Þau vissu það víst!

Hve oft erum við búin að heyra ráðherra, (seðla)bankastjóra og aðra ráðamenn segja að þau hafi ekki getað séð þetta fyrir? Þau tala eins og hrun bankanna hafi komið þeim í opna skjöldu. Enginn vissi neitt, engan grunaði nokkurn hlut. Þvættingur!

Ég ætla ekkert að reyna að vera pen í tali - þau eru að ljúga upp í opið geðið á okkur. Þau vissu það bara víst! Margsinnis hefur komið fram að þau voru vöruð við af alls konar fólki. Skemmst er að minnast Þorvaldar Gylfasonar, Ragnars Önundarsonar, Vilhjálms Bjarnasonar, Andrésar Magnússonar og margra, margra annarra. Fjöldi manns, bæði leikir og lærðir, reyndu að vara við hættunni sem stafaði af því að íslensku bankarnir höfðu reist bæði sér og þjóðinni hurðarás um öxl.

Willem BuiterEn allt kom fyrir ekki - það var ekki hlustað. Ekki á nokkurn mann. Ekki heldur fjölda erlendra sérfræðinga sem sumir hverjir lögðu mikla vinnu í að reyna að koma íslenskum yfirvöldum í skilning um vandann. Nýjustu fréttir af slíku voru á RÚV í gærkvöldi. Willam Buiter, prófessor í London School of Economics, var fenginn ásamt samstarfskonu sinni til að gera skýrslu um orsakir efnahagsvanda Íslands og íslensku bankanna. Þau skiluðu skýrslunni af sér í lok apríl og kynntu lítillega uppfærða útgáfu á fundi hér á Íslandi 11. júlí. Einmitt þegar meðlimir ríkisstjórnarinnar voru að fara í sumarfrí. Ææ, ómöguleg tímasetning. Skýrslunni var haldið leyndri því markaðurinn var of viðkvæmur fyrir svona sprengju (market sensitive). Gerir fólk sér grein fyrir því hvað þetta er grafalvarlegt mál?

Fundinn sátu fulltrúar Seðlabankans,  fjármálaráðuneytis og einkageirans (private sector) og ýmsir fræðimenn (the academic community). Buiter segir m.a. á bloggsíðu sinni: "Our main point was that Iceland's banking sector, and indeed Iceland, had an unsustainable business model.  The country could retain its internationally active banking sector, but that would require it to give up its own currency, the Icelandic kroner, and to seek membership of the European Union to become a full member of the Economic and Monetary Union and adopt the euro as its currency.  Alternatively, it could retain its currency, in which case it would have to move its internationally active banking sector abroad. It could not have an internationally active banking sector and retain its own currency." Við vitum mætavel hver er alharðasti stuðningsmaður krónunnar og alharðasti andstæðingur þess að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Ábyrgð hans (og þeirra) er ótrúlega mikil.

En viti menn! Þau eru ennþá við völd. Haggast ekki. Þeir einu sem hafa þurft Einkaþotaað taka pokann sinn ennþá eru tveir bankastjórar eins banka. Það er allt og sumt. Og mér er spurn: Hvað fengu þeir feita starfslokasamninga á meðan stór hluti starfsfólksins missti vinnuna? Það er ekki nema hálft ár síðan hluti af ríkisstjórninni fór á fundi í útlöndum í einkaþotu og neitaði að gefa upp kostnaðinn. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Þá þegar voru margir búnir að vara við í hvað stefndi. Hvar í hinum siðmenntaða, vestræna heimi myndu kjósendur, almenningur í landinu, líða svo vítavert gáleysi stjórnvalda gagnvart þjóð sinni? Talað er um "Nýja Ísland" með breyttu og bættu siðferði. Er ekki best að hefja siðvæðinguna strax og byrja á þeim sem bera ábyrgð á örlögum þjóðarinnar?

Það er ómögulegt að segja hverju hefði verið hægt að bjarga ef ríkisstjórn Íslands, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og viðskiptabankarnir hefðu brugðist fyrr við því sem þau VISSU að myndi gerast. Kannski hefðu ekki svona margir misst aleiguna. Kannski hefðu færri orðið atvinnulausir. Kannski hefði fólk haft ráðrúm til að breyta myntkörfulánunum sínum í innlend lán - ef það er þá hægt. Kannski værum við ekki á fjórum fótum, auðmýkt í augum heimsins, fyrir framan Rússa eða aðra að betla lán til að borga lán sem voru tekin til að nokkrir einstaklingar gætu lifað í vellystingum praktuglega. Kannski hefði verið hægt að bjarga þótt ekki væri nema örlitlu broti af þjóðarstoltinu.

Það tíðkast ekki á Íslandi að ráðamenn segi af sér, alveg sama hvað þeir gera. Alveg sama hve illa þeir standa sig, svíkja þjóðina, ástunda blygðunarlausa spillingu og siðleysi - hvað sem er. Ef einhver segir múkk, krefst afsagnar eru það kallaðar "nornaveiðar" eða eitthvað álíka og slíkt þykir ekki par fínt á Íslandi. Almenningur á að láta stjórnvöld í friði, ekki hafa skoðanir, ekki skipta sér af. Vera bara róleg, snúa bökum saman og halda áfram að vinna myrkranna á milli til að borga stjarnfræðilegar skuldir sukkbarónanna sem stofnað var til á meðan yfirvöld sváfu vært. Enda verða allir búnir að gleyma öllu fyrir næstu kosningar hvort sem er. Er það ekki?

Er ekki mál að linni? Því meira sem kemur upp á yfirborðið því betur kemur í ljós hversu steinsofandi ríkisstjórn, Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið voru á verðinum. Þetta er vítaverð framkoma gagnvart þjóðinni og ég hika ekki við að draga fólk til ábyrgðar. Ég harðneita því að það sé kallað "nornaveiðar", að ég sé að leita sökudólga eða eitthvað slíkt. Ég vil að einu sinni verði þeir sem ábyrgðina bera látnir axla hana. Kannski yrði það fyrsta skrefið að skárra framferði yfirvalda á Íslandi.

Ég á örugglega eftir að stytta þennan pistil eitthvað á morgun og kannski milda orðbragðið. Ég ætlaði ekkert að skrifa mikið, bara birta tvö myndbönd, hengja við skýrslu Buiters og benda á upptöku af fundinum á Bifröst í tónspilaranum. En mér er mikið niðri fyrir og þótt ég sé alla jafna skapgóð og jafnlynd sýður í mér gífurleg reiði núna.

Úr fréttum RÚV klukkan 19 - Willem Buiter, prófessor

  Úr fréttum RÚV kl. 22 - Ágúst Einarsson, rektor

 

Hér fyrir neðan er .pdf skjal með skýrslu Buiters og Sibert. Í tónspilaranum er hljóðritun af fundinum á Bifröst merkt: Fundur á Bifröst 14.10.08 - Ágúst Einarsson gefur ríkisstjórninni falleinkunn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er skýringin á þessu öllu í eftirfarandi samhengi?

Hér er listi þeirra, sem sækja NWO samkundur Bildenberg og hvenær. Takið eftir hverjir eru þar af Íslendingum. Það ætti að vekja mönnum hroll vegna IMF, sem er af sama meiði. Bendi líka á athugasemdir mínar varðandi IMF og Lipsky hjá Ívari Pálssyni.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_Bilderberg_attendees#Icelandonum

Jón Steinar Ragnarsson, 15.10.2008 kl. 03:57

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst þú alls ekki vera að stunda neinar nornaveiðar. Þú ert einungis að benda á það sem ætti að liggja í augum uppi hjá öllu hugsandi fólki. Þakka þér fyrir þessa færslu og að vekja athygli á því sem þú vísar í þar.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 04:08

3 identicon

Jújú, stjórnmálamenn (ekki allir) vissu þetta, útrásarliðið vissi þetta, bankarnir vissu þetta.

Hvað gerir bisnissmaður sem veit að fyrirtækið er að fara á hausinn? Jú, hann reynir að ná eins miklu og mögulegt er útúr því fyrst. Bankarnir felldu gengið í lok hvers ársfjórðungs til að sýna aukinn hagnað, aðallega gengishagnað, svo þeir gætu greitt sjálfum sér veglega bónusa (var núverandi bankastjóri "nýja"bankans einn af þeim?). Skuldirnar erlendis hækkuðu að vísu mjög við gengisfallið (og flýttu fyrir hruninu) en "so what" það stóð aldrei til að greiða þær.

Frétti eftir dönskum fjármálaráðgjafa sem hefur verið að á Íslandi undanfarið: Undanfarin 20-25 á hafa margir bankar í heiminum verið einkavæddir, aðallega í Asíu. Enginn, já ENGINN þeirra hefur lifað í meira en 10 ár eftir einkavæðingu! (skyldi þetta vera rétt?) en hann bætti við: Þó hafa íslensku bankarnir algjöra sérstöðu, enginn hefur framkvæmt verkið jafn "ROYALLY".

sigurvin (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 04:57

4 identicon

Stjórnmálamenn eru stétt. Stétt sem hefur ágætis laun vegna þess að hún "ber ábyrgð".

Ég þekki til stétta þar sem meðlimir hafa verið dæmdir til þungrar refsingar vegna þess sem kallað er á lagamáli "VÍTAVERT GÁLEYSI"

sigurvin (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 05:29

5 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Okkur vantar hóp góðra manna og kvenna, sem tilbúin væru að taka að sér þjóðstjórn. Tilbúin að lýsa yfir vantrausti á stjórnvöld og taka við! Bjóða upp á það sem valkost. Fólk sem væri síðan tilbúið að bjóða fram til alþingis  í næstu kosningum. Ekki pólitískar afturhaldsrekur eða flokkamellur, heldur fólk sem vill þjóð sinni vel, og er fært um að taka skynsamlegar ákvarðanir. Það er ekki seinna vænna að fara á stað með slíkann hóp.

Slíkur flokkur gæti hugsanlega fengið nægjanlegt atkvæðamagn til að fara völdin í að minsta kosti eitt kjörtímabil, og tekið til í embættismannakerfinu. Hreinsað rækilega til, og endurnýjað traust okkar á lýðræðinu. Ég á ekki orð yfir spillinguna sem fær þrifist í landinu! Ég óska einskis heitara en að lýðskrumararnir hverfi sem allra fyrst af vetvangi stjórnmálanna.

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 15.10.2008 kl. 05:55

6 identicon

Hvernig í ósköpunum getur þessi fámenna þjóð skipt um valdhafa?Eru ekki allir stjórnmálamenn sekir? Sjáið kvótakerfið og eftirlaunalögin?

Það eina sem vekur von um að við verðum ekki hugmyndalausir þrælar eins og forfeður okkar, er bloggið. Lýðræðislegur vettvangur þar sem fólk getur látið í sér heyra.

En hvað svo? 

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 06:15

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Grunaði okkur almúgann ekki að svona færi líka?  og vildum helst ekki trúa öðru en að við byggjum við alsnægtir í auðugu landi.  Gerðu ekki flestir það sama og strúturinn af því að það var skemmtilegra og annað var neikvætt.

Magnús Sigurðsson, 15.10.2008 kl. 06:39

8 identicon

Nornaveiðar? sértu vænd um  þá lesið aftur. Við búum í gjörspilltu þjóðfélagi. Í þannig þjóðfélagi  ber engin ábyrgð. Og nú er sopið af því seyðið.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 07:05

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér er heldur ekki hlátur í hug.

Vona að þú látir pistilinn standa.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.10.2008 kl. 08:08

10 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Undarlegur andskoti, þótt ég hafi aldrei reiknað með miklu af þeim sem stýrðu bankaskútunni hellist núna yfir mig svo mikil sorg yfir þessu öllu. Eitt er andvaraleysi og annað er beinlínis ásetningur. Skortur á regluverki bauð þessu heim. Og býður enn??

Berglind Steinsdóttir, 15.10.2008 kl. 08:20

11 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sammála Jenný hér, vona að þú látir pistilinn standa og helst að hann sjáist sem allra víðast og allir þínir pistlar! Takk fyrir skrifin, þau eru með þeim betri sem sjást í bloggheimum þessa dagana!

Sunna Dóra Möller, 15.10.2008 kl. 08:23

12 Smámynd: Einar Indriðason

Algjörlega 150% sammála Lára Hanna.  Það var MARG MARG MARG oft búið að reyna að ná eyrum þessara blindu og heyrnarlausu hálf.... (já, nei, ekki svona orðbragð) ..... og það voru nákvæmlega *ENGIN* viðbrögð hjá þeim, fyrr en svona undir lokin.... þegar þeir draga lappirnar samt á eftir sér.

Hvað þarf að gerast, til að hrista þetta fólk, stjórnmálamenn og stjórnmálakonur, til að það vakni, og hlusti á almenning í landinu?  Ekki bara einhverja litla hópa valdgráðugra Oligarka.  Hvað þarf að gerast til að hrista kjósendur D listans til að átta sig!  Það er ekki einu sinni hægt að bera lengur fyrir sig "vinstri stjórn - verðbólga - vesen" afsökuninni, því hvernig er ástandið í dag?  Og hverjum er þetta að kenna?  Ha?  Hverjir hafa farið með stjórn efnahagsmála síðustu 16 árin eða svo?  17 ár?  Hverjir hafa ekki einu sinni ljáð því eyra, ekki einu sinni hlustað á, þegar reynt hefur verið að vara við?  Ha?

Hvað Þarf Til?  Hvað þarf til að kjósendur átti sig?  Hvað þarf til að stjórnmálafólk virkilega axli ábyrgðir?   Ekki bara veifa höndunum út í loftið, setja málið í nefnd, og benda svo á einhverja aðra?

Einar Indriðason, 15.10.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

"Vítavert gáleysi" er rétta hugtakið - þetta er þyngra en tárum taki.

Takk fyrir góðan pistil að venju.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.10.2008 kl. 09:47

14 identicon

Af hverju er Davið Oddsson ennþá í Seðlabankanum?
Það er hlegið af Íslendingum um allan heim.

Ég sé að nú eru margir bloggarar byrjaðir að
blogga um blómin og býflugurnar eða hvort þeir eigi að
fá sér köku eða kleinu með kaffinu.
Þessir til dæmis:
Íslensk lambalifur:
http://ea.blog.is/blog/ea/entry/674062/
Um opinn hugbúnað
http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/674400/

Það hafa greinilega verið send út tilmæli til álitsgjafa um að hafa hægt um sig beina athyglinni að öðru en klúðri valdhafanna.

Gáfumannafélagið á Íslandi er greinilega búið að aðlaga sig aðstæðum
og snýr bökum saman og tryggir sér pláss í björgunarbátnum
Lýðurinn sem  er innilokaður á 3. farrými og fær ekki að vita sannleikann um ástandið sekkur með Icelandic Titanic.

Allir auðmennirnir eru löngu fluttir úr landi.

Valdhafarnir eru búnir að læsa að sér í brúnni og bíða eftir björgunarþyrlunni.

RagnarA (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:00

15 identicon

Nýja gengið 15.10.2008 kl 08.00

1 PLN Zloty  = 115.88 ISK
1 EUR = 407.02 ISK
1 SEK = 41.52 ISK
1 DKK = 54.62 ISK
1 USD = 299.53 ISK

Heimildir:
http://www.ubs.com/1/e/index/bcqv/calculator.html

Það eru greinilega einhverjir stórir bankar
losa sig við krónur á brunaútsölu.
Egill Helgason er núna á svipuðum launum og fjósakall í Póllandi

RagnarA (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 11:23

16 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Lára Hanna

Ég vil þakka þér fyrir frábæra pistla. Það er ótrúlegt hverju ráðamenn halda að þeir geti troðið í fólk. Þeir hafa ótrúlega litla trú á vitsmunum almennings enda trúlega nokkuð einangraðir í samskiptum við viðhlæjendur. Hér eru ýmis orðtök síendurtekin í fjömiðlum. Menn "fagna" t.d. sífellt hinu og þessu nú um mundir. Nú þegar sumir koma í viðtöl þá segja þeir einatt "því hér er engin spilling".

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:24

17 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það sem er að gerast nú er afleiðing af löngu spillingarferli og virðast nú margir vinna að því hörðum höndum að gera það upphafið að öðru síku ferli. Hér eru tvö ólík samfélög og leikreglurnar ólík fyrir þessi samfélög! Við sem þurfum að lúta því að taka afleiðingum gerða okkar eigum að sjá um að hér verði eitt samfélag með samræmdar reglur. Við erum í meirihluta!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:37

18 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Lára Hanna,

Þakka þér fyrir frábæra pistla og greinar, sem þú leggur augljóslega mikla vinnu í.

Mig langar líka til að segja að mér fannst það rosalega flott hjá William Buiter að tjá sig við íslenskan fjölmiðil um það að hann hafi verið beðinn um að halda skýrslunni leyndri. Hann hefur vafalaust orðið við því í þeirri trú að yfirvöld ætluðu að vinna í hljóði og á bak við tjöldin að því að lágmarka hættuna, frekar en að varpa sprengju inn í þjóðfélagið, sem hefði getað valdið miklum óróa og glundroða.

Greinilega varð hann sár og svekktur þegar skýrslunni var einfaldlega stungið undir stól.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:39

19 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir góðan pistill Lára Hanna. Ég held að margir í þjóðfélaginu gerir sér ekki grein fyrir hvað þetta mál er alvarlegt, ekki einu sinni ráðamönnum. Ef þeir hafði gert það hafa þeir sagt af sér.

Tilvitnun í Bibliunna: Fyrirgef þeim, þeir vita ekki hvað þeir gjöra.

Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 12:42

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég verð að segja að mig óar við þeirri spillingu sem nú er komin svo skýrt upp á yfirborðið.

En við hverju er að búast í þjóðfélagi þar sem það getur gerst að svartamarkaðsbrask sé auglýst á 2 auglýsingum vefsíðu eins helsta fjölmiðils landsins, og bítur síðan hausinn af skömminni með því að vekja athygli á þessu og fjalla það sem athyglisverða frétt á sömu síðu.

Ég er mjög hissa að fáir virðast hafa tekið eftir þessari frétt og fáránleika hennar aðrir en ég.

Veit fólk ekki að verlsun einstaklinga með gjaldeyri er ólöglegur. Svartamarkaðsbrask með gjaldeyri er einmitt eitt af meinunum sem fylgja þróunarríkjum, svo erum við að halda að IMF muni líta okkur öðrum augum en þau!

Og fólk lætur telja sér trú um að sparnaður í verðbréfum sé 100% tryggur?

Þvílík skelfileg fáfræði.

Að vísu er kannski ekki við almenning að sakast um það, heldur fræðsluyfivöldum, sem augljóslega þurfa að koma grunnstaðreyndum í fjármálum (betur) að í námsefni grunnskólanna.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:50

21 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Þarf ekkert að stytta, ekki orði ofaukið.

Rut Sumarliðadóttir, 15.10.2008 kl. 12:52

22 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einhversstaðar værum við að sjá fólk úti á götu að krefjast að menn bæru ábyrgð!

en hér......ahhh, sófinn er svo sexí. hvað ætli sé í sjónvarpinu núna....

Brjánn Guðjónsson, 15.10.2008 kl. 13:01

23 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.10.2008 kl. 13:03

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Afsakið allar villurnar í textanum, vona að þetta skiljist samt. HÉR er tengill á færslu sem ég gerði um þessa frétt. Það sem ég segi þar hef ég endurtekið að einhverju leyti í kommentinu hér á undan.

Það er rétt hjá Heidi að við verðum að kenna almennum, andlegum vanþroska og ráðaleysi æðstu valdhafa um hvernig komið er, það er að segja fólki sem var í aðstöðu til að bregðast við skýrslum eins og þeim sem hér um ræðir. En það er skiljanlega erfitt fyrir íslenska þjóð að sýna slíka ró og yfirvegun sem til þarf þessa dagana.

Og það að fyrirgefa þýðir ekki að það eigi ekki að láta menn sæta ábyrgð, heldur að hann sætir ekki ofsóknum og útskúfun fyrir þær. Það getur enginn einstaklingur orðið heilsteyptur, heilbrigður einstaklingur nema hann komi auga á og gangist við mistökum og misgjörðum sínum, menn verða að iðrast gjörða sinna til að fyrirgefningin sé fullkomin. Þeir sem ekki koma auga á misgjörðir sínar kallast siðblindir og er ekki viðbjargandi, teljast ekki einu sinni sjúkir, heldur einfaldlega gölluð vara. Sem slíkum er kannski hægt að fyrirgefa þeim, en þeir eiga absalútt ekki að vera í umferð eftirlitslausir, hvað þá að þeim séu fengin völd í hendur.

Ég hflokka valdasýki og græðgi sem einstaklingum virðist ómögulegt að sjá eða láta af sem siðblindu og jafnvel erfðagalla. Það eru of margir slíkir einstaklingar í umferð, en það stafar vafalaust af því hversu klókir slíkir einstaklingar, þessir einræðisherrar, smáir og stórir, eru í að deila og drottna. Það eru ótal dæmi í veraldarsögunni um einstaklinga sem ofmetnast og hreinlega verða ruglaðir af því að hafa nánast öll völd í langan tíma. Völd sem þeir hafa í flestum tilvikum sölsað undir sig með harðfylgi og græðgi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 13:10

25 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það verður að láta þetta fólk axla ábyrgð.  Og gera stórhreingerningu svo Nýja Ísland geti dafnað

Hólmdís Hjartardóttir, 15.10.2008 kl. 13:24

26 identicon

RagnarA (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:29

27 identicon

Sael Lára Hanna,

thetta er fínn pistill hja ther, löngu timabaert ad einhver segi thad sem blasir vid. Mér finnst thad thar ad auki einkennilegt ad vid buum vid thjodskipulag sem stimplar folk sem thjofa eftir ad hafa tekid naerbuxur og pepsiflösku! og dusar jafnvel inni í steininum fyrir teppi og kantsteina en svo geta menn tekid thjodarverdmaeti ut fyrir landsteinana an thess ad blásid sé á thad og skilur thar ad auki eigid folk eftir i rjúkandi rústum, aevisparnadur gamals folks thurrkast út og fjölskyldur ad sligast undan haekkandi ibudalánum. Svo virdist vera nóg ad vera í réttum flokki, thá geturdu komist í sérfraedingsstödur, Finnur fór létt med 16 doktorsmenntada hagfraedinga vid val sedlabankastjóra fyrir 8 arum, hefdi thetta verid i sérfraedingshöndum er mjög ólíklegt ad thessi fáranlega stada i Islandssögunni hefdi komid upp. En eg hrosa ther fyrir ad vidra thessar paelingar her, kvedja jón.

jón (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 13:33

28 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hversu hátt hlutfall af ríflega 300.000 manns telst vera "mikill fjöldi", Hlynur? Bara forvitin.

Annars er ég sammála þér um þrælslundina og uppburðarleysið, sem er bakhliðin á spariandliti okkar Íslendinga.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 15:55

29 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Hafðu hjartans þakkir fyrir þennan pistil og aðra góða áður Lára Hanna. Í guðanna bænum mundu mig bara um að fara ekki á þing því þaðan er fólk greinilega ekki frjálst af því að tjá sig.

Það er hræðilegt til þess að vita að það verður ekki hægt að taka til eftir þessar hamfarir því meira eða minna allir forustusauðir þjóðarinnar í stjórnmálum og viðskiptum eru viðriðnir þær. Allt þetta fólk vissi hvað klukkan sló en lét almenning í landinu ekki vita af því með skýrum hætti.

Soffía Valdimarsdóttir, 15.10.2008 kl. 16:03

30 identicon

Var að blogga um það hvernig við gætum borgað þessar skuldir,,þ.e með öllum okkar Lífeyrissjóðum og eftir það getum við dregið fólk til ábyrgðar,en það sem við þurfum væntanlega að hugsa um núna er hvernig við getum borgað þessar gríðarlega háu fjárhæðir,vil helst ekki tjá mína reiði á prenti,fer og boxa í staðin...........

Res (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 16:38

31 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sem innlegg í þessa umræðu þá er rétt að minna á að á sama tíma og umrædd skýrsla Willam Butler prófessors var kynnt hér í júlí þá voru aðrir erlendir sérfræðingar að lýsa undrun sinni á aðgerðarleysi Seðlabankans. Þér héldu því fram að eina skýringin á ástæðum þessa aðgerðaleysis væri sú að Seðlabankinn ætlaði sér að ná bönkunum undir sig og þjóðnýta þá.

Ef þessi tilgáta þessara erlendu sérfræðinga er rétt þá er málið enn alvarlegra. Þá var Seðlabankinn vísvitandi að keyra bankana í þrot og vísvitandi að valda því gríðarlega tjóni er af er að hljótast.

Tilgangur slíks væri að færa valdið sem falið er í fjármagni bankanna úr höndum eigenda þeirra yfir í hendur stjórnmálamanna sem skipa bankaráðin. Það verða þá stjórnmálamenn sem fara aftur að ráða því á Íslandi hvaða fyrirtæki fá fyrirgreiðslu og hver ekki. Það verða stjórnmálamennirnir sem ráð því hverjir deyja og hverjir lifa.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.10.2008 kl. 16:54

32 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Maður gæti alveg haldið það að Srðlabankinn hafi vísvitandi verið að stefna að þessu miðað við það hve fljótur hann var að bregða fæti fyrir Glitni og þetta allt sem þið nefnið hefði nægt til að koma ríkisstjórn frá........í öðrum löndum!

Vilborg Traustadóttir, 15.10.2008 kl. 17:02

33 Smámynd: Óskar Þorkelsson

er of reiður til að tjá mig almennilega... en hausar ættu að rúlla fljótlega og það margir.

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 17:05

34 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Vilborg, það var það sem mér datt í hug þegar ég hlustaði aftur á viðtalið við Davíð í Kastljósinu í gær á netinu - þrátt fyrir öll fögru orðin. Annars finnst mér fjarstæðukennt að ætla nokkrum manni slíkt, svo það hlýtur að vera að hann hafi verið/sé virkilega verið svo veruleikafirrtur að trúa bjartsýnisrausinu í sjálfum sér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 17:22

35 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hlynur, o.fl. sem hafa áhuga á, það hafa einhverjar aðgerðir verið í gangi. Byrjuðu e.t.v. inn á Facebook þar sem var búnir til tveir hópar sem heita: „Davíð Oddsson ætti að segja af sér“ og „Nýjan seðlabannakstjóra“. Í fyrri hópnum eru núna 2459meðlimir en í þeim seinni 4113. Líklegt að einhverjir séu skráðir í báða hópana. Það er líka undirskriftarlisti á Netinu þar sem skorað er á Davíð að segja af sér.

Auk þess var stofnaður „event“ á Facebook þar sem var skorðað á alla að mæta fyrir framan Seðlabankann og krefjast afsagnar Davíðs. Það kom frétt um þetta á mbl.is sl. föstudag. Veit ekki hvort af þessu varð sl. laugardag og hvort þessi mótmæli standa yfir enn. Atburðurinn inn á Facebook heitir: „Mótmælafundur fyrir framan Seðlabankann á morgun kl. 12“.

Ég er á Akureyri og get því miður ekki tekið þátt í mótmælum af þessu tagi en mér finnst full ástæða til að fólk sýni hug sinn í verki með þessum hætti. 

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.10.2008 kl. 18:31

36 Smámynd: Villi Asgeirsson

1825 hafa skrifað undir listann sem RagnarA lét vita af hér að ofan.

Lára, ekki breyta færslunni. Reiðin á fullkomlega rétt á sér.

Villi Asgeirsson, 15.10.2008 kl. 20:17

37 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Akkúrat núna ekki tíminn til að ríkisstjórnin fari frá, það verður að komast meiri ró og jafnvægi á í þjóðfélaginu áður en raunhæft er að hugsa eða tala um slíkt. Nú er róinn lífróður til þess að koma atvinnustarfsemi í landinu í gang aftur svo hjólin geti farið að snúast á nýjan leik á eðlilegan hátt. Til þess þurfum við vitanlega gjaldeyri sem ríkisstjórnin er að á fullu að útvega í samningaviðræðum hingað og þangað erlendis frá, eins og við öll vitum.

Var að hlusta á viðtal við Þorgerði Katrínu í Ísland í dag þar sem hún lýsir því yfir að hún vilji alls ekki sjá ríkipótintáta taka völdin í bankakerfinu. Þar hlýtur hún að tala eftir flokkslínum. Það er náttúralega allt annað mál hvað kallinn í Seðlabankanum hefur verið að hugsa, en það vill svo til að hann á að vera hættur í pólitík.

En náttúrlega fengi hann sem Seðlabankastjóri aftur þau allsherjarvöld í landinu sem hann hafði áður sem forsætisráðherra ef þetta sem um ræðir gerðist, eða hvað, eða er þetta bara eitthvert bull og hugsanabrengl í mér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 20:40

38 identicon

Svona höguðu sanntrúaðir nazistar sér líka þrátt fyrir að vita að stríðið væri tapað. Betra var að leiða þjóðina í algera glötun en að gefast upp og viðurkenna óhæfuverkin. Þannig er íslenska ríkisstjórnin. Menn vissu hvað í stefndi en vildu ekkert gera eða reyndu að ljúga um hið gagnstæða. Þeirra er skömmin.

Ísland er gjaldþrota - alveg sama hvað Geir röflar hið gagnstæða. 

Því miður tíðkast ekki í íslenskum stjórnmálum að menn taki á sig einhverja ábyrgð - jafnvel þótt mistökin séu svo stórkostleg að þau hafi gert þjóðfélagið gjaldþrota. Það má taka undir það sem Jónas Kristjánsson og fleiri hafa nefnt - hér ríkir fasískt lýðræði - "fasistalýðræði".

Babbitt (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:14

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Babbit

Það mætti halda eftir orðum þínum að dæma að þú óskir þess heitt og af öllu hjarta að það sé satt að Ísland sé gjaldþrota.

Ísland er ekki gjaldþrota - það er lögð nótt við dag að bjarga því frá gjaldþroti þessa dagana.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:27

40 Smámynd: Heidi Strand

það er mikill reiði í þjóðfélaginu, en það fjúka aldrei neina hausa á Íslandi og fólk nenni ekki einu sinni að mótmæla.
Reiðin getur verið hættuleg fyrst og fremst okkur sjálfum.

Heidi Strand, 15.10.2008 kl. 21:30

41 Smámynd: Víðir Benediktsson

Svo er stanslaust innprentað í fólk að ekki sé tími til að leita sökudólga. Það á að gefa þeim séns á að fela sönnunargögn og forða sér og sínum frá réttvísinni áður en leitin hefst.

Víðir Benediktsson, 15.10.2008 kl. 21:32

42 Smámynd: Sporðdrekinn

Þetta er góður pistill og ég vona að þú hvorki mýkir hann né styttir.

Sannleikurinn er sár, en það má ekki loka augunum.

Sporðdrekinn, 15.10.2008 kl. 21:42

43 Smámynd: Eyþór Árnason

Það er gott að eiga fólk með þinn kraft Lára mín. Kveðja.

Eyþór Árnason, 15.10.2008 kl. 21:54

44 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ekki mýkja og ekki stytta, hvert orð er rétt!

Facebook og önnur netmótmæli eru bragðdauf, við verðum að MÆTA Á SVÆÐIÐ og láta heyra í okkur.  Ég fór á Arnarhól, þar voru um 200 manns, ég var að vonast eftir svona 50.000!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 15.10.2008 kl. 21:58

45 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En Víðir, er ekki bara málið að hér í fámenninu grípum við ekki fólk upp af götunni til að sinna þessum störfum sem um ræðir?

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:16

46 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er að segja hæft fólk.

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 22:17

47 Smámynd: Víðir Benediktsson

Gréta mín þú verður bara að fyrirgefa mér en ég er farinn að efast stórlega um hæfi þess fólks sem hefur ráðskast með þjóðina og allt sem henni tilheyrir. Lái mér hver sem vill. get varla ímyndað mér að erfitt sé að fá hæfari einstaklinga. Það þarf ekki að klifra hátt upp kröfulistann til þess.

Víðir Benediktsson, 15.10.2008 kl. 22:32

48 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég tek undir með Víðir.. og vil bæta við.. hausar eiga að rúlla fljótlega.. og það háir hausar.

Óskar Þorkelsson, 15.10.2008 kl. 22:48

49 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Víðir, ég var nú reyndar að meina hvort það sé ekki mjög erfitt með engum fyrirvara, skilurðu?

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:02

50 identicon

Takk fyrir Lára Hanna.

Eitt sem má líka skoða nánar. Dagsetningar og smjörklípur. Hvaða smjörklípa var sett á loft þegar skýrslan var kynnt í vor?  og lak ekki einu sinni í fjölmiðla, væri spennandi að vita.

Ýmis rannsóknarefni til staðar og líklega margir sem verða doktorar í  þessu smjörklípu-spillingar-þjóðfélagi

Guðrún (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 23:03

51 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég spurði nú bara vegna þess að það mættu 200 við Seðlabankann um daginn. Mér finnst það fátt, hvað finnst þér?

Greta Björg Úlfsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:26

52 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Takk fyrir góðan pistil. Það er fullt af fólki hér á blogginu sem ætlaði sér aldrei að fara að blanda sér í pólitík. En er búið að fá nóg af því sem okkur er boðið upp á. Þú ert búin að vera raunsæ og skýr í færslum en sýnir á sama tíma fram á ömurleika íslensks raunveruleika eins og Kjartan á photo.is.

Ekki milda orðlagið til að þóknast fólki. Það sem þarf núna er gagnrýnið fólk sem sér raunveruleikann í gegnum rotna flokkspólitíkina.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.10.2008 kl. 00:24

53 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér sýnist að ábending mín um það hvernig Facebook og mótmælin fyrir framan Seðlabankann sl. föstudag hafi eitthvað misskilist. Mig langaði til að benda á að það er auðvelt að ná til stórs hóps sem hafa lýst sig á móti núverandi seðlabankastjóra ef einhver hefur áhuga á að kalla saman til mótmælaaðgerða. Þessir hópar voru stofnaðir fyrir u.þ.b. viku og hafa vaxið jafnt og þétt síðan þá.

Þegar hóað var saman til mótmælanna fyrir framan Seðlabankann sl. föstudag var það gert með sólarhrings fyrirvara. Mér finnst rúmlega 200 manns sem mætti kl. 12:00 á virkum degi með svo stuttum fyrirvara bara nokkuð gott. A.m.k. miklu betra en ekkert.

Þessi vandaða og fróðlega samantekt Láru Hönnu vakti mér a.m.k. nógu mikla reiði til að mig langaði til að arka af stað með kröfuspjald í hönd suður yfir heiðar og taka virkan þátt í fleiri slíkum uppákomum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.10.2008 kl. 02:56

54 Smámynd: Páll Gröndal

Kæra Lára Hanna

Það er erfitt að finna eitthvað sem er ekki bara endurtekning á því sem sagt hefur verið hér að ofan um þig og bloggið þitt. Ég segi bara eins og áður, rödd þín má aldrei þagna!

Ef mér skjátlast ekki þá hefur skýrslu Buiter ennþá einu sinni verið stungið undir stól. Fann frétt í mbl.is fyrir einum eða tveim dögum undir fyrirsögninni "Stungið undir stól". Þar var tengill á skýrsluna sem ég vistaði og hefi ég prentað þetta út og lesið. Þegar ég fór til baka í gær að tékka á fréttinni, þá var hún horfin!!!???

Getur verið að "þeir" hafi einu sinni enn reynt að stinga skýrslunni undir stól?

Páll Gröndal, 16.10.2008 kl. 06:18

55 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Rakel, ég skal svo sannarlega mæta aftur - og dreifa boðsbréfum.  Satt að þetta var mjög stuttur fyrirvari.  Ekki boða fullt af fundum þannig að fólk velji þennan en ekki hinn, boða einn kröftugan!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 16.10.2008 kl. 07:53

56 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hvað mörg ykkar skrifuðu undir stuðning við að ORG myndi neita að skrifa undir fjölmiðlalögn sem var tilraun stjórnvalda til að koma í veg fyrir að fréttamiðlar kæmust á of fáar hendur. Þá var Davíð að ofsækja aumingja mennina. Þegar Baugur var tekin til rannsóknar þá voru það ofsóknir það er búið að vera að gera ótal hluti til að stöðva þetta en við höfum verið mötuð af fréttum af miðlum í eigu þessara sömu aðila sem að eru svokallaðir útrásarvíkingar. Ég mælist til að við öndum með nefinu stundum málefnalega gagnrýni og lítum í eigin barm. Það er hreinlega fáránlegt að kenna DO og Geir um allt Ef Steingrími væri umhugað um það þá myndi hann leggja fram frumvarp um afnám eftirlaunanna núna en það er bara ekkert á listanum hjá honum það er bara þægilegt að stunda aftursætisakstur án ábyrgðar. Þessi mál verða gerð upp en í dag í miðri orrustunni þarf að snúa bökum saman en ekki vera að reka hnífa í  bakið á hvort öðru.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.10.2008 kl. 11:20

57 identicon

dr. Gunni gefur þingmönnum góð ráð í Fréttablaðinu í dag. Mikilvægt byrja að taka til í eigin ranni - og gera það almennilega:

http://visir.is/article/20081016/SKODANIR06/365605771

Rómverji (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:37

58 identicon

það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.

Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.

Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php

Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA

Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.

Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.

NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.

RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:18

59 identicon

Það er málið, þú hefur með þessu sagt allt. Það þarf mjög nauðsynlega að birta þessa grein opinberlega, og þá meina ég á prenti. 

þórhallur (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:22

60 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lára Hanna, takk fyrir greinargóðan pistil og upplýsandi. Það er gott að eiga þig að með sterka rödd og myndbandasjóð til að líta yfir sviðið. Það hefur ekkert smávegis gengið á Íslandi og gjaldþrot Íslendinga á margra vörum með látbragðsútlistingum á hinum ýmsu kaffi og matstöðum í Parísarborg.

Það var ekki gott að vera Íslendingur í útlöndum í fyrsta sinn í minni sögu. Ég var farin að pæla í að ljúga því að ég væri Sænsk eða eitthvað allt annað en Íslendingur.

Í fyrsta sinn skammaðist ég mín í útlöndum fyrir ráðamenn þjóðarinnar. Auðvitað verður þjóðin að standa saman og mótmæla þessari gengdarlausu græðgi, að stinga mikilvægum skjölum, upplýsingum sem varðar fólkið í landinu undir stól hlýtur að vera er glæpur. - Ég er líka bálreið, bálreið vegna þess að ráðamenn þjóðarinnar eru búnir að ljúga að okkur og arðræna Íslensku þjóðina.  Það á tvímælalaust að draga fólk til ábyrgðar, sammála þér. þakkir og kveðja


Eva Benjamínsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:50

61 identicon

Death to those who insult islam.. ups ísland

DoctorE (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 15:28

62 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég er sammála þér Hildigunnur.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.10.2008 kl. 17:29

63 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Nú er verið að kalla saman til mótmæla á Austurvelli n.k. laugardag sem ég vona að verði fjölmenn. Sjá hér http://www.nyirtimar.com/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.10.2008 kl. 20:50

64 identicon

Flott Hanna Lára

eigum við að gefa þeim einhvern frið við pappírstætarana,??? Nei við getum alveg sýnt umheiminum að við séum þess megnug að standa í lappirnar og mótmæla þessari spillingu sem grasserar hér,svona áður enn okkur fer virkilega að blæða höfum engu að tapa, sterkt PR - MÆTUM ÖLL Á AUSTURVÖLL n.k. laugardag - erlenda pressan er ennþá á landinu 

Alla (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:10

65 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Þeir sem steinsofa í vinnunni eða klúðra málum þvílíkt, eins og þú bendir á í þinni færslu, eiga auðvitað að sæta ábyrgð. Skárra væri það nú. Strax í dag.

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 17.10.2008 kl. 11:20

66 Smámynd: Sævar Einarsson

Sæl Lára, ég vona að það sé í lagi þín vegna að ég gerði afrit af þinni færslu og setti hana á mína síðu, það sýður á mér gjörsamlega, núna er nóg komið ! takk fyrir frábæra grein.

Sævar Einarsson, 17.10.2008 kl. 12:10

67 identicon

Jón Steinar Ragnarsson  Já þetta New World Order lið NWO 

og ofan á allt íslendingar inni í þessari leynilegu Bildenberg Group-u

"Iceland

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:19

68 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst það ekki mistök að láta þetta snúast um DO, hann á það stóran þátt í því hvernig málum er nú komið. Að vísu ekki einn og óstuddur, en hann var og er í forystu fyrir þeirri stefnu sem hefur leitt okkur í þessar ógöngur. Hann verður að víkja.

Greta Björg Úlfsdóttir, 18.10.2008 kl. 04:35

69 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Davíð er persónugerfingur ástandsins.. auðvitað verður honum mótmælt ! enginn annar en hann ber meiri ábyrgð á ástandinu með gerðum sínum og orðum undanfarin 10 ár.. að maður tali ekki um undanfarnar 2 vikur... 

Óskar Þorkelsson, 18.10.2008 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband