Klassískur kommúnistaleiðtogi

Ég geymi allt mögulegt og á því ýmislegt í fórum mínum sem vert er að grafa upp ef þannig stendur á. Hér er grein sem ég klippti út í maí 2001, skannaði og sendi fólki í tölvupósti. Ekki kemur fram í hvaða blaði greinin birtist. Set þetta hér inn svona meira til gamans og dæmi hver fyrir sig um innihald greinarinnar. Varla þarf að kynna greinarhöfund, hvað þá viðfangsefni hans. Hefur eitthvað breyst á þessu 7 og hálfa ári?

Helgi Hjörvar - Klassískur kommúnistaleiðtogi - maí 2001


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Og svo voru mörg voru þau orð.........þá  Ég skora á Helga að endurbirta greinina í öðru hvoru flokksblaðinu!

Greinin er frábær og greiningin góð.

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 20:52

2 identicon

Ótrúlegt , en satt. Er Helgi með miðilshæfileika? Þetta minnir mig á þegar Davíð fór í heimsókn til Margrétar Tatser í Englalandi og kom aftur heim fullur hugmynda um hvernig best væri að stjórna landinu. Allt átti að ameríkanisera og englalandsvæða. Skyldi rótin hafa orðið til í þessari heimsókn?

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góð grein

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 21:07

4 identicon

Kærar þakkir fyrir þessa upprifjun.

Ekkert hefur breyst nema að kommúnistaleiðtoginn flutti sig upp í Seðlabanka og skildi eftir aftúrkreisting sem er núverandi ríkisstjórn. Ríksstjórn sem situr í skjóli Helga Hjörvars fleiri svokallaðra "þingmanna".

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég hefði sko trúað því að þessi grein hafi verið skrifuð í gær. Og vann nógu lengi á Mogganum til að þekkja umbrotið og frágang greinarinnar.

Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Sigurður Á. Friðþjófsson

Fann þetta myndaband á youtube, en þú safnar svona hlutum
http://www.youtube.com/watch?v=OZ9j2donYy4 

Sigurður Á. Friðþjófsson, 6.11.2008 kl. 21:30

7 identicon

Ótrúlegt hvað honum ratast satt orð á munn í þessari grein. Ég ætla hér með að taka það að mér persónulega að senda honum greinina til upprifjunar! Takk Lára Hanna, þú ert ótrúlega flottur penni.

Hólmfríður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt og þó ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 21:59

9 identicon

Frábær grein hjá Helga. Eitt einkenni á kommunistaríkjum var að þeir sem stóðu fyrir utan, áttu sér þann æðsta draum að komast inn í hlýjuna (á það kannski við um fleiri ríki, allt fyrir völdin?). Við slík umskipti verða stundum ótrúlegar breytingar......kannski ekki á kerfinu....

Endilega að senda honum greinina. Kommúnistaleiðtoginn situr jú í hans skjóli. eins og Þráinn bendir á.

sigurvin (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Helgi Hjörvar er einn af skemmtilegustu pennum samtímans. Honum tekst með frábæru orðavali að setja fram sannleika sem er bæði auðskilinn og breyttur. Notaður er gamansamur tónn en undir niðri er djúp alvara.

Svo segir Geir H H að ekki megi persónugera vandann. Það er von að hann bregðist hart við til að þjóna sínum duttlungafulla harðstjóra sem er með samskiptakta sem oft finnast hjá alkahólistum. Geir er sennilega langt leiddur meðvirkur aðstandandi. Þeir verða gjörsamlega blindir og skirrast við að taka á vandanum af ótt við afleiðingarnar. Jú það kemur skapvonskuhrota, en ef málinu er fylgt eftir þá gefst viðkomandi upp og bataferlið hefst.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 22:41

11 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ertu til í að blogga um <a href="http://hildigunnur.wordpress.com/2008/11/06/reykjavik-tea-party/">þetta</a>?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:45

12 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æji, gleymi að skipta í html ham: þessi tengill ætti að virka!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 22:47

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skoðið myndbandið frá Sigurði Á. Friðþjófssyni hér að ofan......Shit og aulahrollur

Sigrún Jónsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:34

14 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Skemmtileg upprifjun.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.11.2008 kl. 00:44

15 identicon

Samanburður við þessa klassísku lýsingu á kommúnisma Sovétríkjanna tekur af öll tvímæli um hvers eðlis Sjálfstæðisflokkurinn er.  Þarna má finna persónur sem passa við alltof marga.

http://www.youtube.com/watch?v=Jyw8BPB69Ds&feature=related 

(Ég er ekki frá því að illúðlegi svipurinn í myndbroti ca. 8:39 hafi líka birst nýlega.)

skuggi (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 00:48

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Frábært!! Við hofum þá í alvöru, almennilegar kommúnistaflokk á íslandi. ég sem hélt að þeir sem næst kæmust kommúnisma væru í VG, en ekki gersamlega á hinum vængnum.

Brjánn Guðjónsson, 7.11.2008 kl. 01:43

17 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já. þetta má vera grafskrift Davíðs og sómir sér vel. Það var unaður að lesa þetta og ég sá samhengi þessa lands allt í einu í nýrri mynd. Við höfum verið í helgreipum þessa virtual kómmúnisma alla mína tíð, hvort sem var undir framsókn og sambandinu eða capóunum í öfugmælinu sjálfstæðisflokkur.

Mikið vildi ég að Helgi tæki að sér ítarlegt endurlit í þessum stíl og setti jafnvel á bók. Bók sem skylda væri að lesa til að forðast eldinn eins og hollt er að rifja upp helförina okkur til varnaðar.  Ég get vitnað um að ekkert af auði og uppgangi þessa lands hrökk í vasa þeirra sem mér næst standa og er það harðduglegt og vel gefið fólk, og jarðbundið og sparsamt og allt það. Íslenska undrið er einhver stærsta lygasaga aldarinnar. Þetta land var hreinlega mergsogið af spillungu.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 04:49

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér verður ávallt hugsað til sænska ráðherrans sem var látin fjúka fyrir að hafa keypt sér Toblerone á ríkiskort í einhverju gáleysi. Hvað er þetta með okkur Íslendinga?

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 05:15

19 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það sem helst hefur breyst frá því að þessi grein var skrifuð er að Helgi Hjörvar er sjálfur orðinn maður sem lætur blekkjast af kasínókapítalisma heimisns og reynir að selja þjóðinni það að afhenda orkuauðlindir okkar á sama hátt og bankarnir voru afhentir fjárglæframönnum og fiskveiðiauðlindirnar voru afhentar þeim sem þegar áttu fyrir eignir í útgerðarfyrirtækjum. 

Í besta falli er Helgi Hjörvar nytsamur sakleysingi. Í versta falli er hann eins spilltur nú og þeir sem hann gagnrýnir í þessari grein.

Sjá

Að losa peninga - Raufarhafnarstemming hjá Helga&#133;

 Sóknarfæri að selja virkjanir

Hugsanlega hefur Helgi Hjörvar eitthvað lært af kreppunni stóru. Alla vega hef ég ekki heyrt hann nýlega  tala um að selja virkjanir til að búa til fjárfestingarsjóð handa komandi kynslóðum  og fjármagna útrás með tilkomu nýrra fjárfesta. 

Ég vona alla vega að fólk skoði vel núna hugmyndir Helga Hjörvars um einhverja fjárfestingarsjóði. Hann virðist halda að með því að selja virkjun og setja afraksturinn í sjóð þá galdrist fram miklar tekjur og ávöxtun sem ófæddir Íslendingar geta lifað af. Hann  virðist ekki taka eftir að einmitt það að afsala svona yfirráðum yfir verðmætum sem staðsett eru á Íslandi með því að breyta þeim í pappíra sem sogast milli heimshluta í æðisgengnum sviptingum fjármálakerfis sem virkar eins og kasínó.  

Það sem bjargar Íslendingum núna er einmitt það sem ekki er búið að selja úr landi.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.11.2008 kl. 15:05

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tók nú alltaf tillögum hans um afsal, sölu eða leigu auðlindanna sem ofugmælum eða tilraun til að setja stefnu ríkisstjórnarinnar í kastljósið, svo fólk sæi virkilega hver hinn undirliggjandi andi væri. Ég trú því ekki að honum hafi verið alvara þar og sennilega hefur hann ekki búist við því að hann væri tekinn alvarlega. Að þetta sé sannfæring hans er algerlega absúrd, enda var hann ansi virkur í andófi Reimálisns.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 18:52

21 Smámynd: Jóhann G. Frímann

Þú ert snillingur!

Jóhann G. Frímann, 8.11.2008 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband