Silfraður Jónas og Agnes í stuði

Ósköp gladdi mig að sjá Silfrið hans Egils aftur í dag. Ég áttaði mig á því hve mjög ég hef saknað þess. Vissulega eru þættirnir misjafnir að gæðum en þessi var fínn og einkar vel til þess fallinn að bera saman umræður "venjulegs fólks" annars vegar og stjórnmálamanna hins vegar. Í fyrri umræðunum fékk fólk að tala og ljúka máli sínu en í þeim seinni reyndu Guðni Ágústsson og Björgvin G. Sigurðsson hvað eftir annað að ná orðinu og töluðu ofan í þá sem höfðu það. Enginn sagði Guðna að þegja í þetta sinn... því miður, liggur mér við að segja. Samt er ég kurteis og vel upp alin.

En stjarna þáttarins var Jónas Haralz, hinn aldni spekingur og fyrrverandi bankastjóri. Ég klippti viðtalið við hann í þrennt og set inn hér að neðan. Hlustið á öldunginn, það er alveg þess virði. Þátturinn allur er hér, halaklipptur að venju en það verður lagað á morgun, trúi ég.


Um efnahagsmálin fyrr og nú - og Þjóðhagsstofnun. Man fólk hver lagði hana niður og af hverju?

 
Um Evrópusambandið, aðildarviðræður og myntbandalag

 
Um virkjanir og stóriðju

 
Og hér talar Agnes Bragadóttir um kæru Árna Johnsen

 
Þessu ótengt - og þó ekki - athyglisverð frétt úr kvöldfréttum Stöðvar 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Jónsson

Hvaða video capture forrit  notaru í þessa myndbandavinnslu ef ég mætti spyrja? Ég er ekki alveg að skilja hvernig ég á að nota þennan Windows media recorder sem ég þó borgaði $25 fyrir.

Andrés Jónsson, 8.9.2008 kl. 00:37

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

algerlega sammála þér með jónas Haraldz.. vitringur sme stjórnmálamenn og bankamenn dagsins í dag ættu að hlusta á og ekki bara það heldur taka mark á manninum.

Óskar Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 00:53

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég borgaði 50 dollara fyrir WM Recorder fyrir rúmu ári. Hvar fékkst þú hann á 25?

Þú stillir hann bara - það var mjög auðvelt ef ég man rétt - og svo fer upptakan sjálfkrafa af stað þegar þú smellir á t.d. fréttalink, Silfrið eða hvað sem þú vilt taka upp. Hann tekur líka upp útvarp.

Svo nota ég alls konar hugbúnað til að breyta úr .flv, .wma, .m4a og hvað þetta nú heitir allt saman.
Ég nota lítið, gamalt forrit - Neosound - sem ég fékk ókeypis á netinu fyrir löngu í hljóðvinnslu. Er hætt að nota það í hljóðupptökur þvi það tekur upp "real time". Þetta forrit er ekki til lengur á netinu eftir því sem ég best veit.

Ég nota það einfaldasta af öllu einföldu til að klippa, Windows Movie Maker. Hann er afspyrnu lélegur og býður ekki upp á marga möguleika. Ætla að splæsa í betra forrit sem ég get notað í þetta allt þegar ég hef efni á því. Þetta verður að duga þangað til. Það má gera sér mat úr litlu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 01:04

4 Smámynd: Andrés Jónsson

Takk fyrir þetta. Ég ætla að reyna að tjónka við WM recorder þá aðeins lengur. Hvers vegna þarftu að breyta um format á upptökunum eftir á? Ég hugsa að movie maker dugi mér vel í klippið.

Andrés Jónsson, 8.9.2008 kl. 01:43

5 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta er flott þjónusta hjá þér Lára Hanna. Ég er búinn að búkkmarka „stórasta“ samantektina sem þú birtir um daginn. Hafsjór af góðu og nauðsynlegu efni. Þvílík elja.

Hjálmtýr V Heiðdal, 8.9.2008 kl. 08:18

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir þetta...missti af fyrsta Silfrinu.........læt það helst ekki ske.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.9.2008 kl. 10:12

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Andrés... hringdu í mig ef ég get aðstoðað þig með WMR. Er í skránni.

Það fer eftir því hvaðan maður tekur upp á hvaða formati það vistast. Ég hef tekið upp úr Youtube (dálítið öfugsnúið, en það gerist) og þá vistast upptakan í .flv. Upptaka með WMR úr útvarpi vistast í .wma sem ég kýs að breyta yfir í .mp3 sem mér finnst meðfærilegra og fleiri spilarar sem ráða við það. Sumt er í .avi og annað í einhverju öðru. Þetta virkar fyrst sem algjör frumskógur en maður lærir á það.

Hjálmtýr... Hvaða samantekt ertu að meina? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 10:51

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Guðni var nú með skárra móti núna, yfirleitt er hann óþolandi í svona þáttum fyrir ebdalaust gjamm, sennilega hafði hann bara lítið til málanna að leggja. Mér fannst hinsvegar Lilja þessi hafa komið þarna með allt of langar ræður sem hún bullaði ofan í allt og alla. Björgvin fannst mér í lagi og Ólöf líka. Hann Guðni hefur bara ekkert að segja lengur, nema eitthvað tuð og bull sem enginn nennir að hlusta á.

En hann Jónas var tvímælalaust stjarna þáttarins, ekki spurning.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.9.2008 kl. 15:46

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sammála Hafsteini að Guðni hefur bara einfaldlega ekkert að segja lengur enda verður honum skipt út á næsta landsbundi Framsóknar.
Hlutlaust mat þá fannst með Guðfríður leiðinleg  og hefði vissulega mátt þegja allan þáttinn. Ólöf stóð sig vel

Óðinn Þórisson, 8.9.2008 kl. 20:10

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Takk fyrir sendinguna, gaman að því Lára Hanna.

Þröstur Unnar, 8.9.2008 kl. 20:31

11 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

klukk

Sæmundur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband