Loforð ráðherra - hvar eru efndirnar?

Mig langar að minna ráðherra ríkisstjórnarinnar á loforð sem þeir gáfu á borgarafundi í Háskólabíói 24. nóvember sl. Allt átti að vera uppi á borðinu og gagsætt. Ég lýsi eftir efndum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Nákvæmlega

Hólmdís Hjartardóttir, 6.1.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Offari

Ég er núna sammála syrtir minni.

Offari, 6.1.2009 kl. 21:22

3 Smámynd: Heidi Strand

Fyrst verður haarderingunni að ljúka.

Heidi Strand, 6.1.2009 kl. 21:31

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hvað komast margir svartir blettir fyrir á einni tungu?  En ráðherrar eru auðvitað "með tungur tvær / og tala sitt með hvorri".     Lygamerðir!

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 6.1.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og ég vona líka að næsti borgarafundur í Háskólabíói, mánudaginn 12. janúar, verði sendur út á RÚV. Þar verður m.a. Robert Wade, sá sem fékk miklar ákúrur í fyrrasumar fyrir að vara við því sem síðan varð að veruleika í efnahagslífinu.

Berglind Steinsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:44

6 identicon

Góður punktur hjá þér Lára. Allt átti að vera uppi á borðinu. Margendurtekið af mörgum ráðherrum. En efndirnar, jú í kvöld sáum við að forstjóri FME vill ekki ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um bankahrunið einu orði. Hann vill ekki einu sinni gefa upp hvort athugasemdir og/eða ábendingar um ólöglegt athæfi hafi verið í umræddum skýrslum. Slíkt gæti hann auðveldlega gert án þess að spilla neinu.

En hann talaði um að rannsaka þyrfti hlutnina vel bla bla bla bla.

Allt uppi á borðinu ... yeah right

Bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:55

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú ert nú alveg dásamlega bjartsýn. Efndir og loforð íslenskra pólitíkusa hafa aldrei átt samleið í sömu setningu.

Helga Magnúsdóttir, 6.1.2009 kl. 21:56

8 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Svo eru einhverjir hissa á að mótmæli fari úr böndunum

Guðmundur Óli Scheving, 6.1.2009 kl. 22:24

9 Smámynd: Einar Indriðason

Má ég minna á að ... það nánast stendur í starfslýsingu stjórnmálamanna, að þeir skuli ljúga, svíkja, pretta.....

Og... ef stjórnmálamaður hreyfir munninn, þá er hann að ljúga?

Mitt álit á þessum ..... <hérna kemur straumur af lýsingarorðum, sem ekkert er gott eða fegrandi> ..... <og hérna kemur straumur af mest niðurlægjandi nafnorðum sem eiga við stjórnmálamenn> sekkur alltaf dýpra og dýpra.

Og:  HFF !!! 

Einar Indriðason, 6.1.2009 kl. 23:20

10 identicon

Íslenskir stjórnmálamenn  stóla á afspyrnu lélegt minni íslendinga,værukærð og sofandahátt !

ag (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:03

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér þykir þú bjartsýn kona Lára Hanna ;)

Heiða B. Heiðars, 7.1.2009 kl. 00:44

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Svikarar og lygamerðir?  Ætli það sé ekki það sem þessir bévítans menn og konur eru.  Svo maður tali nú um kosningarloforðin, "traust efnahagsstjórn" og ýmis fleiri.  Fussum svei. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.1.2009 kl. 01:11

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Klisjur, klisjur og aftur klisjur. Hvað þýðir t.d. klisjan: &#132;uppi á borðinu&#147;?? Ég sé fyrir mér borð en hvað á að vera á því? Hver á þetta borð? og hvar er það staðsett? Ég held að það sé ekkert borð nema það sé skrifborð með harðlæstum skúffum. Svo getur það líka verið skrifborð með tölvu sem geymir allar upplýsingarnar. Það er pottþétt að það kemst enginn inn í hana nema hafa aðgangsorð...

Kannski er ég búin að lýsa mínum skilningi á einni ofnotuðustu klisju stjórnmálamanna eftir bankahrunið alltof nákvæmlega. Það eru nefnilega langflestir búnir að átta sig á því að klisjan um að allt eigi að vera uppi á borði og hin um gagnsæið standast engan vegin þau vinnubrögð sem Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur hafa viðhaft undanfarna áratugi og nú hefur Samfylking tekið upp sömu starfsaðferðir.

Klisjurnar og slagorðin eru vopn til að slá ryki í augu kjósenda. Þau virka því miður alltof oft... en það er eins og það vilji gleymast

Við eigum að sjálfsögðu að krefjast þess að stjórnmálamenn hætti að tjá sig með loðnum eða óskiljanlegum klisjum en fyrst og fremst að þeir standi við það sem þeir lofa! Ef þeir hafa einhvern áhuga á því að &#132;skapa jafnvægi og stöðugleika í samfélaginu&#147; (enn ein kreppuklisjan þá verða þeir að standa sig og efna gefin loforð!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.1.2009 kl. 02:33

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Offari vilti skrifa "systur" minni?

Hólmdís Hjartardóttir, 7.1.2009 kl. 02:37

15 Smámynd: Héðinn Björnsson

Allt er uppi á borði. Borðið er bara í læstu herbergi þar sem enginn má koma inn en við fáum kannski skýrslu frá manni sem fór þangað inn í nóvember... nema því kannski seinki eitthvað.

Héðinn Björnsson, 7.1.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband