Fámennt en góðmennt á Vellinum

Það var fámennara á Austurvelli í gær en undanfarna laugardaga og grassvæðin voru eitt forarsvað eftir frostið og þíðuna. Fækkunin kom ekki á óvart. Eftir því sem nær dregur jólum verður fólk æ uppteknara af smákökubakstri, innkaupum og öllu mögulegu sem tilheyrir jólaundirbúningnum. Svo er skólafólk í prófum og upplestri, allir mögulegir og ómögulegir viðburðir eru úti um allt, s.s. jólatónleikar Björgvins Halldórssonar, skólakórajólatónleikar, jólabasarar og þar fram eftir götunum. Flestir hafa bara helgarnar til að sinna hlutunum og það er bara gott að þeir geri það. Maður verður líka að gefa sér tíma til að sinna sér og sínu fólki þegar tækifæri gefst, svo ég tali ekki um fyrir jólin.

Ég hef enga trú á því að fólk trúi dúsum ríkisstjórnarinnar eða haldi, eftir allt sem hefur gengið á í vikunni, að ástandið sé eitthvað skárra en það er í raun. Held raunar að fæstir geri sér almennilega grein fyrir því hvað það er hrikalega slæmt og hrædd er ég um að það eigi eftir að versna til muna. Fólk vill bara ekki trúa því ennþá. Reiðin í þjóðfélaginu magnast hægt og sígandi en reiði er orkufrek og slítandi tilfinning

Í fréttum RÚV var athyglisverð umfjöllun um þátt bloggsins og netmiðla í lýðræðislegri umræðu í þjóðfélaginu. Talað var við Salvöru og Jónas, gamalreynda bloggara. Þau hafa alveg hárrétt fyrir sér og ég hef nefnt svipaða hluti í skrifum mínum nokkrum sinnum. Hengdi fréttina aftan við  umfjöllun um mótmælin í gær.


Þetta viðtal við Björgvin G. Sigurðsson er harla merkilegt og þar kennir ýmissa grasa. Eftir að hafa hlustað á það spyr maður sig hvað Björgvin sé að gera í ríkisstjórn sem lætur kyrrt liggja hvernig seðlabankastjóri kemur fram við bankamálaráðherrann - ítrekað. Skilur það einhver? Þessu tengt t.d. hér.

Svo er hér mynd sem ég hnuplaði af netmiðli. Hvað er Ingibjörg Sólrún að gera á mótmælafundi á Austurvelli? Svarið er hér.

Mótmæli á Austurvelli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Kannski við ættum að mæta með rauða fána og lykla næst?  Þetta er náttúrulega tvískinnungur, hjá Ingibjörgu   Hún myndi líklega mæta ef hún væri ekki í stjórninni núna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:25

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Var hún að tjá sig fyrir munn þjóðarinnar þarna eða ekki?

Víðir Benediktsson, 7.12.2008 kl. 01:36

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég tek undir það að fólk er að taka sér frí frá kreppunni núna. Það er að hlaða batteríin og þetta er tími fjölskyldunnar. Jólaundirbúningur og próf eru í brennidepli núna og þannig þarf það að vera. Ég skrapp samt niður á Austurvöll og það var hressandi að koma þar við og finna andstöðu fólksins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.12.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held ekki að fólk sé að taka sér frí þannig sko.  Það er bara komið að því að taka laugardagsfundina á næsta plan eins og Hörður var að tala um.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.12.2008 kl. 01:54

5 Smámynd: Bó

Það er bara svo hallærislegt að mótmæla - fólk er kannski loksins að átta sig á því.

, 7.12.2008 kl. 09:13

6 identicon

Hvað er Björgin að gera í ríkisstjórn? Nú, hann er sérstakur fulltrúi Baugs þar að sjálfsögðu. Með sérstakann aðstoðarmann úr röðum Baugs auk þess að vera svili Sigurðar G.

Að sjálsögðu hefði Davíð aldrei ráðfært sig við hann af fyrra bragði, hann hefði eins getað ráðfært sig við JÁJ. Björgvin átti að ráðfæra sig við hann af fyrra bragði en ekki öfugt. Þvílíkur aumingi!!!

Samfylkinging er svo augsýnilega Baugsflokkur, keyptur á útsölu. Flokkur aumingja og vitleysingja.

Lesið bókina hans Óla Björns Kárasonar um FL Group þá sjáið þið hvers vegna Glitni var ekki við bjargandi. Búið að rústa bankanum hreinlega af sömu mönnum og eiga Samfylkinguna.

Óskar (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband