16.10.2008
Orð að sönnu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
16.10.2008
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:28 | Facebook
Athugasemdir
Heyr Heyr !
Þessar eru kröfur almennings.
Hvar er samtök almennings til þess að reisa þær opinberlega? Ætla þau ekki að veita neina forystu? Til hvers þá að kjósa þar fólk til forystu?
Rómverji (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:34
Þetta er alveg dæmalaust. Skrýtið að ennþá er haldið fram að það sé ekki spilling á Íslandi.
Úrsúla Jünemann, 16.10.2008 kl. 12:49
Þetta eru tvær "eitraðar" greinar frá tveim mögnuðum pennum.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.10.2008 kl. 12:58
Tek undir með Friðrik. Flottir pennar enda klárir menn. Flott hjá Dr. Gunna með eina fólkið sem hann treystir séu leikskólakennarar, held að hann meini þetta. Og ég skil það.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:07
það er mjög skiljanlegt að enginn skuli vilja eiga viðskipti við Ísland.
Stjórnvöld á Íslandi eru rúin öllu trausti umheimsins.
Seðlabanki Íslands er stærsti brandarinn í fjármálaheiminum núna.
Skuldin sem Ísland þarf að greiða er 17000 milljarðar ISK eða 12 föld þjóðarframleiðsla.
Íslensku bankarnir notuðu innistæður sparifjáreigenda m.a. í Finnlandi og Bretlandi til að fjármagna afborganir af lánum sínum.
Allar lánalínur bankanna voru fyrir löngu lokaðar og þeir féllu í þá freistni að nota sparifé almennings í þessum löndum til að borga spilaskuldirnar.
Til að stöðva þessa starfsemi frystu Finnar allar yfirfærslur Kaupþings til Íslands mánudaginn
6 okt. Þetta var gert í kyrrþey. Frétt um þetta birtist fyrst í Hufvudstadsbladet 9 okt.
Sjá:
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Fimmtudaginn 9 okt var finnski forsætisráðherrann Matti Vanhanení heimsókn hjá Gordon Brown til viðræðna um bankamál.
sjá:
http://www.zimbio.com/pictures/5r_RqGZhvZI/Gordon+Brown+Holds+Talks+Finnish+Prime+Minster/tOYAtpThaZA
Aðgerðir Breta og Finna virðast vera af sama tilefni.
Í báðum tilfellum var verið að stöðva glæpastarfsemi.
Bretarnir brutu hurðina að bankanum en Finnar hringdu dyrabjöllunni.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtals við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann
með pókerfés á smettinu segir að þeir (ræningjarnir) ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi ummæli birtust á fjarritum kauphalla um allan heim.
Ummæli Gordon Brown um aö leiðtogar Íslands hafi svikið þegna sína er rétt.
Líklega verða einhverjir íslenskir fjármálamenn og stjórnmálamenn eftirlýstir af Interpol þegar fram líða stundir.
NB!
http://www.hbl.fi/text/ekonomi/2008/10/9/w18769.php
Sjá texta undir mynd:
Finansinspektionen uppger att man redan på måndagen satte stopp för försök att flytta depositioner i finska Kaupthing till utlandet. Kaupthing berörs av den isländska statens depositionsskydd.
RagnarA (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:23
Urgh! Gott hjá Dr.Gunna að skamma þá. Það þarf að skamma þessa "snilla". Og skamma í ræmaðar tætlur! Og hana nú!
Einar Indriðason, 16.10.2008 kl. 13:38
góðar greinar................já það væri gott að hafa Þorvald í Seðlabankanum
Hólmdís Hjartardóttir, 16.10.2008 kl. 18:02
Innhverfa framtíðarútópían mín myndi segja að hér væru ráðherra neytendamála & fjármálaráðherra að fá birtar sínar greinar á bloggi umhverfismálarðherra.
Kva, mar er ~drímer~, það er enn frítt & óskattlagt.
Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:53
Báðar mjög góðar greinar en það virðist vera algjört andvararleysi og grafarþögn af hálfu fjölmiðla yfir einu í grein Þorvalds Gylfasonar. Þingmaðurinn úr Sjálfstæðisflokknum sem var í stjórn Glitnis sjóða og m.a. yfir Sjóð 9. Maður hefði nú haldið að það væri byrjað að hjóla í hann til að spyrja um ábyrgð hans sem stjórnarmanns og vitneskju um hvað þar fram fór.
AK-72, 16.10.2008 kl. 19:54
Heyr! Heyr!
Frábærar greinar hjá þeim báðum.
Sporðdrekinn, 16.10.2008 kl. 20:45
Ég lýsi mig umfram allt sammála dr. Gunna um eitt og það er að opna bókhald stjórnmálamanna og gera fjármál þeirra gegnsæ. Ég hef reyndar lengi verið agndofa yfir því að Ísland fær hvarvetna þá umsögn að hér sé lítil spilling...
Erna Bjarnadóttir, 16.10.2008 kl. 20:46
Lára Hanna, flott innlegg. Ég vil sannleiksnefnd þar sem allir geta komið og sagt það sem þeir vita. Við verðum að vita hvað gerðist.
Marinó G. Njálsson, 16.10.2008 kl. 22:18
Ég hef oft gaman að dr. Gunna og mér fannst fyrri hluti greinarinnar ágætur. Seinni hlutinn var hins vegar óttalegt lýðskrum, sem hann á því miður stundum til. Það er þó alltaf mikil eftirspurn eftir því og þá ekki síst á slíkum tímum.
Seinni greinin er algjörlega frábær. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir alla Íslendinga, því þar stendur í nokkrum málsgreinum, sannleikurinn og ekkert nema sannleikurinn svo hjálpi mér Guð!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.10.2008 kl. 22:37
Heyrði ég ekki menntamálaráðherra segja í Íslandi í dag í gær að stjórnvöld ætluðu að axla ábyrgð með því að ganga til kosninga eftir þrjú ár? Hvers konar ... öxlun er það?
Berglind Steinsdóttir, 16.10.2008 kl. 22:43
Hef verið að lesa blogg og athusamdir í kvöld og verð að segja að stjórnmálamönnunum hefur tekist mjög vel upp. Þjóðarsálin er búin að finna úlfinn grimma með þeirra hjálp, - BRETAR!!
Ef ekki hefði verið búið að banna nornaveiðar innanlands hefðum við aldrei fundið sökudólginn, og nú þurfum við ekki að leita lengur....
sigurvin (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 23:37
Ekki beint öxlun Berglind, miklu fremur ölvun. En hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að stjórnvöld okkar eru svo ölvuð af upphöfnu eigin ágæti sem raun ber vitni?
Þetta fólk er óhæft til að takast á við vandann sem það sjálft stefndi þjóðinni í með opin augun þrátt fyrir að hafa fengið strangar aðvaranir eins og fram kemur í grein Þorvaldar Gylfasonar. Þetta er að nokkru leyti sama fólkið og sama forystan sem setið hefur við völdin í áratugi á Íslandi og gert hvert axarskaftið öðru verra án þess að fylgi flokksins hafi hreyfst að ráði. Þarna er um að ræða stjórnmálaflokk sem er keyrður gegn um hverjar kosningar aftir aðrar með ótakmörkuðum fjármunum sem allir telja sig vita hvaðan séu komnir. Bókhaldið er lokað eins og Frímúrarareglan enda glögg tengslin á milli. Pólitíkusar úr þessari stjórnmálahreyfingu eru ósnertanlegri en Páfinn enda allar eftirlitsstofnanir sem máli skipta vanaðar með skipuðum fulltrúum þessa flokks. Forseti Alþingis situr rólegur og ósnertanlegur þó lögreglan brjótist inn á skrifstofu olíufyrirtækis sem maki forseta er stjórnarformaður í og einn af aðaleigendum. Þetta er lögreglurannsókn vegna gruns um refsivert fjármálasvindl. Einn ógætinn alþingismaður vekur máls á þessu í sölum Alþingis og forsætisráðherra setur ofan í við hann fyrir ósmekklegar aðdróttanir sem felist í athugasemdinni. Málið er dautt! Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum sem koma upp í hugann og langt frá það versta.
Pólitíkusar sem komast upp með svona háttsemi sem hér er bent á, skilja það fljótt að um þá gilda engin þau lög sem óbreyttir þegnar verða að lúta að viðlagðri ábyrgð að lögum.
Og að þrem árum liðnum verða þessi dæmalausu vinnubrögð stjórnvalda flestum gleymd. Og þá munu kosningasjóðir Flokksins verða orðnir bólgnir að nýju af framlögum kvótagreifanna sem búnir eru að sölsa undir sig dýrmætustu auðlegð þessara þjóðar með tilstuðlan sinna launuðu fulltrúa á Alþingi.
Forsætisráðherra og Seðlabankastjóri eru komnir með lífverði í fyrsta sinn í sögu þessarar þjóðar!
Hvernig væri nú að hætta þessu tuði gott fólk. Við sitjum uppi með nákvæmlega þau stjórnvöld sem við eigum skilið og þau starfa í lýðræðislegu umboði þjóðarinnar.
Sláum nú saman og kaupum blómakörfu handa konunni hans Davíðs sem þakklætisvott fyrir að hafa lánað okkur hann á þessum erfiðu tímum.
Árni Gunnarsson, 16.10.2008 kl. 23:38
Flott Hanna Lára
eigum við að gefa þeim einhvern frið við pappírstætarana,??? Nei við getum alveg sýnt umheiminum að við séum þess megnug að standa í lappirnar og mótmæla þessari spillingu sem grasserar hér,svona áður enn okkur fer virkilega að blæða höfum engu að tapa, sterkt PR - MÆTUM ÖLL Á AUSTURVÖLL n.k. laugardag - erlenda pressan er ennþá á landinu
Alla (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.