Spillingarfenið í Framsókn

Ég á bágt með að trúa því að fólk hafi almennt verið undrandi á viðtalinu við Bjarna Harðarson í Kastljósi í gærkvöldi og því sem hann bæði sagði og ýjaði að. Spillingin innan Framsóknarflokksins hefur verið opinbert leyndarmál áratugum saman. Ég vissi þetta löngu áður en ég fékk áhuga á pólitík og vissi ég þó ekki ýkja margt í þá tíð. Það sem við höfum ekki vitað eins vel er hvernig flokkurinn er fjármagnaður og hver(jir) kostuðu auglýsingaskrum flokksins og yfirhalningu frambjóðenda fyrir síðustu borgarstjórnar- og alþingiskosningar, enda bókhald flokksins harðlæst. En ýmsar grunsemdir hafa vaknað í gegnum tíðina og ekki fækkar þeim nú þegar ljóst er orðið hve greiðlega útrásarbarónum og bankastjórum gekk að koma þjóðinni á hausinn á meðan stjórnmálamenn sátu aðgerðarlausir hjá og létu þá komast upp með það. Enda vildi núverandi formaður og fyrrverandi ráðherra til ótalmargra ára ekki tjá sig um málið í tíufréttum kvöldsins á RÚV.

Ætli einhver Sjálfstæðismaður opni munninn um ástandið þar á bæ fljótlega? Varla er það skárra en í Framsókn. Af hverju heldur fólk að Davíð, Geir og co. haldi svona fast í stólana sína? Það kæmi mér nú ekki á óvart þótt einhver myndi syngja og verða þjóðhetja fyrir vikið, ég verð bara að segja það

Úr Kastljósi

Úr Tíufréttum


Ég hef verið að skima eftir umsögnum fjölmiðla um málið en fyrir utan RÚV hef ég ekkert séð nema á Vísi hér. Þar segir:

Bjarni Harðar: Flokkseigendur vildu Framsókn áfram við völd

Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamenn í flokknum hafi lagt mikla áherslu á að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu kosningar. Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins lýsti því yfir á kosninganóttina að flokkurinn hlyti að víkja úr stjórn eftir tapið.

Bjarni segir hins vegar í væntanlegri bók sinni að skömmu síðar hafi Jón skipt um skoðun og að til hafi staðið að tryggja Jóni, sem ekki var á þingi og Jónínu Bjartmars, sem missti sitt þingsæti, áframhaldandi ráðherradóma. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í Kastljósinu í kvöld.

Bjarni segist hafa barist hart gegn þessum áformum og meðal annars boðist til að segja af sér þingmennsku. Hann segir ljóst að sinnaskipti Jóns hafi orðið vegna mikils þrýstings frá „flokkseigendafélaginu" sem sé hópur áhrifamanna innan flokksins. Þeim hafi verið mjög umhugað um að flokkurinn héldi völdum auk þess sem þeir hafi viljað koma í veg fyrir að Guðni Ágústsson yrði formaður flokksins. Bjarni segist telja að þessi áhersla valdamanna innan flokksins á að halda flokknum við völd hvað sem það kosti hafi eyðilagt flokkinn á undanförnum árum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þeir stjórnmálamenn sem ég hef haft minnsta trú á undanfarin ár eru báðir framsóknarmenn.  Finnur Ingólfsson og Halldór Ásgrímsson.  Þeir hafa gengið á undan öðrum í eiginhagsmunagæslu og einkavinavæðingu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.11.2008 kl. 02:57

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

hhs 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 03:48

3 identicon

Það ætti hreinlega að banna leynd yfir bókhaldi flokkanna. Annað er ógnun við lýðræðið. Ágætt dæmi er sprengingin táknræna við Kárahnjúka um svipað leyti og flokknum "áskotnuðust" 30 milljónir til að nota í kosningabaráttunni. Komu þeir peningar frá Impregilo (hvers vegna lýsti Halldór Ásgrímsson yfir svona miklu þakklæti til Imregilo?) Eða komu peningarnir frá Alcoa? eða einhverjum verktökum?

Sumir hafa orðið vitni að spyllingarmálum framsóknaríhaldsins sem ekki er hægt að segja frá hér á bloggsíðunum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 04:25

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Famsókn!!!!!!

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 05:25

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki hissa.  Er það einhver?

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 07:48

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta hafa flestir vitað lengi..það hefur alltaf legið í loftinu að spillingaröfl og eiginhagsmunaklíkur standi á bak við flokkana og við höfum einhvernveginn bara orðið samdauna þeirri staðreynd...alveg eins og það eru óskráð lög sem allir þó vita að þú verður að fara varlega með skoðanir þínar opinberlega vegna t.d vinnu, styrkjaumsókna o.s frv. Þessu höfum við bara tekið sem einhverjum náttúrulögmálum en nú er þjóðin heldur betur að vakna upp við vondan draum og vill breytingar á öllu þessu og vill spillinguna og græðgina burt sem og einkavinavæðingu og eiginhagsmuni valdaklíka. LOKSINS!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 08:15

7 identicon

kænski þöggun á prófkjörinu þegar Finnur vann Guðmund G. í Reykjavík segi meira en nokkru tali taki en allir sem höfðu verið skráðir í Frammsókn greiddu atkvæði þeir dauðu greiddu Finn atkvæði dín

Tryggvi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 09:18

8 Smámynd: Sævar Helgason

"Það ætti hreinlega að banna leynd yfir bókhaldi flokkanna."

Eftir að hafa orðið vitni af efnahagshruninu og umræðunni því tengt- þá er sú trú að eitthvert bókhald flokkanna sýni einhvern sannleika. 

Spillingaröflin sem hér hafa leikið lausum hala með samþykki og afskiptaleysi stjórnvalda- eru fullfær um að koma fjármunum til flokkanna - framhjá öllum bókhöldum. 

Milljarað hundruð hafa valsað um í frjálsu flæði . það eru daglega að koma upplýsingar um leynifélög með milljarað lántökur og enginn kannast við eigendur - virðist vera fé án hirðis.

Spillingarbælið Ísland er óhugnalegt.

Og nú er allt hrunið- efnahagurinn, bankarnir og stjórnmálalífið. Heimilin og alvöru atvinnufyrirtæki að komast á vonarvöl- bráðum- eftir jólin...

Sævar Helgason, 26.11.2008 kl. 09:40

9 Smámynd: Sævar Helgason

Smá leiðrétting á texta:

"Eftir að hafa orðið vitni af efnahagshruninu og umræðunni því tengt- þá er sú trú að eitthvert bókhald flokkanna sýni einhvern sannleika, mjög takmörkuð."

Annað:

Sennilega eru prófkjör þau sem flokkar halda til að velja frambjóðendur- mestu spillingarbælin..  Þau ber skilyrðistlaust að afnema.

Sævar Helgason, 26.11.2008 kl. 09:56

10 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég setti inn á mánudaginn var hugleiðingu um hvað Alþingi gæti gert til að auka traust fólks til þingmanna. Titillinn er tilvitnun í orð utanríkisráðherra þegar hún réttlætti andstöðu sína við kosningar. Sjá pistil:

Til að setja fólkið fyrst - Aðgerðarlisti fyrir Alþingi

Sigurður Ingi Jónsson, 26.11.2008 kl. 09:56

11 identicon

Meðan fólk kýs flokka með lokað bókhald kýs það mögulega spillingu.

Ef við viljum hreinsa upp í sukkinu á Íslandi þá er það t.d. eitt af því sem almenningur getur gert, sniðganga alla sem neita að leggja spilin á borðið. Þannig verða þeir sem spilltastir eru teknir úr umferð.

Hulda (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:00

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það væri gaman ef einhver úr Sjálfstæðisflokknum skrifaði bók

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 10:09

13 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ef það væri einhver alvöru rannsóknarblaðamennska hér á landi væri búið að fletta ofan af tengslaneti Framsóknarflokksins. Þá væri búið að kortleggja þau fyrirtæki sem högnuðust hvað mest á þeim stórframkvæmdum sem Framsóknarmenn hafa barist fyrir, t.d. Kárahnjúkavirkjun. Þar mætti gjarnan skoða tengd verkfræði- og hönnunarfyrirtæki og þær himinháu greiðslur sem fyrir verkin voru greidd. Hægt væri að nefna HRV, VST, Hönnun, Rafhönnun, Mannvit og eflaust einhver fleiri. Þetta er eiginlega Halliburton í smárri útgáfu.

Sigurður Hrellir, 26.11.2008 kl. 10:11

14 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það er merkilegt að margir þeir sem hafa tjáð sig hér virðast ekki vita um ný lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka sem einmitt framsóknarmenn beittu sér fyrir og sett voru fyrir síðustu kosningar þar sem framlög fyrirtækja og einstaklinga eru takmörkuð og ríkisendurskoðun fær það hlutverk að fara yfir bókhald flokkana til að tryggja að þar sé ekkert misjafnt á ferð.  Rógberarnir sjást ekki fyrir í hamaganginum.  Getur einhver nefnt stjórnmálaflokk þar sem grasrótin og einstaklingar í flokksstarfi hafa ekki skoðun á stjórnarmyndun og láta hana í ljósi?    Kallast það spilling að hafa skoðanir?   Ekki vildi ég starfa í flokki sem lítur þannig á málin.

G. Valdimar Valdemarsson, 26.11.2008 kl. 10:12

15 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sjálfstæðisflokkurinn er vitaskuld sama merki brenndur með tengslanet í flestum greinum atvinnulífsins.

Sigurður Hrellir, 26.11.2008 kl. 10:14

16 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Alls ekki sammála Sævari um að afnema prófkjörin. Það var einmitt í gegnum prófkjör sem Bjarni komst til metorða í Framsóknarflokknum. Spillingaröflin eru ekki svo öflug að þau éti alla sem þátt taka í prófkjörum.

Sæmundur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 10:29

17 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ég hvet fólk til þess að mæta á fundi hjá Framsókn hvar sem það er statt og kynnast því frábæra fólki sem þar starfar og grasrótinni og okkur unga fólkinu sem er gríðarlega öflugur hópur um þessar mundir. Það væri ágæt leið til að kynnast flokknum í stað þess að dæma hann allan út frá skilgreindum atvikum og fréttaflutningi. Það verður verkefni okkar allra að byggja upp stjórnkerfi og stjórnmál sem hafa ekkert svigrúm fyrir óheiðarleika og byggja þess í stað á heiðarleika og trausti!

Kristbjörg Þórisdóttir, 26.11.2008 kl. 10:36

18 identicon

Kristbjörg, ef þú ert í raun heiðarleg og ærleg persóna og vilt vera það áfram. Snúðu þá baki við Framsóknarglæpaflokknum og hlauptu, hlauptu hratt.

Ef ekki, bend over...

Baldvin (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:07

19 identicon

Bjarni greyið er að auglýsa hundleiðinlegt „greinasafn“ eftir sjálfan sig. Bjarna fyrirgefst það að misnota Kastljós RÚV í markaðssetningunni . 

Hann er hinsvegar ekki samkvæmur sjálfum sér eins og oft áður samkvæmt fréttablaðinu í dag

„Í viðtali við Fréttablaðið eftir alþingiskosningar 2007 hafði Bjarni aðra sögu að segja. Um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk sagði hann: „Þó svo að ég telji að mörgu leyti hag Framsóknarflokksins betur borgið utan þeirrar stjórnar, þá gerði ég mönnum ljóst að ef til þessa stjórnarsamstarfs kæmi stæði ég með því."

kj (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:16

20 identicon

Kristbjörg mín,það er engin grasrót lengur!

Bara arfi

Malbikum yfir blettinn.

Þórarinn St (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:28

21 Smámynd: Hallur Magnússon

Að venju - afar málefnaleg umræða um Framsóknarflokinn - vel rökstudd!

Annars held ég verði að tilfnefna vin minn Bjarna Harðarson markaðsmann ársins!

Bjarni er afar næmur maður. Eftir einungis 20 mánaða virka þáttöku í Framsóknarflokknum hefur hann skynjað allt og alla sem að Framsóknarflokknum koma.

Reyndar verð ég að leiðrétta Bjarna í einu. Hann nefnir með nafni mann - sem er víst með ljótu köllunum í flokknum og segir hann STARFSMANN Framsóknarflokksins. Verð að upplýsa að sá maður lét af störfum sem starfsmaður Framsóknarflokkinn árið 1995.

Bendir til að Bjarni hafi ekki verið mikið á flokksskrifstofu Framsóknarflokkinn.

En markaðssetning á bókinni hans er allgjör snilld - enda Bjarni skemmtilegur snillingur - þótt hann hafi skrítnar skoðanir á ýmsu og líður illa í jakkafötum á þingi! 

Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 11:39

22 identicon

Nú er ég alls ekki framsóknarmaður eða sjálfstæðismaður. Ég hef alltaf litið á mig sem jafnarmann sem finnur ekki jafnaðarflokk.

Það sem mér finnst svo rosalega slæmt við umræðunu uppá síðkastið er þessi fjandans flokkapólutík sem hefur skilað okkur þessu ástandi sem við nú búum við. Það vita allir að flokkarnir eru spilltir og að þeir sem hafa haft völdin lengi eru trúlega spilltari en aðrir því þeir hafa haft möguleika á því að planta sínu fólki á hvern kopp.

Ég trúi því ekki að sjálfstæðismenn eða framsóknarmenn séu í eðli sínu verra fólk en við hin. Það er mjög heimskulegt að telja svo. Þess vegna fer ekkert meira í taugarnar á mér í dag heldur en Samfylkingarfólk, Vinstri grænir eða Frjálslyndir sem reyna að telja fólki að allt sé gjörspillt annarstaðar en hjá þeim.

Flokkakerfið sem við búum við býður akkúrat uppá þessa spillingu og spillingin verður alltaf til staðar þar til við breytum þessu kerfi eitthvað. Spillingin hverfur ekki við það eitt að vinstri grænir og samfylking setjist í ríkisstjórn, þó að ég myndi reyndar kunna betur við það samband en það sem nú situr.

Áfram Ísland.

Gestur S. (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:20

23 identicon

Framsóknarflokkurinn er annað orð yfir spillingu. Svo virðist sem Ingibjörg Sólrún ætli að ljá Samfylkingunni sömu merkingu:

http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1257017

Rómverji (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:39

24 identicon

Finns saga Ingólfssonar er held ég athygliverðust þó lítið sé sem um hana fjallað einhverra hluta vegna?

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 13:01

25 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Tek undir orð Jennýar; er einhver hissa? Þetta er bara staðfesting á því sem maður veit með spillinguna í flokkunum og hver heldur í stjóntaumana.

Rut Sumarliðadóttir, 26.11.2008 kl. 13:19

26 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Rut hvað veist þú um spillinguna í flokknum ?   Mundu að sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum.

G. Valdimar Valdemarsson, 26.11.2008 kl. 13:42

27 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Framsókn er ekki einn um þessa meinsemd. Þetta gegnumsýrir flokkapólitíkina í dag. Þótt á alþingi séu heiðarlegt fólk innan um eru þar margir sem tengjast spillingunni sterkum böndum. Við fáum ekki lýðræðissamfélag fyrr en kerfinu verður kollvarpað.

Það er lífsspursmál fyrir þjóðina að banna óheftar auglýsingar fyrir kosningar. Það þarf að koma á fyrirkomulagi þar sem frambjóðendur hafa jafnan aðgang að fjölmiðlum. Það þarf að koma upp kosningakerfi þar sem þjóðinni er gefið færi á að velja fólk inn á þing.

Ég hef haldið því lengi að fyrirkomulag flokkakerfisins hafa komið þjóðinni á vonarvöl. Málflutningur Bjarna á rétt á sér. Eigendur flokkanna eru auðmenn, embættismenn og aðrir. þetta fólk stjórnar landinu í gegn um flokkana og það eru LANDRÁð.

Atburðir líðandi stundar afhjúpa þetta fyrirkomulag. Þetta fyrirkomulag skýrir seinaganginn á því að skipaðar hafi verið marktækar rannsóknarnefndir.

Ég held að nú leiti ríkisstjórnin með logandi ljósum að hliðhollum og múturþægum erlendum sérfræðingum til þess að skipa í rannsóknarnefndir.

Þið sem voruð á borgarafundi tókuð kannski eftir því hversu ákveðnir stjórnmálamenn voru að ekki mætti vera fulltrúar frá almenningi í þessum nefndum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 13:46

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

G. Valdemar þessi lög eru sýndarleikur. Stjórnmálamenn fara ekki eftri þeim eða í kringum þau eins og þau gera með jafnréttislög og stjórnslýslulög. Eins og stjórnvöld hafa hunsað þrískiptingu valdsins sem ekki fyrirfinnst lengur ef það hefur þá nokkurn tíma gert það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 13:50

29 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Jakobína komdu vitneskju um lögbrot á framfæri við yfirvöld búir þú yfir henni í stað þess að ata fullt af heiðarlegu fólki sem starfar í stjórnmálaflokkum auri og skít.   Þá verður tekið á þeim sem brjóta lögin og hinir geta starfað án þess að sitja undir ærumeiðingum, dylgjum og skítkasti þeirra sem þykjast sjálfskipaðir siðapostular samfélagsins í dag.

Þú veist að þú ert samsek ef þú þegir yfir vitneskju um lögbrot.

G. Valdimar Valdemarsson, 26.11.2008 kl. 13:56

30 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég er sammála þér, Hallgerður P.: Finnur Ingólfsson er kapitúli fyrir sig, væri gott að skoða þennan mann og áhrifin hans betur. Hann lét sig hverfa úr pólitíkinni og makaði krókinn bak við tjöldin í tæka tíð. Halldór Ásgrímsson á ekki of góða fortíð heldur. Og Valgerður Sverrisdóttir ætti að hafa vit fyrir að gaspra ekki of hátt núna í stjórnarandstöðu. Hvað var hún að gera gott sem iðnaðaráðherra? Boxa þessar skelfilegra Kárahnjúkarframkvæmdir í gegn sem olli ofþenslu og ofhitnun í fjármálakerfinu.

Úrsúla Jünemann, 26.11.2008 kl. 14:29

31 Smámynd: Haukur Nikulásson

Í mínum huga er samasem merki á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokksins í spillingarmálum. Hverjum öðrum en spillingardindlum getur dottið i hug að taka nýdæmdan þjóf og troða honum á Alþingi aftur?

Eins og Jakobína bendir á hafa þessir flokkar verið duglegir að fara í kringum lög og reglugerðir þegar það hentar þeim ekki. Skrefið var stigið til fulls þegar neyðarlögin voru sett, þá hófst grímulaus milljarðaþjófnaður sem ekki sér fyrir endann á. Ofan í kaupið er sama ræningalið að taka við milljörðum dollara frá IMF til að halda áfram veislunni sinni og líka til að moka í eigið tap fyrr í leiknum.

Spillingarmálin eru orðin svo óstöðvandi og gegndarlaus að friðsamasta og grandvarasta fólk er komið í byltingarhugleiðingar og það er hreint ekki gott ástand.

Geir og Solla þekkja ekki sinn vitjunartíma í stjórnmálum, svo mikið er ljóst. 

Haukur Nikulásson, 26.11.2008 kl. 14:40

32 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

G. Valdemar

Ég fer ekki með dylgjur og hef reynt oftar en einu sinni að kæra yfirvöld. Yfirvöld hafa raðað sínum tindátu á alla pósta og þessir tindátar sitja þar eins og varðhundar og verja lögbrot húsbænda sinna. Valdhafar hafa raðað sínu fólki inn í dómskerfið, í nefndir og embættir sem ættu að verja almenning er gera það ekki heldur standa vörð um valdhafann.

Ég er ekki að ata heiðarlegu fólki auri. Ég er að benda á óheiðarlegt fólk sem atar lýðræðið auri.

það kallast ekki skítkast eða aurötun þegar bent er á fólk sem misnotar traust almennings og tapar þessu trausti.

Þeir sem troðið hafa á lýðræðinu hafa atað kollega sína auri, vanvirt alþingi Íslands og stjórnarráð.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 14:47

33 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Jakobína: Ég er virkur í framsóknarflokknum, en hef ekki brotið lögin, það get ég fullyrt og þér væri nær að nafngreina það lögbrjóta sem þú talar um í stað þess að kasta skít í saklaust fólk.   Því að það gerir þú með þínum fullyrðingum og þær eru þér til minnkunar og þú ættir frekar að biðjast afsökunar en að halda ósómanum áfram.

G. Valdimar Valdemarsson, 26.11.2008 kl. 15:04

34 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Væri þér ekki nær að biðja Halldór Ásgrímsson og Finn Ingólfsson að biðja þjóðina afsökunar heldur en að ráðast á saklausann almenning með óhróðri.

Ef þú kallar frelsisbaráttu mína ósóma ætla ég að halda honum áfram.

Ég krefst frelsi fyrir hönd almennings undan oki spillingarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.11.2008 kl. 15:23

35 identicon

Ef spillingin, baktjaldamakkið og siðleysið hefur farið framhjá þér á undanförnum árum G.Valdimar þá ættir þú að láta athuga hvort að bæði sjón og heyrn séu ekki í góðu lagi hjá þér.

Þessutan segist þú vera virkur í framsókn. Þú hefur ekki fundið snefil af skítalykt ef þú hefur setið fundi eða aðrar samkomur framsóknar?
Kannski að lyktarskynið sé ónýtt líka?

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 16:00

36 Smámynd: Sigurður Hrellir

Framsóknardindillinn G. Valdimar kallar fólk ýmsum ófögrum nöfnum ef það vogar sér að gagnrýna Valda-klíkuna hans. T.d. kallaði hann mig rógbera og sagði mig kasta fram lygum og skít, sjá hér. Það finnst mér ágætis umsögn komandi frá honum.

Framsóknarmenn sem skrifa athugasemdir hér hafa þvertekið fyrir spillingu innan flokksins, alla vega hin síðustu ár. Samt kallar Hallur á algjöra endurnýjun forystunnar, sjá t.d. hér. Þrátt fyrir það hefur enginn flokkur gengið í gegn um eins miklar "hreinsanir" eins og Framsóknarflokkurinn og oftar en ekki fara menn með hnífasett í bakinu eða eitraðar bréfaskriftir í farteskinu, svo ekki sé talað um hálfu og heilu bankana eða kvótaeign fyrir milljarða. Sumir náðu einfaldlega ekki kjöri og er það mikil blessun fyrir okkur hin.

  1. Finnur Ingólfsson.
  2. Jónína Bjartmarz.
  3. Halldór Ásgrímsson.
  4. Björn Ingi Hrafnsson.
  5. Guðni Ágústsson.
  6. Árni Magnússon.
  7. Jón Sigurðsson.
  8. Bjarni Harðarson.
  9. Guðjón Ólafur Jónsson.
  10. Anna Kristinsdóttir.
  11. Marsibil Sæmundardóttir.
  12. Kristinn H. Gunnarsson.
  13. Jón Kristjánsson.
  14. Alfreð Þorsteinsson.
  15. Ingibjörg Pálmadóttir.
  16. Dagný Jónsdóttir.
  17. Páll Pétursson.
Listinn er sjálfsagt enn lengri en það er vissulega umhugsunarvert hversu mikil endurnýjun hefur átt sér stað í framlínu flokksins, aðallega sl. 2-3 ár. Samt þarf enn að en hreinsa til ef marka má orð Halls. Hvaða skilaboð felast í því? Væri ekki bara einfaldara að moka ofan í maðkagryfjuna?



Sigurður Hrellir, 26.11.2008 kl. 16:10

37 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Sigurður, þú fórst með fullyrðingar sem þú gast ekki staðið við og þá ertu rógberi... það þarf ekkert að uppnefna þig til þess.   Ég veit að það svíður en svona er þetta bara.    Þegar allt þetta fólk sem þú telur upp hefur yfirgefið flokkin heldur þú samt áfram að benda á það sem dæmi um spillinguna í flokknum, hvar er hundalógík er það?

G. Valdimar Valdemarsson, 26.11.2008 kl. 16:28

38 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ææææææ, hahaha

G.Vald, ég hlakka til að lesa bókina, sem þú vonandi skrifar þegar Siv hefur tapað fyrir "flokkseigendafélaginu" með Pál Magnússon í fararbroddi

Takk fyrir síðast....held það hafi verið þegar þú varst u.þ.b. að segja þig úr flokknum vegna "fyrirlitlegra vinnubragða" einhverra í flokksforystunni

Sigrún Jónsdóttir, 26.11.2008 kl. 16:39

39 Smámynd: Sigurður Hrellir

G. Valdimar, ég legg heldur til að þú útskýrir fyrir okkur hinum hvers vegna öllu þessu fólki virðist varla vera líft í elsta stjórnmálaflokki landsins. Svo hlýtur að vera áríðandi umhugsunarefni fyrir þig og klíkufélaga þína hvers vegna færri og færri vilja kjósa ykkur verandi í stjórnarandstöðu. Haldið þið virkilega að e-s konar stuttbuxnavæðing muni auka tiltrú fólks á flokknum? Þannig væri enn auðveldara fyrir "baksveitina" sem Bjarni lýsir í viðtalinu að fjarstýra sínum einkahagsmunum.

Sigurður Hrellir, 26.11.2008 kl. 16:50

40 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Ég sem ung áhugakona um íslensk stjórnmál, landið og samfélagið allt skil ekki hvers vegna fólk eyðir svona mikilli orku í það að fjalla um neikvæða hluti sem það getur rökstutt misvel m.a. varðandi Framsókn. Af hverju notar það ekki tímann frekar í jákvæða uppbyggjandi hluti því vissulega er af nógu að taka þessa dagana sem við getum unnið að saman af heiðarleika og trausti. Ég hvet fólk sem dæmir Framsókn og fortíð flokksins sem harðast að koma og kynnast flokknum eins og hann er í dag, sjá þróunina og framtíð hans. Ég held að margir yrðu undrandi. Í öllum flokkunum eru svartir sauðir og núna verður pressa í öllum flokkum um endurnýjun. Þar held ég að Framsókn sé komin skrefinu lengra en aðrir flokkar. Ég væri löngu farin úr Framsókn ef ekki væri svo mikið af hæfu og heiðarlegu fólki þar og raun ber vitni og ég hefði ekki trú á framtíð hans. Farið vel með ykkur og gangi okkur öllum saman vel að byggja upp nýtt samfélag, nýtt ísland og vinna saman á jákvæðan og heiðarlegan hátt sama hvar við stöndum í pólitík.

Kristbjörg Þórisdóttir, 26.11.2008 kl. 16:52

41 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Spilling og fyrirgreiðslupólitík partur 2.

Eins og í fyrri samantekt minni (hér) eru þetta bútar sem ég hef safnað héðan og þaðan. Ef að einhverjum ofurflokkshollum finnst hallað á sína verður hann að eiga það við sig. Það skiptir ekki máli hvaðan spillingin eða fyrirgreiðslupólitíkin kemur heldur það að uppræta þetta krabbamein á íslensku þjóðinni.

Ævar Rafn Kjartansson, 26.11.2008 kl. 18:11

42 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ekkert er betra en íhaldið

Óðinn Þórisson, 26.11.2008 kl. 18:16

43 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Kristbjörg þið hjá ungum Framsóknarmönnum voru kannski það öflug að ykkur tókst að bola Guðna Ágústssyni burt. Þann sama dag og Guðni sagði af sér, sagði ég mig úr Framsóknarflokknum.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 26.11.2008 kl. 20:58

44 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Bara mál Jónínu B. er SKÖMM....OG ALDREI SAGÐI HÚN AF SÉR?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.11.2008 kl. 21:01

45 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Réttnefni um framsóknarflokkinn eins og hann er núna:  AUMT ER AÐ SJÁ Í EINNI LEST

                                                                                         ÁHALDSGÖGNIN SLITIN FLEST

                                                                                          DAPRA KONU DRUKKINN PREST

                                                                                          DREMBINN ÞRÆL OG MEIDDAN HEST.

Gísli Már Marinósson, 26.11.2008 kl. 23:14

46 identicon

Segið þið mér eitt. Voru til menn á Íslandi til að kaupa bankana á "réttu" verði. Hvernig var þetta með einkavæðinganefndina, hvað lagði hún til?

Við vitum hvernig þetta endaði allt saman, allt kolaps! Við sem þjóð rúin æru og trausti, allsstaðar vil ég meina. Þessir menn gátu ekki rekið bankana, fóru illa með það traust sem þeim var sýnt. Bankarnir voru allt of litlir til að geta verið með hraða þróun hér á landi og því átti að selja þá, reyna að koma á skilum á milli stjórnmálamanna og frjálsra viðskipta. Hefði ekki verið betra að selja þá til evrópskra banka?

Það var ekki hægt, því bankarnir byrjuðu að lána útgerðarfyrirtækjum sem okkar stærstu útflutningstekjur voru til alda, þó svo að ofveiði hefði átt sér hérna stað og fiskistofnar að klárast á okkar fiskimiðum. Þá var settur á kvóti til að reyna að stýra þessu. Hvað gerist? Útgerðirnar fóru í fullu leyfi hjá ríkisbönkunum að veðsetja óveiddan fisk! Þar með var fordæmið komið fyrir þessu sukki og bulli sem við erum að súpa seiðið af núna.

Hvað átti að gera? Klára fiskinn í 200 mílunum stjórnlaust og lifa á hverju?

Stærstu mistökin voru að leyfa að veðsetja óveiddan afla/kvóta. Þarna fóru útgerðirnar að setja kvótann sem "eign" í sitt bókhald og fengu lán út á kvótann. Þar með gátu þeir keypt upp kvóta sem hin og þessi byggðarlög áttu. Ég myndi spyrja Sverri Hermannsson út í þetta, hann réði mestu í Landsbankanum á þessum tíma. Þarna kom fordæmið og stjórnmálamenn vildu losa sig út úr þessu.

Fólk fór að flytja af landsbyggðinni og á þann stað sem einhverja vinnu var að fá þ.e. SV-hornið, hvarf frá eignum sínum og byrjaði nýtt líf í stórum mínus til að kaupa sér þak yfir höfuðið.

Það sem er að gerast núna, eftir svikamyllu bankaeigenda, er nákvæmlega það sama og gerðist á landsbyggðinni. Nema að fólk hefur ekkert SVSV-horn að flytja til nema að Norðurlöndin flokkist undir þá átt. Svona stefna þýðir ekkert annað en fólksflótti.

Soffía (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 23:42

47 Smámynd: Sigurður Hrellir

Úpps! Póstarnir á milli Framsóknarmanna halda áfram að dúkka upp í fjölmiðlum, sjá hér. Athygli mína vakti að G. Valdimar virðist vera meðal innstu koppa í búri (kemur fram í blaðinu). Það segir mér að fátt sé um fína drætti, ef svo má að orði komast.

Sigurður Hrellir, 27.11.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband