Kastljós og spillingarsprengjurnar

Ég hef hrósað Kastljósi ítrekað undanfarið og held því áfram, og ekki að ástæðulausu. Þau eru að grafa upp og segja frá ýmiss konar spillingu, hagsmunatengslum og siðleysi í stjórnkerfinu. Í kvöld var það Tryggvi Jónsson, vera hans í Landsbankanum og hverjir skipaðir eru í skilanefndir gömlu bankanna. Margt vekur athygli hér og ég spyr bara: Er nokkur furða að fólk mótmæli svona yfirgengilegum, siðferðilegum sóðaskap? Mér er slétt sama þótt "ekki sé verið að brjóta nein lög"! Þetta er vítaverður dómgreindarskortur og óþolandi að hver vísi svo á annan með sakleysissvip. Höldum áfram að mótmæla svona vinnubrögðum!

Kastljós í kvöld, 17. desember 2008

 

Kastljós sl. fimmtudagskvöld, 11. desember 2008

 

Þessu nátengt - Fréttablaðið í dag, 17. desember 2008

 LÍÚ - Niðurfelling krafna - Fréttablaðið 17.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mannlífið er gjörspillt! Ekkert getur nú bjargað sálum vorum nema guð í allra hæstum hæðum og hans heilaga orð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er ekki fallegt að tala svona þvert um hug sinn, Siggi! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 17.12.2008 kl. 21:35

3 identicon

Ekkert skil ég í því afhverju Jónas Fr Jónsson hefur fengið þetta starf sem hann hefur í dag.  Manngreyið veit ekki neitt, hefur ekki heyrt neitt .  Hann greinilega veit ekkert hvaða vinnu hann er/eða á að skila.  Mér finnst nú að manngarmurinn ætti að taka pokann sinn og leita að annari vinnu.    Hvað finnst ykkur?

J.Þ.A (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guð fyrirgefi mér syndir mínar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.12.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Sævar Helgason

Athugasemd #3

Það kemur skýrt fram í þínum texta af hverju hann fékk starfið . Hann átti aldrei að gera neitt.  Lestu um "Skoðanir viðskiptaráðs"

http://gunnaraxel.blog.is/

Sævar Helgason, 17.12.2008 kl. 22:53

6 identicon

Þú ert að verða þjóðhetja, mín kæra.  Sem von er.  Þvílík elja!

Ekki lítið sem Vimmi kenndi okkur - ha?

alla (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:37

7 identicon

það sem kastljóið er að fjalla um núna hefur fólkið í landinu verið að horfa uppá síðan í byrjun október.

Hvar hafa fréttamenn RÚV verið eiginlega fram að þessu.  Farnir að skilja hlutina loksins eftir tveggja mánaða umræðu meðal almenning.

Loksins farnir að iðrast eins og Reynir Traustason.

101 (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:40

8 identicon

Það vantar alveg að útskýra hvernig þorsk tonnið gat farið upp í 4.2 milljónir  í viðskiftum á milli hina fáu útvöldu Afhverju sýndu stjórnir bankarnna  svona mikið ábyrgðarleysi að lána alla þessa milljarða sem var lánað í erlendri mynt út á slík viðskifti vitandi vits að það var aldrei rekstragrundvöllur sama hversu góðir menn væru í reikningi til að reyna sína fram á það. Það er alveg með ólíkindum í allri þessari umræðu um hrunið mikla á Íslandi hvað kvótabraskið fær lítið vægi vegna ástandsins. Ég tel að þjóðin sé nú í ábyrgð fyrir 1000 til 1200 milljarða króna skuld vegna kvótabrasksins sem skal greiðast í erlendum gjaldeyri sem er viðkenndur í skíkum viðskiftum því þessar skuldir eru náast allir teknar í erlendum lánum. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband