.

Maður þarf ekki að lesa meira.....

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2008 kl. 23:41

7 identicon

Það sem verra er, vatnsaflsvirkjanir og varmaaflsvirkjanir eru orðnar úreltar. Það er væntanlega þyrnir í augum landsvirkjunar, OR, REI og allra hinna orkubúanna.

Synd. Hversu lengi á að bíða enn, 50 ár, 100 ?

Hafsteinn Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 07:47

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eitt atriði í virkjanamálum finnst mér verða allt of mikið útundan:

Það er hvað heimili og fyrirtæki innanlands borga hátt verð fyrir orkuna, meðan álrisarnir borga einungis brot af innanlandsverðinu.

Þjóðin á að eiga náttúruauðlindirnar samkvæmt pappírnum. Hvers vegna eru þá þeir sem eiga orkuna látnir borga hana margfalt hærra verði en þeir sem eiga ekkert í henni?

Heimili og fyrirtæki í landinu eiga bara að taka sig saman og hætta að kaupa orku þangað til þau fá sambærilegt verð og álfyrirtækin.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 12:04

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Orkuverð til heimila hér er lægra en víðast annarsstaðar. Ástæðan fyrir því er m.a. sú að við gerum hagstæða langtíma magnsamninga í orkusölu til stóriðju.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 12:58

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar, alltaf kemur þú eins og skugginn og sleikir upp ál- og orkufyrirtækin.

Heimilin í landinu og fyrirtækin í heild eru nokkuð stór kaupandi. Ef við tækjum nú einhvern tímann hausinn úr rassinum (vond lykt þar) og neituðum að kaupa orkuna nema við fengjum hana á sambærilegu verði og álfurstar í Ameríku, þá gæti það haft áhrif.

Lesendur látið ekki Gunnar Th, sem gengur erinda álfyritækjanna, draga úr ykkur kjarkinn með blekkirökum sínum.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 14:48

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég á við í miðjumálsgreininni að við þurfum að standa saman og ekki láta orkufyrirtækin (=okurfyrirtækin) valta yfir okkur.

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Gunnar Th.  er ástæðan fyrir því að orkuverð er lægra en víðast hvar annarsstaðar sú, að við gerum hagstæða langtíma magnsamning við orkusölu til stóriðju  ég veit með vissu að þú ert ekki svona vitlaus ... hættu þessu.

Pálmi Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 15:21

13 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já hvaða bull er þetta Gunnar, hver seldi þér þessa vitleysu!

Heimir Eyvindarson, 9.5.2008 kl. 16:58

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gengur erinda álfyrirtækjanna...ehh. Ég ætti kannski að senda þeim reikning?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 18:01

15 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gunnar þú talar máli álfyrirtækjanna, hvort sem það er viljandi (greitt fyrir) eða óviljandi (tilviljun.) Málflutningur þinn er nánast alveg í línu við opinbera fjölmiðlafulltrúa þeirra.

Hvort sem er, þá er þetta mjög einfalt. Ef álfyrirtækin hafa hagstæða orkusamninga, en innlendir aðilar óhagstæða þá eru álfyrirtækin með góða samningamenn á sínum snærum, en Íslendingar sjálfir lélegir samningamenn.

Hvernig væri að gera kröfur? Gott og vel við skulum vera sanngjörn og bjóða orkufyrirtækjum tvöfalt orkuverð til álfyrirtækjanna, ca. 3,5 kr. á kílówattsstundina. Við erum að borga 8 kr. í dag.

Eða eigum við kannski ekki bara að láta valta yfir okkur áfram? Kunnum við hvort eð er nokkuð annað?

Theódór Norðkvist, 9.5.2008 kl. 20:15

16 identicon

Takk fyrir þetta Lára og Björn.

 Maður er hættur að lesa það sem Gunnar Th. skrifar því þetta er svona eins og menntaskólakrakki sem reynir að vera á móti öllu og finna endalausar leiðir til að snúa útúr og telja sig voðalega klókann fyrir vikið.  Þetta komment hans um girðingarstaurinn segir eiginlega allt um það hvaða málstað hann hefur að verja.  Engann.....  Hann er bara að finna eitthvað til að einhver nenni að skiptast á skotum við sig.  Því nenni ég í það minnsta ekki.

Eiginlega líður mér svipað og honum. Sé nikið hans og þarf ekki að lesa meira.

Örvar Már Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 20:19

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hefði kannski átt að setja broskarl fyrir aftan setninguna um hausmyndina, því hún er virkilega falleg. Og ég hef einmitt gagnrýnt þá sem eru á móti manngerðum skógum í íslenskri náttúru, þó auðvitað séu til staðir þar sem skógrækt á ekkert erindi.

Ég geri mér grein fyrir því, að með því að kommenta hérna, þá er ég að fleygja mér í hálfgerða ormagryfju, því hér segja allir já og amen við öllu. En þó ég sé sá eini sem þori að andmæla hérna, þá er það nú staðreynd að þið eruð minnihlutahópur í þjóðfélaginu, sem hafa þá afstöðu til náttúruverndar sem hér kemur fram. Ég er ekki að leita eftir leiðindum, aldrei, en skoðanaskipti hljóta að vera af hinu góða og ég hef lært sitthvað af þeim. En þið verðið voðalega reið ef þið eruð gagnrýnd fyrir málflutning ykkar. Mér finnst það stundum svolítið fyndið.

Ég hef oft sagt að umhverfisvernd sé göfug hugsjón og ef einhver finnur í hjarta sínu að að ekki megi raska neinu einhversstaðar, þá stenst sú skoðun alla gagnrýni. Það er ekki hægt að segja að viðkomandi hafi rangt fyrir sér. En þegar farið er út í "kosningabaráttu" um málið, þá hafa náttúruverndarsinnar tilhneigingu til þess krydda málsstaðinn í því skyni að fá fleiri til fylgilags við sig.

Ég er ekki harður fylgismaður Bitruvirkjunar, hef meira að segja smá efasemdir um að hún eigi rétt á sér, en af fenginni reynslu af baráttuaðferðum náttúruverndarsinna í hinum ýmsu framkvæmdamálum, þá hef ég enn meiri efasemdir um fullyrðingarnar um skaðsemi virkjunarinnar gagnvart því sem mér finnst mestu máli skipta, en það eru dalirnir og gilin fyrir ofan Hveragerði. Þó ég sjái glitta í mannvirki úti í annars óspilltri náttúru, þá eyðileggur það ekki daginn fyrir mér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 23:45

18 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þegar þörf umræðan um þessi umhverfisverndarmál snýst frekar um einhvern pirríng um persónu hans Gunnars Th. Gunnarssonar, eða hvernig hann kýs að koma sínum rökum/skoðunum á framfæri, & mótrökin eru í þá lund að einhver kalli hann menntaskólakrakka, annar leggi til að heimilin í landinu hætti að kaupa orku í mótmælaskyni, & einn til viti að hann sé ekki svona 'einn voða vitlaus', þá er ég nú alveg farinn að skilja af hverju svoleiðis umhverfisverndarsinnar séu nú ekki marktækur þrýstihópur í raun, hvorki fyrir mig sem almenníng, eða stjórnvöldin í landinu.

Steingrímur Helgason, 10.5.2008 kl. 01:14

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held það sé kolrangt hjá Gunnari að allir sem hér skrifa séu einsleitur hópur. Þeir allra hörðustu vilja engar virkjanir, aðrir vilja ekki virkjanir, ef það eru líkindi til að mikið jarðrask verði af þeim, eða skaði á annan hátt.

Ég held til dæmis að engum þyki skítafýlan úr Hellisheiðarvirkjun góð, ekki einu sinni Gunnari, auk þess sem þar er um að ræða eitraðar lofttegundir, gleymum því ekki.

Síðan eru margir á móti því að landið verði eins og köngulóarvefur háspennulína til þess eins að gefa orkuna til álfurstanna, meðan heimilin í landinu borga okurverð. Þó eflaust séu fáir eins róttækir og ég sem vill hætta að kaupa orku í mótmælaskyni. (Ég myndi að sjálfsögðu ekki gera það nema gera ráðstafanir til að deyja ekki úr kulda.)

Theódór Norðkvist, 10.5.2008 kl. 12:31

20 Smámynd: Snorri Hansson

Yfirvöld á Íslandi hafa í marga áratugi leitað að fyrirtækjum sem vilja byggja orkufrekar verksmiðjur til þess að auka útflutningstekjur og styrkja þar með fjárhag þjóðarinnar.

Orkufrek vegna þess að við erum með ofgnótt virkjunarmöguleika. Fyrstu samningarnirsem gerðir voru við álverið í Straumsvík voru klaufalegir og óhagkvæmir en að samningstíma loknum var samið þannig að þó grunnverðið á raforku sé frekar lágt, var það tengt heimsmarkaðsverði áls og afkoma þjóðarinnar af álvinnslu hefur verið viðunandi síðan.

Að virkja ekki til hagsbóta fyrir þjóðina er heimska.!!   

Snorri Hansson, 12.5.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband