Síðasti borgarafundurinn fyrir jól

Í kvöld kl. 20 verður síðasti borgarafundurinn fyrir jól að Borgartúni 3 þar sem samtökin hafa aðstöðu. Fundurinn á að fjalla um spillingu og hringamyndun í viðskiptalífinu - mjög aktúelt umræðuefni á Íslandi í dag. Gestir fundarins verða Óli Björn Kárason, ritstjóri, og Gunnar Axel Axelsson, viðskiptafræðingur og bloggari. Í sarpinum má finna þá báða í ýmsum sjónvarpsþáttum.

Spaugstofan lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi og hefur aldrei verið beittari en upp á síðkastið. Þeir félagar lögðu sitt af mörkum á fjölmennasta fundinum hingað til, þegar ráðherrar og þingmenn mættu í Háskólabíó. Muna ekki allir sem voru á fundinum eftir þessum spurningum... og svörum?

Spilling, hringamyndanir og viðskiptatengsl eru yfir og allt um kring og verið er að moka flórinn daglega. Og hann er mikill og daunillur. Þessi grein birtist í Fréttablaðinu í dag og fjallar um hvernig lykilpersónur bankahrunsins tengjast á einn eða annan hátt. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Fréttablaðið 17.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi Spaugstofuþáttur var snilld og klippingarnar frábærar.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Takk fyrir öll þessi afburðainnlegg og snilldarklippur á youtube og elju og dugnað við að koma öllum þessum mikilvægu upplýsingum á framfæri. Með kveðju, BF.

Baldur Fjölnisson, 17.12.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég saknaði þín á borgarafundinum í kvöld.

Berglind Steinsdóttir, 17.12.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband