20.11.2008
Forsætisráðherra fabúlerar
Býður sig einhver fram í að greina þetta viðtal, benda á mótsagnir, rangfærslur, vitleysu, pólitískt kjaftæði, skjóta inn spurningum, ganga eftir skýrari svörum og bara almennt að koma vitinu fyrir forsætisráðherra...? Það gæti mögulega verið umbun í boði ef vel tekst til.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Athugasemdir
skilja landið eftir stjórnlaust? ég vissi ekki betur en þing sitji fram að nýju þingi og að sitjandi ríkisstjórn sitji fram að stjórnarskiptum.
er maðurinn að segja að allt verði stjórnlaust við kosningar? guð hjálpi oss þá á fjögurra ára fresti.
Brjánn Guðjónsson, 20.11.2008 kl. 21:31
...ég veit ekki hvað þjóðin er að hugsa sem heild, það veit ekki nokkur maður...
Já, svona er það nú í hugarheimi forsætisráðherrans. Kveðja Hákon
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:47
Mér fannst hann allt að því auðmjúkur í þessu viðtali........viðurkenndi mistök sín og DO en telur þá samt sem áður hæfasta til að stýra skútunni...........
Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 21:58
Geir lætur eins og adgerdirnar í dag, hafi verid hans verk. Th.e. ad ÍMF og nordurløndin ákveda ad lána Íslandi pening, er Geirs verk.... eda thannig virkar hans røkfærsla.
Ég treysti ekki Geir eda ríkisstjórninni.
Sólveig Kristín Gunnarsdóttir, 20.11.2008 kl. 22:02
Ég er bara örþreytt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 22:04
Þetta er bara leppur með sína rullu og lítið meira um það að segja.
Baldur Fjölnisson, 20.11.2008 kl. 22:21
Ég býð mig ekki fram, en er ekki einhver vitleysingafræði kennd í háskólanum, man eftir einum prófessor þar, bíddu er hann ekki prófessor í vindverkja og vitleysingafræði. Rekstur ríkisstjórnarinnar í fjármálum virðist bara hafa verið einn stór VIÐREKSTUR, sem kom svo einsog "hvirfilvindur" utan úr heimi, hvílíkt fárviðri maður !
Máni Ragnar Svansson, 20.11.2008 kl. 23:12
Mjög góður punktur hjá Brjáni hér fyrst, minnist sjálfur ekki neins sérstaks stjórnleysis í kringum kosningar. En eins og sakir standa og ef marka má skoðanakannanir, þá er það auðvitað það síðasta sem Geir og hans flokkur vill nú að gangast undir stóru prófraunina, að leita endurnýjaðs trausts. Í orðum hans og meintri undrun á skoðunum tveggja ráðherra S um kosningar hugsanlega í vor, lá í senn ótti um að til þess kæmi og sú meining, (sem hljómar nú ekki sannfærandi) að engin stjórn nema undir hans forystu sé treystandi til að sigla út úr kreppunni! (viðurkennir semsagt að vera jú að hluta til sá er olli bálinu, en sé samt líka eiginlega sá eini sem geti slökkt það!?)
Magnús Geir Guðmundsson, 20.11.2008 kl. 23:46
Ég verð að játa það að ég hef ekki þolinmæði til að hlusta á allt viðtalið. Það sem ég heyrði fannst mér vera líkast föðurlegri umvöndun í þá veru að nú sé búið að finna góðan plástur á meiddið og við skulum leyfa honum að vera næstu tvö árin eða svo. Auðvitað eru þetta viðbrögð manns sem veit að hans tími er á þrotum og gerir allt til að þrauka sem allra lengst. Að þykjast ekki skilja ástæður þess að Samfylkingarfólk vilji kosningar er álíka gáfulegt og þykjast ekki vita að 2+2 eru 4. Þetta með að skilja landið eftir stjórnlaust er bara ódýr brandari og eins og hann haldi að fólk viti ekkert í sinn haus.
Svo verður hann auðvitað að tala svo höfðingjanum líki, svo einfalt er það.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 23:48
Ég held að forsetisráðherra skorti ekki vit, en hann skortir KJARK.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 23:50
Það er verulega óhuggulegt þegar forráðamenn í lýðræðisríki fara að vara við kosningum. Þetta er búið að vera söngurinn um langt skeið, þegar vel gengur má alls ekki rugga skútunni og þegar illa gengur þá er sagt að um fram allt sé mikilvægt að standa fast og ná jafnvægi. Og að nefna þjóðaratkvæðagreiðslu jaðrar við landráð.
Þetta er ekki í lagi.
Hulda (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:52
http://www.smugan.is/pistlar/penninn/kristjana-gudbrandsdottir/nr/19 Lára Hanna, kannski svarar þessi grein einhverju
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.11.2008 kl. 23:54
Maður hefur ekki undan að hnupla flottu efni frá þér í safnið!
Gleymi yfirleitt að þakka fyrir mig; geri það hér með fyrir fullt, fullt af heimildum og beittum skrifum.
Þangað til næst :-)
baldur mcqueen (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 00:00
Auðvitað kosningar í vor. Ég horfði og hlustaði á Geir í Kastljósinu. Það var engu líkara en DO stæði bak við hann og klipi hann í rassinn, þegar hann ætlaði að fara að tala af sér.
Geir er í ömurlegri stöðu með DO yfir sér alla tíð.
Jón Ragnar Björnsson, 21.11.2008 kl. 00:09
Ég hef ekki geð í mér til þess að hlusta á Geir, og reyna svo að giska á það hvort hann sagði kannski satt í þetta skiptið. Manninum er ekki treystandi.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.11.2008 kl. 01:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.