Sjálfsagt og velkomið

Ég er búin að fá ótal fyrirspurnir og beiðni um notkun á textanum í þessum pistli. Sumir vilja lesa þetta upp, aðrir prenta út og hengja upp á vinnustöðum eða annars staðar. Skemmst er frá að segja að fólk má nota þetta að vild, prenta út og hengja upp hvar sem því sýnist. Bara geta heimilda.

Baldur setti þetta upp í .pdf skjal strax í gær og það er viðfest hér að neðan ef fólk vill stytta sér leið og nota það. Titilinn vantar reyndar en kannski bætir Baldur úr því og þá set ég inn nýtt eintak hér. En þetta er líka fínt svona og þjónar þeim tilgangi sem ætlast er til. Nýtt .pdf skjal komið inn.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

My nation tenging hans er kannski ekki rétta nafnið né jarðafaralegt umbrotið en það sem skiptir mestu er að koma þessum skilaboðum til skila. Það kem ég til með að gera með tölvupóstum og bloggfærslu fyrir næsta fund.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.1.2009 kl. 21:46

2 identicon

ari (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:59

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ari... mikið lifandis skelfing á þessi maður bágt. Ég finn til með honum en ætla ekki að sóa tíma í að eiga við hann orðastað. Það væri fullkomlega tilgangslaust. Innleggið þitt með tilvitnuninni var flott - þetta er einmitt málið. Hann kynnir sér ekki málin betur en svo að hann heldur að ég sé einn skipuleggjenda Borgarafundanna. Hann heldur líka að ég sé kommúnisti og hefur greinilega ekki lesið bloggið mitt þar sem ég hef a.m.k. tvisvar lýst því yfir að mér finnist útópíur eins og kommúnismi, sósíalismi og frjálshyggja dauð trúarbrögð. Hann má hafa sínar ranghugmyndir um allt og alla fyrir mér, verst ef honum tekst að eyðileggja fyrir öðrum. Nóg reynir hann.

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Hef svo sem engu við þetta að bæta annað en það að liðið mitt vann Chelsea í dag :)

Þú ert þjóð þinni til sóma Lára og innblástur okkar sem berjumst fyrir réttlæti.

Kveðja

Ragnar Þór

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.1.2009 kl. 22:29

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er líka liðið mitt, Ragnar Þór, og ég var alsæl með úrslitin!  

Lára Hanna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:29

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Fór á færsluna hans Ástþórs og hann er aðallega að skrifast á við sjálfan sig sýnist mér. Ég las ekki efnislega, bara nöfn það nægir mér

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 00:13

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá ekki Silfrið í dag, en er búin að horfa á Njörð og mér finnst að nú sé kominn grundvöllur til að stofna hóp/samtök utanum það sem er að mínu mati mergurinn málsins.

Okkur vantar skilmerkilegar og skilvirkar breytingar á vali okkar á þeim sem fara með stjórn landsins. Það tel ég vera mál sem muni svara kröfum margra gangrýnenda vel. Það er jú að stórum hluta stjórnkerfið sem hefur valdið þessum miklu afskiptum stjórnvalda af atvinnu og fjármálakerfi landsins.

Þetta mál þarf að skoða af fullri alvöru og beina kröftum þess hóps/samtaka að þessu máli eingöngu. Hvotr niðurstaðan verður það sem Njörður var að tala um í dag er ekki það sem ákveðið verður hér og nú. En breyting í þessaveru er það sem okkur vantar og það klárlega. Það geta svo aðrir einbeytt sér að öðrum málaflokkum, það er af nógu að taka.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2009 kl. 00:13

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta var líka magnaður eggjunartexti hjá þér Lára Hanna.   Silfrið fer svo síbatnandi eftir því sem klárum og áhugaverðum "kverúlöntum" -af báðum kynjum-  fer þar fjölgandi.

Það sem Njörður P. sagði um flokksveldi frekar en lýðveldi var alveg hárrétt.   Það er líka mikið til í þeirri fullyrðingu hans að "framkvæmdavaldið gleypi allt".   Hefði þó mátt leggja meiri áherslu á það að molana, sem hrjóta af borðum framkvæmdavaldsins sem öllu ræður, gleypa litlu flokksmennirnir.   Svo þeir verði ekki hungurmorða meðan þeir bíða, eins og ungar í hreiðri, eftir að röðin komi að þeim.

Nú er vonandi verið að leggja steina á teina sósuhraðlestar flokkamafíunnar, sem er bara ein grein af sama meiði, þó að nöfnin séu nokkur.

"Kreppusálfræðingurinn" Einar Baldursson benti svo á þann kost við íslensku kreppuna, að út úr henni mun koma betur upplýstur almenningur.  Nákvæmlega... þó að dýrkeypt menntun sé.

Vissulega "selvfölgeligheder" eins og Danskurinn myndi segja, en samt gott og þarft að heyra.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 12.1.2009 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband