Silfur dagsins

Hér kemur Silfur dagsins með sérstakri kveðju til Íslendinga sem búsettir eru erlendis og virðast ekki geta horft á sjónvarpsstöðvarnar á netinu. Hvorki í beinni né eftir á. Gaman væri að vita hvað veldur þessu sambandsleysi og hvort það er mikið mál að ráða bót á því. En miðað við allan tölvupóstinn sem ég fæ frá þessum löndum okkar í útlöndum sem reyna að fylgjast með á þetta við um fólk víða um heim. Þeim bendi ég líka á þessa slóð.

Inn gægðist einn stjórnmálamaður, Sigurjón Þórðarson úr Frjálslynda flokknum og talaði um kvótamálin. Það þarf að ræða miklu meira um þau. Til dæmis hver á kvótann núna? Var hann ekki veðsettur í topp hjá bönkunum sem nú er búið að þjóðnýta? Er þá ekki kvótinn kominn í eigu þjóðarinnar aftur? Eða hvað?

Annars var þema þáttarins, ef þema skal kalla, spilling og sukk  útrásarbarónanna og hvernig þeir blekktu markaðinn með því að stofna alls konar skúffufyrirtæki og beita klækjum og svikum til að draga sér æ meira fé. Jón Steinsson kallaði þetta réttilega þjófnað. Símaviðtalið við Jón Steinsson gekk því miður brösuglega en hann var góður og Jón Daníelsson talaði um áhugaverða hluti - hlustum vandlega.

Vettvangur dagsins 1 - Baldur, Agnes, Þóra Kristín,  Birgir
Takið eftir ummælum Birgis um skilningsleysi á pólitískri ábyrgð

 

Vettvangur dagsins 2 - Sigurjón, Gerður Kristný, Einar Már

 

Óli Björn Kárason og bókin hans um FL Group. Ég vildi gjarnan lesa þessa bók og ég tek ofan fyrir þeim blaðamönnum sem bíða ekki eftir opinberum rannsóknum heldur rannsaka málin sjálfir. Vonandi gera það fleiri.

 

Símaviðtalið  við Jón Steinsson gekk brösuglega en Egill náði honum aftur í restina.
Þeir Jón Daníelsson höfðu margt að segja sem allir ættu að hlusta á af athygli.

 

Í beinu framhaldi af málflutningi Jóns Steinssonar bendi ég á grein eftir hann í Fréttablaðinu sl. miðvikudag - hún er hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég sakna öfgalausrar umræðu um það sem Jón Daníelsson segir. Getum við sleppt fjárkúgunarlánum Icesave og AGS?

Mig langar að bera saman þessa tvo kosti. Ég játa að mig brestur þekkingu, en set þetta upp eins og mér virðist vera rétt. Ég auglýsi jafnframt eftir reiknihaus sem getur stillt þessu dæmi upp á réttari hátt:

Innflutningur það sem af er ári 2008 er ca. 400 milljarðar.
Útflutningur það sem af er ári 2008 er ca. 370 milljarðar.
Samneysla ársins 2007 var tæpar 317 milljarðar.
Einkaneysla ársins 2007 var tæpar 750 milljarðar.

Heimild: hagstofa.is.

Við höfnum Icesave og AGS-lánunum. Látum EINKAbankana þrjá fara í þrot. Sparisjóðirnir, sem tóku ekki þátt í glæpastarfseminni, gætu tekið yfir hlutverk þeirra.

Vegna gjaldeyrisþurrðar myndi innflutningur stórminnka og líka útflutningur ef ESB-ríkin munu beita ofbeldi og setja viðskiptaþvinganir. Stór hluti af innflutningi er óþarfi 100-200 milljarðar í það minnsta. Einkaneysla myndi snarminnka af sjálfu sér. Hvað skyldi auk þess útrásarpakkið eiga stóran hluta af þessari einkaneyslu?

Stór hluti af framleiðslufyrirtækjum færi á hausinn, en ný gætu sprottið fram án þess að vera með risavaxinn skuldabagga á herðum.

Væri þetta hægt? Aðeins með mikilli samstöðu þjóðarinnar, en mér hefur stundum þótt það vísindalega sannað að þjóðin geti ekki staðið saman.

Segjum að við tökum lánin og allt hagkerfið verði á fullu, en þó einhver samdráttur sem AGS hefur spáð, 10% ef ég man rétt.

Við munum þurfa að borga 2-300 milljarða á ári þegar greiðslur hefjast. Hvernig í ósköpunum eigum við að geta það af 400 milljarða útflutningi, með flestar atvinnugreinar skuldsettar í botn og borga þar af leiðandi mjög lítinn skatt?

Þá er ekkert um annað að velja en að senda reikninginn inn á fæðingardeildina á Landsspítalanum.

Er þá nokkuð verri kostur að standa á rétti okkar og neita að borga Icesave og neita að gangast undir þrældóm AGS?

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 15:52

2 identicon

Sko.

Fólk virðist alltaf gera ráð fyrir því að það komi engar eignir á móti þessum skuldum ICEsave. 

Menn gera nú ráðfyrir því að eignir landsbankans séu einvherjir 1200 milljarðar í bretlandi. Það er nokkuð ljóst að við munum ekki fá 1200 milljuarða fyrir þær, en andskotinn hafi það, við fáum hedlur ekki 0.

Svo er hitt. Nú á ríkið alla 3 bankana. Núvernadi eignir bankanna á íslandi  nema einhverjum 3000 milljörðum króna. Ríkið hefur þegar gefið það út að það hafi ekki áhuga á að eiga bankana til framtíðar. Það þýðir, vonandi, að þeir komi til með að selja góssið, að hluta til vonandi, úr landi til manna eða banka sem kunna að standa í slíkri starfsemi. Þarna liggja því GRÍÐARLEG verðmæti, sem fólk virðist bara gleyma, eða sleppt að nefna... Mjög þægilegt þegar kúl-stuðull manna er mældur í því hversu svartsýnn er hægt að vera.

Eggert (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Einar Már nefndi það hvernig hin ýmsu frí komu í veg fyrir að stjórnvöld aðhefðust nokkuð markvert í aðdraganda bankahrunsins. Nú er mestöll þjóðin lögst í jólaundirbúning og mun líklega ganga um með bómull í eyrum fram yfir áramót.

Mér finnst varnaðarorð þessara tveggja Jóna (hagfræðinga sem augljóslega hafa ekki ráðist í góðar stöður vegna fjölskyldutengsla eða flokkshollustu) vera svo svakaleg að ég ætla rétt að vona að æðri máttarvöld rétti okkur hjálparhönd. Að öðrum kosti mun stór og hæfileikaríkur hópur þjóðarinnar ekki sjá neitt vit í að dvelja hér á landi til frambúðar.

Syndaregistur stjórnvalda er býsna svæsið en gæti þó átt eftir að lengjast og versna allverulega áður en botninum er náð.

Sigurður Hrellir, 7.12.2008 kl. 17:43

4 identicon

Gallinn virðist því miður vera sá, eins og Jón Steinarsson benti á, að það virðist vanta lög sem ná yfir það sem víða annars staðar er flokkað sem glæpur. Hvernig sem á því stendur.

Solveig (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:45

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er ekkert undarlegt við það þótt engin lög eða viðurlög séu hérna varðandi brot, því lögin voru na´nast engin eða leikreglur heldur um starfsemina sem slíka og því fór sem fór. FRELSIÐ átti bara að sjá um þetta allt saman og menn bara best til þess fallnir sjálfir að passa sig, frjálshyggjuboðskapurinn í öllu sínu veldi ekki satt!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 18:40

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eggert, gleymirðu ekki erlendum kröfuhöfum á hendur bönkunum, öðrum en sparifjáreigendum? Þar erum við að tala um nokkur þúsund milljarða.

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 18:44

7 identicon

Nei, ég gleymi þeim ekki. Samkvæmt nýjum lögum á Íslandi, þá eru kröfur innistæðueigenda í þrotabú banka í forgangi, og verndaðar skv lögum bæði hér og í Evrópu, upp að ákv. marki, eða þessum tæplega 21þús evrum. Hvað aðrar kröfur varðar, þá gilda aðrar reglur. Eigi fyrirtæki eða fjármálastofnun kröfu á hendur bankanum, þá fer það inn í kröfuröðina á eftir innistæðueigendum. Eignir bankanna verða því látnar ganga upp í þær kröfur, en íslenska ríkið mun ekki gangast í ábyrgð fyrir þeim. Hins vegar hefur verið rætt að erlendir kröfuhafar eignist hlutabréf í nýju bönkunum til að stuðla að því að þeir græði á því að halda bönkunum og eignum þeirra í verði.

Íslenskir skattborgarar munu því aldrei þurfa að greiða kröfur erlendra kröfuhafa, annarra en innistæðueigenda.

Það er mikilvægt að þessu sé öllu haldið til haga. Umfjöllunin hér á landi undanfarnar vikur hefur mikið einkennst af óábyrgu röfli ýmissa manna sem sjá bara svart - og upphefja sjálfa sig með svartsýnistali. Þetta sýnir líka svart á hvítu að það borgar sig ekki að ganga til kosninga í þessu panic ástandi sem ríkir núna. Maður á ekki að taka langtímaákvarðanir þegar allt er í hers höndum. Við eigum að einbeita okkur að vinna okkur út úr þessu ástandi, en ekki hrópa og æpa upp yfir okkur hvað allt er nú hræðilegt og ráðamenn ömurlegir (verðum náttúrulega samt að reka Davíð, og ekki síðar en í síðustu viku!). Ég segi kosningar áður en kjörtímabilið er liðið, en ekki fyrr en eftir ca eitt ár. Þá hefur fólki gefist tími og tóm til að skipuleggja nýjar hreyfingar, móta stefnumál og kynna sig og sína.

Hvernig lýst fólki á mánaðamótin jan-feb 2010?

Eggert (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 19:10

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eignir bankanna verða því látnar ganga upp í þær kröfur, en íslenska ríkið mun ekki gangast í ábyrgð fyrir þeim.

Aðeins skýrari: Upp í kröfur sparifjáreigenda, eða erlendra lánastofnana?

Hins vegar hefur verið rætt að erlendir kröfuhafar eignist hlutabréf í nýju bönkunum til að stuðla að því að þeir græði á því að halda bönkunum og eignum þeirra í verði.

Ég er ekki sérfræðingur í fjármálum, en eitt veit ég: Ef útistandandi kröfum erlendra lánastofnana í bönkunum er breytt í hlutafé þeirra í sömu bönkum þá er ekki hægt að selja sömu eignir til að greiða kröfur sparifjáreigenda. Sá sem eignast hlutafé fyrirtækis eignast líka eignir fyrirtækisins.

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 19:19

9 identicon

 Ég talaði fyrst um innistæðueigendur og nefni svo kröfur annarra en innistæðueigenda. Kröfur annrra en innistæðueigenda færu því í röð inn í þrotabúið, þar sem greitt yrði út í hlutfalli við kröfuna.

 Akkúrat - í þessu felst einmitt vafinn, þ.e. hversu stóran hlut eignast erlendir aðilar í íslensku bönkunum? Það er borðliggjandi að þeirra eignarhlutur verður aldrei meirihluti (vonandi), og því mun ríkið alltaf halda eftir ráðandi eignarhlut, allavega næstu 3-5 árin. Þá stendur eftir að selja eigi eignarhlut ríkisins, sem væri þá alltaf 51% eða meira, vonandi.

Í þessu liggur hagnaðarvon ríkisins - eða allavega sú von manns að erlendir kröfuhafar fái nánast allt sem þeir hafa rétt á, án þess að það leggi klyfjar á Íslendinga eða að erlendir fjárfestar verði algerlega afhuga Íslandi og Íslendingum, um ókomna framtíð. Því ef sú yrði raunin, þá eigum við okkur ekki viðreisnar von.

Eggert (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 20:25

10 Smámynd: Villi Asgeirsson

Veit ekki hvað veldur sambandsleysinu. Veit að RÚV er að nota handónýtt Windows dæmi svo það er ekki von að það virki.

En um bankana. Á ekki að selja Kauðþing í Lúx fyrir slikk svo hægt verði að eyða sem mestum sönnunargögnum? Það er ekki einusinni sandur í vaselíninu þegar landinn er skikkaður til að girða niður um sig. Það er ekkert fjandans vaselín í boði.

Afsaka ómálefnanlega athugasemd, en ég er farinn að efast um að þessi harmleikur endi vel.

Villi Asgeirsson, 7.12.2008 kl. 20:25

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það eru kröfur fyrirtækja og fjármálastofnanna Theódor,sem fara afturfyrir og ríkið ábyrgist ekki, kom skýrt fram hjá Eggert. eignahlutur þeirra kröfuhafa sem e.tv. myndu þiggja að fá hlutabréf í bönkunum, öðlast bara hlut sem því nemur, þeir ráða ekki né eiga í þess orðs fyllstu merkingu bankan, en kæmu á seinni tímum líkast til að ákvörðunartöku með aðild að stjórn. Þó má reikna með að yfirvöld vilji afgreiða þessi mál sem mest í einu lagi myndi ég halda, allavega mál hvers banka fyrir sig að sem stærstum hluta, en þetta er mikið og ekki einfalt úrlausnarefni.

Og hvað það varðar, þá verður hann Eggert að skilja hvort sem honum líkar betur eða verr, að "Röflararnir" sem hann kallar svo, eru bara oftar en ekki fólk sem orðið hefur ílla fyrir barðinu á bankakreppunni og treystir einfaldlega ekki þeim ráðamönnum, sumum að minnsta kosti, sem sannarlega bera höfuðábyrgð á því hve stjórnlaust bankarnir og þeirra eigendur m.a. léku sinn "leik" með þeim afleiðingum sem blasa við í dag!

Magnús Geir Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 20:31

12 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég veit að ríkið ábyrgist ekki aðrar kröfur en útistandandi sparifé, en gerið þið ykkur grein fyrir því hvað bankarnir skulduðu mikið. Samkvæmt þessari heimild er það 9000 milljarða ísl.kr. 3000 milljarða eignir duga bara sem þriðjungur upp í þær kröfur, ef ætlunin er að gera lánardrottna að hluthöfum í bönkunum.

Erlendir kröfuhafar verða væntanlega ekki með 100% hlut og eins er ekki víst að hægt sé að meta bankana á 3000 milljarða í núverandi árferði.

Spurningin sem vaknar er þessi: Munu lánardrottnarnir sætta sig við að lítið sem ekkert verði eftir þegar búið er að greiða sparifjáreigendum? Hvað um lífeyrissjóðina?

Theódór Norðkvist, 7.12.2008 kl. 21:16

13 identicon

ERU FORMENN VERKALÝÐS OG LÍFEYRISSJÓÐA ÞEIR SEKU?
Eftir töluverða skoðun hjá mér, þá er mér það ljóst að sakfelling embættismanna er kannski ekki alveg rétt, ef maður skoðar hvernig forkólfar verkalýðs og lífeyris hafa farið með pening völd. Þegar bankarnir tóku að rísa í einkaeign þá var nokkuð ljóst hvaðan raunverulegir peningar komu , þeir komu frá mér og þér semsagt lífeyrissjóðum okkar. Peningar eru völd og valdið er hjá lífeyrissjóðum okkar en þeir hafa sett peninga inní þessar stofnanir banka og verið þar eins og sést stæðstu hlutahafar.Ekki nóg með það, þeir eru í öllum öðrum félögum líka sem hafa verið áberandi í viðskiptalífi okkar. Það sem ég á við er að þessir peningar sem koma úr okkar sjóðum eru raunverulegir peningar semsagt pappír sem vísar í málm. Það var akkúrat það sem vantaði til að geta hafið svona gríðarlega útrás , og eftir það erum við nánst bara að tala um tölur á pappír sem eins og ljóst er að vísa ekki í málm. Sjáanlegt er hverjir hófu þetta það eru forkólfar verkalýðs með lífeyrissjóði okkar að vopni, því til staðfestingar hvernig þetta gengur fyrir sig leynt og ljóst. Lítið dæmi um hótun frá Bónus á sínum tíma , þeir ætluðu að taka fólk sitt úr VR þetta var á þeim tíma þegar það vantaði peninga og viti menn það sloknað jafn fljótt á þessari umræðu eins við var að búast. Mikið að fjármunum hafa runnið til þeirra feðga á undanförnum árum eins og við getum séð í ársreikningum . Hver stjórnar? Það  er góð spurning , en hvað ef það eru lífeyrissjóðirnir sem stjórna því hvergi eru alvöru peningar í umferð nema þar því þeir eru til þar. Allar aðgerðir stjórnvalda miðast við að nota þessa peninga því það er auðveldast og allir eru vinir þarna uppi og ekki þarf að spyrja aðra.Ekki er hægt að sjá með öllu hvernig skuldabréfa eign lífeyrissjóða er en eitt get ég sagt þér þeir þola ekki skoðun. Fyrir hrun bankanna þá voru þessir sjóðir og forkólfar tilbúnir að rétta bankakerfið við en ekki kom til þess sem betur fer, nú á að ná í þessa aura aftur til að rétta atvinnulífið við og þeir ætla líka að aðstoða okkur en bara með því formi að þegar íbúðir okkar eru runnar okkur úr greipum þá eru þessir góðu strákar tilbúnir að leigja okkur aftur. Tel ég því að ef við náum þessari forustu þá er hægt að breyta lífeyriskerfi okkar og stöðva þetta og þá eru völdin úr höndum ríkisstjórnar. Bennt skal á að það tók ekki nema sex virka daga að fá fram kosningu í 28 þúsundmanna félagi. Þetta er fljótasta leið okkar til að brjóta þetta peningavald sem öllu stjórnar. Ég er ekki viss að fólk almennt geri sér grein fyrir þessu og að allt þetta sull hafi byrjað hjá okkur semsagt verkalýðs og lífeyrissjóðum okkar. Ekki er annað að sjá en fallið sé mikið enda var gaman hjá þessu fólki meðan á því stóð. Má það teljast gott ef samanlagt tap allra sjóða okkar er ekki stærra en 400 milljarðar og alltaf erum við að tala um verkalýðs og lífeyrissjóði okkar.
Hversvegna ekki bankaalþýðu því við erum alltaf að lána bönkum landssins sem þýðir að þeir eru bara milliliðir og hverjir eru góðir skuldara það erum við hin almennu sem erum bæði guðhrædd og haldin þrælsótta þannig að lang flest okkar standa í skilum og getum vísað í steinsteypu.. Þessir peningar eru jú okkar og ættu þeir að vera okkur til góðs en ekki til þessa að spila póker daglangt.

lúðvík lúðvíksson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 21:16

14 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mér fannst það standa upp úr í þessum þætti þegar drengurinn sagði að annarsstaðar væru svona menn fluttir í burtu í handjárnum.

Víðir Benediktsson, 7.12.2008 kl. 22:21

15 Smámynd: Heidi Strand

Viðir það fannst mér líka en hér ríkir frelsi fyrir útvalda og það er ekki sama hvernig það er stolið og frá hverjum.

Hér er nýtt skjaldarmerki:

Heidi Strand, 7.12.2008 kl. 23:07

16 identicon

Annað kvöld gefst tækifæri til að spyrja forsvarsmenn verkalýðsfélaga og lífeyrissjóða um stjórnarskipan sjóðanna, ráðstöfun fjármuna OKKAR, tap á þeim í áhættufjárfestingum o.fl. o.fl. Allir sem setja spurningamerki við þessi atriði verða að mæta og spyrja á borgarafundinn.

Solveig (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:36

17 identicon

"borgarfundinum" skyldi það vera

Solveig (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 23:43

18 identicon

Sæl Hanna Lára.

Ég leyfi mér að senda hér inn lögin sem sýna það á svart á hvítu hver á auðlindina í sjónum þ.a.s. það er þjóðin! 

Lög nr. 38. 1990. 1. gr.: "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum."

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 01:21

19 identicon

Nú varð mér á nýji windows-inn sem heitir Vista á það til að þurfa að hugsa helling yfir óskaplega einföldum hlutum. Þá er að bíða og bíða eftir að hann taki á sig rögg og framkvæmi þð sem hann er beðinn um. Tveir kaffi bollar tæmast á meðan og ef maður er í einhverju ritvinnsluforriti í tölvunni eða á netinu vaknar tölvan upp á glænýjum stað og bendillinn kominn öfugu meginn við orðið og mannsnafnið sem maður ætlaði að skrifa sendur á haus. Áðan þessu til staðfestingar ætlaði ég að skrifa Lára Hanna í athugasemd hér fyrir ofan breyttist í Hanna Lára stuttu eftir W-Vista kom upp úr djúpum hugsunum og langri tímaeyðlu. Skyldi Bill Gates halda að mannkynið nái 300 árum til þess að öll þessi bið sem einkennir W-Vista svo maður sjái ekki eftir öllum þeim tíma sem stýriforritið útheimtir. Ég veit það að nokkur maður trúi því en ég lenti í því að setja upp nýtt hljóðkort og þegar ég setti meðfylgjandi setup-diska í drifið heimaði tölvan að fara 3 sinnum á netið til að sækja driver-a. Kortið er enn ótengt að hluta og athöfnin tók 3 tíma. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 01:45

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið vinstrimenn hafið beint athygli ykkar að spillingu í stjórnmálum. Spillingin er í viðskiptalífinu.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 14:35

21 identicon

Er það rétt sem ég heyrði að Lúðvík Lúðvíksson mótmælandi hafi náð að koma fyrirtæki sem hann var með í gjaldþrot í góðærinu??? Heyrði þetta og væri til í að fá að vita hvort þetta er rétt.  Ef þetta er rétt þá er ég ekki viss um að hann sé rétti aðilinn til að taka við stjórn VR og lífeyrisjóðsins.....eða hvað?

Dóra (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband