23.12.2008
Leppar og leynifélög - 1. hluti
Þetta er með ólíkindum... ætli það sé sannleikanum samkvæmt?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
23.12.2008
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Facebook
Athugasemdir
Ég bíð eftir næsta hluta. Þetta er virkilega spennandi ætli Hollywood bjóði ekki í kvikmyndaréttinn?
Offari, 23.12.2008 kl. 18:27
Hverjir hönnuðu „leikreglurnar“ fyrir þessa menn? Eru það þeir, sem fara endalaust með -að herða sultarólina- frasann afturábak og áfram? Ættum við ekki að herða sultarólina að hálsum þeirra?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.12.2008 kl. 18:49
hmm. Jón Sigurðsson, forstj. FL - sonur Sigurðar Jónssonar, KPMG ... hm
Beturvitringur, 23.12.2008 kl. 18:49
Ég giska á að Óli Björn fallist á megnið af þessu, kannski allt.
Berglind Steinsdóttir, 23.12.2008 kl. 18:55
Úff
En gleðileg jól
Hólmdís Hjartardóttir, 23.12.2008 kl. 19:05
það hlýtur að vera skortur á handjárnum í landinu, fyrst þau hafa ekki verið dregin fram enn.
Brjánn Guðjónsson, 23.12.2008 kl. 19:51
Ljóta svikamillan. Ég óska þér og þínu fólki gleðilegra jóla og ánægjulegs komandi árs. Takk fyrir samskiptin á líðandi ári og takk fyrir að vera eins manns fréttastofa.
Theódór Norðkvist, 23.12.2008 kl. 19:51
Svo eru pólitíkusarnir alveg bit á að einhver skuli vera reiður. Smjörklípuspunameisturunum er að takast að gera eggjakastið að aðalglæpnum í þessum skollaleik.
Víðir Benediktsson, 23.12.2008 kl. 20:07
Sendum þessa gaura á ískaldann klaka, losum þjóðina við þessa óværu, með alvöru rannsókn....og byrjum á Pálma Haraldssyni alveg frá Öskjuhlíðarfundi
Sigrún Jónsdóttir, 23.12.2008 kl. 21:08
Sum óværa lifir af frost svo við skulum nota klaka í skynsamlegri hluti, en hvað á að gera? Ég mundi vilja stofna söfnunnarreikning og ráða öflugann blaðamann sem mundi svo taka hvern og einn af þessum mönnum alveg fyrir, bara í stafrófsröð, en ég veit ekki enn hvernig hann ætti að koma skrifunum frá sér.
GLEÐILEG Jól Lára Hanna og til hamingju með okkar menn um helgina.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 23.12.2008 kl. 21:30
Þetta er náttúrulega með ólíkindum ... en spurningins sem situr eftir í mér er: HVAR VAR FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ? Er það ekki tilgangur þeirrar stofnunar að fylgjast með því að svona hlutir eigi sér EKKI stað? Hvernig geta bankarnir komist upp með það að lána sjáfum sér eða aðilum í sinni eigu gígantíska fjármuni án þess að nokkurt veð liggi þar að baki? Þetta eru heldur kaldar jólakveðjur sem maður fær á sjálfa Þorláksmessu.
Þú Lára Hanna átt hins vegar heiður skilinn fyrir elju þína og dugnað. Þér og þínum óska ég gleðiríkrar jólahátíðar.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.12.2008 kl. 22:30
Ljótt er ef rétt er. En það sem er kannski verra, ef lög ná ekki yfir það vegna andvaraleysis þeirra sem um eiga að sjá, þá er það bókstaflega ömurlegt. En svona til að enda ekki á þeim nótum vil ég þakka fyrir vöku þína og upplýsingu og óska þér gleðilegrar hátíðar.
Solveig (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:01
Sæl frænka þú ert orðin hrikalega beitt.Haltu áfram þú ert að gera frábæra hluti.En að lokum óska ég þér og þínum gleðilegra jóla og þakka fyrir frábær skrif á liðnu ári.
Einar Oddur Ólafsson, 23.12.2008 kl. 23:24
Þetta hefur viðgengist allar götur frá því að Fjárfar var stofnað. Hæstiréttur dæmdi þá ákæru út af borðinu og taldi þann laumuleik "eðlileg viðskipti" Gestu Jónsson átti ekki til orð til að lýsa hneykslan sinni á því að ákært hafi veirð í svona viðskiptasnilldarleik. Það væri gaman ef þú gætir tekið ákærurnar sem vísað var frá og sett þær á venjulega kjarnyrta íslensku. Þú ert svo góð í þessum samantektum !! Það ætti ekki að vera svo flókið en niðurstaðan er þess eðlis, að allt má á Íslandi í viðskiptum. Það er að segja ef þú átt nógan pening og Gestur Jónsson ver þig.
Jónína Benediktsdóttir, 23.12.2008 kl. 23:44
Það sannast betur með hverjum degi að þú ert engum lík Lára Hanna. Þú ert kona ársins í mínum huga. Og það sem betra er þá hef ég enga trú á að þú verðir tekin niður! eins og nú er farið að verða fast í málinu.
KPMG virðist hafa haft býsna mörg járn í eldinum undangengin missiri!
Gleðileg jól!
Árni Gunnarsson, 24.12.2008 kl. 00:55
Brask, svindl og sviksemi. Ég óska þér gleðilegra jóla og vona að þú takir þér smá frí um jólin. Ég ætla að gera mest lítið annað en að elda mat og borða mat.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.12.2008 kl. 01:56
Satt segir þú Lára Hanna - þetta er með miklum ólíkindum og lygilegra en nokkur skáldskapur. Veruleikinn er það oft.
Gleðileg jól mín kæra - takk fyrir bloggsamskiptin á árinu og knúsaðu Kötlu frá okkur Skutli.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 24.12.2008 kl. 03:03
Það sem þessir glæpamenn hafa gert sjálfum sér er, að þeir geta aldrei framar látið sjá sig hér á landi. Það er of hættulegt fyrir þá. Jafnvel líka erlendis. Menn sem sitja á stórum fjárhæðum af illa fengnu fé eru eftirsóttastir af mannræningjum. Líta þessir menn þá til framtíðar með eftirvæntingu um hamingjuríka daga? Nei ekki alldeilis. Þeir munu alltaf og allsstaðar þurfa að vera í felum. Það skársta sem þeir geta gert til að bjarga eigin skinni er að skila þessum peningum.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 16:51
Þykir þeim ekki bara fínt að vera í "stofu/villu-" fangelsi á Norðurlöndum eða annars staðar. Það má alltaf ná e-u af bráðsaklausu fólki þar, - meðan þeir þekkjast ekki enn. Og munu e.t.v. aldrei verða illræmdir í stærri löndum
AC
Beturvitringur, 25.12.2008 kl. 18:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.