Mótmæli og niðurstaða skoðanakönnunar

Laugardagsmótmælin verða æ fjölmennari, hvað sem talningu lögreglunnar líður, og búast má við að eftir því sem afleiðingar efnahagskreppunnar skella með meiri þunga á fólki fjölgi enn í hópi mótmælenda. Þau fara vonandi bráðum að endurspegla niðurstöður skoðanakönnunarinnar hér að neðan. Baldur McQueen sagði m.a. í athugasemd við síðustu færslu að hver einasta mannvera sem lét sjá sig þarna væri tífalt meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sátu. Þetta held ég að sé alveg rétt hjá Baldri.

Þeir sem mæta eru þeir, sem eru tilbúnir til að leggja eitthvað á sig til að sjá breytingar. Tilbúnir til að láta hæðast að sér fyrir að mæta, láta kalla sig ónefnum eins og tíðkast hefur að gera á Íslandi af hinum betur megandi - valdaklíkunni sem hugnast ekki að láta hrófla við auði sínum, valdi og yfirstéttarvelmegun. Tilbúnir til að leggja eitthvað af mörkum til samfélagsins. Þeir sem mæta eru þeir, sem gera sér grein fyrir því að alvarlegt mein hefur um árabil, jafnvel áratugaskeið, étið stjórnkerfið innan frá og feysknir innviðir þess eru nú búnir að koma þjóðinni á vonarvöl. Þeir sem mæta á laugardagsfundina er það fólk sem hefur fengið nóg af fáræði, spillingu og skoðanakúgun. Þeir sem mæta eru þeir Íslendingar, sem eru búnir að fá yfir sig nóg af stjórnvöldum og spilltu stjórnkerfi sem svífst einskis, gefur þeim fingurinn og hunsar vilja þeirra ítrekað og blygðunarlaust. Réttlætiskennd þeirra er misboðið. Þeir sem mæta á mótmælafundina ástunda gagnrýna hugsun, vilja ekki láta kúga sig lengur og þeir eru tífalt meira virði fyrir framtíð Íslands en þeir sem heima sitja.

Í Mogganum í dag eru birt úrslit skoðanakönnunar sem Capacent Gallup gerði fyrir blaðið dagana 27. - 29. október. 1.200 manns á aldrinum 18-75 ára voru í úrtakinu, handahófsvaldir úr viðhorfshópi Capacent Gallup og var endanlegt úrtak 1.117 manns. Svarhlutfall var 58,7% eða 656 manns. Hér eru niðurstöðurnar, sumar úrklippurnar þarf að smella á til að fá læsilega stærð:

Spurning:  Hvað af eftirtöldu lýsir best líðan þinni eftir að efnahagskreppan skall á?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008


Spurning:
  Hvað af eftirtöldum fullyrðingum á best við um atvinnuhorfur þínar á næstunni?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008


Spurning:
  Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að taka evru upp sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008


Spurning:
  Vilt þú að næstu alþingiskosningar fari fram samkvæmt áætlun árið 2011 eða vilt þú að boðað verði til kosninga fyrir þann tíma?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008


Spurning:
  Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa? - En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu? - Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008

 

Hér má sjá aldursskiptinguna.

Morgunblaðið 2. nóvember 2008

 

Hvert fer fylgi flokkanna frá síðustu kosningum?

Morgunblaðið 2. nóvember 2008

 

Hér er samanburður á síðustu kosningum, Þjóðarpúlsi Gallup sem nær yfir allan október og þessari könnun Morgunblaðsins sem, eins og áður segir, fór fram dagana 27. - 29. október.

Morgunblaðið 2. nóvember 2008

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þótti athyglisvert þegar allir íslenskir ljósvakamiðlar sögðu um síðustu helgi að 500 manns hefðu mótmælt, að þá var sagt í finnskum fréttum að mótmælendur hefðu verið um tvöþúsund. Veit ekki hvort þeir hafa verið að staðnum til að telja eða metið þetta út frá fréttamyndunum íslensku sjónvarpsstöðvanna.

Turkulainen (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Skoðanakannanir eru skoðanakannanir, það sem skiptir máli eru kosningar og þær verða vorið 2011.
Ríkisstjórnin er með 70% fylgi samkvæmt niðurstöðu síðustu kosninga.
Ef Samfylkingn tekur þá óábyrgu afstöðu að gefast upp þá er það þeirra ákvörðun en Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki hlaupst í burtu frá verkefninu - það er klárt mál.
Mín skoðun að ekki er annað stjórnarmynstur í stöðunni.
Guðni með sín 7% nítur ekki trausts og þar verður formannsslagur, Frjálslyndir loga stafanna í milli í innanflokksdeilum og ekki vilum við vg í ríkisstjórn.

En Hanna Lára þú átt hrós skilið fyrir þá vinnu sem þú leggur á þig með þinni síðu en seint eða aldrei verð ég að nokkru leyti sammála þér.

Óðinn Þórisson, 2.11.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Óðinn... mér þykir afskaplega vænt um hvað þú ert hrifinn af blogginu mínu - ef mig skal kalla, því þú snýrð nafninu mínu alltaf við. Ég heiti Lára Hanna - ekki Hanna Lára eins og þér er svo gjarnt að kalla mig. Sýnir þetta hvað þú ert öfugsnúinn, kannski?

Og hvernig stendur á því að þegar þú talar um ríkisstjórnarflokkana þá skulu úrslit síðustu kosninga gilda, en þegar þú talar um Framsóknarflokkinn þá gilda niðurstöður skoðanakönnunarinnar?

Sjálfstæðismenn eru brjóstumkennanlegir þessa dagana, bæði þeir sem halda fast í hrunda frjálshyggju og einnig þeir sem eru nú farnir að naga sig í handarbökin yfir að hafa kosið þennan flokk. Það má varla á milli sjá hvor hópurinn er aumari.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þrjóska í Geir er ótrúleg og hann hefur valdið. Kannski fer hann að beigja sig þegar mótmælin stækka bara og stækka.

Er ekkert til í lögum sem vísar til þess hægt sé að koma forsætisráðherra frá ef hann missir tengsl við veruleikann?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl LÁRA HANNA

Biðst velvirðingar á því að snúa nafninu þínu við - engin óvirðing í þinn garð meint með því - amma mín hét Lára - fallegt nafn

Óðinn Þórisson, 2.11.2008 kl. 11:35

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæl LÁRA HANNA

Biðst velvirðingar á því að snúa nafninu þínu við - engin óvirðing í þinn garð meint með því - amma mín hét Lára - fallegt nafn

"öfugsnúinn" ég hef einfaldlega aðrar skoðanir en þú og ef það er að vera öfugsnúinn í þínum huga þá er ég það.

Óðinn Þórisson, 2.11.2008 kl. 11:40

7 Smámynd: Ásta

Þú ert frábær Lára Hanna! Takk fyrir að vera til! Það sem ég er ekki að skilja er að fólkið í kringum mig kvartar og kveinar yfir því sem er að gerast hér á landi en NENNIR ekki í mótmælin. Mér finnst alveg ótrúlega fáránlegt að fjöldi fólks sé ekki meiri í mótmælagöngu en á Gay Pride...er öllum sama um hvað er að gerast hér? Auðvitað veit ég að fólkinu er ekki sama,en af hverju sýnir fólkið okkar ekki samstöðu? Ríkisstjórnin okkar er algjörlega úr sér gengin,við erum meira að segja með manneskjur sem eru fyrrverandi fangi með uppreisn æru ,fullt af þessum manneskjum ljúga dag hvern,eru raunveruleikafirrt og  svo er einn af þeim öllum sem er okkur til skammar á erlendum vettvangi og er að rústa lífi okkar endanlega. Íslendingar verða að fara að vakna og mæta á Austurvöll og sýna samstöðu...

Ásta, 2.11.2008 kl. 11:58

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

14% segjast vera bjartsýnir.....það er af sem áður var hjá hamingjusömustu þjóð í heimi.  

Eitt jákvætt kemur þó út úr þessu en það er hrun sjálfstæðisflokksins.....þó það sé allt of seint

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 11:58

9 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með Hólmdísi hér á undan hvað það varðar að það er a.m.k. eitt jákvætt sem kemur út úr þessari  skoðanakönnun. Ef hrun Sjálfstæðisflokksins verður eitthvað í líkingu við niðurstöðu hennar þá er nefnilega von og ástæða til að fyllast bjartsýni fyrir hönd lands og þjóðar Vona bara að við þurfum ekki að bíða mikið lengur eftir stjórnarslitum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 12:31

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Lára Hanna, hinn eini frjálsi fjölmiðill á Íslandi.  Takk fyrir mig.  Þú stóðst þig vel í Silfrinu

Sigrún Jónsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:52

11 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú varst góð í Silfrinu

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 13:59

12 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Þú varst frábær í Silfri Egils, Lára mín. Mikið var ég stolt af þér.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:38

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þú stóðst þig rosalega vel í Silfrinu áðan. Til hamingju öll sömul!

Sigurður Hrellir, 2.11.2008 kl. 14:44

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott hjá þér vúman.  Stolt af þér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.11.2008 kl. 14:47

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú er bara að skella sér í framboð, Lára mín Hanna. You have the mouth under the nose. Það er sjaldgæfur eiginleiki.

Þorsteinn Briem, 2.11.2008 kl. 14:54

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Verður þessi þáttur ekki örugglega varðveittur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:56

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Missti bara af þessu silfri áðan en verð að horfa í kvöld. Annars finnst mér krónan skemmtilegust, en það er bara af því að ég er svo mikill minnihlutamaður.

Emil Hannes Valgeirsson, 2.11.2008 kl. 15:02

18 identicon

Brá mér í Kolaportið eftir mótmælafundinn á Austurvelli í gær og heyrði þar á tal tveggja eldri manna. Annar spurði hinn: "Varstu kannski á fundinum á Austurvelli?" Sá svaraði að bragði: "Nei, mér datt það nú ekki í hug, það þýðir ekkert, þessir herrar eru hvort sem er ósnertanlegir."

Sorgleg uppgjöf? Eða leti við að sinna lýðræðislegum skyldum sínum?

Hvort heldur sem er þá virðist mér að margir líti á það sem sjálfsagðan hlut að njóta lýðræðislegra réttinda á ýmsum sviðum en mega ómögulega vera að því að sinna lýðræðislegum skyldum sínum, s.s. eins og að hugsa, skoða, taka heiðarlega og ábyrga afstöðu og leita leiða til að framfylgja henni.

Lára Hanna, þú stendur vaktina frábærlega!

Hulda (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 15:12

19 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

er að horfa á Silfrið, á netinu. Flottust

Brjánn Guðjónsson, 2.11.2008 kl. 15:15

20 Smámynd: Einar Indriðason

Er að horfa á Silfrið.  Þú ert alveg flott!

Einar Indriðason, 2.11.2008 kl. 15:24

21 identicon

Tek undir med hinum ... flott frammistada í Silfrinu.   Og líka frábær frammistada á blogginu.   Ísland tarf konur eins og tig.

Elfa (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 16:29

22 Smámynd: Víðir Benediktsson

Óvenju kurteist fólk í silfrinu í dag. Þú varst flott Lára Hanna.

Víðir Benediktsson, 2.11.2008 kl. 17:21

23 identicon

Takk fyrir Lára Hanna, þú er má segja ókrýnd rödd almennings í þessu landi !

Höldum áfram með gönguna löngu, höldum áfram að vera reið, verðum að standa vaktirnar saman öll sem eitt, það er einfaldlega að duga eða drepast - ekkert öðruvísi. 

Alla (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 17:28

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég horfði og hlustaði á þig í Silfri Egils núna áðan. Mér finnst margt af því sem þú segir það afar athyglisvert. Þar eru gríðarlega mörg atriði sem ég er sammála þér um. Athyglisverðast fannst mer að fá fram það sjónarmið að hagstæðara sé að semja um aðild að ESB núna þegar við erum í þessum mikla vanda. Þarna koma fram að mínu mati afar sterk rök gegn þeim fullyrðingum Geirs og fleiri að það ekki sé tímabært nú vegna aðstæðna. Ætla að horfa á þig aftur til að fá betri mynd af þínum málflutningi, en mér finnst hann málefnalegur og skynsamlegur og það er meira en hægt er að segja um marga núna.

Stefán Ólafsson og hagfræðingaparið voru líka góðir. Steingrímur J er bara Steingrímur J og hef heyrt messuna hans svo oft áður

Hólmfríður Bjarnadóttir, 2.11.2008 kl. 17:58

25 identicon

Takk Lára Hanna fyrir að standa vaktina. 

Valsól (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 18:25

26 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hólmfríður, já hefurðu  heyrt messu Steingríms áður?  Tókstu mark á því þegar hann var að vara við ástandinu?  Nei, væntanlega ekki, vinstrimenn hafa ekki neitt vit á hagfræði, það er náttúrlega vitað mál...  

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 2.11.2008 kl. 21:09

27 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Lára þú stóðst þig vel í silfrinu í dag.   Ef þú ákveður að fara í framboð þá styð ég þig :)

Óskar Þorkelsson, 2.11.2008 kl. 22:15

28 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lára Hanna, þú stóðst þig mæta vel í dag, en þótt allir austurvallar-mótmælendur í sinni úlpu, (sem að eru víst tíu sinnum verðmætari en við hin, samvæmt þínu skríngilega baldursmati), kysu þig, þá nægjir það nú ekki til neinna breytínga, enda nær það atkvæðamagn ekki einu litlu skitnu prósenti.

Ætlast þú kannske til þess að við hin, lötu aularnir, sem að erum mázke sammála þér í mörgu, kjósum þig & væri þá ekki réttlæti í því að atkvæðavægji okkar hinna næðu, til dæmiz bara 1/10 af almennilegu úlpuatkvæði ?

Ég er lítt dapur Frjálslyndur, ágætilega menntaður íslendíngur, sem er farinn að hafa áhyggur af því að vanhugsaður samfylkíngarárróður frá fólki sem gæti verið til atkvæða, eigi mázke eftir að selja sjálfstæðið ódýrt.

Þá fyrst verð ég dapur...

Steingrímur Helgason, 2.11.2008 kl. 23:10

29 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Steingrímur... ég er ekki í framboði og því ekki til umræðu að kjósa mig. Enda þýðir ekkert að kjósa bara einhvern á þing því þingmenn hafa ekki lengur nein áhrif - bara ráðherrar og ríkisstjórn. Minntist á það hér í þriða myndbandinu og á eftir að fjalla meira um það mál seinna.

Kærar þakkir annars öllsömul fyrir innlit og komment. Ég hef engan tíma haft til að sinna kommentakerfinu undanfarið en ég les allar athugasemdir og fagna allri umræðu.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:17

30 Smámynd: Eyþór Árnason

Já Lára Hanna mín... Þú varst flott í Silfrinu... Kveðja.

Eyþór Árnason, 2.11.2008 kl. 23:22

31 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Já, það er full ástæða til að vekja athygli á að þingræði er ekki lengur réttnefni yfir það lýðræði sem hér ríkir það væri nær að tala um ráðherraræði eða ráðherraeinræði. Undanfarin misseri hefur nefnilega verið unnið að því leynt og ljóst að auka völd ráðherra þannig að þeir eru orðnir nær einráðir í þeim málaflokkum sem heyra undir þá. Þetta á t.d. við um menntamálin. Hlakka til að sjá samantekt þína, Lára Hanna, á þessu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 23:53

32 identicon

Þakka þér fyrir þína frábæru vinnu hér á þínu frjálsa og óháða bloggi.

Góð frammstaða í Silfrinu.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband