Fjölmenn mótmæli

Enn taldi lögreglan vitlaust og enn höfðu fjölmiðlar það eftir. Í þessari frétt á mbl.is gerði viðkomandi blaðamaður sig að fífli. Fréttin er sett á vefinn kl. 14.28, en þá var gangan sem fór niður Laugaveginn ekki komin á Austurvöll. Þeir fyrstu voru að ganga inn á Austurvöll um kl. 14.35. Þar biðu heilmargir eftir göngunni og hóparnir sameinuðust. Engu að síður segir í fréttinni að mótmælendur séu "líklega í kringum eitt þúsund" og að fundurinn á Austurvelli standi yfir. Klukkan 14.28 var ennþá rúmur klukkutími þar til Sturla tók til máls þótt blaðamaður segi hann vera byrjaðan.

Svona sögðu sjónvarpsstöðvarnar tvær frá göngunni og fundinum. Þetta var önnur frétt hjá Stöð 2 og fyrsta frétt hjá RÚV.

Hér eru nokkrar myndir teknar af Berglindi Steinsdóttur og Jóhanni Þresti Pálmasyni. Á þeim sést mjög greinilega að þarna er miklu fleira fólk en fjölmiðlar nefndu og höfðu eftir lögreglunni - enn og aftur. Ég kalla eftir sjálfstæðu mati fjölmiðlamanna á fjölda. Þeir kunna örugglega betur að telja en lögreglan.

Mótmæli 1.11.08 - Berglind

Mótmæli 1.11.08 - Berglind

Mótmæli 1.11.08 - Jóhann Þröstur

Mótmæli 1.11.08 - Jóhann Þröstur

Mótmæli 1.11.08 - Jóhann Þröstur


mbl.is Samfylking með langmest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það sést að ég er ekki vön að fréttatengja. Ég ætlaði að tengja allt aðra færslu við þessa frétt. Biðst forláts.

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:45

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

þúsund manns, jahá!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:51

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hef ekki séð stærri mótmæli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Bíð spennt eftir fréttum í erlendum fjölmiðlum. Þær fréttir hafa hingað til innihaldið 4x hærri tölur. Þætti vænt um að ef einhver rekst á slíkt setji link hér í athugasemd.

Kristjana Bjarnadóttir, 1.11.2008 kl. 22:57

5 identicon

Skil ekki hvað þetta á að þýða með svona mótmælum. Og samfylking með svona mikið fylgi bara trúi þessu ekki

Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já ég heyrði að það hafi verið margfalt fleiri þarna en fréttir segja. Kannski þarf að fá óháða talningu næst. Þetta er fáránlegt hvernig mbl. gerir lítið úr þessu og vekur mesta athygli á örfáum unglingum með skrílslæti.

Þá er bara að hnykkja enn betur á því næst. Það er nokkuð víst að kreppan á eftir að reka fleiri út á götur, þegar hún fer að segja almennilega til sín og ef ekki fer eitthvað drastískt að gerast hér, þá munu þau ekki verða eins friðsöm og verið hefur. Fjölmiðlar hrækja framan í fólk sem vill tjá áhyggjur sínar, reiði og andstöðu. Svo koma lýðskrumararnir ú öllum áttum til að slá keilur fyrir sig og nýta sér hörmungina. Menn eins og Ástþór Magnússon og fleiri, sem með inngripi sínu gjaldfella þessa baráttu fólksins. Það sýður í mér reiðin.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.11.2008 kl. 23:02

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með Kristjönu. Bíð spennt eftir því að sjá umfjöllun erlendra fjölmiðla. Sýnist á myndunum sem ég skoðaði hjá Jóhanni Þresti að þó nokkrir fréttamenn hafi verið í kring um mótmælin í dag. Ég geri þess vegna ráð fyrir að mótmælin í dag fái umfjöllun miklu víðar en á Íslandi. Miðað við það sem ég hef séð af umfjöllun erlendra fjölmiðla af mótmælunum síðastliðnar helgar þá verða fréttir þeirra töluvert betur unnar en þeirra íslensku.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:05

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er alveg á því að þetta hafi verið mun nær því núna að ná alveg heilu 1% þjóðarinnar en fjölmiðlar vilja frásegja.  Þöggunin er velvirkandi & háttvirtir þjóðareignar lángbeztu 'fréttamenn' kúra með baugsmiðlum & bláskjánum til að missa nú ekki vinnunna sína, sem einhverjir 'Sigmundar'.

Flott ~óviljandi~ fréttatenging, Lára Hanna, þú ert ~znillíngur~.

Steingrímur Helgason, 1.11.2008 kl. 23:16

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Góðar myndir sem sýna greinilega að "opinberu" tölurnar eru kolrangar. Það er greinilega verið að tala byltinguna niður af fjölmiðlum. Sömu fjölmiðlum sem berjast í bökkum og segja upp fólki vegna þessa ástands sem nú ríkir.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu ég fæ hnút í magann.  Sko það sést greinilega á myndunum að hér eru engir 1100 manns heldur miklu fleiri.  Hnúturinn er tilkominn af því að fjölmiðlarnir ljúga.

Í hvaða helvítis bananalýðveldi búum við?

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 23:35

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég taldi 2563 manns á torginu kl 15.23 :)   prove me wrong if you can ;)

Óskar Þorkelsson, 1.11.2008 kl. 23:36

12 identicon

Ég verð að viðurkenna að mér er slétt sama hversu margir mættu.

Eftir stendur, að hver einasta mannvera sem lét sjá sig þarna, er tífallt meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sátu.

Fyrir "útlending" er það óskiljanlegt að jafnvel merkir fjölmiðlamenn á Íslandi skuli gagnrýna það að fólk vilji koma saman og mótmæla ótrúlega óréttlæti og barnalegum vinnubrögðum síðustu ára.

Þið sem mættuð: þið eruð sannir Íslendingar; sannir heimsborgarar.  Þið leggist ekki undir stjórnvöld - þið gerið kröfur.  Til hamingu þið 500 - 1000 - 2000 eða hvað þið voruð mörg.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 23:40

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með Baldri!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:58

14 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir


Eftir stendur, að hver einasta mannvera sem lét sjá sig þarna, er tífallt meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sátu....

AKKÚRAT!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 00:07

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Næst þarf að mynda úr lofti og telja svo     virðast mun fleiri en tölur gáfu til kynna......verst að geta ekki heldur mætt næst

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 00:20

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk Lára Hanna.

Jóna Á. Gísladóttir, 2.11.2008 kl. 01:58

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fáið þið fuglateljarana, sem töldu 11100 manns niður Bankastrætisbrekkuna í Jökulsárgöngunni 2006 en það þýðir 13-   15 þúsund á Austurvelli. Leitið til Friðþjófs Helgasonar, kvikmyndatökumanns, sem stóð á góðum stað á svölum á gatnamótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis og teljið þið hausana á "frystum myndum."

Það verður að fara að fá þetta á hreint.  

Ómar Ragnarsson, 2.11.2008 kl. 02:15

18 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Takk fyrir þessa frábæru samantekt Lára Hanna.

Ég er svo hjartanlega sammála fólkinu, sem mótmælir valdbeitingu Seðlabankans og ráðamönnum öllum sem meðvitað og blákalt hafa hrifsað til sín eigur almennings. Baráttukveðjur

Eva Benjamínsdóttir, 2.11.2008 kl. 02:20

19 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst vera miklu fleiri á fundinum í dag heldur en tveimur síðustu, 1000 er óraunhæf tala að mínu mati. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.11.2008 kl. 02:21

20 identicon

Látum ekki fjölmiðlana kúga okkur!

Koma svo!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 03:35

21 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Iss piss.... það er lika hægt að taka Pollýönnuna á þetta......ekki það að ég sé neinn aðdándi hennar En.............

What comes around goes around ;)

Það var eitthvað "atmo" á staðnum sem enginn getur tekið frá þeim sem þarna voru. Og ef það fólk er virkilega þarna af heilum hug þá smitar svona út frá sér ;)

Eftir áratuga langan Þyrnirósarsvefn okkar Íslendinga er eitthvað stórmerkilegt að gerast. Mitt í öllum ömurleikanum er eitthvað stórkostlegt að gerast........ Við erum að risa upp og ekki bara gegn afleiðingunum sem eru að sýna sig núna á síðustu vikum..... uppsöfnuð gremja og svona "hingað og ekki lengra" fílingur.

Til hamingju með það, þið sem eruð vöknuð. Þið hin...þetta kemur ;)

Heiða B. Heiðars, 2.11.2008 kl. 05:09

22 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Nú þegar fólkið í landinu þarf á því að halda að fjölmiðlar standi undir nafni er ömurlegt að sjá þá kúka í buxurnar helgi eftir helgi, sennilega borin von að aðhalds sé að vænta úr þeirri átt frekar en undanfarna áratugi. Snautlegt.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.11.2008 kl. 08:56

23 identicon

Sæl,  Ég er talsmaður nýrra tíma og í sl. viku unnu fjölmargir erlendir fjölmiðlamenn með okkur, frá Sky News, Le Monde, Norsk Aftenpost, Tokyo,Dagens Nyheter, Aftonbladet,  BBC og fleiri og fleiri. Þeir töldu fjöldann á húsþaki Hans Petersen, hátt í 10.000 manns ;-)  Síðan hringdu þeir í lögregluna til að sannreyna hana og þeir sögðu 1100 manns.     Þeir gersamlega misstu sig og telja okkur nú vera algerlega þá kúguðustu og spilltu þjóð í Vesturheimi. Norskir fjölmiðlamenn rannsaka nú þetta mál, BBC er að taka viðtöl við almenning á fullu síðan á sl. fimmtudag og vilja ekkert með íslenska fjölmiðla hafa, telja þá gerspillta og munu vera hér áfram eins lengi og við viljum. Umræddur blaðamaður, Golli,  sem falsaði greinina mun þurfa að svara fyrir vinnubrögð sín við erlenda fjölmiðla en þeir telja að hér sé um mjög alvarlegt lögbrot að ræða og sjá nú loksins hverjir það eru sem eiga réttilega heima á hryðjuverkamannalista og hverjir ekki. Þeir reyndu að snúa upp á okkur fram á síðasta dag, en úreld kænskubrögð þeirra eru svo fyrirsjáanleg - enda búið að vera sama formúlan í gangi síðan 1700 og súrkál. Snérum þarna all hressilega upp á þessa skarfa sem telja sig drottna hér eins og Bubbi kóngur en við munum nú öll hvernig fyrir honum fór og þannig er nú bara þessi saga að enda líka. Við hópinn hefur bæst gífurlegur fjöldi, nú vilja allir tala og bretta upp ermarnar, það er þó jákvætt í öllu þessu krepputali.  Takk öll þið sem hafið stutt við Nýja Tíma og mætt og mótmælt - án ykkar hefði þetta aldrei gengið, nú bara fleiri næst - Nú verður þetta fastur liður áfram og fjöldinn sem mótmælir mun bara vaxa og vaxa fyrir vikið !!!!!! Þúsund kossar, þakkir og baráttukveðjur - Sigurlaug

Sigurlaug (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 03:30

24 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hafa fréttir þessara fjölmiðla af mótmælaaðgerðum sl. laugardag birst einhvers staðar þar sem þessar tölur koma fram? Ef svo er þarf endilega að birta þessar fréttir hér eða á eyjunni.is ekki satt?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 3.11.2008 kl. 04:59

25 identicon

Sæl Lára Hanna,

Þú varst frábær í Silfrinu og skiptir miklu máli gagnvart þeirri neikvæðu umrræðu sem fjölmiðlar gefa af mótmælunum.

Það er svo mikilvægt að almenningur þessa lands skilji að lýðræði okkar íslendinga er í húfi. Að lýðræði byggist á því að hver og einn getur og má tjá sig, skrifa, tala og mótmæla eins og hann vill. Það skiptir gífurlega miklu máli að ljá fólki þess lands rödd. Þetta er mjög áríðandi punktur og mótmælin eru því nauðsynlegur flötur í allri þeirri umræðu sem á sér stað þessa dagana. Almenningur þessa lands þarf að fá að tjá sig og það er mikill kostur að beina fólki á einn stað eins og t.d Austurvöll til að tala og hlusta.  Þetta er líka gert til þess að fyrirbyggja að fólk sé að tapa sér inni í bönkum, ráðast á fólk í Bónus og rispa jeppa saklausra borgara. Almennir starfsmenn bankanna eru niðurbrotnir, verða fyrir gífurlegu aðkasti og það gengur ekki að menn séu að ráðast á fólk sem var blekkt eins og við hin til að leggja allt sitt í hendur þessara glæpamanna sem eru ekki að vinna á lágum í gjaldkera og þjónustustörfum.

Baráttukveðja!

Þeir sem vilja sjá umfjöllun erlendra blaðamanna geta farið inn á :

www.facebook.com en þar erum við með síðu sem nefnist "Ákall til þjóðarinnar" en meðlimir síðunnar eru orðnir hátt á þriðja þúsund og fjölgar ört þessa dagana. Það er að finna blaðagreinar, linka og fleira áhugavert. Hvet alla sem vettlingi geta valdið til að skrá sig.

Baráttukveðja

Sigurlaug

Sigurlaug (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband