Geir H. Haarde - drottningarviðtöl ársins

Hann var í Kastljósinu áðan. Ég varð fyrir vonbrigðum með hann og svörin - ef svör skal kalla. Ákveðnastur var hann þegar hann svaraði Sigmari því, að hann ætlaði EKKI að víkja stjórn Seðlabankans frá. Hann er greinilega ekki ennþá farinn að hlusta á erlenda og innlenda sérfræðinga - og fólkið í landinu. Honum hafa heldur ekki borist til eyrna öll ummælin í erlendum blöðum og hjá ýmsum alþjóðastofnunum þar sem þeir Davíð hafa gert sig og þjóðina að athlægi og rúið trausti. Það traust verður ekki endurheimt fyrr en fagfólk tekur við Seðlabankanum. Og hann vék sér undan því að viðurkenna nokkur mistök, líkt og bankastjórarnir undan ábyrgð eins og kom fram í fréttum RÚV í gærkvöldi (sjá myndbandasafn undir "nýjustu myndböndin" vinstra megin á síðunni).

Um daginn fór ég í gegnum gagnasafnið og klippti út þau drottningarviðtöl ársins við Geir sem ég fann og átti á lager. Ef einhver man eftir fleirum má gjarnan benda mér á þau. Athygli vekur hvað sum eru nálægt hvert öðru í tíma. Margir muna að Geir var hvumpinn við fjölmiðlafólk lengi vel. Ég fjallaði um það hér, hér, hér og síðan um sinnaskiptin hér.

Það er fróðlegt að fara í gegnum þetta og hér koma viðtölin í tímaröð:

Silfur Egils 17. febrúar 2008

Mannamál 24. febrúar 2008

Ísland í dag 3. júlí 2008

Silfur Egils 14. september 2008

Mannamál 28. september 2008

Kastljós 29. september 2008

Kastljós 22. október 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Geir kom út eins og við er að búast af manni sem er handbendi annara.. hann ER að VERJA DOdda og ekkert annað. 

Óskar Þorkelsson, 22.10.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Karlræfillinn er eins og útspýtt hundskinn við að reyna að verja vonlausan málstað, sem og útbrunna pólitíkusa á kolröngum stöðum.

Eiríkur Harðarson, 22.10.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það var pínlegt að hlusta á Geir í kvöld

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 00:33

4 identicon

Verð að hrósa Sigmari fyrir að láta hann ekki slá sig út af laginu og komast ekki upp með neitt múður. Geir náttúrlega gat aldrei komið vel út úr viðtalinu, enda að verja vonlausan málstað. Ef hann fer ekki að ranka við sér fljótlega og sjá að hann verður að brjótast undan geðveikinni í DO þá er ekki langt í að ríkisstjórnin springi og hann lendi í stjórnarandstöðu. Ég allavega vil ekki einu sinni hugsa til enda að D og VG myndu taka saman við að reyna að vinna sig út úr þessum rústum, þá fyrst yrðum við illa stödd!

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 01:02

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Sigmar stóðst prófið með prýði. Það gerði Geir ekki.

Ef ég geri sífellt fleiri axarsköft í vinnunni minni og yfirmaður minn tekur mig á teppið og að lokum lætur mig fara, er það þá persónulegt? Er það ekki faglegt?

Seðlabankastjórnin er rúin trausti á alþjóðavettvangi. Traust hef ég heyrt er undirstaða viðskipta. Í Afríkuríkinu Túnis er talað um algerlega vanhæfa Seðlabankastjórn og spillingu í íslensku stjórnkerfi. Hvernig ætlum við að endurvinna traust með sömu Seðlabankastjórn?

Geir ræður, það sagði hann, ég er yfirmaður Seðlabankans og mun ekki skipta út Seðlabankastjórninni.

Þetta var svo skelfilegt á að hlusta.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.10.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Svo sló hann enn einu sinni fram þvælunni um að enginn hefði getað séð lausafjárkreppuna fyrir, jísús, sú plata er orðin ansi þreytt og stenst ekki nokkra skoðun, menn vildu bara hvorki sjá né heyra hlýtur að vera niðurstaðan...nema að þetta lið sé svona afspyrnu heimskt sem ég ætla þeim ekki, en hvað er þá málið með það að bera þessu sífellt við? Er það afsökun að menn voru ekki á tánum og fylgdust ekki með mikilvægum vísbendingum um að akkúrat það væri að gerast í Bandaríkjunum og það fyrr en seinna. Eða hentaði þeim af einhverjum ástæðum að láta sem allt væri í fína fram á síðasta dag? Hverjar gætu þær ástæður þá eiginlega verið? Eða vonuðu menn bara að þetta reddaðist einhvernveginn.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.10.2008 kl. 01:34

7 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Lára Hanna.

Ég er ekki búin að fara í gegnum þessi "drottningarviðtöl" en ég sá kastljósið og ég get ekki tekið undir þín orð um að Geir hafi ekki verið með á nótunum. Mér fannst hann svara vel margtuggnum spurningum Sigmars sem ekki virtist skilja svör ráðherrans og tönglaðist í þaula á að þjóðin þyrfti að að borga hluti sem ekki er búið að ákveða neitt enn um að hún muni borga. Auk þess lagði Geir áherslu á að stjórnin væri að leita leiða til að til þess kæmi ekki. Ef að fólk trúir því í raun og veru að það sé verið að semja burtu sjálfstæði þjóðarinnar og koma henni undir áratuga ok Bretlands og Hollands og að slíkir samningar verði samþykktir á alþingi eins og lög gera ráð fyrir, er það greinilega búið að missa trúna á íslenskt lýðræði.

Sigmar virtist heldur ekki skilja að til þess að koma í veg fyrir að þessir hlutir gerðust, þurftu íslendingar að setja sérlög um bankastarfsemi á landinu, og að þau lög hefðu þurft að fá undanþágu frá Evrópusambandinu til að bankarnir hefðu getað starfað undir þeim erlendis. Að auki voru þessi skrásetningarmál í farvatninu sem hefðu gert Icesave alfarið að bresku fyrirtæki en ekki vannst tími til að fullvinna áður enn allt fór í kalda kol. Gönuhlaupið var mikið og af nógu er að taka vilji fólk standa í ásökunum sem auðvitað er sjálfsagt, en mér finnst að fólk eigi samt að njóta sannmælis.

Sigmari láðist aftur á móti að spyrja að því sem aldrei hefur komið fram, þ.e. hvað varð um allt innlánsfé Icesave? Við vitum að bankinn fékk ekki lán til að greiða vextina sem þeir voru búnir að lofa, en hvert fór féð sem þeim var falið að ávaxta?

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 02:43

8 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þetta er góð samantekt. Geir er búinn að vera.

Vésteinn Valgarðsson, 23.10.2008 kl. 03:33

9 Smámynd: Anna

Hann viðurkendi að þetta væri einnig hans sök hvernig komið væri. Og mer sýnist að hann tók þátt í að hækka stýrivexti það var ekki alfarið 3 menningarnir í stjórn selðabankans. Þess vegna vill hann ekki að þeir láti af störfum?  því að hann á einnig sökina. Svo eru nú þeir nú í sama flokki. Þú hendir nú ekki starfsbróðir þinn út á götuna. Er það? Það tíðkast ekki í íslenskri pólitík.

Anna , 23.10.2008 kl. 09:26

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þetta var ekkert Drotningaviðtal.

Geir var ekki einusinni í dragi, hvað þá að geta verið kallaður Drotning.  Iss karlinn ber sig ekki níógu vel.

Annars um Dabba Kóng.

Dabbi rúlar og það vita guttarnir hjá IMF.

Þessvegna stálu þeir minnisbókinni hans og brúkuðu úi tillögur til úrbóta og HANDLEIÐSLU sem Solla Kínakommi bað um.(ISG var í MT í denn og gerðist Kínakommi með kærasta sínum)

Solla sagði við heimkomuna, að nú lægi lífið á, að IMF kæmi með HANDLEIÐSLU og svo færum við að kíkja á ESB og þau ráð sem Brown og aðrir í Big Four geta sagt og gert fyrir okkur aumingjana hér í norðrinu.

HANDLEIÐSLAN ER KOMIN í % liðum.

item:  Háir Stýrivextir til að lemja niður verðbólgu

item:  Krónan á flot svo fljótt sem auðið er.

item: Bankar settir undir regluverk venjulegra banka eða eins og í útlandinu, ekkert sér neitt hér.

item: Strangt lagaumhverfi utanum banka og önnur markaðsráðandi fyrirtæki (s.s. fjölmiðla)

item: Ekki sé farið í yfirþjóðelegar samningaviðræður, sem svift gætu okkur orku og fikiauðlindinni, því þar væriu verðmæti til þrautarvara.  Hvergi annarsatðar.

Semsé Solla búin að fá Gátlista Davíðs og IMF réttir henni hönd Davíðs til Handæeiðslu.

Bláa höndin rúilar -FEITT.

Svo er að koma helgi og undirritaður að fara að plana eitthvað jummy.

Takk fyrir að fá að kíkja hingað inn.

Flott síða

MBK

Miðbæjaríhaldið

saknar ,,Glaumsins"

Bjarni Kjartansson, 23.10.2008 kl. 09:28

11 Smámynd: Anna

Geir H. Haarde má eiga það að hann hefur nú viðurkennt mistök og ógætni í fjármálum landsins. Frjálshyggjan yfirtók alla heilbrygða skynsemi það gefur nú augleið. Grei H. Haarde verður þá líka að laga sín mistök. Við höfum engan annan í það verk en hann eins og staða er í dag. Við verðum að gefa honum tækifæri til þess bjarga þjóðinni frá niðurlægingu og gjaldþroti.  En vitanlega á almenningur ekki að blæða fyrir mistök ráðamanna og bankastjóra. Í kastljósi fannst mer hann mjög gætin í orði sem ég tel hans góður kostur. Sjáðum bara hvað orð Daviðs kom okkur í stór vandræði. Einnhver fór með það í bresku blöðin. Breska sendiráðið á 'Islandi e.t.v. ? Það er fyllst með öllu sem sagt er af ráðamönnum landsins. 

Ég hef áhyggjur af því hvernig á svo þessi litla þjóð að greiða svo lánin til baka sem verið er að taka???  Ég get ekki séð hvernig þjóðin ætlar að fara að þessu sem hefur svona litla þjóðarframleiðslu. Það ýrði góð spurning til ráðamanna. Önnur spuring, eiga erlendar þjóðir flest fyrirtæki á Íslands??? Mer skils það á Geir H. Haarde að erlendir aðilar hafa fjárfest mikla peninga á Íslandi. Við sem þjóð, eigum kannski ekki baun í bala í fyrirtækjum eða í framkvæmdum landsins. Við eigum kannski eftir að sjá erlenda aðila stjórna her öllu, ef við stöndum ekki í skilum með lánin??? Bara vangaveltur hjá mer. Ég vil nú helst ekki hugsa það til enda.

Ég tel þetta vera mjög alvarlegt mál. Það er eins gott að detta ekki í þunglindi eða grípa í brennivínið út af öllu þessu saman.

Anna , 23.10.2008 kl. 11:51

12 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Viðtöl við Geir Haarde afhjúpa mjög sterklega að hann er ekki að vinna fyrir almenning. Þegar einhver hans pólitísku meðbræðra hefur verið gerðu ber að vafasömum embættisfærslum ætla Geir ekki að bregðast við því vegna þess að "við höfum þekkst lengi". Vinaþræðirnir allsráðandi og velferð ríkisins verður aukaatriði.

Þessi hugsunarháttur hefur hlotið slíkt lögmæti innan sjálfstæðisflokks að menn eru ekki einu sinni að fara í felur með hann. Hér breytist ekkert nema þessum mönnum verði sópað í burtu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:11

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svanur þú ferð nokkuð frjálslega með merkingu orðanna sjálfstæði og lýðræði. Hér hefur ekki ríkt lýðræði. Því hefur berið útrýmt með spilltri kosningamaskínu, afnámi þrískiptingu valds (án lagastoðar) og spilltum embættisfærslum. Nú virðast einræðisherrar vera á góðri leið með að klúðra sjálfstæði landsins líka. Ef við skuldsetjum okkur upp fyrir viss mörk þýðir það afnám sjálfstæðis.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 12:21

14 identicon

Sæl öll aftur, sá ekkert svar við seinustu athugasemdinni, þannig að reyni aftur. Þið vonandi fyrirgefið það. Ég hef sennilegast ekki tekið nægilega vel eftir í þessu myndbroti um "útrásarsöng Davíð". Ef ég skil færslu Láru Hönnu rétt, þá á myndbrotið að sýna að Davíð hafi ekki farið með rétt mál í Kastljósi Sjónvarpsins. Þá verð ég að spyrja: er þetta allt of sumt og í hvorug skiptin er hann að syngja neinn “útrásarsöng”? Ef þetta á að hafa verið “útrásarsöngur” Davíðs þá held ég að maðurinn hafi farið gersamlega lagavillt í sínum söng. Hvað eru þessi tvö myndbrot annars að sýna: Davíð er þarna að skála fyrir mönnum ársins sem voru valdir af Frjálsri verzlun árið 2002. Hvað á að vera sérstakt við það? Er hann þá ekki að fagna “íslensku innrásinni” á þessu myndbroti eða “rússnensku innrásinni”, eftir því hvernig menn líta á það. Þarna voru þeir nýbúnir að kaupa Landsbankann og koma með erlent fjármagn INN í landið, sem er jú eins og flestir vita, hrein andstæða við “íslensku útrásina”. Maðurinn getur tæpast verið að hrópa húrra fyrir einhverju sem gerist eftir á, árin á eftir, þ.e.a.s. hinni eiginlegu "íslensku útrás"? Í myndbrotinu þar sem hann heldur ræðuna er hann að segja að einkavæðing bankanna geri íslenskum fyrirtækjum kleift að fara í útrás erlendis. Er það útrásarsöngur að segja hvað geti hugsanlega falist í einkavæðingu banka og sterku lífeyrissjóðskerfi. Það er enginn nýr sannleikur, heldur á sér stað víðast hvar annarsstaðar? Hverslags útrásarsöngur er það nú? Ég hef alltaf skilið orðið “útrásarsöngur”, sem eitthvað þegar verið er að bera lof á íslenska viðskiptasnilld og mæra einhvern “útrásarvíkinginn” / íslenskt útrásarfyrirtækið í bak og fyrir og hvetja til frekari dáða? Heyri hvorugt í þessum myndbrotum. Ef aðrir taka eftir þessum atriðum, þá endilega látið mig vita. Það virðast a.m.k. mjög margir hér sem virðast taka eftir þessum söng? Ég man annars, a.m.k. ekki vel eftir neinum sérstökum mærðarræðum frá Davíð hvað þetta varðar, heldur þvert á móti. Ef þessi tvö myndbrot eiga að sýna fram á annað, þá er ég langt í frá sannfærður um það og efast stórlega um að margir séu það þegar þetta er haft í huga. Lára Hanna, þú kannski útskýrir betur fyrir okkur hvernig þetta tengist meintum útrásarsöng Davíðs? Vona að þú hafir ekki verið að hlaupa á þig í fljótfærni og afvegaleitt fleiri í leiðinni. Takk annars fyrir oft á tíðum áhugaverð myndbrot, haltu þeim áfram endilega, góðar kveðjur.

Ha? (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 14:44

15 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Sigmar var mjög góður í þessu siðasta viðtali, ákveðinn og beittur. Mér fannst hann Geir ákaflega aumur og ráðlaus. Ég veit ekki hversu oft hann svaraði með því að segja "þetta er góð spurning".

Þetta var nú bara fyndið. Nei, ekki það, það var bara sorglegt.

Úrsúla Jünemann, 23.10.2008 kl. 15:17

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Jacobína reit; "Svanur þú ferð nokkuð frjálslega með merkingu orðanna sjálfstæði og lýðræði."

Mér sýnist ég nota  orðið "sjálfstæði" í sama samhengi og þú og ef það er frjálslega með farið erum við bæði undir þá sök seld.

Ég segi; "Ef að fólk trúir því í raun og veru að það sé verið að semja burtu sjálfstæði þjóðarinnar og koma henni undir áratuga ok Bretlands og Hollands..."

Þú segir;  "Nú virðast einræðisherrar vera á góðri leið með að klúðra sjálfstæði landsins líka. Ef við skuldsetjum okkur upp fyrir viss mörk þýðir það afnám sjálfstæðis."

Ég tala um "íslenskt lýðræði" og það hefur sína galla eins og allir vita. En það er samt sú tegund af lýðræði sem við lögðum upp með í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og hefur sett Ísland í fremstu röð lýðræðisríkja eins og það er m.a skilgreint af Sameinuðu þjóðunum og stofnunum þeirra.  Ef það lýðræði er horfið líka eins og þú heldur fram, erum við ekki í góðum málum. Spurningin er þá hvernig farið verður að því að endurreisa það. Hver er þín skoðun á því?

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.10.2008 kl. 15:52

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

Drottningarviðtal ársins er samt án vafa viðtal Ingva Hrafns við Jón Ásgeir í Hrafnaþingi 20.10.08

Ég hljó mestan tímann og gat ekki betur séð en að viðmælandinn ætti oft erfitt með sig líka. En það kæmi mér á óvart ef ekki sjást fljótlega auglýsingar hjá ÍNN TV frá félögum tengdum JÁJ. Þannig er það bara eins og talsmaður annars jöfursins sagði.

Baldvin Jónsson, 23.10.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband