6.12.2008
Góðar hugmyndir eru sígildar
Fyrir nokkrum dögum bárust mér skilaboð frá góðum bloggvini með hugmynd sem mér þótti fjári góð og lofaði að koma áleiðis. Ég gleymdi mér og er svolítið sein á ferðinni með hana, en gjörningurinn sem í henni felst er sígildur og á við jafnt framvegis sem í dag.
Hugmyndin er þessi: Flestir eiga gamla lykla sem þeir hafa ekki not fyrir, vita ekki að hverju þeir eru eða hafa gleymt því... semsagt - ónothæfa aukalykla. Hengjum lykil í band, t.d. jólaborða, mætum með lykilinn á Austurvöll kl. 15 á laugardögum og hengjum hann á norska jólatréð. Þetta er táknrænn gjörningur og verður æ táknrænni eftir því sem fleiri annað hvort gefast upp á að borga síhækkandi afborganir á verðtryggðum húsnæðislánum eða missa heimili sín. Skilum lyklunum!
Slíkur gjörningur, táknrænn sem hann er, væri mjög í ætt við þetta atriði Spaugstofunnar frá 22. nóvember sl.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:25 | Facebook
Athugasemdir
Góð hugmynd, takk!
Sigrún Jónsdóttir, 6.12.2008 kl. 13:36
Brilljant.
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.12.2008 kl. 13:58
Skila þeim sem sagt til Noregs.Dusta rykið af Gamla sáttmála?
Víðir Benediktsson, 6.12.2008 kl. 14:16
Frábær hugmynd, geri þetta, á fullt að gömlum lyklum. Það verður spennandi að sjá tréð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.12.2008 kl. 17:24
Vek athygli á þessari undirskriftasöfnun:
http://www.petitiononline.com/heimili/petition.html
Við undirrituð skorum hér með á stjórnvöld að hrinda nú þegar í framkvæmd öflugum mótvægisaðgerðum vegna þess alvarlega efnhagsvanda sem íslensk heimili standa nú frammi fyrir.
Við beinum sjónum okkar sérstaklega að húsnæðislánum landsmanna og sjáum ekki aðra leið færa en frekari aðkomu stjórnvalda.
Fjölmargir hafa nú þegar stigið fram fyrir skjöldu og lagt fram ýmsar tillögur að aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til vegna þessa mála. Sem dæmi má nefna að fella niður skuldir og að afnema eða frysta verðtryggingu. Eins hafa fleiri en ein útgáfa af tillögum um endurfjármögnun lána eða skuldbreytingu þeirra litið dagsins ljós.
Skorist stjórnvöld undan íhugum við að hætta að greiða af húsnæðislánum okkar frá og með 1. febrúar 2009.
Þórður B. Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 17:51
Mikið var þáttakan dræm í dag, skyldi það vera að fólk sé að átta sig að lífið er ekki búið, að Ísland sé ekki búið að vera og hlutirnir séu ekki eins hræðilegir og þú og fleiri viljið meina.
Kreppa Alkadóttir., 6.12.2008 kl. 22:22
Kreppa Trölladóttir: Þetta kallast held ég afneitun á sálfræðimáli. Já, eða kalt veður.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:28
Setjum upp spjaldaborg á Arnarhól næstu viku(r): Davíð, farðu aftur í pólitík!
Gott að Kreppa Alkadóttir á enn fyrir víni. Sennilega mætir hún ekki til mótmæla fyrr en það er búið.
Matti
Ár & síð, 6.12.2008 kl. 23:08
Held að þetta muni ganga svolítið bylgjum. Auðvitað er ein skýring að fólk er í jólastússi, lífið heldur áfram þó það sé erfiðara hjá mörgum. En önnur skýring er líka að fólki finnst ekki hlustað. Þá kemur þreyta og vonleysi en svo kemur reiðin og gremjan aftur upp þegar menn horfa upp á ráðleysi og dáðleysi og í ljós kemur að þau sem héldu um stjórnvölinn í "gömlu" bönkunum eru búin að lagfæra málin sér og sínum vildarvinum í hag í þeim "nýju". Þau eru jú þarna ennþá. Og sama fólkið fer enn með völd í okkar umboði en nú í óþökk meirihluta þjóðarinnar við gjörbreyttar forsendur, grunað um tengsl við fjárglæframenn og spillingardæmin of mörg til að við getum með góðu móti hent reiður á. Næstu mánuði fer fólk að missa eigur sínar í alvöru, ekki bara að sjá fram á það. Næstu mánuði fer fólk að flytja frá landinu, foreldrar að sjá á eftir börnum sínum, ömmur og afar eftir barnabörnum, kannski til langs tíma, kannski endanlega. Ég er hrædd um að færra fólk á Austurvelli sé lognið á undan storminum.
Solveig (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 23:19
Ég mæti með gamla lykla á laugardaginn kemur.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.