Ádeilan í skopinu

Í skopmyndum getur falist hárbeitt ádeila. Skopmyndateiknurum er sem betur fer ekkert heilagt og þeir skjóta á allt og alla eins og vera ber. Að öðrum ólöstuðum finnst mér Halldór Baldursson bera af. Honum tekst dag eftir dag að ná kjarna sérhvers máls sem hann fjallar um í myndum sínum og verst finnst mér að 24stundir, þar sem teikningar Halldór birtast, koma bara út fimm daga í viku.

Svona var mynd Halldórs í gær.

Halldór - 24stundir 6. september 2008


Dónald er líka í 24stundum og einmitt í gær birtist þessi teikning eftir hann um sama efni, hvort sem það er tilviljun eða ekki.

Dónald - 24stundir 6. september 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skop er oft eina vörn lítilmagnans :)

Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 11:12

2 Smámynd: Heidi Strand

Sammála.

Mér finnst Halldór bestur .: )

Heidi Strand, 7.9.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

frábært innlegg -:)

Eva Benjamínsdóttir, 7.9.2008 kl. 13:31

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég hefði samt einmitt áhyggjur ef Halldór þyrfti að teikna nýja mynd á hverjum einasta degi. Hann hefur gríðarlega gott hugmyndaflug og vinnur vinnuna sína vel, finnst mér, en einhvern tímann verður hann að fá að hvíla hugann og hlaða. Hann teiknar líka í Viðskiptablaðið, kannski óreglulega samt, ég man það ekki. Hann er svakalega beittur og við megum ekki útjaska honum. Hann bloggaði einhverju sinni og ákvað svo að leggja bloggið á hilluna því að það tæki of mikið frá honum. Áfram, Halldór!

Berglind Steinsdóttir, 7.9.2008 kl. 13:51

5 Smámynd: Einar Indriðason

"Við erum nokkur mengunarlaus hátæknifyrirtæki í nýiðnaði...."  "Já, nei, því miður, þið mengið ekki nóg!  Verðið að menga amk nóg til að við þurfum að breyta Kyoto bókuninni AFTUR!  Og fyrir utan það að ykkur fylgir of mikil hátæknimenntun.  Sorry!"

Einar Indriðason, 7.9.2008 kl. 14:05

6 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Ég byrja gjarnan á að fletta upp á mynd Halldórs í Sólarhringsblaðinu. Myndir hans og kímnigáfa eru gott veganesti fyrir daginn og eru oft tilefni góðra umræðna. Oft hafa stuttar myndlíkingar með hnyttnum texta meiri áhrif en langar greinar.

Með kveðju, 

Valgeir Bjarnason, 7.9.2008 kl. 14:38

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann HB fær mig ekki til að gráta - svo mikið er víst - nema þá mögulega úr hlátri.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.9.2008 kl. 15:20

8 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég þekki þá HB og Dónald báða persónulega og get vottað að hér eru miklir andans menn á ferðinni sem aldrei eru uppiskroppa með hugmyndir. Mér finnst koma fram mjög athyglisverður punktur í myndinni hans Dónalds, er einhver orka eftir fyrir annað en álver?

Emil Hannes Valgeirsson, 7.9.2008 kl. 20:18

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þetta eru mjög snjallir teiknarar báðir tveir.

Í sjónvarpsfréttunum núna rétt áðan var viðtal við Jónas Haralds hagfræðing en hann var hjá Agli Helgasyni í Silfrinu hans fyrr í dag.Þessi einn besti hagfræðingur þjóðarinnar telur illa komið hjá Íslendingum og ekki hafi verið rétt að fara út í umsvifamiklar framkvæmdir a borð við Kárahnjúkavirkjun.

Verst er að þetta hefði betur komið fram fyrir svona 5-6 árum áður en framkvæmdagleðin bar alla skynsemi ofurliði. Við Íslendingar erum að súpa seyðið af þessum ofurdjörfu ákvörðunum sem ekki sér fyrir endann á.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband