14.12.2008
Dagur hins gljáfægða Silfurs
Sunnudagar eru dagar Silfurs sem ég er að horfa og hlusta á í þessum skrifuðu orðum. Þar eru núna þessir líka flottu kverúlantar eins og Þráinn Bertelsson, Magnús Þór Sigmundsson og fleiri þótt þátturinn sé rétt nýbyrjaður.
Þegar ég sá þetta sandkorn í DV fauk í mig í fyrstu en fljótlega rann mér reiðin og mér fannst þetta bara fyndið. Þetta var einmitt þvert á það sem fólk talar og skrifar um þar sem öllum finnst fjarvera "málsmetandi manna" alveg dásamleg. Ég kynnti mér uppruna orðanna "kverúlant" og "málsmetandi" og hló enn meira að DV. Leit síðan yfir þessa færslu Egils og skildi enn betur hvaða hagsmunir voru á bak við sandkornið og var stolt af veru minni meðal kverúlantanna. En ég varð fyrir vonbrigðum með DV því það hefur verið að gera góða hluti. Þetta var ótrúleg lágkúra og eins rangt og frekast gat verið. Annars getur fólk dæmt sjálft - hér er hægt að horfa á allt Silfur vetrarins og meira til.
Tveimur dögum seinna dró DV svolítið í land og hrósaði Agli fyrir Kiljuna. Sagði meira að segja að margir sem koma í Silfrið séu ekki "kverúlantar". Ég varð fyrir vonbrigðum - aftur. Það var nefnilega orðið flott að vera Silfurkverúlant - alveg eins og mótmælaskríll. En allt er í heiminum hverfult.
Henrý Þór hefur skilning á þessu og kom með sína túlkun á tilgangi DV með kverúlantastimplinum á Silfrið og gesti þess. Ég held að hann hafi alveg hárrétt fyrir sér.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Facebook
Athugasemdir
Þetta var fimm stjörnu silfur. Nú eru örugglega allir vaknaðir!
Heidi Strand, 14.12.2008 kl. 14:02
Gott silfur
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 14:06
Sammála þér um að Sandkorn DV er eiginlega svo fýlupúkalegt að það vekur manni bara hlátur. Ég var ein þeirra sem horfði aldrei á Silfrið af því mér fannst þetta bara þurrpumpulegur karlrembuþáttur en svo tók Egill sig heldur betur á núna í haust og ég er bara búin að hafa virkilegt gagn og gaman af því sem ég hef gefið mér tíma til að horfa á hjá honum.
En ég hef heyrt svona raddir eins og Sandkornspennans. Þetta eru karlar sem eru fastir niður í þröngt skornum skoðanafarvegi þess hverjir eigi að koma í fjölmiðla til að segja hvað. Þeir eru vanir að hlýða foringjanum og hrökkva við þegar einhver tekur sig út úr hópnum. Í stað þess að standa með honum þjappa þeir sérg enn þéttar saman eins og hræddar hænur og fara að gagga um það að viðkomandi ætti að fara að vara sig...
Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.