Athyglisvert endurlit

Við ættum að líta oftar um öxl og rifja upp söguna, hversu langt eða stutt aftur sem við förum. Það hefur gjarnan vantað mjög mikið upp á að við lærum af reynslunni - kannski gerum við það aldrei. Við eyðum allt of miklum tíma og orku í að karpa um aðferðafræði og áherslur í þessu örþjóðfélagi sem ætti að vera hægt að reka í sátt og samlyndi öllum til góðs.

Hér er svolítil upprifjun frá árinu 2007 þegar nokkrir "djarfhuga" Íslendingar virtust vera að kaupa heiminn - eða sigra hann - og var hampað af ýmsum. Áhugavert í ljósi stöðunnar eins og hún er nú. Þá er bara spurning hvort við lærum af þeim mistökum sem gerð hafa verið í efnahagsstjórn landsins undanfarinn áratug eða svo eða leyfum mönnum áfram að hafa frítt spil með eignir, afkomu og gjaldmiðil þjóðarinnar.

Frelsi er vandmeðfarið og getur reynst okkur öllum skeinuhætt ef menn kunna ekki með það að fara, hugsa einungis um eigin buddu og láta örlög allra hinna lönd og leið. Einhvers staðar sá ég þetta kallað að einkavæða gróðann og þjóðnýta tapið. Það er líklega mjög nærri sanni. 

Markaðsannáll Stöðvar 2 - 28. desember 2007


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Almenningur hysjar upp um stuttbuxnadrengina í fjármálabrannsanum....svo þeir geti haldid áfram...þetta verdur allt gleymt þegar er farid ad ganga betur...

Gulli litli, 23.9.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er ótrúlegt á að horfa svona uppsúmmerað.

Það sem stendur upp úr er taumlaus græðgi og mikilmennskubrjálæði.

Úff.

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2008 kl. 09:22

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta lítur út eins og mennirnir hafi verið manískir  (oflæti)

Hólmdís Hjartardóttir, 23.9.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

„Allt er í heiminum hverfult“

Emil Hannes Valgeirsson, 23.9.2008 kl. 12:42

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:|

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.9.2008 kl. 13:16

6 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

"Að þjóðnýta tapið", þetta er passlega orðað!

Úrsúla Jünemann, 23.9.2008 kl. 14:05

7 identicon

Þessir matadorar kölluðu gagnrýnisraddir: Öfund. Hvað kalla þeir gagnrýnisraddirnar þegar allt er komið í óefni? Skort á samúð?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband