Efnahagsumræða í Silfri Egils

Í framhaldi af síðasta pistli, þar sem hagtölur og hagfræði var til umfjöllunar, fór ég í gegnum nokkra þætti af Silfri Egils frá því fyrr á árinu með það fyrir augum að finna efnahagsumræður við sérfræðinga. Af nógu var að taka og ég klippti út nokkur viðtöl, tvö þeirra hef ég birt áður. Þau eru hér í tímaröð, það fyrsta er frá 24. febrúar og það síðasta frá 7. september.

Það er athyglisvert að hlusta á þetta spjall og bera saman við vangavelturnar í síðasta pistli og ástandið eins og við upplifum það í dag, allt að 7 mánuðum seinna.

Viðmælendur Egils eru Jón Baldvin Hannibalsson, Ólafur Ísleifsson, Ársæll Valfells, Vilhjálmur Bjarnason, Ragnar Önundarson, Þorvaldur Gylfason og Jónas Haralz. Þorvaldur verður aftur í Silfrinu í dag og ég skýt honum væntanlega aftan við síðdegis. Bendi í leiðinni á fjörlega umræðu á bloggsíðu Egils hér.

Síðasta myndbandið er örlítið stílbrot. Það er frá 10. febrúar sl. og þar fjallar Vilhjálmur Bjarnason um kaupréttar- og starfslokasamninga með tilliti til hlutafélagalaga. Mjög áhugaverðar upplýsingar sem þar koma fram.

Jón Baldvin Hannibalsson - Silfur Egils 24. febrúar 2008


 Ólafur Ísleifsson og Ársæll Valfells - Silfur Egils 2. mars 2008



Vilhjálmur Bjarnason - Silfur Egils 16. mars 2008


Ragnar Önundarson - Silfur Egils 6. apríl 2008


Þorvaldur Gylfason - Silfur Egils 13. apríl 2008


Jónas Haralz - Silfur Egils 7. september 2008 - meira hér


Vilhjálmur Bjarnason um kaupréttar- og starfslokasamninga
- Silfur Egils 10. febrúar 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært!

Valsól (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ótrúlegt að skoða þetta.  Ég tendraðist samt öll upp við að horfa á minn gamla kennara Jón Baldvin, hann er skemmtilegur þó það sé auðvitað úr samhengi við alvarleika málsins.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.10.2008 kl. 08:34

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, takk fyrir þetta. Skrýtið hvað maður heyrir og skilur hlutina öðruvísi núna en þá!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.10.2008 kl. 13:39

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takk...þú ert náttúrulega á við 10 kjarnorkukonur fröken Lára Hanna!

Heiða B. Heiðars, 5.10.2008 kl. 13:51

5 identicon

Akkúrat núna er ég að hlusta á viðtal við Jón Baldvin á Útvarpi Sögu og hann er að útskýra orsakir vandans. Mjög líkt viðtalinu í silfrinu, en ég hrökk við eina setningu: "Þá var ráðist í Kárahnjúkavirkjun, ekki ætla ég að hallmæla því". Sú virkjun var réttlætt (afsökuð) með því að það þyrfti að skapa störf á Austfjörðum. Þangað hafa, undanfarna áratugi drifið að fólk til að komast í uppgripavinnu, árið 2000 voru að minnsta kosti 20 pólverjar við vinnu á Neskaupstað, ég kom þangað og gisti í sama húsnæði og þeir. Á sama tíma var Smári Geirs með tárvot augu og kjökrandi rödd að koma í viðtöl í útvarpi og sjónvarpi með sömu tuggurnar: "á hverju eigum við að lifa", "hvað á að gera í staðinn", "unga fólkið flytur burt og kemur ekki til baka" (talandi um tilfynningarök) og svona köllum tókst að heilaþvo stórann hluta af þjóðinni svo virkjunin fékk stuðning helmings þjóðarinnar í þeirri trú að Austfirðir væru að leggjast í eyði. Svæði með eitt besta atvinnuástand í heimi og þéttbýlla en Vestfirðir, Norðurland vestra og svæðið milli Hornafjarðar og Suðurnesja. Þessi virkjun er stærsta dæmið um óráðsíu, offjárfestingu, bruðl og skammsýni.(það má örugglega finna fleiri slæm orð yfir þetta)

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband