30.1.2009
Að slá í gegn hjá þjóðinni
Ég hef einu sinni áður myndskreytt útvarpsefni sem var svo myndrænt að ég stóðst ekki mátið - svona gerði ég það þá. Nú fór ég allt aðra leið við myndskreytingu á Spegilsviðtali við Sigurbjörgu Árnadóttur sem ég skrifaði um hér. Í þessum kafla Spegilsins var fjallað um prófkjör og kosningar á Íslandi og Sigurbjörg sagði frá hvernig þessum málum er háttað í Finnlandi, en þar bjó hún lengi. Lýsing Sigurbjargar smellpassar við umræðuna hér um þessar mundir, enda margfalt lýðræðislegri og ódýrari auk þess sem hún kemur í veg fyrir að hægt sé að svindla og svíkja eins og gert er við núverandi fyrirkomulag og kemur glögglega fram í þættinum.
Þessi kosningaaðferð er svipuð, ef ekki sú sama, og Ómar Ragnarsson og margir fleiri hafa talað fyrir en hún gengur skrefinu skemur en hugmyndir Vilmundar Gylfasonar og Bandalags jafnaðarmanna árið 1983 - sjá hér. En aðferðin væri risastórt skref í áttina að beinna lýðræði og áhrifum almennings á það, hverjir sitja á þingi hverju sinni. Ýmsu fleiru er nauðsynlegt að breyta við kosningalögin, t.d. má alveg hugsa sér að landið verði eitt kjördæmi. Það gengur ekki lengur að þingmenn og ráðherrar kaupi sér atkvæði rándýru verði, greitt úr vasa þjóðarinnar, en láti sér þjóðarhag í léttu rúmi liggja. Það verður einfaldlega að hugsa um heildina, ekki sérhagsmuni. Við höfum ekki efni á öðru.
En hér er Spegilsviðtalið myndskreytt með þingmönnum, myndir teknar af vef Alþingis og birtar í stafrófsröð. Af einhverjum ástæðum eru þeir 64 og ég gat ekki með nokkru móti áttað mig á hver átti ekki heima þarna. Einhver hlýtur að reka augun í það. Af ásettu ráði setti ég nöfn þingmanna ekki inn til að leyfa fólki að giska á hver er hver. Sumum andlitum er maður gjörkunnugur - önnur hefur maður bara aldrei séð. En eitt er víst: Þeim hefur fæstum tekist að slá í gegn hjá þjóðinni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 02:24 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Lára Hanna.
Taldi þingmennina og ég fann ekki nema 63 og þeir eru líka 63 á Aþingisvefnum. Getur þú einhvarsstaða nálgast útskýringar Sigurbjargar á Finnsku kosninglögunum. Njörður P Njarðvík var einmitt að vísa í þau í Silfrinu um daginn, en útskýrði þau ekki, enda ekki tími til. Myndskreytingin er flott.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 01:45
Sigurbjörg rokkar ! smbr. lýsingar hennar á finnsku kreppunni, þegar einhverjir besserar hér heima voru búinir að bíta það í sig hér fyrr í vetur að sú hefði nú bara verið svona frekar farsælt dæmi.
Það er sorglega algengt -ennþá- á Íslandi, að því sé haldið fram "að svona sé þetta og/eða hafi verið í öðrum löndum" -og enginn andmæli.
Þá er skylda þeirra sem vita betur að gefa sig fram.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 01:56
en var hægt að snerta á þessum bönkum? er ekki þessi EES samningur til þess gerður að engin mátti snerta þá? og hver er aðal gjöningamaðurinn fyrir honum?
haukur kristinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 02:13
Hólmfríður... hlustaðu á myndbandið, þar eru útskýringar Sigurbjargar á finnsku kosningalögunum.
Og með fjöldann... þetta er alveg rétt hjá þér. Ég taldi með því að hægrismella á möppuna með myndunum og velja "properties" og þar kemur upp 64. Tölvan telur semsagt vitlaust. Ég nennti ekki að telja sjálf.
Bindum vonir við stjórnlagaþing - þessu verður að breyta!
Lára Hanna Einarsdóttir, 30.1.2009 kl. 02:17
Sæl Lára Hanna og takk fyrir þetta sem þú setur fram hér. Um stjórnlagaþingið vil ég segja að ég held að þetta sé leikur hjá flokkunum til þess að halda nýjum öflum í burtu. Það kostar litlar 300 milljónir að koma á þessu fyrirbæri eins og framsókn kynnir það. Hugmyndir um stjórnlagaþing eru frekar ómótaðar og núverandi stjórnarskrá þarf að breytast áður en þessum hugmyndum er fylgt.
En hugmyndin um stjórnlagaþing gæti hugsanlega haldið nýjum öflum í burtu. Þingmenn eru hræddir um vald sitt núna og eru að leyta að friðþægingu til handa þjóðinni. Þessi friðþæging er þó að ég held skammvinn og mun ekki reynast alvöru terapía.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.1.2009 kl. 02:38
Mér varð á að nefna skuld upp á 5.000 Milljarða hér fyrir stuttu. Það er að koma í ljós að sú upphæð er mun hærri. En samkvæmt nýjustu frétt á RÚV "Skulda fyrirtækin 15.650 milljarða?"!
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item248530/
Ég biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum mínum!
Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.1.2009 kl. 07:41
Nokkuð sniðugt að flokkar geti ekki stillt upp sjálfir heldur séu frambjóðendur flokkanna einfaldlega í stafrófsröð á kjörseðli og þar með þurfi kjósandinn að hafa fyrir því að krossa margsinnis við nöfn en ekki aðeins einu sinni við FLOKKINN og búið.
En mikið var ég fegin þegar sjálfstæðismenn hurfu út úr kjördeildum því þeir trufluðu leiðinlega kjósandann á leið hans í kjörklefann árum saman. Sérstaklega voru heyrnarlausir fulltrúar þvílík leiðindi, þeir heimtuðu að nöfn kjósenda yrðu endurtekin endalaust svo þeir gætu flett upp í spjaldskrá sinni og smalað síðan. Mikil truflun alla tíð og áherslan færðist frá kjósandanum yfir á stóra bróður sem var um allar kjördeildir einn flokka. Þessi viðvera sjálfstæðismanna var víst lögleg en að mínu mati gjörsamlega siðlaus krókaleið í kringum lögin.
Græna loppan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 07:56
... siðlaus túlkun á lögunum, vildi ég nú sagt hafa.
Græna loppan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 08:26
Græna loppan hefði nú alveg getað rekið fulltrúa stóra flokksins út meðan hún kaus. Það gerði ég af miklli ánægju. ekki á hverjum degi sem maður getur rekið hyskið á dyr!
Auðun Gíslason, 30.1.2009 kl. 09:22
Lára Hanna Takk þetta var of augljóst til að fatt það ha ha ha að sjálfri mér.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 13:41
Menn hafa borið það fyrir sig að óraðaður listi á kjördag framlengi prófkörum flokkanna. En það er galli á öllum kerfum.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:47
Mér virðist að þetta virki svona. Raðað á lista eftir stafrófsröð (firsti stafur getur verið hvar sen er úr stafrofinu og það er ákveðið fyrir fram) þú velur nafn og ert um leið að kjósa listann eins og hann kemur út úr talningu.
Það sem mig vantar að vita í viðbót er :
Þetta er góð byrjun og í raun eins og ég hélt
Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 13:55
Auðun, það skiptir í sjálfum sér ekki hvoru megin borðisins þú ert í raun, því þetta voru óþægindi fyrir alla, kjörstjórn sem kjósandann: álagið jókst á kjörstjórn þegar öskra þurfti nafn kjósandans svo fulltrúar Flokksins, sem mættir voru með spjaldskrá (!), heyrðu. Kjósandinn sneri baki í hann en að kjörstjórn og því heyrði fulltrúinn verr. Kjósandinn fékk því hálfpartinn á tilfinninguna að hann léki ekki aðalhlutverk í eigin kosningaathöfn, sem hann þó kemur aðeins til á margra ára fresti.
Aðrir flokkar voru víst eitthvað að eltast við þennan leiðindaleik hér áður fyrr en aðeins einn flokkur hélt þessu áfram mun lengur en hinir.
Græna loppan (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 18:10
Hólmfríður ég skil það sem svo að þú kýst ekki FLOKKINN heldur einstaklinga á listum þeirra. Flokkarnir eru mikið til sama tóbakið, með nokkrum blæbrigðum þó, og prófkjörsvesen er innanbúðarflokkadráttur sem kjósendur hafa ekkert um að segja. Þeir leika sér innan flokksins til að ná völdum þar innanbúðar með hinum og þessum ráðum.
Áherslan í kosningum færist því í finnska kerfinu, ef ég skil rétt, yfir á fólkið á listum flokkanna fremur en flokkana sem slíka. Á þingi flytja þingmenn tillögur sem þingmenn annarra flokka styðja eða ekki eftir eigin samvisku en ekki FLOKKSINS... Flokksveldið hrynur þar með. Þingmaðurinn verður að standa sig sem slíkur sem og allir þingmenn eins og þeir leggja sig í þágu... þjóðarinnar! Hljómar fallega, ekki satt?
Græna loppan (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 06:19
Finnska aðferðin hljómar ágætlega. Kjósendur VG verða í vandræðum
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2009 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.