18.1.2009
Silfur dagsins og Kryddlegin Baugshjörtu
Silfur dagsins olli ekki vonbrigðum frekar en venjulega. Stútfullt af flottu, málefnalegu fólki auk eins ráðherra. Aðeins einn Vettvangur dagsins að þessu sinni og af einhverjum ástæðum var Robert Wade ekki í þættinum eins og kynnt hafði verið heldur Anne Sibert, sú sem gerði skýrsluna með Willem Buiter. Vonandi tekur Egill upp viðtal við Wade áður en hann fer af landi brott - ef hann hefur ekki gert það nú þegar. En lítum á Silfrið (ég klippti Framsóknarinnslagið í lok þáttarins út, enda ekkert merkilegt þar.)
Í leiðinni bendi ég á magnaða grein Einars Más Guðmundssonar sem birtist í Morgunblaðinu í dag og Einar Már kallar Kryddlegin Baugshjörtu. Greinina má lesa í heild sinni hér (smella þar til læsileg stærð fæst).
Vettvangur dagsins - Egill Jóhannsson, Ingólfur Arnarson og Fjalar Sigurðarson
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra
Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki - hlustið vandlega á Jón
Áður en hlustað og horft er á Willem Buiter og Anne Sibert er vert að rifja aðeins upp skýrslumálið alræmda. Flett var ofan af því reginhneyksli í fréttum RÚV 14. október sl. Ég trompaðist og hélt mikinn reiðilestur á blogginu sem einhverjir muna eflaust eftir og birti fréttina. Svo reið var ég að ég tvítók hana í sama myndbandinu til að árétta alvarleika málsins. Það er með hreinum ólíkindum að liðnir séu þrír mánuðir síðan ég skrifaði þennan pistil. Ekkert - og ég meina EKKERT - hefur verið gert. Við virðumst vera í nákvæmlega sömu sporum nú og þá. Ótrúlegt. Skýrsla þeirra Buiters og Sibert er viðhengd neðst í færslunni.
En hér eru þau Willem Buiter og Anne Sibert í Silfrinu - Egill boðaði að viðtalið yrði textað í endursýningu í kvöld og ef þátturinn verður aðgengilegur á Netinu í endursýningu, sem endursýnt efni er yfirleitt ekki, set ég inn textaða útgáfu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
FLott framtak hjá þér Lára Hanna að venju (og sérstaklega að klippa framsóknarósómann í burtu).
Kolbrún (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 15:50
Ég var á tali við þetta fólk fyrir útsendinguna og það var sameiginleg ósk þeirra að rétt væri að Anne og Willem kæmu bæði fram, enda hafði Robert Wade komið fram áður. Ég tek hins vegar undir það að það mætti heyra meira frá Wade áður en hann fer af landi brott.
Ómar Ragnarsson, 18.1.2009 kl. 15:51
Flott hjá þér Lára Hanna , að venju .
Hörður B Hjartarson, 18.1.2009 kl. 16:20
Ég er næstum hætt að horfa á Silfrið, en ég kíkti aðeina á Egil í Brimborg og fannst hann góður. Egill Helgason er fyrir löngu búin að fara yfir svo mörg strik og mér finnst hann ekki þessi hlutlausi fjölmiðlamaður sem hann ætti að vera. Þeir hlutlausu geta verið harðir og málefnalegir.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 16:41
ÁRÍÐANDI!!! Svíar vilja hjálpa almenningi
Heidi Strand, 18.1.2009 kl. 17:52
Hólmfríður þú segir að Egill sé búinn að fara yfir mörg strik, veit ekki hvað þú ert að tala um. Þolir þú ekki að heyra gagnrýnisraddirnar sem koma fram í þættinum hjá honum?
Það var frábært að heyra Fjalar Sigurðarson tala um að það þyrfti að fara fram uppgjör í anda kærileika og umburðarlyndis.
Það er einmitt það sem við erum að gera, sem eru að mótmæla ástandinu, við erum í kærleiksbaráttu. Við viljum stuðla að auknum þroska í samfélaginu.
Ég tel að við sem erum að mótmæla á Austurvelli og á Borgarafundum séum í mannréttindabaráttu, sannkallaðri kærleiksbaráttu. Við eru að reyna að stuðla að auknu lýðræði og þroska í samfélaginu okkar. Við eru með því að mæta að sýna að okkur stendur ekki á sama um þau gildi sem við byggjum samfélagið okkar á. Við viljum losa samfélagið við allt það gamla sem ekki hefur skilað neinu nema særindum og eymd fyrir þjóðina. Við viljum berjast fyrir því að samfélagið verði endurbyggt á siðfágun og ábyrgð. Við höfum trú á því að við séum að gera rétt og að baráttan muni skila árangri. Við hvetjum alla sem eru sömu skoðunar að mæta á Austurvöll og á borgarafundina og sýna málefninu þann stuðning sem þeir geta.
Þórunn Ó (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:34
Hólmfríður!
Þú ferð yfir strikið í þessari athugasemd þinni! Mér finns Egill hafa borið af í gagnrýninni umræðu sem gull af eir eða skulum við segja silfur af eir. Ef þú vilt heyra endurteknar lygar stjórnmálamanna og vina þeirra þá getur þú horft á Markaðinn með Birni Inga
Vinsamlegast færðu rök fyrir máli þínu.
TH (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 18:55
Ég held þvi miður að þegar menn tala um uppgjör í anda kærleika og umburðarlindis og líka um fyrirgefningu þá merki það í raun og veru umburðarlindi í garð ranglætis, mildi við þá sem sköðuðu aðra með röngum gerðum. Svona afstaða stendur í rauninni með misyndismönnum gegn þeim sem þeir brutu á. Það er alltaf þannig þegar menn fara að tala um kærleika þar sem ranglæti kemur við sögu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.1.2009 kl. 19:04
Ég hef ekkert umburðarlyndi gegn réttritunarvillum. Þarna á að standa umbyrðarlyndi með y-loni.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.1.2009 kl. 19:05
Mér finnst Egill í Silfrinu hreint út frábær og hann stendur algjörlega með almenningi. Hann hefur svo sannarlega staðið sig með sinn þátt og mér finnst hann ómissandi, enda mjög upplýsandi þáttur.
Getur verið að skýrsla Buiter og Sibert hafi allavega haft einhver áhrif á stjórnvöld þar sem verið var að vinna að því að breyta starfsemi Landsbankann í UK í dótturfyrirtæki fyrir hrunið? En allt of seint í rassinn gripið eins og kunnugt er.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 18.1.2009 kl. 19:58
Egill er ómissandi
Hólmdís Hjartardóttir, 18.1.2009 kl. 20:26
Takk fyrir að leggja svona flott á borð Lára Hanna. Gott að geta gengið að málefnum dagsins á síðunni hjá þér.
Greinin hans Einars Más er hreint út sagt alveg frábær, hún hefði farið fram hjá mér ef þú hefðir ekki linkað á hana. Vona að sem flestir lesi hana.
Kolbrún Valvesdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 23:49
Guð minn almáttugur - Egill yfir strik? Egill er einn af 3 fjölmiðlamönnum sem er hægur og spyr spurninga. Hitt liðið er eins og kálfar á túttúnum á yfirvaldinu. Gjörsamlega geldir! Og þú segir Egil fara yfir strik - hversu mörg strik hefur þessi ríkisstjórn farið yfir á sl. 4. mánuðum. ÖLL sem hægt er að fara yfir - þeir hreinlega finna upp ný strik til þess að fara yfir á hverjum degi. Held að fínar frúr úti á landi ættu að fara að kippa hausnum á sér út úr dimmum holum og vakna til lífsins.
Þór Jóhannesson, 18.1.2009 kl. 23:52
Þegar ég tala um að Egill Helgason hafi farið yfir strik er ég til dæmis að tala um viðtalið hans við Jón Ásgeir snemma í haust það sem hann EH sagðist hafa reiðst fyrir hönd þjóðarinnar. Mér finnst hann hafa verið með afar einsleitann umræðugrundvöll og þegar koma fram upplýsingar frá aðilum sem hann telur tilheyra ákveðnum þjóðfélagshóp, þá finnst mér hann ekki hafa leitað nægilega eftir þeirri hlið. Það eru alltaf tvær hliðar á hverju máli og það er ekkert öðruvísi með þau mál sem nú eru í gangi.
Það er eins og búið sé að dæma ákveðinn hóp fyrirfram án þessa að raunveruleg rannsókn hafi farið fram. Ég er ekki að halda því fram að stór mistök hafi verið gerð, en þeir sem vinna á fjölmiðlum verða að skoða mál frá báðum hliðum. Mér fellur betur við þannig fjölmiðlafólk.
Séu þetta ekki næg rök í málinu, þá er það ekki mitt vandamál. Ykkur er að sjálfsögðu frjálst að hafa hvaða skoðun sem er á mínum skoðunum, án þess að það trufli mig.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 00:23
Ég skil vel að skýrsla hagfræðinganna hafi ekki verið birt, en að aðhafast ekkert eftir þessa skýrslu er glæpur og ætti að vera aðalfréttin allstaðar. Fréttamat fjölmiðlanna snýst bara um framsókn og esb umræður.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2009 kl. 01:01
Þér finnst eflaust fréttastofa RUV vera traust og áreiðanleg fréttastofa sem skoðar hlutina út frá öllum sjónarhornum. En finnst þér ekkert skrítið að yfirmaður þessarar fréttastofu sé innvinglaður og innmúraður í Sjálfstæðisflokkinn? Maðurinn hreinlega ritskoðar allar pólitískar fréttir. Þú ættir ekki að dæma hlutleysi á því hvernig hlutirnir eru sagðir heldur hvað sé sagt! Þá myndi ímynd þín á Agli snarsnúast og traust þitt og trúa á RÚV og Mogga e.t.v. snúast við.
Finnst þér t.d. ekkert athugavert að mbl.is hefur ekki svo mikið sem sagt eitt orð frá því að hér hafi verið framið stærsta bankarán sögunnar á dögunum eftir að Glitnir var yfirtekinn og Kaupþing var enn undir stjórn eigenda sinna? Ólafur Ólafasson hefur rænt 2.500.000.000 króna sem sonur minn og þínir ættingjar þurfa líklega að borga. Ekkert skrítið að mbl.is stundi slíka þöggun?
Þór Jóhannesson, 19.1.2009 kl. 01:03
Komið þið sæl; Lára Hanna, og annað gott fólk, hér á síðu !
Skrifarar; allir ! Hólmfríði Bjarnadóttur; gengur gott til, með sínum skrifum, en,.... það er með hana, blessaða, eins og Ólínu Þorvarðardóttur (hver lokar á mínar athugasemdir, hjá sér) - Sævar Helgason - Jón Inga Cæsarsson, svo fá einir kratar séu nefndir, líka sem Gunnar Th. Gunnarsson - Hjört J. Guðmundsson (hver hefir lokað, á allar athugasemdir, þessi misserin) - Stefán Fr. Stefánsson og Þrym spjallvin minn Sveinsson; allir, Sjálfstæðismenn, að þetta góða fólk, getur átt það til, að koma, af vandlætingu mikilli, inn; jafnt hér hjá Láru Hönnu, sem og annars staðar, á síðum, og ''gagnrýnt'' stjórnarflokkana, með miklum fyrirgangi, í orði kveðnu, en sér samt ekki, til NOKKURRAR SÓLAR, sökum meðvirkni, og einskærri hrifningu, yfir þessum sömu flokkum.
Það eitt; er rannsóknarefni, fyrir hina færustu vísindamenn, eða hvað finnst ykkur, gott fólk ?
Með hinum beztu baráttukveðjum, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (hvern; andvakan ásækir, þessi misserin - hlakka lítt, til morgundags, hvers þess, sem í vændum er, því miður, eins og komið er, fyrir landi okkar - fólki og fénaði öllum)
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 03:13
Frábær samantekt Lára Hanna. Hagfræðingarnir tveir sögðu allt sem segja þarf um þá sem bera ábyrgð á fallinu og þurfi því að víkja. Kíkið á þann hluta samtalsins þar sem þau fara yfir það. Getur ekki verið skýrara!
Sigfús Þ. Sigmundsson, 19.1.2009 kl. 09:17
Ingólfur Arnarson opnaði augu margra fyrir samspili kvótakerfisins og bankahrunsins. Bresku hagfræðingarnir og háskólakennararnir staðfestu klárt og kvitt margt sem áður var óstaðfest, og brugðu í leiðinni ljósi á ríkisstjórn Geirs H. Haarde og íslenska stjórnsýslu. Egill Jóhannsson útskýrði af einlægni hugmyndir sínar um endurreisn samfélagsins. Jón Ólafsson útskýrði - með dæmum - hvernig viðskiptalífð hefði lagt undir sig öll svið samfélagsins. Fjalar Sigurðsson lagði fram hugmynd um hvernig hægt væri að taka á efnahagshruninu og með hvaða hætti væri hægt að draga menn til ábyrgðar, gera málið upp. Björn Bjarnason bar heim sanninn um siðferðilegt ásigkomulag - ábyrgðarfælni - íslenskra stjórnmálamanna.
Silfrið var mjög upplýsandi.
Auðvitað er fólki frjálst að líta framhjá þessu öllu með "rökum" og einu meintu dæmi - um að Egill hafi verið ósanngjarn og einhliða í málflutningi sínum gagnvart svonefndum útrásarvíkingum. Hitt liggur fyrir, að fólk sem fékk bankana í sínar hendur á silfurfati frá spilltum stjórnvöldum hafa keyrt íslenskt efnahagslíf í þrot. Rænt íslenskan almenning, þjóð sína, æru og eignum. Það liggur fyrir.
Engin er sekur fyrr en sekt er sönnuð. Rétt er það, enda enginn verið dæmdur enn. En það er siðlaust að þykjast ekki sjá, að stinga höfðinu í sandinn. Líta undan og telja sér trú um að ekkert liggi fyrir. Ekkert sé að. Enginn sé ábyrgur.
Ömurleg afstaða.
Rómverji (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 10:09
Frábær samantekt eins og alltaf. Legg til að þú eða einhver sem hefur tíma til þess taki saman (seinna) helstu punktana úr þessum færslum þínum og gefir út í bók sem vitnisburð um glæpi landráðamannanna. Sú bók ætti svo að vera skyldulesning í skólum landsins.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.1.2009 kl. 11:54
Takk fyrir þetta Lára Hanna. Hvernig væru RUV og aðrar sjónvarpsstöðvar án þín? Enn merkilegra fannst mér svo viðbrögð Ingimundar Seðlabankastjóra í dag við yfirlýsingum hagfræðinganna. "Það var svo margt sagt og skrifað á þessum tíma". Alveg dæmalaust. Já, og að hann hefði ekki fengið skýrsluna í apríl heldur júlí. Greinilega með aðalatriðin á hreinu!
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:49
takk Lára Hanna.
missti af þættinum og náði svo ekki sambandi við ruv.is
hvar væri ég án þín?
Brjánn Guðjónsson, 21.1.2009 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.