Fáræði og valdkúgun - fámenn klíka með tögl og hagldir

Ég efast ekkert um að fjölmargir kannist við lýsinguna í fyrirsögninni, kinki kolli og samsinni því að svona sé stjórnarfarið einmitt hér á landi - og hafi verið mjög lengi. Ekki satt? Einn flokkur hefur ráðið flestu sem hægt er að ráða, fámenn klíka innan hans stjórnar og þar af deilir og drottnar einn maður úr hásæti sínu. Fáræði, valdkúgun og fámenn klíka með tögl og hagldir.

En þessi orð eru tekin úr fyrirsögn greinar í Morgunblaðinu í dag sem fjallar um stjórnarfar í landi sem við, fólkið í "lýðræðisríkinu" Íslandi höfum gagnrýnt mikið og lengi, nefnilega Rússlandi. Þetta er einstaklega kaldhæðnislegt. Smellið til að stækka í læsilega stærð.

Moggi 27.10.08 - Stjórnarfar í Rússlandi

 

Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtal Morgunblaðsins við einn af eigendum sínum, Björgólf eldri, sem birtist í gær og var skrifað af einum alharðasta stuðningsmanni áðurnefndar valdaklíku. Blaðið hefur verið gagnrýnt harðlega og því miður heyrist mér að allir blaðamenn hafi verið settir undir sama hatt sem mér finnst ósanngjarnt gagnvart þeim mörgu, ágætu blaðamönnum sem á Morgunblaðinu starfa. Einkum hefur ritstjórinn verið skammaður fyrir að birta viðtalið.

En hver sem skrifaði leiðara dagsins í Mogganum er ekki sammála eigandanum eins og sjá má hér:

Moggi 27.10.08 - Leiðari um Icesave

Þessi tilvitnun leiðarans í viðtalið fannst mér sérlega skondin:

Moggi 27.10.08 - Leiðari Icesave bútur

Ef ég hefði nú tekið húsnæðislán í Landsbankanum sé ég mig alveg í anda setjast niður með þjónustufulltrúanum mínum og rekja úr honum garnirnar um það hvaðan peningarnir sem bankinn ætlaði að lána mér kæmu og hvort það væri ekki rétt að lækka lánið eða hafa það með hærri vöxtum - eða eitthvað - af því gengið væri svo vitlaust skráð. Þegar þjónustufulltrúinn segir mér, ef hann veit það þá, að peningarnir komi frá breskum almenningi sem í góðri trú lagði allt sparifé sitt inn í útibú Landsbankans í Bretlandi, Icesave (sem ég vissi reyndar ekki að væri til fyrr en fyrir 3 vikum) í trausti þess að fá góða vexti þá ofbýður mér - hvað mér á að ofbjóða nákvæmlega veit ég ekki. Kannski að ég sé að fá lánaða peninga hjá breskum almenningi sem fær hærri vexti en ég þarf að borga af láninu? En ég geng auðvitað út, hætti við að kaupa íbúðina eða fer í næsta banka til að athuga hvort kaupin gerist eitthvað öðruvísi á þeirri eyri. Þetta finnst mér mjög sennileg atburðarás. Gerðum við þetta ekki öll þegar við fengum húsnæðislánin okkar?   W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jú ég held að allir sem hafa vit í höfðinu biðji um upprunavottorð og ferðasögu hvers einasta þúsundkalls sem þeir taka að láni.

En leiðarinn er góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.10.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

passar þetta þá ekki alveg, við fíflaganginn og valdhrokann hér?

Brjánn Guðjónsson, 27.10.2008 kl. 13:36

3 Smámynd: Heidi Strand

Það þurfti engan erlendan gjaldeyri til að endurfjármagna gamla íbúð á Íslandi ef fólk tóku ekki gjaldeyrislán???
Mér hefur verið sagt að sparipeningana Bretanna hjá Icesave höfðu mestu farið í lúxusjeppum og annað finaríi hér auk þess að Stoðir hefur fengið lán frá Icesave. Þessi Icesavereikning höfðu verið stofnaður til þess að ná í pening þegar erfitt var að fá lán í öðrum bönkum.
Ég gafst upp að lesa viðtali við Bj. gamli í Moggann, en ég vil fá nákvæmlega að víta hvað er rétt um Icesavereikninganna.
Við erum ekki að leita sökudólga heldur ábyrgðarmenn.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 13:42

4 identicon

Ég sé ekki að ég geti trúað neinu sem kemur frá ritstjórn pappírsmiðlanna. Þessir sneplar eru þjálfaðir í því að spinna fyrir eigendur sína og mér finnst mjög líklegt að nú sé búið að skipta um eigendur en það er ekki búið að tilkynna það.

----------------

Úr greininni sem enginn vildi birta:

Takmörkuð og mjög tempruð umræða

um þjóðfélagslegt óréttlæti sem tengist geysiháum bankavöxtum.

Vextir á húsnæðislánum á Íslandi eru nálægt 15%, en í nágrannalöndum okkar 4 til 5%, líka í bönkum sem íslendingar hafa keypt í nágrannalöndunum.

Munurinn er ca 10% á ári, og þessi vaxtamunur milli Íslands og nágrannalandanna hefur verið til staðar í mörg ár eða áratug. Láta mun nærri að hver fjölskylda á Íslandi skuldi að meðaltali 10 milljónir í húsnæðislán. 10% af 10 milljón krónum er ein milljón krónur á ári, það er sú upphæð sem við greiðum aukalega fyrir að vera í viðskiptum við íslenska en ekki erlenda banka.

Það þýðir að hver íslensk fjölskylda greiðir að meðaltali um eina milljón króna á ári algerlega að óþörfu til íslenskra banka.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hvað, er ekkert talað um eyðslu í afmælisveislum í þessu viðtali? Það þarf kannski ekki þegar blaðið manns er að taka viðtal við mann!

Rut Sumarliðadóttir, 27.10.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Heidi Strand

Når nøden er størst er hjelpen nærmest. http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/10/27/551704.html
Borgum seinna.

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 15:04

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég hef nokkrum sinnum lýst yfir hræðslu minni þegar að það kemur að Rússum, ég treysti þeim ekki rassgat. Ég fékk þvílíkan hroll þegar að ég frétti af viðræðunum um lán frá þeim Hvað er fólk að hugsa? Ef eitthvað.

Björgólfur má nú bara skammast sýn fyrir þessi orð sýn sem birtast svo þarna í leiðaranum. Að reyna að koma sökinni yfir á almenning er náttúrulega fáránlega barnalegt. Hvernig manninum dettur í hug að láta þessi orð út úr sér skil ég ekki, eins og svo margt annað sem kemur að þessu máli.

Sporðdrekinn, 27.10.2008 kl. 18:08

8 Smámynd: Einar G. Harðarson

Ég er einstaklega hrifin af skrifum þínum. þú ert vandvirk og setur vel fram allt sem þú gerir í máli og myndum.

Kv. Einar

Einar G. Harðarson, 27.10.2008 kl. 19:29

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

"Það er ekki okkur að kenna að aularnir stukku á gulrótina sem við veifuðum fyrir framan þá í líki hagstæðra lána." Einmitt það. Hverjum átti að detta í hug að það hvarflaði að bönkunum að lána okkur peninga með kjörum sem þeir stórtöpuðu á? Segi svo eins og þú, hafði aldrei heyrt á þetta Icesave minnst fyrr en mér var sagt að ég ætti að borga það - og steinþegja.

Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 20:56

10 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Halló Lára Hanna. Þú átt heiður skilið fyrir bloggið þitt,  málvist og beint mark. Allt sem hefur skeð þarna heima er lýgjinni líkast, og otrúleg  spilling hefur viðgengist innan þeirra sem  sem treyst var fyrir abyrgð og stjórn. Og þá fynnst mér engin vera undanskilin, eftir þvi sem komið hefur fram vissu menn meira enn er upp látið og nú lýgur hver sem betur getur. En ég  óska þér góðs gengis með síðunna þina og mun halda áfram að fylgjast með hjá þér. Kveðja  Sirrý.

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 21:11

11 identicon

Las einhvarsstaðar að neyslulán (íbúðarlán, bíla, hjólhýsa, flatskjár..) væru ca 15% af útlánum bankanna, restin væru lán til útrásarfyrirtækjanna.

sigurvin (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 21:44

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kærar þakkir fyrir innlit, athugasemdir og falleg orð.

Gaman væri að vita nánar hvar þú sást þetta, Sigurvin. Geturðu grafið það upp?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.10.2008 kl. 21:55

13 Smámynd: Anna

Hér í Bretlandi var Icesave bankinn að laða inn viðskiptavinum með því að bjóða þeim 12% vexti ef þeir geymdu peningana sína inni til langs tíma í bankanum.  Síðan voru bankarnir heima að bjóða upp á 100% lán 2005. Sem voru í byrjun lág. En síðan fóru þessi sömu lán að hækka ört og sígandi. Siðan fór vísitalan upp og þá hækkuðu lánin en meir. Þetta olli þenslu. Og gaf ríkisstjórnin grænt ljós á þessa þenslu.

Finnst ykkur að ríkisstjórnin hefur sýnt heilbrigða skynsemi í fjármálaviðskiptum eða í fjármálastefnu þjóðarinnar. Hvað þá í bankastefnu landsins. Eins og þú sýnir her að ofan þá voru vandamálin núþegar byrjuð í janúvar vegna Icesave. En ráðamenn drógu fæturnar.

Eins og komið hefur fram opinberlega þá er vandamál Íslands miklu stærra en í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Er talið að þetta sé að miklu leiti heima tilbúið. Þó að bankar séu einnig í erfiðleikum erlendis er það ekkert á við heima á Íslandi.

Fréttir segja að kreppa sé skollin á alstaðar í heiminum. En hvess vegna verður kreppa og hvað veldur henni. Var þetta útskýrt fyrir með af vinum mínum í Bandaríkjunum. Hun verður vegna rangra fjárfestingu bankana. Bankarnir veita ýmsum aðilum lán svo sem einstaklinga til framkvæmda of fyrirtækja. Þegar lánþegar fara á hausin eða standa ekki í skilum lendir skuldin á bönkunum.  Skuldastaða bankana eykst og eykst og að lokum er ekki til nóg af fjármunum eða "eigið fé" til þess að veita lá og bankarnir halda að sér höndum. Þó að bankarnir  yfirtaka eignir geta þeir ekki seld þessar eignir fyrir háar upphæðir.

Þanning er það.

Anna , 28.10.2008 kl. 00:24

14 identicon

Skoðaði betur hlut heimilanna í útlánum bankanna. 15% er of há tala en líklega er hin talar nærri lagi þ.e. að 85% útlána hafi farið í "útrásina".

Í þessari frétt kemur fram að útlán bankanna til innlendra aðila í árslok 2007 voru 3.824 ma, þar af var hlutur heimilanna 838 ma eða rúml. 21%. Ekki kemur fram í fréttinni hver útlánin voru til erlendra aðila, aðeins: "Hér er þó vert að hafa í huga að undanfarin misseri hefur færst í vöxt að innlendir aðilar stofni eignarhaldsfélög erlendis í skattalegu skyni, sem að líkum eru í töluverðum viðskiptum við íslenska banka"

Til að fá hugmynd um útlán bankanna til erlendra aðila þarf að skoða ársskýrslu seðlabankans fyrir 2007. Þar kemur margt athyglisvert fram:

i) Eignir þriggja stærstu bankanna voru 11.354 ma í árslok 2007...

i) Stærsti eignaliður bankanna er útlán...

i) Útlán til viðskiptamanna erlandis námu 59% af heildarútlánum...

i) Útlán til erlendra aðila jukust um 143%...

Það lítur því út fyrir að útlán bankanna (ca 9.300 ma) hafi skipst svona:

59% til erlendra aðila (útrásin)

32% til innlendra fyrirtækjao.fl. aðila (útrásin + önnur ísl. fyrirtæki, sveitarfélög ofl.)

9% til heimilanna (íbúðarlán, bílar, hjólhýsi, flatskjár...)

Samkvæmt þessu voru íbúðarlán bankanna 500 ma í lok ágúst 2008.

Ef íbúðarlán eru tekin útúr stendur eftir að "neyslulán" (bílar hjólh, flatskjár, yfirdráttur...) þ.e. lánin sem settu okkur á hausinn samkv BG, nema 3,6% af heildarútlánum bankanna.

sigurvin (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband