Gjaldþrot sem skiptimynt

Í Kompási kvöldsins á að fjalla um óprúttna aðila sem notfæra sér neyðarástand fólks til að græða. Ég veit ekki meira en fram kemur í þessari stiklu hér að neðan en þetta hljómar ótrúlega. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 19.20.

En ég var að reka augun í frétt á Vísi þar sem lögmaður hótar málssókn ef þátturinn verður sendur út. Ég hef trú á að Kompássmenn láti það sem vind um eyru þjóta. Og ég sé ekki betur en að þetta sé sami lögmaður og varði annan náungann í handrukkunar- og líkamsárásarmálinu sem Kompás fjallaði um nýverið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hver er Benni Olsari? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.12.2008 kl. 15:15

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Finnst þér þetta ótrúlegt? Því trúi ég varla.

Villi Asgeirsson, 15.12.2008 kl. 15:55

3 identicon

Eru þessi vinnubrögð ekki sömu tegundar og vinnubrögð íslensu bankamannanna sem bönkuðu prúðbúnir uppá hjá breskum ellilífeyrisþegum á Spáni og buðu greiðslu fyrir veðrétt í sumarhúsinu þeirra. "Tímabundið og alveg áhættulaust!"

sigurvin (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:08

4 identicon

Villi (lögfræðingur) virðist ætla að helga líf sitt því að verja misyndismenn og drullusokka. Hvernig var það annars, var ekki eitthvað gruggugt við ritgerðasmíð þessa drengs á sínum tíma í lögfræðinni?

Pepe (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:28

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

kannski er Villi á launum hjá Kompás til að vekja athygli á þættinum 

Óskar Þorkelsson, 15.12.2008 kl. 17:43

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki að ég sé kunnug svona málum, en snýst þetta ekki um að kaupa svo kallaða neikvæða eiginfjárstöðu. Fyrirtæki sem hefur vegnað vel er gjarnan til í að kaupa annað sem er með tap í sínu bókhaldi til að minnka hagnað.

Hef ekki heyrt um að einstaklingar séu með þessum hætti lokkaðir í viðskipti með skuldafenið sitt. Þetta kemur allt í ljós í kvöld. Hef ekki trú á að Vilhjálmur sé að auglýsa Kompás, frekar að Kompás sé að klóra eitthvað í hann, eða Vilhjálmur sé einfaldlega að kynna sig á þennan hátt, sem hann er vissulega að gera.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.12.2008 kl. 18:18

7 Smámynd: Heidi Strand

Vil benda ykkur öll að lesa bloggið hans Jens Guð sem fyrst.

Heidi Strand, 15.12.2008 kl. 20:14

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Horfði á þáttinn og er hálft bumbult enn Þetta er að verða ljóta drulludýið allt saman Það er orðið lífsnauðsynlegt að gera ærlega hreingerningu áður en allt fer á kaf í drullu og skít!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.12.2008 kl. 20:38

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Horfði á þáttinn og er ennþá í sjokki....hélt að ekkert gæti lengur komið mér á óvart.

Sigrún Jónsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:38

10 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég ætla að horfa á þáttinn þegar ég kem heim úr vinnunni um miðnættið. Ekki ætla ég að missa af þessu.

Helga Magnúsdóttir, 15.12.2008 kl. 21:42

11 identicon

Jamm,alltaf eru til einstaklingar sem sjá gróða út úr hverju sem er. Þarna er verið að nýta sér fáfræði fólks og örvæntingu til að græða, þ.e. hengja bakara fyrir smið. Þetta lýsir svo sem vel ástandinu í samfélaginu, jafnvel þó þetta væri allt saman haugalygi, að fólk er í það miklum kröggum að það gæti vel hugsað sér að gera hvað sem er til að halda í mannsæmandi líf aðeins örlítið lengur, skítt með afleiðingarnar. Eins og Vilmundur heitinn sagði: siðlaust EN löglegt. Svona er lífið.

Nína S (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:52

12 identicon

Hverjar eru afleiðingarnar ef fólk tekur ekki þessu boði?

Ríkisstjórnin og bankarnir vilja allt til þess vinna að fólk fari ekki í gjaldþrot. Ef einstaklingar fara í gjaldþrot þá afskrifast skuldir og fólk á möguleika á að byrja upp á nýtt. Bankarnir lifa á því að fólk greiði vexti, vaxtavexti og allt heila klabbið. Í hverjum mánuði, alltaf. 

Það er möguleiki að betra sé fyrir ungt fjölskyldufólk að fara í gjaldþrot, frekar en að taka tilboði ríkisstjórnar og greiða mörg hundruð þúsund krónur á mánuði árum saman. Og skuldbreyta vanskilum til 70 ára.

Þessi maður í Kompás var með hagsmuni beggja aðila að leiðarljósi. Hann var að upplýsa fólkið um það hvað væri í stöðunni annað en að fara í djúpa skuldasúpu. Löglegt en siðlaust. Þetta er ekki eins siðlaust og fyrirtækin, bankarnir og elítan hafa verið að praktísera. Þetta virkar bara svo hevvý, vegna þess að þetta er venjulegt fólk. Og í þessu landi á venjulegt fólk að bera þungar byrðar skuldgreiðslna og skal ekki voga sér að hugsa annað.

Gulla (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 23:14

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Siðleysi virðist vera vaxandi í þjóðfélaginu í dag, margt virðist vera löglegt en siðlaust. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2008 kl. 00:57

14 Smámynd: Theódór Norðkvist

Vegna þess að siðleysið var innleitt í lög. Af Alþingi gleymum því ekki.

Theódór Norðkvist, 16.12.2008 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband